Morgunblaðið - 05.02.1997, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
H K I I ^ I7 í I V í H í I A M n ! \T 1T i
ÞÚ verður ekki lengi hirðteiknari ef þú fylgist ekki betur með vigtinni. Bubbi kóngur
er ekki orðin nema rétt ‘/io úr tonni með öllum græjum, góði . . .
Búist við meiri
bensínhækkun
OLÍUFÉLÖGIN, OLÍS, Olíufélagið
og Skeljungur, hækkuðu verð á
bensínlítra um 1,17% um síðustu
helgi og hugsanlegt er að enn frek-
ari hækkun verði þegar líður á
mánuðinn. Olíufélagið hf. telur að
hækka hefði þurft bensínlítrann
um 1,30 kr. í stað 90 aura ef
mæta hefði átt hækkunarþörfinni
allri. Forsvarsmenn olíufélaganna
segja verðhækkunina vera af völd-
um gengishækkunar bandaríska
dollarans. Búist er við að Orkan
og ÓB bensín hækki bensínverð í
vikunni.
Kristinn Bjömsson, forstjóri
Skeljungs, segir ástæður verð-
hækkunarinnar fyrst og fremst
gengishækkun dollarans. „Olíuverð
hefur haldist svipað en hefur ekki
lækkað eins og búist var við með
meira framboði vegna sölu frá Irak.
Olíuverð er alltaf bundið við doll-
ara,“ sagði Kristinn.
Aðspurður um hvers vegna félög-
in hækkuðu bensínverðið á sama
tíma sagði Kristinn að dollarinn
kostaði alveg það sama hvort sem
félögin skiptu við Landsbanka eða
íslandsbanka.
Kristján B. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs OLÍS,
sagði ástæðu hækkunarinnar mikla
gengishækkun frá því að verð á
bensíni breyttist síðast, 1. nóvember
sl.
„Gengi dollara hefur hækkað um
4,5-5% frá áramótum en bens-
ínverðið hækkaði um 1,17%. Ef
Bandaríkjadollari verður áfram svo
dýr getur bensínverð togast eitt-
hvað upp á við. Við höfum ekki
hækkað bensínverð í ÓB stöðvunum
en það verður væntanlega gert þeg-
ar líður á vikuna,“ sagði Kristján.
Gunnar Skaptason, fram-
kvæmdastjóri Orkunnar, segir að
verðhækkun verði ekki umflúin og
líklega hækki verðið í þessari viku.
Geir Magnússon, forstjóri Olíu-
félagsins, tók í sama streng varð-
andi ástæður hækkunarinnar. Hann
sagði að dollari hefði hækkað úr
tæpum 67 krónum í 69,50 kr. á
stuttum tíma.
„Þetta er ekki öll hækkunin og
við hefðum þurft að hækka meira.
Hækkunarþörfín var um 40 aurum
meiri. Heimsmarkaðsverð á bensíni
er óvenjuhátt og hefur verið allt
síðasta ár,“ sagði Geir.
Geir sagði að verðhækkunin hefði
komið fram um mánaðamót og því
eðlilegt að félögin hækkuðu verð á
sama tíma því um mánaðamót færi
fram uppgjör á birgðum.
Gamlar sparisjóðsbækur
Tæpar hundr-
að milljónir
liggj a óhr ey fðar
RÚMAR þrjátíu milljónir króna
hafa legið óhreyfðar á 3.608 spari-
sjóðsbókum í ríkisbönkunum í
fimmtán ár eða lengur. Á svoköll-
uðum biðreikningi eru að auki 216
þúsund sparisjóðsbækur með sam-
tals um_ 66 milljóna króna inn-
stæðu. Á biðreikning fara spari-
sjóðsbækur með mjög lágum inn-
stæðum sem ekki hafa verið
hreyfðar í nokkur ár og allar þær
bækur sem ekki hafa verið hreyfð-
ar í tuttugu ár. Þetta kemur fram
í svari viðskiptaráðherra við fyrir-
spum Guðmundar Hallvarðssonar
alþingismanns.
Innstæður eru geymdar á bið-
reikningi til að spara bönkunum
kostnað, því útgjöld fylgja hveijum
reikningi. Haldin er nafnaskrá yfir
bækurnar og reynt er að gera eig-
endum viðvart en þangað til þeirra
er vitjað ávaxtast innistæðan á
almennum sparisjóðsvöxtum.
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
A stolnum bíl
á bílasölu
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók
í vikunni ungan mann, sem hafði
stolið nýjum bíl frá Toyota-umboð-
inu. Maðurinn fékk að prófa bílinn,
Toyota Corolla árgerð 1997, fyrir
helgina en skilaði honum aldrei.
Þess í stað setti hann númeraplötur
á bílinn. Hann var hins vegar gripinn
glóðvolgur á bílasölu skömmu eftir
hádegi á mánudag, en lögreglan vissi
ekki hvort hann hefði verið svo bjart-
sýnn að ætla sér að selja þetta áber-
andi þýfí með einhveijum hætti.
Kynningarfundur um Straumsvík
Fomminjar og ein-
stakt lífríki tjama
Ragnar Frank
Kristjánsson
7"YNNINGAR-
FUNDUR um
-*-*■ náttúru og sögu
Straumsvíkur og ná-
grennis verður haldinn í
kvöld kl. 20.30 í Góð-
templarahúsinu, Suður-
götu 7 í Hafnarfírði.
Hópur áhugamanna
um umhverfí Straum-
svíkur stendur að fundin-
um en þar verða flutt
erindi um jarðfræði og
líffræði svæðisins, versl-
unarhætti fyrr á öldum,
fornminjar, rústir og
umhverfísmál. Ragnar
Frank Kristjánsson er
einn úr hópi áhuga-
manna. „Okkar hugur er
að kynna sögu Straum-
svíkur fyrir Hafnfírðing-
um og öðru áhugafólki
en kynningu á svæðinu
hefur hingað til verið
ábótavant. Fæstir gera sér grein
fyrir að í Straumsvíkinni er fleira
að finna en álver því fjölbreyti-
leiki landssvæðisins er mikill.
