Morgunblaðið - 05.02.1997, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Eru verkföll
óumflýjanleg?
í FYRRI grein var
fjallað um vanda at-
vinnurekenda og laun-
þegahreyfínga. I þess-
ari grein er fjallað um
vanda ríkisvalds, auk
þess sem viðraðar eru
hugmyndir til lausnar.
Vandi
ríkisvalds
Ljóst er að í verk-
föllum tapa allir. Þjóð-
hagslegur ávinningur
af atvinnustarfsemi er
mjög tímabundinn á
mörgum sviðum at-
vinnulífs. Nægir að
geta loðnufrystingar og loðnu-
veiða. Loðnuvertíð sem misferst
vegna deilna kemur ekki aftur.
Þannig staða kæmi engum betur
en erlendum keppinautum, en þeir
eru við næsta horn. Verkföll á
þessu sviði sem öðrum gera því
Iítið annað en að grafa undan
hagsmunum allra landsmanna.
Margir skilja ekki eða viðurkenna
þetta grundvallarlögmál þjóðarbú-
skapar.
Fyrir ríkið er brýnt að innleiða
sjónarmið fyrirtækjarekstrar hvað
varðar afkastahvetjandi vinnu-
brögð starfsmanna. Þar með væri
opnuð leið til launahækkana hjá
ríkisstarfsmönnum án útgjalda-
auka fyrir ríkið.
Ríkisvaldið hefur á undanförn-
um árum æ meir komið að kjara-
samningum, bæði beint og óbeint.
Ríkið hefur á sinni hendi úrræði
sem atvinnulífið hefur ekki. Þegar
kjarasamningar eru jafn víðtækir
og nú, á ríkið strax að taka þátt
í viðræðum aðila vinnumarkaðar-
ins. Þríhliða viðræður kunna að
vera snúnar í fyrstu, en þar sem
nokkuð ljóst mun vera hvað til
skipta er, hljóta menn að geta
sammælst um að fara þessa leið.
Það þarf að vera góður skilningur
allra á getu og takmörkunum rík-
isins hvað varðar þátt í nýjum
samningum. Einnig þarf að vera
góður skilningur af hálfu fulltrúa
ríkisins á því hversu vænlegra það
er fyrir framtíðarhagsmuni heild-
arinnar, að leiðir finnist og málum
megi ljúka með sátt. A þessum
vettvangi geta oddvitar ríkisins
lyft Grettistaki.
Hugmynd til
úrlausnar
• Aðilar á vinnumarkaði geri með
sér samkomulag um verulega
launahækkun í kjölfar
aukinna afkasta.
Samkomulagið kveði á
um að vinnuhópar
verði stofnaðir innan
deilda og fyrirtækja
og undirbúningsvinnu
lokið innan hálfs árs.
Vitað er að í mörgum
greinum atvinnulífs
eru afköst á íslandi
mun lakari en í sum-
um öðrum löndum.
Víða er slugsað í vinnu
og verk unnin af
áhugaleysi og með
hangandi hendi. At-
vinnurekendur geri
launþegum ljóst að í stað þess að
ráðinn sé nýr maður í deild gefist
starfsmönnum sem fyrir eru kost-
ur á að bæta á sig verkefnum og
hagræða. ígildi launakostnaðar
Nauðsynlegt kann að
vera, segir Bjöm
Rúriksson í síðari
grein sinni, að þrí-
hliða viðræður ríkis,
launþega og atvinnu-
rekenda hefjist strax.
sem sparast má verja til launa-
hækkana þeirra sem fyrir eru.
Einnig má í mörgum tilfellum
spyija sem svo hvort launþegar
myndu ekki þiggja hærra kaup ef
tilhögun matar- og kaffitíma yrði
breytt. Snörp vinna í átta tíma á
sömu launum og viðvera í tíu tíma
kemur bæði atvinnurekendum og
launþegum betur.
• Ríkisvaldið jafni orkuverð á
milli landsbyggðar og höfuðborg-
arsvæðis, því betri kjarabót er
varla til fyrir landsbyggðarfólk,
t.d. leiðir hún ekki til aukinnar
verðbólgu.
• í yfirstandandi kjarasamning-
um verði launahækkanir að stofni
til í samræmi við núverandi hag-
vöxt, getu atvinnulífsins og þjóð-
hagsspá. í krónutölu að hluta og
með prósentuhækkun að auki.
