Morgunblaðið - 05.02.1997, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Múslimabandalagið vinnur stórsigur í kosningunum í Pakistan
Namaz Sharif stafar lítil
hætta af flokki Bhutto
Ætti að standa vel að vígi reyni hann
að skerða völd forsetans
íslamabad. Reuter, The Daily Telegraph.
FRÉTTASKÝRENDUR sögðu í gær
að stórsigur Múslimabandalags
Namaz Sharifs í þingkosningunum í
Pakistan á mánudag þýddi að hann
gæti myndað sterka stjóm, sem staf-
aði ekki mikil hætta af Þjóðarflokki
Benazir Bhutto, er galt mikið afhroð
í kosningunum. Sharif ætti einnig að
standa vel að vígi ef togstreita skap-
aðist á ný milli stjórnarinnar og for-
setaembættisins, sem hefur vikið Qór-
um síðustu ríkisstjómum landsins frá.
Bhutto sakaði yfirvöld um stór-
felld kosningasvik en erlendir eftir-
litsmenn frá Evrópusambandinu og
Breska samveldinu voru sammála
um að úrslitin endurspegluðu vilja
pakistönsku þjóðarinnar þrátt fyrir
minniháttar galla á framkvæmd
kosninganna. „Eftirlitsmennimir
fundu engar vísbendingar um stór-
felld kosningasvik," sagði í yfirlýs-
ingu frá eftirlitsnefnd Evrópusam-
bandsins.
Bhutto neitaði að viðurkenna úr-
slitin en sagðist vilja að Þjóðarflokk-
urinn og stjóm Sharifs ynnu saman
að því að koma á „pólitískum stöðug-
leika til að styrkja lýðræðið og efna-
hag landsins".
Þegar úrslit lágu fyrir í 194 kjör-
dæmum af 217 hafði Þjóðarflokkur-
inn aðeins fengið 17 þingsæti, en
flokkur Sharifs, Múslimabandalagið,
132. Líklegt var að Múslimabanda-
lagið og samstarfsflokkur þess fengi
tvo þriðju þingsætanna, sem nægir
til að breyta stjórnarskránni.
Þjóðarflokkurinn fékk 86 þingsæti
í síðustu kosningum í október 1993
og myndaði meirihlutastjóm með
stuðningi smærri flokka og óháðra
þingmanna. Forsetinn, Farooq Leg-
hari, leysti þingið upp og vék Bhutto
úr embætti forsætisráðherra 5. nóv-
ember vegna ásakana um spillingu
og óstjóm.
Þarf að gæta sín á hemum
Heimildarmenn í Þjóðarflokknum
sögðu að Bhutto hefði hugleitt þann
möguleika að flokkurinn sniðgengi
þingið til að mótmæla meintum kosn-
ingasvikum. Fréttaskýrendur sögðu
að slíkt hefði ekki skipt nokkru máli
fyrir stjórn Sharifs vegna ófara Þjóð-
arflokksins í kosningunum.
„Þótt Þjóðarflokkurinn vildi spilla
fyrir, þá gæti hann það ekki,“ sagði
Shirin Mazari, sérfræðingur í stjóm-
málum Pakistans.
Mazari bætti við að þótt Sharif
stafaði ekki mikil hætta af Þjóðar-
flokknum þyrfti hann að gæta sín á
forsetanum og yfirmönnum hersins,
sem hafa haft mikil áhrif í landinu.
Pakistan hefur verið undir stjóm
hersins í 24 ár af 50 frá þvi landið
fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Forset-
inn hefur vikið fjórum síðustu ríkis-
stjómum Pakistans frá, þar af tveim-
ur stjórnum Bhutto og einni sem
Sharif fór fyrir.
Sartaj Aziz, framkvæmdastjóri
Múslimabandalagsins, sagði að
tryggja þyrfti pólitískan stöðugleika
í landinu og því væri nauðsynlegt
að koma í veg fyrir frekari togstreitu
milli forseta landsins og forsætisráð-
herrans.
Aziz gaf til kynna að Múslima-
bandalagið hygðist ekki afnema svo-
kallað Varnarmála- og þjóðarörygg-
isráð, sem Leghari forseti stofnaði í
síðasta mánuði. Ráðið er skipað
nokkrum háttsettum ráðherrum og
hershöfðingjum og tryggir hernum
formleg áhrif á stjórn landsins þótt
það eigi aðeins að gegna ráðgjafar-
hlutverki. Aziz sagði að nýja þingið
myndi láta á það reyna hvemig ráð-
ið starfaði áður en ákveðið yrði um
framtíð þess.
