Morgunblaðið - 05.02.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.02.1997, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter Deilt um endurbæt- ur á þýzka ríkinu Út af með geislavirk- anfarm FRANSKIR björgunarmenn kanna aðstæður á jámbraut með- fram Mósel-ánni við þorpið Apach í Frakklandi, skammt frá landa- mærabænum Schengen á mörk- um Lúxemborgar og Þýskalands. Þýsk lest, sem var að flylja notað kjarnorkueldsneyti til end- urvinnslu í Bretlandi, fór þar út af sporinu. Engin hætta var talin á að geislavirk efni slyppu út í andrúmsloftið, að sögn franskra og þýskra embættismanna. -------».♦ ♦ Albright af gyðinga- ættum Washington. Reuter. „AÐEINS þeir ríku hafa efni á veiku ríki,“ sagði Oskar Lafontaine, for- maður þýzka jafnaðarmannaflokks- ins, SPD, er hann kynnti í gær - tuttugu mánuðum áður en Þjóðveijar ganga aftur til þingkosninga - hug- myndir flokksins um hvemig hann sér endurbætur á þýzka ríkinu fyrir sér, undir yfirskriftinni „Framfarir 2000“. Hugmyndimar eru hugsaðar sem andsvar við áformum ríkis- stjómarinnar um uppstokkun á ríki- skerfinu, sem hún hyggst ráðast í með róttækri endurskoðun bæði á skatta- og lífeyriskerfinu. Stjórnar- flokkamir, einkum kristilegir demó- kratar, flokkur kanzlarans, stefna að því að byggja kosningabaráttu næsta árs á umbótaáætlununum. Fijálsir demókratar (FDP), sam- starfsflokkur Helmuts Kohls í stjóm- inni, kröfðust þess á mánudag að kanzlarinn drægi fyrirhuguð áform um endurskoðun á lífeyriskerfí lands- ins til baka. Krafan kom fram í kjöl- far harðra deilna milli fjármálaráð- herrans, Theo Waigels, og atvinnu- málaráðherrans Norbert Bliims, um áformin, en tillögurnar eru frá hon- um komnar. Deilumar hafa opinber- að nýjan brest í stjórnarsamstarfinu í Þýzkalandi. Þennan brest vilja jafn- aðarmenn nú reyna að nýta sér með því að leggja fram eigin umbótahug- myndir. Mörk á opinber útgjöld Hugmyndir SPD ganga ekki eins langt í einkavæðingarátt og þau áform sem uppi eru í mörgum öðrum vestrænum ríkjum, sem þurfa að skera niður ríkisútgjöld og minnka umsvif hins opinbera. Engin mörk á opinberum útgjöldum eru sett í tillög- um SPD, en ríkisstjómin hefur sett sér það markmið að minnka hlutfall ríkisútgjalda af landsframleiðslu úr um 50% nú í 46% um aldamót. Pamela Harriman fær heilablóðfall Hugðist fara á eftirlaun í júní París. Reuter. PAMELA Harrimann, sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í París eftir að hún fékk heila- blóðfall í fyrrakvöld. Harriman, sem er einn af ötulustu stuðnings- mönnum Bills Clintons Bandaríkjaforseta, veiktist skyndilega • á Ritz-hótelinu, þegar hún hugðist fá sér sund- sprett og var þegar flutt á sjúkrahús. Læknar segja ástand hennar al- varlegt en Harriman er 76 ára. Þá hafði banda- ríska sjónvarpsstöðin CNN eftir háttsettum embættismanni að hún væri meðvitundarlaus og lægi fyrir dauðanum. Bandarísku forseta- hjónin kváðust í gær hafa áhyggjur af líðan Harrimann. Sagt var frá því á síðasta ári að Harriman vildi hætta störfum í Par- ís en hún sendi þá frá sér yfírlýs- ingu þar sem hún vísaði þessu á bug og sagðist myndu fara að óskum forsetans. Heimildarmenn innan ut- anríkisráðuneytisins segja Harriman hafa gert ráð fyrir að fara á eftirla- un í júní nk. Fullt nafn Harriman er Pamela Digby Churchill Hayward Harriman og fæddist hún í Famborough á Englandi en varð bandarískur ríkis- borgari er hún giftist þriðja eigin- manni sínum, milljónamæringnum Averell Harrimann, árið 1971. Hún var aðeins 19 ára þegar hún giftist Randolph Churchill, syni