Hins vegar fylgi þessum samning-
um það ákvæði að fari hagvöxtur
t.d. næstu tveggja ára fram yfir
þjóðhagsspá eins og hún er hvort
árið um sig, muni tvennt verða
gert, annars vegar af hálfu at-
Björn
Rúriksson
vinnurekenda og hins vegar af
hálfu ríkisins:
A. Atvinnurekendur veiji til
launþega upphæð sem jafngildir
þeim hagsauka sem verður fram
yfir þjóðhagsspá og gott betur,
þannig að 50% auki ofan á batann
komi í hlut launþega. Dæmi: Ræt-
ist spá um 2,5% hagvöxt á því ári
sem skoða skal þannig að hagvöxt-
ur reynist verða 4%, komi mis-
munurinn sem er 1,5% í hlut laun-
þega auk 0,75% viðbótar. Þannig
verði kaupauki launþega 2,25% á
því ári og greiðist út strax og
hagvöxtur er orðinn ljós. Kaup-
auka í fyrirtæki eða stofnun sé
skipt jafnt á starfsmenn og kemur
því lægstlaunuðum best.
B. Ríkið ívilni í sköttum, þannig
að skattleysismörk þeirra sem
hafa tekjur undir tiltekinni fjár-
hæð verði hækkuð tímabundið, eða
a.m.k út samningstímann. M.a.
með þessu móti er hægt að gera
eitthvað sérstaklega í þágu þeirra
sem hafa brýnasta þörf fyrir kjara-
bætur án þess að það beinlínis
rýri kjör þeirra sem hafa hærri
laun.
Frekari
rökstuðningur
• Kostnaðarauki fyrirtækja
vegna launa og launauppbótar
verður í samræmi við hagvöxt, og
mun því ekki valda sérstakri
þenslu.
• Kostnaðarauki ríkisins fæst að
hluta bættur á beinan og óbeinan
hátt með þeim kostnaði sem hag-
kerfið og þar með skattkerfið
sparar við það að ekki kemur til
verkfalla. Augljóst er ennfremur
að með verkföllum verður þjóðar-
heildin (ríki, fyrirtæki og laun-
þegar) fyrir sameiginlegu endan-
legu tapi í einhveijum tilteknum
mæli. Hins vegar ganga fyrr-
greindar tillögur út á millifærsl-
ur, sem allar verða eftir innan
hagkerfisins en renna ekki út úr
því til útlanda.
• Kostnaðarauki atvinnulífs og
launþega verður meiri og sárari
með verkfallaleið en leið samn-
inga. Líklega er ekki hægt að
meta hagræði stöðugleika til fjár.
Alltaf er samið að lokum hvort
sem verkföll verða eða ekki. Ur
því svo er, er þá ekki skynsam-
legra að semja án verkfalla? Ef
kjarabarátta hefði unnist og deil-
ur verið settar niður án verkfalla,
væri hagsæld í landinu allt önnur
og meiri en hún er í dag. Með
gagnkvæmri virðingu, góðum
vilja og skynsemi hlýtur að mega
afstýra verkföllum. Á verkföllum
hagnast engir. Allir tapa, og helst
þeir sem síst skyldi.
Höfundur er hagfræðimenntaður
og áhugamaður um uppbyggingu
atvinnuiífs.
Öryggi barna í bifreiðum
ÞRÁTT fyrir að
ótvírætt hafi verið
sýnt fram á gildi þess
að hafa börn í bílstól-
um er notkun öryggis-
útbúnaðar fyrir börn
í bifreiðum enn ábóta-
vant hér á landi. Má
enn sjá börn laus í
bílum og standa þau
jafnvel milli framsæt-
anna á meðan foreldr-
arnir sitja reyrð niður
í sæti sín.
Liggur í augum
uppi í hve mikilli
hættu það barn er
sem laust er í bifreið
þegar til umferðaróhapps kemur.
Þar sem barnið er óvarið og getur
kastast til í bílnum er einkum
hætta á að það hljóti alvarlega
áverka á höfði og hálsi, sem geta
verið lífshættulegir.
Einnig er hætta á að
barnið kastist út úr
bílnum.
Stundum má sjá
bam fest með bílbelti
ætlað fullorðnum,
sem augljóslega er of
stórt fyrir barnið. Bíl-
beltið liggur þá yfir-
leitt yfir andlit þess
eða háls sem býður
heim hættu á alvar-
legum meiðslum á
þeim líkamshlutum.
