Morgunblaðið - 05.02.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 9
FRÉTTIR
Útboð á tryggingum atvinnubílstjóra
200 manns hafa sagt
upp tryggingum
UM 200 atvinnubílstjórar í Trausta,
Frama og Landsambandi vörubif-
reiðastjóra hafa sagt upp trygging-
um á ökutækjum sínum, þar af
yfir 100 leigubílstjórar. Félögin
hafa samið við Alþjóðlega miðlun
um útboð ökutækjatrygginga er-
lendis.
Hjá mörgum bílstjórum hefst
nýtt tryggingaár 1. mars nk. og
þurftu þeir að segja tryggingum
sínum upp ekki síðar en 28. janúar
ef þeir hugðust skipta við annað
tryggingafélag. Sigfús Bjarnason,
formaður Frama, segir að í þessum
þremur félögum séu um 1.300
SIV Friðleifsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, gagnrýndi
stuðning fjármálaráðherra við hug-
myndir stjórnar Áfengis- og tób-
aksverslunar ríkisins um breyting-
ar á fyrirkomulagi áfengis- og tób-
akssölu á Alþingi á mánudag og
segir þær stangast á við yfirlýsta
stefnu ríkisstjórnarinnar í fíkni-
efna-, áfengis- og tóbaksvörnum.
Þau atriði sem Siv gagnrýnir
helst eru hugmyndir um að taka
dreifíngu tóbaks frá ÁTVR og hefja
sölu á bjór og léttvíni í almennum
verslunum. Hún telur að með þess-
um breytingum verði aðgangur
ungs fólks að áfengi auðveldaður
og að samkeppni milli tóbaksinn-
flytjenda aukist og þar af leiðandi
tilraunir þeirra til að koma vöru
sinni á framfæri. Hún spyr hvort
einungis viðskiptasjónarmið eigi að
ráða varðandi sölu á áfengi og tób-
aki.
manns en aðeins hluti þeirra er
með gjalddaga 1. mars.
Sigfús segir að margir leigubíl-
stjórar telji hag sínum best borgið
hjá sínum tryggingafélögum
vegna tilboða sem þau bjóði sé um
fleiri en eina grein trygginga að
ræða.
Lækkunin þarf
að vera 10-20%
Alþjóðleg miðlun mun hafa til-
búin verð á þessum tryggingum
um miðjan febrúar. Sigfús segir
að iðgjöldin þurfí að lækka um
10-20% til þess að þetta borgi sig
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra segist ekki hafa skoðað ná-
kvæmlega hvort hugmyndir stjórn-
ar ÁTVR samræmdust í einstökum
atriðum stefnu ríkisstjórnarinnar.
Hann bendir þó á að samkvæmt
könnun hafi fjórðungur íslendinga
yfir tuttugu ára aldri drukkið
landa.
Dregur úr drykkju
ólöglegs áfengis
„Það eru því ekki einungis við-
skiptasjónarmið sem liggja að baki
því, til dæmis, að lækka verð á
léttvíni og bjór. Það má búast við
að lækkun á þessum víntegundum
dragi úr drykkju unglinga og ann-
arra á ólöglegu áfengi. Ég tel að
það megi og eigi að fylgja heilbrigð-
isstefnu varðandi verðlag á tóbaki
og að það sé hægt án þess að
ÁTVR annist heildsöludreifingu á
því,“ segir Friðrik.
en menn geri sér vonir um að lækk-
unin verði enn meiri.
„Ég á von á því að til lengri tíma
litið færi flestir félagsmenn sig til
nýs tryggingafélags lækki íslensku
tryggingafélögin ekki sínar trygg-
ingar. Við leituðum ekki tilboða frá
þeim því þau hafa haft tækifæri
til þess að lækka iðgjöld. Þau lækk-
uðu nýlega iðgjöld á einkabíla en
ekki atvinnubíla," sagði Sigfús.
Sigfús segir að iðgjald af kaskó-
tryggingu sem leigubílstjóri með
70% í bónus greiðir sé að lágmarki
á bilinu 100-120 þúsund krónur á
ári.
Vaclav
Klaus
heimsæk-
ir Island
FORSÆTISRÁÐHERRA
Tékklands, Vaclav Klaus, mun
eiga viðdvöl hér á landi í boði
forsætisráðherra, Davíðs
Oddssonar, 19. febrúar nk.