Fyrir kosningamar höfðu and-
stæðingar Sharifs sakað hann upp
að hafa gert leynilegan samning við
Leghari um að Múslimabandalagið
gæti komist til valda að því tilskildu
að það féllist á „ráðgjöf" öryggis-
ráðsins. Báðir sögðu þeir ekkert
hæft í þeim ásökunum.
Þarf að minnka völd forsetans
Fréttaskýrendur sögðu að Sharif
þyrfti að nota sterka stöðu sína á
þinginu til að afnema öryggisráðið
og stjórnarskrárákvæði, sem heimil-
ar forsetanum að leysa upp þingið
og víkja ríkisstjórnum frá.
Mazari sagði að Sharif þyrfti að
leggja megináherslu á að tryggja
raunverulegt þingræði í landinu og
auka völd forsætisráðherrans á
kostnað forsetans. Slíkt gæti leitt til
togstreitu milli stjómarinnar og Leg-
haris, en forsætisráðherrann ætti að
vera sterkur að vígi vegna hins mikla
stuðnings sem flokkur hans fékk í
kosningunum.
„Pakistan er eins og hálfkarað
hús,“ sagði Mazari. „Við segjumst
búa við þingræði, en reyndin er sú
að völd forsetans hafa aukist og við
getum ekki haldið áfram á sömu
braut."
Ekki var greint frá því í gær hversu
mikil kjörsóknin var en pakistanskir
embættismenn sögðu að hún hefði
verið innan við 20%. Þessi litla kjör-
sókn er talin áfall fyrir Leghari, sem
boðaði til kosninganna þrátt fyrir
kröfur almennings um að spilltir
stjómmálamenn yrðu sóttir til saka
og hreinsað yrði til í stjómkerfínu
áður en gengið yrði til kosninga.
Búist við viðræðum við
Indverja
Sharif var forsætisráðherra á ár-
unum 1990-93 og ræddi þá nokkrum
sinnum við P.V. Narisimha Rao, for-
sætisráðherra Indlands, en viðræður
ríkjanna hafa legið niðri í þijú ár.
Ríkin hafa hafa háð þijú stríð, þar
af tvö um Kasmír, frá því þau fengu
sjálfstæði frá Bretlandi fyrir hálfri
öld.
Robin Raphel, aðstoðamtanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sem fer
með málefni Suður-Asíu, kvaðst telja
að Sharif myndi standa við orð sín
um að hefja viðræður við Indveija
að nýju.
Pakistanar vilja að Kasmírbúar fái
að ákveða framtíð landsvæðisins í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Indveijar,
sem stjórna tveimur þriðju svæðis-
ins, hafa hafnað þessu og saka Pa-
kistani um að hafa veitt aðskilnað-
arsinnum í Kasmír hernaðaraðstoð.
Pakistanir segjast hins vegar aðeins
hafa veitt þeim pólitískan stuðning.
Reuter
BENAZIR Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, ásamt móður sinni, Nusrat (t.v.). Flokk-
ur Bhutto galt mikið afhroð í þingkosningunum á mánudag.
Rússland
Fæðingum
snarfækkar
Washington. Reuter.
ÍBÚUM Rússlands fækkar nú
ört vegna færri fæðinga, að
því er fram kemur í nýrri
skýrslu lýðfræðilegrar rann-
sóknarstofnunar í Bandaríkj-
unum. Því er spáð að íbúum
Rússlands fækki úr 147 millj-
ónum í 123 milljónir á næstu
33 árum.
Skýrsluhöfundurinn, Carl
Haub, segir að fæðingum hafí
fækkað úr 17 á hveija 1.000
íbúa árið 1985 í níu á síðasta
ári. Rússneskar konur eignast
nú aðeins 1,3 böm að meðaltali.
Mannfjöldaspáin sýndi að
Rússar myndu „standa frammi
fyrir alvarlegri efnahagsvanda
en búist var við“ vegna fjölgun-
ar ellilífeyrisþega og fækkunar
í yngri aldurshópum.
Iðnaðarráðherrar ESB álykta
Evrópskur íðnaður 1
slæmri samkeppnisstöðu
Haag. Reuter.
IÐNAÐARRÁÐHERRAR Evrópu-
sambandsins, ESB, áttu um helgina
með sér samráð um hvað til bragðs
skuli taka til að bæta samkeppnis-
stöðu evrópsks iðnaðar, sem á síð-
ustu ámm hefur dregizt aftur úr
keppinautunum Bandaríkjunum og
Japan.
