Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mesta mildi að enginn skyldi verða fyrir aur- og krapaflóðinu á Bíldudal Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir UMMERKI flóðsins úr Gilsbakkagili skoðuð í gærmorgun. Björgunarsveitarmenn moka aur og krapa ofan af skúr Valdimars Ottóssonar. „Fjallið er að koma“ Miklar drunur heyrðust í fjallinu í rúma mínútu áður en aur- og krapaflóðið féll úr Gilsbakkagili á milli íbúðarhúsa á Bíldudal. íbúar í húsum undir gilinu urðu mjög skelk- aðir þegar þeir sáu hvað flóðið var stórt en það stöðvaðist áður en það féll að húsunum. Mesta mildi var að ekkert fólk varð fyrir flóðinu en þegar það kom voru til dæmis unglingar á leið heim af fundi. Helgi Bjamason skoðaði aðstæður á Bíldudal og ræddi við íbúa. FÓLKIÐ sem býr við Gilsbakkagil á Bíldudal og fyrir neðan það heyrði miklar drunur áður en krapa- og aurflóðið féll í fyrrakvöld. Það sá ekki hvað var að gerast í fjallinu og beið í eina eða tvær mínútur þar til það sá flóðið koma niður gilið. Sumir lýsa því eins og vegg með öldugangi ofan á, aðrir tala um að það hafi frussast niður gilið. Biðin var erfið en þegar flóðið kom í ljós- in og sást hvað það var stórt varð fólkinu sem býr í húsum fyrir neðan gilið ekki um sel. Margir höfðu viðmiðun af átta metra háum ljósa- straur við brú á veginum í gegnum þorpið og þegar staurinn fór í kaf og kúpullinn brotnaði varð ljóst hver hæðin var. „Það stefndi hingað og þegar það fór yfir ljósastaurinn hélt ég að það myndi færa okkur á kaf,“ segir íbúi í einu húsanna. Fólkinu brá mikið og maðurinn segist hafa verið að því kominn að hlaupa út og reyna að forða sér út í sjó þegar hann sá að hlaupið brotnaði á brúnni og dreifðist. Óð á móti straumnum Tvö flóð féllu á byggðina í Bíldu- dal í fyrrakvöld, eins og komið hef- ur fram. Hið fyrra var vatnsflóð úr Búðargili og hið síðara var krapa- og aurflóð úr Gilsbakkagili. Vatn og aur flæddi inn í kjallara nokkurra húsa. Þá urðu skemmdir á skúr við Valshamar en hann hef- ur verið notaður sem geymsla og verkstæði. Valdimar Ottósson eig- andi hússins segir að trésmíðavélar, tæki og tól hafi vafalaust eyðilagst í skúrnum. Mest sér hann þó eftir miklu filmusafni sem hann geymdi þar. Eru það heimildir sem hann hefur safnað í marga áratugi. Ein- hveijar skemmdir urðu einnig á lóð- um húsa og þjóðveginum. Ekkert fólk lenti í flóðinu. Það verður að teljast heppni, því nýlokið var fundi í unglingadeild slysavarnadeildar- innar á staðnum og krakkarnir á leiðinni heim þegar stóra flóðið féll. Stúlka sem var við vinnu í veit- ingahúsinu Vegamótum, Sigríður Arnardóttir, varð fyrst vör við vatnsflóðið úr Búðargili. „Það var mikil úrkoma og rigningin fossaði niður rúðumar á veitingaskálanum. Þegar ég leit út sá ég að gatan var full af vatni og fossaði niður hana og í kjallarann á veitingahúsinu," segir Sigríður. Hún lét föður sinn strax vita en hann er í almanna- varnarnefnd og einnig verkstjóra Vesturbyggðar á Bíldudal. Á heimleið af unglingafundi „Ég fór strax af stað og óð upp- eftir á móti straumnum," segir Björn Guðmundsson verkstjóri. Hann fann upptök flóðsins, klaki hafði stíflað ræsi. Fékk hann gröfu til að losa stífluna og veita ánni í réttan farveg. „Þegar við vorum að ganga frá við Búðagil kom tilkynn- ing um að flóð hefði fallið úr Gils- bakkagili,11 segir Björn og fór hann stax þangað með samstarfsmönn- um sínum. „Það heyrðust miklar drunur og ég hélt fyrst að það væri verið að skrapa götuna þó enginn væri snjórinn. Þær mögnuðust svo og færðust nær. Ég leit þá upp og sá þegar flóðið féll á brúna og þeyttist hátt í loft,“ segir Jón Þórðarson skipstjóri og kaupmaður, en hann býr á Gilsbakka 8, skammt frá Gils- bakkagili. Hann var að tala við móður sína í síma, sagði „bíddu aðeins“ þegar hann sá flóðið og rauk út en kveðst vona að móðir sín sé hætt að bíða. Jón er í svæðisstjórn björgunar- sveitanna á svæðinu og vissi að það væri fundur hjá unglingadeildinni þar sem dætur hans 12 og 14 ára voru meðal annars staddar. Hann vonaðist til að fundurinn stæði enn en brá töluvert þegar hann mætti á fundarstað og sá að búið var að slíta fundi og meirihluti fundar- manna farinn. Var gengið í það að skrá niður alla sem voru á fundinum og þá sem þar voru enn og svo var athugað hvort krakkarnir væru komnir heim. Kom fljótlega í ljós að engan vantaði. „Dætur mínar höfðu komið við í húsi á leiðinni. Annars hefðu þær verið á þeim slóð- um sem flóðið féll,“ segir Jón. Hann segir