Morgunblaðið - 05.02.1997, Side 23

Morgunblaðið - 05.02.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 23 Lífsgleði njóttu Verk eftir Eyborgu á Annarri hæð OPNUÐ hefur verið sýning á verkum Eyborgar Guðmunds- dóttur í sýningarsalnum Önn- ur hæð á Laugavegi 37. Eyborg er fædd 1924. Á sjötta áratugnum umgekkst hún ýmsa starfandi listamenn þess tíma og ekki síst vegna hvatningar Dieter Roth, sem hún kynntist 1958, hélt hún til Parísar 1959 til að iðka list sína. í kynningu segir: „Eyborg ferðaðist um alla Evrópu og sýndi list sína víða m.a. með listamannahópnum Group Mesure sem vann í ákveðinni andstöðu við tachismann og lagði stund á geometríska list, oft í tengslum við arkitektúr. Árið 1965 snéri hún heim og starfaði að myndlist sinni auk þess að sinna félagsmálum. Eyborg var alltaf trú sannfær- ingu sinni og vann ávallt innan hinnar geometrísku hefðar þótt greina megi áhrif úr ýmsum áttum frá op list og síðar pop list. Reyndar var hún fyrsti íslenski listamaðurinn til að vjnna með op list hér á landi. Urvinnsla Eyborgar úr hinni geometrísku hefð er vönduð og persónuleg". Eyborg lést árið 1977 að- eins 53 ára gömul. Sýningin er opin á miðvikudögum frá kl. 14-18 í febrúar og mars. „KAKA á stólpa" á sýning- unni Eilíft líf í Listasafninu á Akureyri. Kökur á sýningu ÞORVALDUR Þorsteinsson myndlistamaður flytur fyrirlestur um verk sín í „Barmahlíð" Mynd- lista- og handíðaskóla Islands, Skipholti 1, miðvikudaginn 5. febr- úar. í fyrirlestrinum sem hann kallar Kökur á sýningu mun hann meðal annars fjalla um sýningu sína Ei- líft líf í Listasafninu á Akureyri í haust. „Sú sýning var um margt óvenjuleg og fólst meðal annars í beinni þátttöku fjögurra kvenfé- laga, 36 María og fjölda ónafn- greinds fólks í heimahúsum auk þess sem hluta hennar var að finna á rás 2 og í Degi-Tímanum“, seg- ir í kynningu. Fyrirlesturinn hefst kl. 16 og er öllum opinn. KVIKMYNPIR Háskólabíó ÁTTUNDIDAGURINN (LE HUITIEME JOUR) ★ ★'/i Leikstjóri og handritshöfundur Jaco Van Dormael. Kvikmyndatökustjóri Walther Van den Ende. Tónlist Pi- erre Van Dormael. Aðalleikendur Daniel Auteuil, Pascal Duquenne, Miou Miou, Fabienne Loriaux. 115 mín. Belgísk/Frönsk. DA/TFI/Canal +. 1996. UMFJÖLLUNAREFNI Áttunda dagsins er árekstur tveggja heima; hinna heilbrigðu og fötluðu. Harry (Daniel Auteuil) er störfum hlaðinn framkvæmdastjóri sem hefur svo lít- inn tíma aflögu að konan er flúin með dætur þeirra tvær. Nótt eina ekur hann niður hund í eigu Georges (Pascal Duquenne), ungs manns sem strokið hefur af geðveikrahæli. Ge- orges er haldin Down-heilkenni (mongólíti) og Harry á í erfiðleikum með að finna aðstandendur hans. Á meðan þeirri leit stendur myndast sterk vináttubönd með þessum ólíku ferðafélögum. Minnir talsvert á Regnmanninn en útkoman er talsvert veikari. Att er saman þverstæðum úr lífsbarátt- unni, Harry, hinum upptekna yfir- manni í erilsömu nútímafyrirtæki og Georges, með sína bækluðu barns- sál. Sakieysið andspænis veraldar- viskunni. Hvor skyldi hafa betur? Georges. Með sínum einfalda en ófalska strengjaslætti kemur hann Harry, sem misst hefur sjónar á lífs- gildunum, aftur á rétt spor. Stórleik- arinn Daniel Auteuil túlkar á lipran og trúverðugan hátt mann í tilvistar- kreppu, sem