Morgunblaðið - 05.02.1997, Page 10

Morgunblaðið - 05.02.1997, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hart deilt á arðgreiðslur til eigenda Landsvirkjunar á þingi Arður ríkisíns til atvinnuupp- byggingar á landsbyggðinni FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í gær, að hlut ríkisins í fyrirhugðum arðgreiðslum af Landsvirkjun yrði varið til at- vinnuuppbyggingar á þeim stöðum sem ekki fá sjálfir arðgreiðslu. Ráðherrann sagði einnig að Ríkisendurskoðun megi og eigi áfram að endur- skoða reikninga Landsvirkjunar ef ástæða þykir til og að rekstur fyrirtækisins verði undir eftir- liti Samkeppnisstofnunar. Hann sagðist vonast til að kynna fijótlega fyrir sveitarfélögum á svo- nefndum köldum svæðum, þar sem ekki er jarð- hiti, tillögur um að draga úr orkukostnaði með hjálp Orkusjóðs. Onnur umræða um frumvarp um breytingar á fyrirkomulagi Landsvirkjunar fór fram á Al- þingi í gær. Kom fram hörð gagnrýni á frum- varpið, einkum frá þingmönnum Alþýðubanda- lags og Einari Oddi Kristjánssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Þingmenn Alþýðuflokks og Kvennalista, sem til máls tóku, lýstu stuðningi við meginatriði frumvarpsins en lögðu til breyt- ingartillögu þess efnis að ýmis atriði yrðu nánar skýrð varðandi raforkuverð í framtíðinni. Arður eða orkuverðslækkun Ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn lýstu efa- semdum um það sem fram kom í greinargerð meirihlutans, að lækkun á raforkuverði yrði lát- in ganga fyrir arðgreiðslum, enda væri engin trygging fyrir því í lagafrumvarpinu. Iðnaðarráð- herra sagði að treysta yrði því að eigendur Landsvirkjunar tækju ekki arð út úr fyrirtækinu umfram það sem það þoli. Alþýðubandalagsmenn vildu að frumvarpinu í heild yrði vísað frá og samið aftur við Reykja- víkurborg og Akureyri til þess að tryggja að arður af fyrirtækinu renni til allra landsmanna og að verðjöfnunarstefna verði tryggð til fram- búðar. Þeir bentu á gagnrýni á frumvarpið sem borist hefur frá orkuveitum og sveitarfélögum víða um land. Þar kemur fram ótti við að arð- greiðslur til eigendanna muni leiða til hækkunar orkuverðs. Undirbúningur undir ráðherraskipti Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubanda- lags, sagði að með endurskoðun á Landsvirkjun væri verið að undirbúa mannaskipti í ríkisstjórn- inni og gaf til kynna að einum ráðherra Sjálf- stæðisflokksins væri ætlað forstjórasæti hjá fyr- irtækinu. Hann dró stórlega í efa grundvöll reikninga á eignarhlut Reykjavíkur í Landsvirkj- un og benti á það að stór hluti kostnaðar við Sogsvirkjun, sem var meginframlag borgarinnar til Landsvirkjunar, hefði verið greiddur með Marshallaðstoð. Henni hefði verið beint til þjóð- arinnar allrar. Svavar taldi réttan eignarhlut Reykjavíkur vera um tvo milljarða króna í stað þeirra fjórtán milljarða sem arðgreiðslur byggð- ust á. Fleiri þingmenn, meðal annars Árni M. Mathi- esen og Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðis- flokki, gagnrýndu útreikninga á eignarhlutan- um. Þeir töldu einnig að lengra þyrfti að ganga í því að koma á samkeppni á orkumarkaði. Bent var á að fram ætti að fara mikil endurskoðun á orkumálum vegna EES-samningsins í kjölfar breytinga í Evrópusambandinu í átt til fijálsrar samkeppni í orkusölu. Töldu