Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Öflugt trúnaðarmannakerfi forsenda vinnustaðasamninga |
Nauðsynlegt að efla
trúnaðarmannakerfið
Morgunblaðið/Þorkell
MEÐ því að æfa sig á þreifiþjálfunarbrjósti Ossurar hf. á
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins geta konur nú lært að greina
hnúta í brjóstum.
Þreifiþj álfunarbrjóst
úr silíkoni á Leitarstöð
ÖLLUM konum sem koma á
Leitarstöð Krabbameinsfélags
íslands gefst nú kostur á að
læra að leita að meinvörpum í
bijósti með hjálp nýs þjálfunar-
tækis sem Össur hf. hefur gefið
Krabbameinsfélaginu til þess
að auðvelda þessa leit.
Tækið er svokallað þreifi-
þjálfunarbijóst úr silíkoni, með
fjórum mismunandi hnútum
sem allir eru algengir þegar um
bijóstakrabbamein er að ræða.
Með því að þreifa bijóstið á
leitarstöðinni og æfa sig í að
finna hnútana verður auðveld-
ara fyrir konur að framkvæma
sjálfsskoðun.
I fréttatilkynningu frá
Össuri hf. segir að það sé fyrir-
tækinu sérstök ánægja að geta
lagt Krabbameinsfélaginu lið
í baráttunni um að finna
krabbamein á frumstigi, en
það skipti öllu máli fyrir fram-
haldsmeðferð.
HALLDÓR Grönvold, skrifstofu-
stjóri ASI, segir að það sé algör
forsenda fyrir því að farið verði út
í vinnustaðasamninga að átak verði
gert í að efla trúnaðarmannakerfi
stéttarfélaganna. 192 trúnaðar-
menn sóttu trúnaðarmannanám-
skeið hjá Menningar- og fræðslu-
sambandi alþýðu á síðasta ári.
Skiptar skoðanir hafa verið milli
Vinnuveitendasambandsins og
Verkamannasambandsins um
hvort stéttarfélögin eigi að taka
beinan þátt í gerð vinnustaðasamn-
inga eða hvort trúnaðarmenn eigi
að fara með samningsumboð fyrir
hönd starfsmanna. Halldór Grön-
vold sagði að ef menn vildu feta
sig út á braut vinnustaðasamninga
yrði að stórefla trúnaðarmanna-
kerfí verkalýðshreyfmgarinnar.
Jafngildir aðilar
í samningum
„Forsenda fyrir því að þetta
geti gerst er að tveir „jafngildir
aðilar" mætist við samningaborðið
á vinnustöðunum. „Það skapast
ekki traust um þetta kerfi ef ann-
ar aðilinn telur sig vera miklu
veikari en hinn í þessum samskipt-
um,“ sagði Halldór.
„Trúnaðarmenn þurfa að kunna
að lesa úr ársreikningum fyrir-
tækja, hafa grundvallarskilning á
helstu hugtökum hagfræðinnar og
geta skilið almenna haglýsingu.
Þeir þurfa að hafa grundvallar-
þekkingu á vinnurétti og þeir
þurfa að fá þjálfun í samninga-
tækni, þ.e. hvernig á að setja fram
kröfur og hvernig á að greina
aðalatriði frá aukaatriðum.“
Halldór sagði mjög varhugavert
að taka ákvörðun um að fela trún-
aðarmönnum að semja um vinnu-
staðasamninga án undirbúnings
því þar með væri verið að skemma
fyrir möguleikum til framtíðar.
Ef trúnaðarmenn væru ekki búnir
undir að taka við þessu hlutverki
myndi annað tveggja gerast, þeim
mistækist að ná árangri í samn-
ingum eða þeir myndu efna til
ófriðar á vinnustað.
Hann sagði lærdómsríkt fyrir
íslendinga að skoða hvað gerðist
í Bretlandi á áttunda áratugnum
þegar ákveðið var að færa gerð
kjarasamninga að stærstum hluta
út í fyrirtækin. Það hefði verið
gert án þess að undirbyggja breyt-
inguna með menntun trúnaðar-
manna. Afleiðingin hefði orðið al-
gjör ringulreið á vinnumarkaði,
m.a. vegna þess að trúnaðarmönn-
um var falið verkefni sem þeir
höfðu ekki forsendur til að taka
að sér.