einnig að krakkar úr hverfinu leiki sér oft við árfarveginn en þar hafi enginn verið að þessu sinni, kannski vegna barnaafmælis í einu húsanna. Ákveðið var að rýma hús á milli giljanna og fóru alls 123 íbúar úr 45 húsum. Voru þeir ýmist hjá vin- um og ættingum eða söfnuðust saman í fiskverkunarhúsum, golf- skála og gistihúsi. Fólkið fékk að snúa aftur heim þegar birti í gær- morgun. Dreymdi fyrir flóðinu „Ég var að koma heim frá því að skoða rör í gilinu og þegar ég kom inn heyrði ég mikinn hávaða. Ég hélt fyrst að hann kæmi frá sjónvarpinu en hávaðinn minnkaði þegar ég fór þangað svo ég hljóp aftur út. Maður gat átt von á flóði vegna hlaupsins í hinu gilinu en ég sá ekkert og var farinn að halda að þetta væri veðurgnýr þegar mmm 1J \ n s u r i Linsunni Fagleg ráögjöf. UN5AN Góð þjónusta. A ð a l s t r æ I I 9 hlaupið kom,“ segir Sigurður Brynj- ólfsson skipstjóri, sem býr í Sæ- lundi 3, á bakka gilsins niður við sjóinn. „Hlaupið kom eins og vegg- ur pg geysilegur gusugangur ofan á. Ég sá að gilið fylltist og ljósa- staurinn hvarf,“ segir Sigurður. Hjá honum í húsinu voru kona hans, Herdís Jónsdóttir, og tvö barnabörn þeirra, Sigurður Hlíðar Rúnarsson og Vigdís Ylfa Hreins- dóttir. Flóð hefur aldrei fallið á húsið. Sigurður segist hafa byggt það á uppfyllingu vegna þess að konan hafi ekki viljað búa undir fjallinu. Hann segist alveg öruggur um sig þarna. „Eg hef aldrei verið hrædd hér,“ segir Herdís. „Reyndar var mig búið að dreyma fyrir þessu fýrir nokkru, dreymdi að það kæmu einhver ósköp yfir húsið.“ Börnin voru uppi á lofti og viður- kenna að þau hafi orðið skelkuð við ópin í ömmu og afa. „Amma kall- aði: Komið niður, krakkar, og afi sagði að það stefndi beint á húsið,“ segir Sigurður um viðbrögð afa síns og ömmu. „Já, við sáum lítið út, héldum jafnvel að flóðið kæmi á húsið,“ segir Herdís. Þegar starfsmenn bæjarins og björgunarsveitarmenn fóru að losa stifluna við brúna flæddi vatn yfir stórt svæði og meðal annars inn í kjallarann hjá Sigurði og Herdísi. Eyðilagðist hitakútur og einangrun í kjallaranum svo þau verða í kulda í einhverja daga. Þau fóru í hús til dóttur sinnar um kvöldið en Herdís segir að þau hafi ekkert getað sofn- að. Sigurður var reyndar hálfa nótt- ina við að reyna að veita vatni fram- hjá húsinu. Fjallið er að koma „Ég átti alveg eins von á því að flóðið kæmi í nótt. Þegar flæðir úr Búðargili kemur hitt á eftir. Ég var því að hugsa um að taka myndir niður af veggjum áður en ég færi að sofa,“ segir Vilborg Jónsdóttir á Dalbraut 42 en hús þeirra Gunnars Valdimarssonar stendur á vestari gilbarminum, ofan við veg. Gunnar var háttaður ofan í rúm og Vilborg í símanum að tala við tengdadóttur sína í Reykjavík þegar þau heyrðu miklar drunur og húsið fór að titra. „Ég hélt fyrst að graf- an væri komin,“ segir hún. Vilborg leit út og sá flóðið þegar það kom í birtuna frá götuljósunum og það var svo hátt að húsið fýrir framan þeirra hús hvarf. „Ég kallaði til Gunnars: Fjallið er komið. Sá svo vatnsgusur fara niður um allt og hélt að flóðið færi yfir hús sonar okkar sem býr hér fyrir neðan. Það var skelfilegt að finna titringinn og vita ekki hvar flóðið lenti,“ segir Vilborg. Björgunarsveitarmenn og starfs- menn sveitarfélagsins komu fljótt á vettvang. „Þá kom önnur vatnsgusa og ég tel að þeir hafi átt fótum sínum fjör að launa,“ segir Vilborg. Þau hjónin fóru niður í frystihús Trostans ehf. Þar voru um 100 íbú- ar sem þurftu að yfirgefa hús sín. Fólkið hitaði sér kaffi og hafði það gott. Gunnar fór heim til að ná í sængur og teppi og þau gistu svo í gamla gistiheimilinu. Gunnar er fæddur og uppalinn á Bíldudal og segir að oft komi flóð úr giljunum. Áður hafi þau yfirleitt farið alla leið fram í sjó og menn þá verið að reyna að veita þeim með höndunum. Nú sé hins vegar búið að þrengja svo árfarveginn með stuttri brú að flóðið hafi ekki komist undir brúna. Unnið að hreinsun Mikill haugur af krapa og aur var við brúna þar sem flóðið stöðv- aðist, liðlega fimm metra hár. Flóð- ið er 70-80 metra breitt uppi í fjall- inu en 20-30 metrar á þjóðveginum- Efnið féll saman í rigningunni og um miðjan dag í gær þegar Morgun- blaðsmenn voru á ferð á Bíldudal sást að mikið var af gijóti og aur með krapanum. Vegagerðarmenn grófu í gegn um flóðið í gær og opnuðu fyrir umferð og í gær var verið að keyra aur og krapa út í sjó. Gekk hreins- unarstarfið ágætlega, að sögn Björns Guðmundssonar verkstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.