margir gagnrýnend- ur að ekki væri nægilegt tillit tekið til þeirrar þróunar í frumvarpinu. Súðavík Komst út úr brenn- andi húsi ísafirði. Morgnnblaðið. ELDUR kom upp í einbýiishús- inu að Nesvegi 9 í Súðavík kl. 3 aðfaranótt þriðjudags. Ein kona var í húsinu og mun hún hafa sofið í þvottahúsi í for- stofu sem búið var að innrétta sem herbergi. Var því lokað á milli herbergisins og íbúðarinn- ar. Konan mun hafa vaknað við mikla sprengingu og fór þegar í næsta hús til að láta vita hvað hefði gerst. Var slökkvilið Súðavíkur þegar kallað út og vann það að slökkvistörfum fram undir morgun. Þegar konan reyndi að kom- ast aftur inn í húsið mætti henni mikill reykur og fékk hún því reykeitrun. Var hún þegar flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði þar sem hlynnt var að henni. Miklar skemmdir urðu á húsinu af völdum reyks, sóts og hita. Vakt var við húsið fram eftir degi í gær. Þingsályktunartillaga Uttekt á áhrifum Evrópumyntar LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi til- laga um að allsheijarúttekt verði gerð á áhrifum Efnahags- og myntbanda- lags Evrópu á íslenskt efnahagslíf. Flutningsmenn eru þrír þingmenn Alþýðuflokks, Jón Baldvin Hanni- balsson, Ágúst Einarsson og Sig- hvatur Björgvinsson. Meðal þess sem kanna þarf að áliti þeirra eru áhrif Evrópugjaldmiðilsins á íslenskan inn- og útflutning, samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja, áhrif á önnur við- skiptalönd, til dæmis Bandaríkin og Japan, áhrif á vaxtastig, vinnumark- að, atvinnuástand, efnahagsleg sam- skipti á opinberum vettvangi innan Evrópu og áhrif á útfærslu og fram- kvæmd EES-samningsins. í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að fyrir ísland verði erfiðara og kostnaðarsamara að halda uppi eigin gjaldmiðli eftir til- komu evrósins og til greina komi að tengja gengi íslensku krónunnar náið við Evrópumyntina. Þar segir einnig að samkeppnisstaða íslendinga geti veikst meðal annars vegna þess að búast megi við að vextir innan mynt- bandalagsins lækki í hlutfalli við vexti á fslandi og ýmislegt annað hagræði verði innan bandalagsins af sameiginlegri mynt. Landeigendur í Gerðahreppi Segja landi í Helgnvík ráðstafað án heimildar EIGANDI jarðarinnar Litla-Hólms í Gerðahreppi telur að ríkissjóður hafi án heimildar landeigenda ráðstafað landi í Helguvík m.a. til hafnarinnar Keflavík-Njarðvík, sem síðan hafí gert lóðarleigusamninga varðandi umrætt land, m.a. við Helguvíkurmjöl hf. og S.R. mjöl hf. ásamt olíustöð. Þá hafi á landareigninni verið ráðist í stórvirkar hafnarframkvæmdir, malarnám og fleira án samþykkis landeigenda. Jón Oddsson lögmaður hefur fyrir hönd Fiskþurrkunar ehf. í Garði, þinglýsts eiganda jarðarinnar Litla- Hólms, sem ásamt fleirum hafí eign- arrétt á umræddri strandlengju, ósk- að eftir því að af hálfu ríkissjóðs og Reykjanesbæjar verði gerð grein fyr- ir ráðstöfunum á áðurgreindu landi, bæði að því er varðar landið sjálft, landsnytjar, framkvæmdir, lóðar- leigusamninga, malarnám og afstöðu til eignarréttar á landinu og fram- kvæmda þar. Þá er óskað eftir upp- lýsingum um tekjur af lóðarleigu, malamámi og því sem ráðist hafi verið í án samþykkis landeigenda, og fram kemur að Fiskverkun ehf. telji að á umræddu landsvæði hafi verið unnin eignarspjöll er