Enn hefur ekki verið gerð út-
tekt á sögu og náttúruminjum
Straumsvíkur. Norðurlandaráð
hefur sett fram stefnumótun um
vemdun búsetuminja en hér er
slíkt enn á byijunarstigi."
- Hvers konar fornminjar er
þar að fínna?
„Bjarni F. Einarsson, fornleifa-
fræðingur hóf nýlega að skrá
fornminjar staðarins og hefur
komist að því að þar era rústir
frá 17. og 18. öld sem aðeins
hafa lítillega verið skoðaðar. Til
að mynda eru þar búðir sem tengj-
ast verslun Þjóðveija og meðfram
allri strandlengjunni era gamlar
þurrabúðir."
- Hvernig var byggð háttað í
Straumsvík?
„Byggð hefur verið við strönd-
ina í mörg hundrað ár, svokölluð
byggð Hraunafólksins við
Straumsvík en hún lagðist af á
síðustu áratugum. Fram til um
1970 var þó búið í Vesturbæ í
Óttastaðalandi en síðan hefur
sumarbústaðabyggð tekið við.
Flestir kannast við húsið Straum
sem stendur við Reykjanesbraut-
ina en þar er nú rekin listabúskap-
ur.
Birgir Sörensen, sagnfræðing-
ur, mun flytja erindi um fólkið í
Hraunum og verslunarhætti við
Straumsvík fyrr á öldum en
svæðið hafði mikið gildi fyrir
verslun með fisk við Englendinga
og Þjóðveija. Þurrabúðirnar eru
þær einu sinnar tegundar í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins.
Þetta eru því mjög sérstakar
minjar um líf þurrabúðarfólksins
en einnig er þar aragrúi af minj-
um sem tengjast verslun við
Straumsvík. Búskapur meðfram
ströndinni var einnig nátengdur
landbúnaðinum en meðal annars
eru sel staðsett um 3 kílómetra
inni í hrauninu þar sem
stundaður var fjárbú-
skapur. Einnig eru
gamlar gönguleiðir frá
Straumsvík til Krísu-
víkur þannig að líklegt
er að menn hafí farið með fénað
þar á milli.
Annað dæmi um minjar í
hrauninu er kapella heilagrar
Barböru en því miður hefur allt
landslag í kringum þær minjar
verið eyðilagt."
- Hvernig er lífríki við tjörnina
og við ströndina í Straumsvík
háttað?
„Lífríkið er stórmerkilegt en
þar gætir meðai annars sjávar-
falla í nokkram ferskvatnsstjöm-
um. Agnar Ingólfsson prófessor
► Ragnar Frank Kristjánsson
er starfsmaður Náttúruvernd-
ar ríkisins og er áhugamaður
um umhverfismál í Hafnar-
firði.
Hann er fæddur í Reykjavík
8. ágúst 1962 og lauk námi frá
Flensborgarskóla árið 1982.
Árið 1990 útskrifaðist hann
sem landslagsarkitekt frá
Landbúnaðarháskólanum í
Kaupmannahöfn. Að námi
loknu starfaði hann um hálfs
árs skeið á Teiknistofu Auðar
Sveinsdóttur, landslagsarki-
tekts en árið 1991 hóf hann
störf hjá Skipulagi rikisins.
Frá júní 1991 til ársloka 1996
starfaði hann hjá Náttúru-
verndarráði en frá áramótum
hefur hann verið starfsmaður
Náttúruverndar og hefur unn-
ið þar að skipulags- og mann-
virkjamálum.
Ragnar Frank er kvæntur Ulla
Rolf Pedersen, landslagsarki-
tekt og eiga þau tvær dætur.
í líffræði við Háskóla íslands ætl-
ar að fjalla um lífríki tjarnanna
og við ströndina. Fæstir sem
keyra Reykjanesbrautina átta sig
á því að þeir eru að fara fram
hjá einstæðu náttúrafyrirbæri.
Þar era litlar vogskornar tjarnir
í hrauninu sem láta ekki mikið
yfir sér. í tjöminni gætir vera-
legra sjávarfalla þótt vatnið í þeim
sé ferskt en það er talið nánast
einsdæmi i öllum heiminum."
- Hefur jarðfræði svæðisins
verið rannsökuð?
„Haukur Jóhannsson jarðfræð-
ingur mun halda fyrirlestur um
jarðfræði Straumsvíkur og ná-
grennis en hann hefur meðal ann-
ars unnið að jarðfræðikortagerð
af svæðinu. Hafnarfjörður stend-
ur að hluta til á hrauni úr Búr-
fellsgjá og Grindarskörðum en
aldur hraunanna er mismunandi.
Hraunið á svæðinu sem við ætlum
að kynna er um 1000
til 7000 ára gamalt en
Kapelluhraunið sem ál-
verið stendur á er átta
til níu alda gamalt."
- Hentar svæðið vel
til útivistar?
„Það hentar einkar vel til úti-
vistar en fyrirhugað er að gefa
út ömefna- og gönguleiðakort af
svæðinu.
Jónatan Garðarsson mun á
fundinum flytja erindi um þá
möguleika sem Straumsvíkur-
svæðið hefur til útivistar. Til að
mynda er ströndin við Straumsvík
ein af fáum strandlengjum höfuð-
borgarsvæðis sem hefur ekki ver-
ið raskað og gefur Straumsvík
því mikið gildi.
Minjar um
líf þurra-
búðarfólks