Eiga rétt á að sækja
námskeið í eina viku
í kjarasamningum er ákvæði
um rétt trúnaðarmanna til að
sækja námskeið. Þar segir: „Trún-
aðarmönnum á vinnustað skal
gefinn kostur á að sækja nám-
skeið er miði að því að gera þá
hæfari í starfi. Þeir sem námskeið-
in sækja skulu halda dagvinnu-
tekjum í allt að eina viku á ári, I
enda séu námskeiðin viðurkennd
af fastanefnd aðila vinnumarkað-
arins. Þetta gildir þó aðeins fyrir
einn trúnaðarmann frá hverju fyr-
irtæki á ári.“
Menningar- og fræðslusamband
alþýðu sér um að halda trúnaðar-
mannanámskeiðin, sem eru tvö,
trúnaðarmannanámskeið 1 og I
trúnaðarmannanámskeið 2. A j
trúnaðarmannanámskeiði 1 er far- |
ið í réttindi og skyldur trúnaðar-
manna, farið yfir reglur um ör-
yggi og aðbúnað á vinnustað, fjall-
að um lög og reglugerðir sem
varða vinnumarkaðinn, fjallað um
mannleg samskipti á vinnustað og
kynnt starf stéttarfélaganna og
túlkun kjarasamninga. Á nám-
skeiðum sem nú standa yfir hefur k
einnig verið fjallað um vinnutíma-
tilskipun ESB. Á seinna námskeið- *
inu er farið dýpra í einstök atriði I
og m.a. farið ofan í nokkur grund-
vallaratriði hagfræðinnar.
Árið 1996 sóttu 192 trúnaðar-
menn trúnaðarmannanámskeið
hjá MFA og árið 1995 voru þeir
175. Bergþóra Ingólfsdóttir hjá
MFA sagði að hún hefði orðið vör
við aukinn áhuga á trúnaðar-
mannanámskeiðunum á síðustu I
mánuðum. |
Alþingi veitir fé til starfs MFA. k
Fjárveitingin hefur staðið í stað w
síðustu ár, en var lækkuð árið
1996. Við fjárlagaafgreiðslu í des-
ember var tillaga um að hækka
framlag til MFA samþýkkt.
Bæjarsjóður Hafnarfjarðar og Hitaveita Reykjavíkur
Deilt um 32,5 milljóna
króna arðgreiðslu
BÆJARSJÓÐUR Hafnarfjarðar á
rétt á 32,5 milljóna króna arði frá
Hitaveitu Reykjavíkur að mati
Eyjólfs Sæmundssonar tengiliðs
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar við
Hitaveitu Reykjavíkur. Álit sitt
byggir Eyjólfur á samningi bæjar-
yfirvalda við Hitaveituna um að
ef hreinar árstekjur veitunnar fari
yfir 7% af verðmæti eigna skuli
bæjarsjóður fá í sinn hlut arð er
miðist við hlutfall af vatnssölu í
Hafnarfirði eða 9% af heildar-
vatnssölu veitunnar. Gunnar
Kristinsson hitaveitustjóri, segir
það mat Hitaveitunnar að arðsem-
in hafi ekki farið yfir 7% á því
tímabili sem miðað er við.
I skýrslu Eyjólfs til bæjaryfir-
valda í Hafnarfirði kemur fram
að samkvæmt samningi frá árinu
1973 milli bæjaryfirvalda í Hafn-
arfirði og Hitaveitu Reykjavíkur,
er ekki gert ráð fyrir arði til Hafn-
arfjarðar fyrstu fimmtán árin en
eftir þann tíma skuli greiða arð
fari árstekjur veitunnar yfir 7%
af hreinum eignum. Eigið fé Hita-
veitunnar hefur aukist verulega á
undanförnum árum og var í árslok
rúmir 15,5 milljarðar og skuldir
tæpar 600 milljónir. Eyjólfur segir
að staðreyndin sé að þrátt fyrir
síhækkandi afgjaldsgreiðslur til
borgarinnar hafi rekstrarafgangur
nægt til að viðhalda og byggja upp
mannvirki Hitaveitunnar með eig-
in fé hennar. Segir hann að af-
gjald til borgarsjóðs hafi rúmlega
þijátíufaldast að raungildi síðustu
15 ár. Því megi draga í efa rétt-
mæti þess að borgarsjóður taki til
sín jafn stóran hluta af tekjum
Hitaveitunnar og raun beri vitni.
Framkvæmt
fyrir lánsfé
Staða veitunnar sé allt önnur
gagnvart eiganda sínum en hluta-
félags gagnvart hluthöfum og
krafan um arðgreiðslur ekki sam-
bærileg. Veitan sé þjónustustofn-
un fyrir almenning sem byggi
gjaldtöku á lögverndaðri gjaldskrá
og með einkarétti á þjónustunni.
Afgjaldskrafan sé þrátt fyrir þetta
hærri en almennt tíðkist hjá hluta-
félögum.
Bent er á í skýrslunni að borgin
hafí ekki lagt veitunni til stofnfé
að ráði heldur hafi veitan nær al-
farið verið byggð upp af kaupend-
um heita vatnsins. Framkvæmdir
hafi verið ijármagnaðar með
lánsfé þegar á þurfti að halda og
neytendur hefðu greitt fjármagns-
kostnaðinn. Fram kemur að af-
gjaldið sé það hátt að það verði
afgerandi þáttur í verði heita
vatnsins og að hægt sé að lækka
verðið um allt að 30% án þess að
skerða afkomu veitunnar. Bent er
á að afgjaldið sé til komið vegna
vatnssölu í Hafnarfirði og í öðrum
sveitarfélögum sem ekki njóta
hlutdeildar í því.