varði opin- bera fébótaskyldu. Óskipt sameign í erindi Jóns Oddssonar til ríkis- lögmanns og bæjarstjóra Reykja- nesbæjar er vísað til afsals, sem dagsett er 16. september 1948, vegna lendna í Leirulandi í Gerða- hreppi, en samkvæmt því afsala og selja eigendur Stóra-Hólms, Litla- Hólms, Kötluhóls og Sólbakka ríkis- sjóði íslands tilgreindum Iendum í Leirulandi_ sem merktar eru inn á uppdrátt Ágústs Böðvarssonar sem dagsettur er 22. apríl 1947 og virt- ar voru til fullnaðar í eignarnámi 12. janúar 1948. Með samningi 11. júlí 1958 seldu og afsöluðu fyrr- greindir jarðeigendur ríkissjóði beit- arrétti, sem undanskilinn var á þeim landsvæðum sem tekin voru eign- arnámi 12. janúar 1948. Segir í er- indinu að samkvæmt þessu hafi strandlengjunni á landsvæðinu norður af Keflavík í Leirulandi, þar á meðal Helguvík og Hólmsbergi, ekki verið afsalað til ríkissjóðs. Sama eigi við um landsnytjar háðar eignarrétti, svo sem netalög í sjó, sem séu 60 faðmar frá stórstraums- fjörumáli, rekarétt o. fl. Þá segir að eignarréttur að um- ræddri strandlengju sé í óskiptri sameign eigenda jarðanna Stóra- Hólms, Litla-Hólms og Kötluhóls í ákveðnum eignarhlutföllum, en nokkuð sé misjafnt hversu langt upp á land frá fjöruborði umrædd land- areign jarðanna nái. Hún virðist að jafnaði vera um 40 metrar en þó stærri í Helguvík. Vatnstjón í Miðbæ TALSVERT tjón varð þegar vatnslögn gaf sig í hitablásara á annarri hæð í verslanamiðstöðinni Miðbæ í Hafnarfirði snemma í gærmorgun og flæddi vatnið um sportvöruverslunina Frísport og lager verslunarinnar sem eyði- lagðist. Slökkviliðið í Hafnarfirði var kallað á vettvang og aftengdi það lögnina og aðstoðaði við að hreinsa vatnið burt. -----» ♦ ♦---- Hjól undan jeppa MIKIL mildi var að enginn slasaðist þegar annað framhjólið fór undan jeppa undir Hafnaríjalli á mánudag. Jeppinn var á suðurleið þegar hann mætti flutningabíl með tengivagni á norðurleið. Þegar bílamir mættust slitnuðu festingar, sem héldu timbur- hlaða á þaki tengivagnsins. Timbrið hékk út af vagninum og lenti á fram- horni jeppans bílstjóramegin og kippti hjólabúnaðinum undan. Jepp- inn ók á þremur hjólum út af vegin- um án þess að velta. SÉRA Sigmar I. Torfa- son, fyrrum prestur og prófastur á Skeggja- stöðum, Bakkafirði, andaðist á heimili sínu, Amarsíðu 6B á Akur- eyri 4. febrúar sl., 78 ára að aldri. Sigmar var fæddur á Hofi í Norðfirði 15. ágúst 1918, sonur hjónanna Torfa Her- mannssonar og Jó- hönnu Ingibjargar Sig- urðardóttur, sem bjuggu í Norðfirði, á Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá og síðast á Skeggjastöðum. Sigmar lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1940 og kandidatsprófi í guðfræði frá Háskóla Islands 1944. Hann vígðist til Skeggjastaðapresta- kalls í Norður-Múla- prófastsdæmi 18. júní 1944 og þjónaði þar í 44 ár eða þar til í ág- úst 1988. Jafnframt gegndi hann störfum prófasts í Norður-Múla- prófastdæmi og síðar Múlaprófastsdæmi í 23 ár og oft á tíðum auka- þjónustu í nágranna- prestaköllunum auk ijölda trúnaðarstarfa. Eftirlifandi eiginkona sr. Sig- mars er Guðríður Guðmundsdóttir. Eignuðust þau sex böm og fímmtán barnaböm. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Andlát SÉRA SIGMARI. TORFASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.