Morgunblaðið - 05.02.1997, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
UNGLINGARNIR skipuðu sér í hópa í Víkurskóla.
TURKÍ hefur störf
í Vík í Mýrdal
Fagradal - Táningar innan ung-
mennahreyfingar Rauða kross
íslands, TURKI, hefur tekið til
starfa í Rauðakrossdeild Víkur-
læknishéraðs. I ungmenna-
hreyfingunni eru 24 af 35 nem-
endum í 7. til 10. bekk Víkur-
skóla.
Þetta er fjórða félagið sem
stofnað hefur verið. Áður hafa
verið stofnuð félög í Reylgavík,
Dalvík og Mosfellsbæ og fyrir-
hugað er að stofna félag á Suð-
urnesjum. Ætlunin er að deild-
irnar verði með samstarf sín á
milli.
Unglingarnir hafa setið á
kynningarfundi í Víkurskóla og
notið leiðsagnar frá aðilum úr
öðrum unglingahreyfingum
Rauða krossins sem kynntu
starf Rauða krossins og komu
með hugmundir um hvað þau
vilja gera í þessu félagsstarfi.
Unnið var i hópvinnu og helstu
niðurstöður úr þeirri vinnu voru
að ungliðarnir vildu fá nám-
skeið og fræðslu um margvísleg
málefni sem snerta unglinga í
dag. Þessi hópvinna hjálpar yf-
irumsjónarmönnunum í Vík,
sem eru Fríða Hammer og Ás-
laug Einarsdóttir, til að skipu-
leggja áframhaldið.
Björgunarsveitin Tryggvi Gunnarsson á Selfossi 30 ára
Erum alltaf á höttunum
eftir góðu fólki til starfa
Selfossi - Björgunarsveitin Tryggvi
Gunnarsson á Selfossi hélt upp á
30 ára afmæli sitt sunnudaginn 2.
febrúar. Sveitin var stofnuð 12.
mars 1967 og hefur á ferlinum
vaxið upp í það að vera nú ein af
öflugustu björgunarsveitum lands-
ins. Nú eru 60 manns félagar í
sveitinni með harðan kjarna sem
alltaf er viðbúinn útköllum.
„Við erum alltaf á höttunum eft-
ir góðu fólki til að taka þátt í starf-
inu og líka unglingastarfinu," sagði
Páll Bjarnason formaður. Hann
sagði fólk á Suðurlandi opið fyrir
slysavörnum og einkum jarð-
skálftavá en björgunarsveitin vinn-
ur ásamt öðrum sveitum á Suður-
landi að gerð myndbands um við-
brögð við jarðskjálftavá. Mynd-
bandið er unnið í samvinnu við
Verkfræðistofnun Háskóla íslands
og svonefnt SEISMÍS verkefni.
„Fólk verður að vera undirbúið í
þessum efnum eins og öðrum að-
stæðum sem upp geta komið og
vita hvernig bregðast skal við,“
sagði Páll Bjarnason.
I tilefni afmælisins var haldin
vegleg samkoma í Tryggvabúð. Á
dagskránni voru ávörp forystu-
manna og stofnenda sveitarinnar
ásamt því að forseti Slysavarnafé-
lags íslands, Gunnar Tómasson,
sæmdi tvo félaga, Johnny Símonar-
son og Sigurð Ola Guðbjörnsson,
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
FYRSTA stjórn björgunarsveitarinnar Tryggva Gunnarssonar
ásamt núverandi formanni og forseta SVFI. Frá vinstri: Páll
Bjarnason formaður, Stefán Jóhannsson, Ólafur íshólm Jóns-
son, Elís Kjartansson, sonur Kjartans Ögmundssonar, Eggert
Vigfússon og Gunnar Tómasson forseti SVFÍ.
heiðursmerki SVFÍ fyrir framgöngu
þeirra og störf í þágu slysavarna.