ásamt eiginkonu sinni og
fylgdarliði. Klaus mun ávarpa
ráðstefnu um markaðs- og
einkavæðingu sem haldin
verður á vegum ríkisstjórnar-
innar síðdegis saman dag.
Ásamt tékkneska forsætis-
ráðherranum munu Jírí Weigl,
aðalráðgjafi ríkisstjórnar
Tékklands, Birgitta Kantola,
einn af varaforsetum Alþjóða-
bankans, Jónas Haralz, fv.
bankastjóri, Halldór Ásgríms-
son, utanríkisráðherra, og
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, ávarpa ráðstefnuna.
Ráðstefnustjóri verður Hreinn
Loftsson, formaður fram-
kvæmdanefndar um einka-
væðingu.
- kjarni málsins!
Siv Friðleifsdóttir um breytingar
á áfengis- og tóbakssölu
Samræmist
ekki stefnu rík-
isstj órnarinnar
Atta mánaða
fangelsi fyrir
kynferðisbrot
ísafirði. Morgunblaðið.
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða
dæmdi á mánudag 36 ára karlmann
í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn 2 ára göml-
um dreng. Brotið framdi hann í ág-
úst síðastliðnum í húsi á Suðureyri
þar sem báðir voru næturgestir.
I niðurstöðu dóms Héraðsdóms
segir að fyrir liggi að ákærði hafi
verið mjög ölvaður greinda nótt.
Muni hann, þegar svo er ástatt, eiga
vanda til að missa úr minni atburði
og jafnvel ekki muna eftir lögbrotum
sem hann hefur framið í ölvunar-
ástandi. Fram kemur að maðurinn
neitaði ekki sakargiftum við rann-
sókn málsins en taldi ólíklegt að
hann hefði brotið af sér gagnvart
drengnum. Hann neitaði hins vegar
allri sök fyrir dómi.
Upplýst er að drengurinn sofnaði
við hlið móður sinnar í þriggja sæta
sófa í stofu nefndrar íbúðar og var
þá íklæddur náttsamfestingi. Með
hliðsjón af staðfestum framburði
vitna er sannað að drengurinn hafði
síðar legið nakinn á sæng í tveggja
sæta sófa þeim sem ákærði hafði
lagt sig í.
Engar málsbætur
Við ákvörðun refsingar lítur Hér-
aðsdómur annars vegar til aldurs
Fallegar og
vandaðar
gjafavörur á
frábæru verði
Listhúsinu (gegnt Hótel Esju), slmi 568 3750.
ákærða og alvarleika brotsins sem
framið var gagnvart ósjálfbjarga
barni á meðan heimiiisfólk var í fasta
svefni. Dómurinn segir að ekkert
bendi til þess að með ákærða hafi
vaknað ásetningur til að fremja brot-
ið síðla nætur. Þá sé ekkert fram
komið sem bendi til þess að drengur-
inn hafi hlotið varanlegan skaða af
háttseminni. Ákærði eigi hins vegar
engar málsbætur. Þykir refsing hans
hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mán-
uði. Sökum alvarleika brotsins og
sakaferils ákærða kemur ekki til
álita að skilorðsbinda þá refsingu.
Dóminn kváðu upp héraðsdómar-
arnir Jónas Jóhannsson, Ólafur Ól-
afsson og Sverrir Einarsson.
Ný sending frá Daniel D.
TESS
v neö
neöst viö
Dunhaga,
sínii 562 2230
Opið virka daga
kl.9-18,
laugardag
kl. 10-14.
Vertu áfram í öruggum höndum og endurnýjaðu spariskírteinin þín í nýjum
ríkisverðbréfum ef þú átt skírteini á innlausn í febrúar:
1. febrúar 1. fl. D 1992-5ár
10. febrúar 1. fl. D 1989-8ár
Tryggðu þér áfram góð kjör og skiptu gömlu
skírteinunum yfir í ný ríkisverðbréf. Við
aðstoðum þig og gefum góð ráð við skiptin.
Komdu með gömlu spariskírteinm
og skiptu yfir í ný
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ÁSKRIFT