Að sögn Hans Wijers, iðnaðar-
ráðherra Hollands, sem nú er í for-
svari fyrir ESB, ríkti algjör eining
meðal ráðherranna fímmtán um
nauðsynina á því, að vinna mark-
vissar að bættri samkeppnisstöðu.
Einkum væri þörf á að leggja meiri
áherzlu á þær greinar iðnaðar, sem
væru í örum vexti í heiminum.
Tölur frá framkvæmdastjórn
★★*★★
EVRÓPA^
ESB sýna, að frá árinu 1960 hefðu
aðeins um 10 milljónir nýrra
starfa verið sköpuð í ESB, sem
er minna en fimmtungur þess, sem
Bandaríkin hafa áorkað. Afleiðing
þessa er sú, að atvinnuleysi í ESB
er nú um 11%, en er um 5,5% í
Bandaríkjunum. Þar að auki er
meðalþjóðarframleiðsla á mann í
ESB nærri þriðjungi lægri en í
Bandaríkjunum.
Upplýsinga- og samskipta-
tækniiðnaður veiki hlekkurinn
Á fundi ráðherranna var ennfrem-
ur kynnt rannsókn ráðgjafarfyrir-
tækisins Booz-AUen&Hamilton sem
hollenzka ríkisstjómin lét gera. Nið-
urstöður hennar sýndu fram á að
helzti veikleiki evrópsks samkeppnis-
iðnaðar væri á hinu þýðingarmikla
sviði upplýsinga- og samskiptatækni.
Lagt er til, að gripið verði snarlega
til endurbóta á þessu sviði, sem þyk-
ir vera lífsnauðsyn að standi sig í
samkeppni til að takast megi að
skapa ný störf og aukinn hagvöxt.
Vilja af-
nám dauða-
refsingar
SAMTÖK bandarískra lög-
manna, stærstu og áhrifamestu
samtök lögfræðinga í Banda-
ríkjunum, samþykktu gær með
yfírgnæfandi meirihluta at-
kvæða að leggja til að dauða-
refsing verði aflögð í landinu.
Segja þeir hana ráðast af „til-
viljanakenndri ringulreið órétt-
látra starfshátta“. Hart var
deilt um ályktunina áður en
hún var borin undir atkvæði
en hún hefur einnig vakið hörð
viðbrögð, m.a. í dómsmálaráðu-
neytinu þar sem gætir lítillar
hrifningar með tillögu lög-
mannanna.
Clinton legg-
ur áherslu á
menntamál
BILL Clinton
Bandaríkja-
forseti hélt í
nótt stefnu-
ræðu sína, þá
fimmtu á ferl-
inum. Sagði
talsmaður
hans að hann
myndi leggja
áherslu á
menntamál, að bæta stöðu
bandarískra skóla svo að þeir
stæðust betur samanburð við
menntastofnanir annars staðar
í heiminum. Þá hugðist forset-
inn tilkynna áætlun um aukin
útgjöld til heilsugæslu sem
nýttust börnum sérstaklega,
beijast gegn glæpum barna og
unglinga og losa skólana við
eiturlyf.
Milljarða
kröfur á Iraka
KÚVEITAR og bandamenn
þeirra, m.a. Bandaríkin, hafa
lagt fram kröfur á hendur írök-
um, sem hljóða upp á milljarði
dala, vegna eyðileggingar og
umhverfisspjalla í Persaflóa-
stríðinu. Er aðallega um að
ræða tjón vegna milljóna tunna
af olíu sem Irakar helltu út í
Persaflóa og mengun og tjón á
um 700 olíudælustöðvum sem
þeir lögðu eld að.
Kanna starf-
semi Vísinda-
spekikirkju
SVISSNESK stjórnvöld hafa
fengið hóp sérfræðinga til að
kanna starfsemi Vísindaspeki-
kirkjunnar í Sviss en um 5.000
manns eru félagar í kirkjunni
þar í landi. Nefndin sem kann-
ar kirkjuna er undirnefnd ráð-
gjafanefndar um málefni er
varða öryggi ríkisins.
Akærður fyr-
ir morð á
blaðamanni
RÚMLEGA þrítugur íri hefur
verið ákærður fyrir að hafa
myrt rannsóknarblaðamanninn
Veronicu Guerin, sem var skot-
in í bíl sínum í Dublin í júní á
síðasta ári. Guerin skrifaði um
glæpaklíkur á írlandi, sérstak-
lega í tengslum við eiturlyfja-
sölu og vann að grem um slíkt
mál er hún var drepin. Engar
frekari upplýsingar hefur verið
að fá um manninn.
t
i
i
i
E
i
r
i
i
I-