Stofnendur Tryggva Gunnarssonar
og fyrstu stjórnarmenn voru heiðr-
aðir.
Umfangsmikil björgunaræfing
Björgunarsveitin vinnur að
mörgum slysavarnaverkefnum. Nú
í sumar stendur m.a. til að gefa
öllum 6 ára börnum reiðhjólahjálma
en það verkefni er í samvinnu við
Kiwanishreyfinguna.
Þá er framundan stór björgunar-
æfing í samvinnu björgunarsveita,
lögreglu, slökkviliða og sveita á
vegum NATO. Páll Bjarnason segir
það alltaf fast verkefni að koma
upp nýjum búnaði og efla þann
búnað sem fyrir er svo unnt sé að
sinna þeim verkum sem upp koma
af sem mestri kostgæfni.
ísafjarðarbær
• •
011 sorp-
hreinsun á
einni hendi
ísafirði - Gámaþjónusta Vestfjarða
á ísafirði hefur keypt rekstur og
eignir Gámaþjónustu Hafþórs á
ísafirði.
Að sögn Ragnars Ág. Kristins-
sonar, framkvæmdastjóra Gáma-
þjónustu Vestfjarða, kaupir fyrir-
tæki hans bifreið Hafþórs, gáma
og kör auk þess sem það yfirtekur
verksamninga.
Gámaþjónusta Hafþórs hefur
haft með höndum sorphreinsun á
ísafírði og síðar ísafjarðarbæ um
margra ára skeið en þar á undan
sá faðir Hafþórs, Halldór Geir-
mundsson, um sorphreinsun á
svæðinu í tvo áratugi.
„Við höfum tekið við allri sorp-
hreinsun í ísafjaðrarbæ, Bolungar-
vík og Súðavík. Þeir starfsmenn
sem voru hjá Hafþóri koma til
starfa hjá mér og væntanlega þarf
ég að bæta einum starfsmanni við
til að sinna verkefninu. Með kaup-
unum næ ég fram mikið hagstæð-
ari rekstri, ég kem til með að selja
strax tvo bíla, enda var um að
ræða nánast tvöfalt gengi að sorp-
hreinsibúnaði á svæðinu," sagði
Ragnar.
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyrir WIND0WS
Á annað þúsund
notendur
gl KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun
Peningaleg staða Fella-
hrepps batnar milli ára
Vaðbrekka, Jökuldal - Rekstur
sveitarsjóðs Fellahrepps gekk vel á
síðasta ári og skilaði afgangi uppá
rúmar tvær milljónir, skuldir
sveitarsjóðs greiddust niður um
þijár milljónir, svo peningaleg
staða hreppsins batnaði um fimm
milljónir um það bil.
Áð sögn sveitarstjóra Fella-
hrepps, Guðlaugs Sæbjörnssonar,
hefur rekstur sveitarfélagsins á
margan hátt verið peningalega
léttari nú en undanfarin ár. Það
er mestu veldur þar um er að sam-
ið var við Landsbankann um inn-
heimtu gjalda fyrir hreppinn.
Bankinn yfirtók í raun fasteigna-
gjaldapakkann og greiddi sveitar-
félaginu strax í febrúar síðastliðn-
um alla álagninguna.
Fjárhagsáætlun síðasta árs
stóðst að mestu leyti, að sögn
Guðlaugs, en hana varð að endur-
skoða við yfirtöku Grunnskólans á
síðasta ári og hækkaði fjárhagsá-
ætlunin um fimm milljónir við
það, bæði tekju- og gjaldamegin.
Þá hækkaði einnig liðurinn félags-
leg þjónusta um eina milljón, og
staðgreiðslutekjur urðu rúmum
tveimur milljónum hærri en reikn-
að var með.