hefur tapað fjölskyldu sinni sem á ekki innangengt í hans formúlukenndu deilkarnegíveröld þar sem ailt er úr plasti. Náttúru- barnið Georges leikur Pascal Duqu- enne á hreint undraverðan hátt. Hann lýsir - ekki síður en þeir sem alheilbrigðir teljast - innri sem ytri baráttu sinni við umhverfið - oftast fjandsamlegu - og vinarþeli sínu í garð þeirra sem sýna honum hlýju. Viðskipti hans við veikara kynið eru ótrúlega vei gerðir þættir annars sveiflukenndrar myndar. Leikur, saga og efnið er forvitni- legt og vel unnið að mörgu leyti. Áttundi dagurinn er afarhlý og tii- fmningarík mynd en það tekst ekki sem skyldi að bræða saman þá ólíku heima sem fjallað er um, hrynjandin er brokkgeng. Bestu kaflarnir tví- mælalaust samspil Harrys og Georg- es í leit þeirra að lífsins gildum og samastað til handa þeim síðamefnda. Van Dormael (Toto le Herös) gerir sig sekan um væmni og langhunds- hátt og efnistök sem henta betur ódýram glansmyndum þegar líða tekur á sýninguna. Þau atriði virka utangátta og draga niður óvenju vel gerða sýn inn í hinar miklu andstæð- ur, hrekklausa, náttúruelskandi barnssál gagnvart heilaþvegnum, malbiksfirrtum nútíma klækjaref. Sæbjörn Valdimarsson. Fjármálanámskeið Búnaðarbankans eru fyrir alla aldurshópa - bókaðu þig núna! Með því að skipuleggja fjármálin og láta skynsemina ráða er hægt að ná miklum árangri í að lækka útgjöldin án þess að neita sér um alla ánægjulega hluti. Búnaðarbankinn mun standa fyrir röð af námskeiðum um fjármál fyrir alla aldurshópa. Þátttakendur fá vandaðar fjármálahandbækur sem hafa verið samdar sérstaklega fyrir hvern aldurshóp. ncinu.isi.fN'AN Fjdrmdl heimilisins ét* 'Jfr fJÁRMAlAttA /í t) Bú X ®éÖNAÖAHBANKINN ........ Fjármál unga fólksins •■P!| -• ÍglSM •> ■ s&ii <■ ■ MjjSt ■ NÁMS ■ (%)Bt)NAmRBANKINN Fjármál heimilisins Þar er fjallað um ýmis atriði sem teng- ast heimilisrekstri. Hvernig spara má í útgjöldum, lánamöguleika, ávöxtunarleið- ir, heimilisbókhald, áætlanagerð, skatta- mál, húsnæðislán, kaup á íbúð o.fl. Verð 2000 kr. (3000 kr. fyrir hjón). Ath! Félagar í Heimilislínu borga 1500 kr. (2500 kr. fyrir hjón). Innifalin er veg- leg fjármálahandbók og veitingar. Næstu námskeið: Fjármál unga fólksins Nýtt námskeiö sem er sérstaklega ætlað fólki á aldrinum 16 - 26 ára. Tekið er á flestum þáttum fjármála sem geta komið upp hjá ungu fólki í námi og starfi. Verð 1000 kr. Innifalin er Fjármálahandbók fyrir ungt fólk og veitingar. Fjármál heimilisins miðvikudaginn 19. febrúar kl. 18 - 22 þriðjudaginn 25. febrúar kl. 18 - 22 miðvikudaginn 26. febrúar kl. 18 - 22 miðvikudaginn 12. febrúar kl. 18 - 22 fimmtudaginn 20. febrúar kl. 18 - 22 Fjármál unga fótksins Fjármál unglinga Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru í síma 525 6343. þriðjudaginn 18. febrúar kl. 15 -18 fimmtudaginn 27. febrúar kl. 15 -18 Fj * A V Á R M Á L A w a r w .Át VAXTALINAN Fjármál unglinga Fjármálanámskeiðið er fyrir unglinga á aldrinum 12 -15 ára. Þar er leiöbeint um hvernig hægt er að láta peningana endast betur, hvað hlutirnir kosta og ýmislegt varðandi fjármál sem ungling- ar hafa áhuga á að vita. Ath! Ekkert þátttökugjald. Veitingar. BÚNAÐARBANKINN -traustur banki!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.