breska for- sætisráðherrans, Winstons Churc- hills, í heimsstyijöldinni síðari. Þau skildu í stríðslok en eignuðust soninn Winston Spencer Churchill, sem sit- ur á breska þinginu fyrir íhaldsflokkinn. Annar eiginmaður Harrimann var kvik- myndajöfurinn Lay- land Hayward en þau giftust árið 1960. Umdeild skipun í embætti Harriman hefur ver- ið ötul að afla fjár fyr- ir Demókrataflokkinn og var ein þeirra sem stjómaði fjáröflun í kosningabaráttu Clint- ons árið 1992. í þakk- lætisskyni skipaði for- setinn hana sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi árið 1993 en það er ein eftirsóttasta staða i bandarísku ut- anríkisþjónustunni. Var skipun hennar ákaflega umdeild á sínum tíma en að því er segir í The Was- hington Post hefur hún staðið sig vel í embætti og efasemdum um getu hennar til að sinna starfínu hefur verið eytt, að minnsta kosti í Frakklandi þar sem gætir almennrar ánægju með störf hennar. Hefur hún þótt kraftmikill sendi- herra og fullyrt er að henni hafí tekist að bæta samskiptin á milli Frakka og Bandaríkjamanna á síð- ustu ámm. Hún hefur verið gagn- rýnd í Bandaríkjunum fyrir að ber- ast á og vera eyðslusöm en Frakkar kunna vel að meta heimsborgaralega framkomu hennar og hæfíleika til að njóta lífsins. Pamela Harriman Sænska stjórnin vill loka Barsebáck-kjarnorkuverinu Akvörðunin gagn- rýnd úr öllum áttum MIKE McCurry, talsmaður Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sagði í gær að forsetanum hefði verið greint frá því að Madeleine Albright, ný- skipaður utanríkisráðherra, væri sennilega af gyðingaættum og bætti því við að það mundi ekki standa í vegi fyrir því að hún gæti stuðlað að friði í Mið-Austurlöndum. Að sögn McCurrys gekk Albright á fund Clintons á mánudag. „Forset- inn sagði að þetta væri heillandi saga og skoraði á Madeleine að grennslast nánar fyrir um sögu fjöl- skyldu sinnar," sagði McCurry. Nýverið komu fram upplýsingar sem benda til þess að afar og ömm- ur Albright hefðu verið gyðingar og þijú þeirra hefðu látið lífið i útrým- ingarherferð nasista á hendur gyð- ingum. Albright fæddist í Tékkósló- vakíu, en flúði þaðan árið 1939 ásamt foreldrum sínum. Albright er alin upp í kaþólskri trú en gekk síðar í biskupakirkjuna. Frelsari í Noregi? Ósló. Morgfunblaðið. FRELSARI mun fæðast í Fred- rikstad í Noregi næstkomandi föstudag, 7. febrúar, að sögn fransks stjömuspekings, Jean- Jacques Bassignot-Jefert. „Við bíðum spennt eftir þess- ari stundu þótt við höfum ekki mikla trú á að spáin gangi eftir. En fæðist einhver verðum við að fylgjast með viðkomandi á næstu árum og halda hlífiskildi yfír hon- um,“ sagði Svein Roald Hansen bæjarstjóri. I bréfí til bæjarstjómarinnar bað Bassignot-Jefert um, að sér- stök vakt yrði höfð á fæðing- ardeild Dstfold-sjúkrahússins á milli klukkan 7:41,50 og 7:45,37, á föstudagsmorgun. Reuter Dýrir minnis- peningar SLEGIN hefur verið ólympíu- mynt í Nagano í Japan í tilefni vetrarólympíuleika þar í borg að ári. Upplagið er takmarkað, einungis 200 peningar voru slegnir. Þeir eru sex sentimetr- ar í þvermál og innihalda m.a. 230 grömm af skíragulli. Verða peningarnir boðnir til kaups á milljón jen stykkið, tæplega 600 þúsund krónur. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÁKVÖRÐUN ríkisstjómar sænskra jafnaðarmanna, Miðflokksins og Vinstriflokksins um að hefja afnám kjamorkunýtingar med því að loka öðmm kjarnakljúf kjarnorkuversins í Barsebáck er enn einn kafli í rúm- lega fjögurra áratuga kjarnorkusögu Svía. En ákvörðunin gæti einnig markað pólitísk þáttaskil og bundið Miðflokkinn Jafnaðarmannaflokkn- um fram yfir kosningarnar 1998, þótt Göran Persson forsætisráðherra segi ákvörðunina ekki tekna í því skyni. Það er þó ekki víst að ákvörð- unin gangi eftir, því Sydkraft, eig- andi Barseback-versins minnir á að stjórnin geti ekki ákveðið lokun ein- hliða. Bæði talsmenn verkalýðsfé- laga og atvinnurekenda taka ákvörð- un stjómarinnar n\jög illa og óttast hækkun orkuskatta og aukið at- vinnuleysi. Rekstur kjarnorkuvera hefur ver- ið eitt helsta hitamál í sænskum stjórnmálum í meira en aldarfjórð- ung. Fyrsti tilraunakljúfurinn var tekinn í gagnið 1954 og tíu árum sfðar hófst rekstur vera til húshitun- ar og síðan til rafmagnsframleiðslu. Árið 1973 hugðist stjómin byggja 24 kljúfa um allt land, en því hafn- aði þingið og kjarnorkunýting varð framtíðardeilumál í sænskum stjórn- málum og ekki minnkaði geðshrær- ingin eftir kjarnorkulekann í Harris- burg 1979. í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýtingu kjarnorku ári sfðar sam- þykkti meirihluti kjósenda að kjarn- orkunýting yrði aflögð þegar aðrir kostir fyndust og þingið batt sig við endanlega lokun 2010. Hvorki gekk né rak með að skrúfa fyrir fyrr en Témóbyl-slysið 1986 ýtti undir ákvörðun þingsins 1988 að loka fyrstu hreyflunum í Ringhals og Barsebaek 1995-1996. Árið 1991 var ákveðið að bíða með lokun þar til annar valkostur fyndist, en 2010 stóð fast. Barsebáck-verið hefur verið Dön- um þyrnir í augum síðan það var byggt 1975 og danskar stjórnir hafa hvað eftir annað krafíst lokunar. Ákvörðuninni var þvf tekið með fögn'uði í Danmörku, þar sem Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra lýsti gleði sinni yfír að lok þessa rúmlega 20 ára deilumáls væru í augsýn. Áhrif Iokunar tvísýn Fögnuðurinn í Svíþjóð var ekki jafnhjartanlegur og bæði atvinnu- rekendasamtök, verkalýðssamtök og önnur hagsmunasamtök lýstu stór- felldum áhyggjum yfir ákvörðun um lokun versins, fyrst engin orkuupp- spretta kæmi í staðinn. Göran Johnsson, formaður málmiðnaðar- manna, segir ljóst að orkan sem komi í staðinn verði kolaorka frá Danmörku, norskt jarðgas eða kjarnorka frá Rússlandi, svo um- hverfisvemdarrök fyrir lokun verði að engu. Bæði talsmenn atvinnurek- enda, iðnaðar- og verkalýðshreyf- ingar eru uggandi um að kostnaður af lokun kjarnorkuvera muni lenda á atvinnufyrirtækjum og auki þar með atvinnuleysi og hærri orku- skattar bitni á almenningi. Sérfræðingar efast um að hægt verði að loka öðrum ofni Barsebáck fyrir næstu kosningar, því það er seinlegt og tímafrekt verk. Og Syd- kraft er hlutafélag, ekki ríkisfyrir- tæki og formælendur þess segja að ríkið verði að bæta tapið að fullu og ríkið geti ekki gripið inn í rekst- ur einkafyrirtækis á þennan hátt. Mörg ummæli um ákvörðun flokk- anna þriggja lúta að þvf að með þessu sé Göran Persson að draga Miðflokkinn fjær Hægriflokknum, sem hann sat í stjórn með 1991- 1994. Þar sem stjóminni verður svarafátt um afleiðingar lokunar og ákvörðunin virðist ekki vel undirbúin þykir það benda til að ákvörðunin sé fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis. Olof Johansson formaður Mið- flokksins hefur um árabil sett lokun kjamorkuvera á oddinn, en fékk því máli ekki hreyft í hægristjórn Carl Bildts. Og þar sem Hægriflokkurinn er eindregið gegn afnámi kjarnorku- nýtingar meðan aðrir kostir eru ekki er ósennilegt að Johansson muni fýsa aftur í samstarf með Hægri- flokknum, þó þeir hafi nú meirihluta ef marka má skoðanakannanir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.