Perlan óviðkomandi
í endurmati á rekstrarafgangi
og eigum Hitaveitu Reykjavíkur
samkvæmt samningi við Hafnar-
fjarðarbæ er rekstrarafgangur
veitunnar á árunum 1992-1995
undir 7% miðað við útreikninga
Hitaveitunnar. Að mati Eyjólfs
þyrfti að skoða nánar nokkur at-
riði eins og tekjur af heimæðar-
gjöldum, sem dregnar eru frá
hagnaði, útreikning á afskriftum
og framreikning endurmetinna
eigna. Eyjólfur telur fyllilega rétt-
mætt að við mat á arðsemisrétti
Hafnfirðinga sé eingöngu tekið
mið af þeirri starfsemi veitunnar
sem snýr að rekstri hennar.
„Bygging og rekstur Perlunnar
er augljóslega óviðkomandi hita-
veiturekstri og til hans stofnað til
að þjóna öðrum hagsmunum,“ seg-
ir Eyjólfur. „Það er jafnframt ljóst
að þessi framkvæmd gat aldrei
talist eðlileg fjárfesting til ávöxt-
unar á fjármagni sem Hitaveitan
þarf ekki á að halda. Það hlýtur
að teljast sanngjörn krafa Hafn-
firðinga að við mat á arðsemi fyrir-
tækisins sé reiknað með að fjár-
magn hennar sé ávaxtað á eins
hagkvæman hátt og kostur er á
hveijum tíma.“
Eyjólfur telur í skýrslu sinni að
Hafnaríjarðarbær eigi rétt á rúm-
lega 12,1 milljónar króna arði fyr-
ir árið 1993 en þá hafi rekstrar-
afgangur verið 8,12% samkvæmt
hans útreikningum og rúmlega
20,3 milljóna króna arði fyrir árið
1995 þegar rekstrarafgangur hafí
verið 8,89%.
Afgjald í raun skattur
Fram kemur að færa megi rök
fyrir því að afgjald borgarsjóðs frá
Hitaveitunni sé í raun skattlagrn
ing á notendur heita vatnsins. í
skýrslunni segir að hvor aðili um
sig geti krafist endurskoðunar á
7% viðmiðunarmörkunum og að
rétt sé fyrir Hafnarfjarðarbæ að
krefjast slíkrar endurskoðunar.
Hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar
skipað nefnd til viðræðna við
Reykj avíkurborg.
Erfitt að túlka samninginn
Gunnar Kristinsson, hitaveitu-
stjóri, segir að samningur Hita-
veitu Reykjavíkur við Hafnarijarð-
arbæ sé flókinn og erfitt sé að
túlka hann. Ákveðin formúla sé
lögð til grundvallar, sem ekki hafi
gengið vel að skilja enda sé krafan
um arð nýtilkomin. „Arðsemin
hefur ekki farið upp fyrir 7% að
okkar mati en það er sjálfsagt
hægt að rífast um það,“ sagði
hann. „Þetta er álitamál en allt
kemur þetta í ljós.“
Yarðidokt- >
orsritgerð
• HAUKUR Ingason varði dokt-
orsritgerð sína, „Experimental and
theoretical study of rack storage
fires“, 6. desem-
ber sl. við
Brunaverkfræði-
deild Tækni-
háskólans í
Lundi, Svíþjóð.
í ritgerðinni
er greint frá
verkfræðilegum
reiknilíkönum
sem höfundur
hefur þróað fyrir bruna í háum
vörustæðum. Einnig er greint frá
fjölda tilrauna sem voru fram-
kvæmdar til að bera saman við
reiknilíkönin. Þar sem tilraunir í
fullri stærð eru mjög dýrar er mik-
il þörf á slíkum reiknilíkönum, sér-
staklega við hönnun vatnsúða- og
viðvörunarkerfa í stórum vöru- og
iðnaðarhúsnæðum.
Haukur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Sund 1980,
byggingatæknifræðiprófi frá
Tækniskóla íslands 1983, MSc.
prófi í byggingaverkfræði frá
Tækniháskólanum í Lundi 1988 og
Tekn. Lic. prófi 1992 frá sama
skóla. Haukur hefur starfað við
rannsóknir í brunaverkfræði hjá
Sveriges Provnings- och Forskn-
ingsinstitut í Borás, Svíþjóð síðan
1988.
Haukur er fæddur í Reykjavík 10.
Júlí 1960. Hann er sonur Inga Guð-
mundssonar hjá verktakafyrirtæk-
inu Veli hf. og Ingibjargar Skarp-
héðinsdóttur gjaldkera hjá Agli
Skallagrímssyni ehf. Haukur er
kvæntur Gunnhildi Friðgeirsdótt-
ur frá Akureyri og saman eiga þau
eina dóttur. Haukur á fyrir einn son.
I
i
I
I
i
í
I
t
i
i
f