Fjárhagsáætlun þessa árs ligg-
ur nú fyrir. í henni er gert ráð
fyrir tekjum upp á 68,5 milljónir
og gjöldum uppá um 60 milljónir,
afgangur til framkvæmda og fjár-
festinga er þess vegna um 8,5
milljónir. Að sögn Guðlaugs sveit-
arstjóra er ekki ennþá búið að
ganga frá framkvæmdaáætlun
ársins, þó er reiknað með svipuð-
um greiðsluafgangi og á síðasta
ári. „Þetta ætti í öllu falli að gefa
okkur að peningaleg staða Fella-
hrepps batni svipað og á síðasta
ári eða um fimm milljónir, sem er
harla gott,“ sagði Guðlaugur.
Vaka mótmælir
uppsögnum
Þormóðs ramma
„STJÓRN Verkalýðsfélagsins
Vöku mótmælir uppsögnum Þor-
móðs ramma hf. á 56 starfsmönn-
um fyrirtækisins. Yfirlýsing fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins um að
ekki sé grundvöllur fyrir rekstri
frystihúsa er alhæfing sem ekki
stenst, sé litið til þeirra fyrirtækja
sem hafa lagt kapp á sérhæfingu
og markaðssókn með góðum ár-
angri,“ segir í fréttatilkynningu frá
stjórn Vöku.
Áhætta að treysta
á eina tegund
Stjórn Vöku skorar á forráða-
menn fyrirtækisins að endurskoða
þessa ákvörðun og halda áfram
botnfiskvinnslu í fyrirtækinu. Ekki
síst með tilliti til þess að það hlýt-
ur að vera ákveðin áhætta fólgin
í því að treysa alfarið á eina teg-
und vinnslu og einnig hverfur sú
verkþekking sem hefur verið til
staðar í frystingunni. Það er fleira
tap en tapað fé.
Bæjaryfirvöld beiti sér
Margir starfsmenn í frystihúsi
Þormóðs ramma hafa unnið við
fiskvinnslu og frystingu alla sína
starfsævi og fluttust úr frystihúsi
SR til Þormóðs ramma þegar það
fyrirtæki var stofnað. Margt af
þessu fólki á aðeins nokkur ár eft-
ir í starfslok sem nú virðast ætla
að verða með allt öðrum og ömur-
legri hætti en það hefur búist við.
Stjórn Vöku skorar einnig á
bæjaryfirvöld að beita sér í þessu
máli. og reyna að hafa áhrif á
ákvörðun fyrirtækisins þar sem
með því að leggja niður rekstur
bolfiskfrystingar verður atvinnulíf
bæjarins enn einhæfara og var þó
einhæft fyrir.
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
BJÖRGMUNDUR Guðmundsson, Björn Sigurvaldason, Sverrir
Björgvinsson og Ingólfur Bjömsson við lok sveinsprófsins.
Pjórir luku sveins-
prófi í húsasmíði
Grýtubakkahreppur - Fjórir nem-
ar þreyttu og luku sveinsprófi í
húsasmíði í tréiðnaðardeild Verk-
menntaskólans á Akureyri. Að þessu
sinni var verkefni þeirra samsetning
glugga ásamt ísettu lausu fagi.
Um 8 nemar hafa lokið sveins-
prófi í húsamíði á Akureyri á hveiju
ári. Að þessu sinni voru nemarnir
allir frá stöðum utan Akureyrar, frá
ísafjarðarbæ, af höfuðborgarsvæð-
inu og Eyjafirði.
Guðmundur Jóhannsson prófdóm-
ari hafði orð á því við afhendingu
niðurstaðna úr sveinsprófinu,
hversu margir nemar væru misjafn-
lega vel undir prófið búnir. Auðséð
væri að nemar frá fámennari vinnu-
stöðum hefðu að öllu jöfnu notið
fjölbreyttari menntunar en nemar
sem kæmu frá fjölmennari fyrir-
tækjum. Samsæti verður haldið fyr-
ir þá nema sem lokið hafa sveins-
prófi á árinu næsta haust og verða
skírteini þeirra afhent við það tæki-
færi.