Einnig er barn sem
fest er með bílbelti,
sem aðeins liggur yfir
kvið þess, í mikilli hættu á að fá
alvarleg innvortis meiðsl ef til
umferðaróhapps kemur, auk þess
sem það getur kastast fram og
hlotið höfuðáverka.
Foreldrar, sýnum ekki
lengur það ábyrgðar-
leysi, segir Þórður Þór-
kelsson, að hafa börnin
okkar laus eða illa fest í
bifreiðum.
Foreldrar, sýnum ekki lengur
það ábyrgðarleysi að hafa börnin
okkar laus eða illa fest í bifreiðum
okkar. Gætum þess að öryggis
þeirra sé gætt eins og kostur er
með því að tryggja að þau séu
ávallt vel fest. Á þann hátt sýnum
við best í verki hversu mikils virði
þau eru okkur.
Höfundur er barnalæknir og
starfar á Barnaspítala Hringsins.
Þórður
Þórkelsson
Lofsvert
bj örgunarfólk
LENGI hefur okkar
ágæta björgunarkerfi
átt aðdáun mína og
virðingu. Við nánari
kynni hefur það álit
enn vaxið. Ég hef und-
anfarin ár unnið að
hönnun björgunarf-
arsins Snævarrs og er
sköpun þess, öðru
fremur, helguð fólki
því ágætu sem af auði
hjarta síns hefur gefið
íslenskri þjóð stórkost-
legt björgunarkerfi,
sem bjargað hefur
fyölda mannslífa og
einnig jarðneskum
verðmætum. Fólk þetta rækir sína
háleitu köllun af árvekni og ein-
urð, ver mestöllum frítíma sínum
í þágu almannaheilla og skapar
þjóðarbúinu verðmæti sem nema
að lágmarki hundraðföldum ráð-
herralaunum. Björgunarsveitimar
sem mynda þetta afburða björg-
unarkerfi eru jú fleiri en hundrað.
Við hönnun Snævarrs hef ég
leitað samráðs við nokkra ágæta
forystumenn björgunarsveita
Slysavarnafélags Islands, en í
Slysavamafélaginu eru 90 björg-
Lengi hefur okkar
ágæta björgunarkerfí,
segir Kristján Jónsson,
átt aðdáun mína.
unarsveitir með um 2.500 sjálf-
boðaliða, Flugbjörgunarsveita í
Reykjavík, á Hellu og Hjálpar-
sveitar skáta í Reykjavík. Þeir
hafa látið í ljós þökk sína og áhuga
á mínu framtaki og lagt lagt mál-
inu lið, varðandi ýmsa þætti hönn-
unar, bent á hluti sem betur mættu
fara og leiðir til að koma fyrir
áhöldum: sjúkrabörum, stikum,
flöggum, skóflum, tógum, snjó-
akkerum, leitarljósum og öðmm
búnaði sem tilheyrir aðgerðum á
vettvangi. Þar er nauðsynlegt að
hver hlutur hafi sinn stað. Kann
ég þeim þökk fyrir liðsinnið.
Gagnmerk
ráðstefna
Mér gafst þess kostur í liðnum
októbermánuði að sitja helgarráð-
stefnu um björgunararmál á veg-
um Slysavarnafélagsins og
Landsbjargar sem haldin var á
Scandic Hótel Loftleiðum og þótti
takast með ágætum. Ráðstefnuna
sóttu fjölmargir fulltrúar björg-
unarsveita, slökkviliða, lögreglu,
Almannavarna og Landhelgis-
gæslu. Ég saknaði þarna vina í
stað fulltrúa frá Landsvirkjun og
RARIK, því ég skilgreini línu-
menn mjög eindregið sem björg-
unarfólk. Þegar stórviðri geisa,
hvort sem einhver er nauðstadd-
ur, týndur eða ekki, er hlutskipti
þeirra björgunarstörf, því ef raf-
línur rofna, bjóða línumenn óveðr-
inu birginn og vinna sem skyldan
býður hættuleg störf í baráttu við
stórviðrin uns sigur er unninn og
hafa að launum þakklæti hins
almenna borgara.
Bróðurþel
Á ráðstefnunni flutti fjöldi
björgunarmanna, íslenskra og er-
lendra, fyrirlestra um björgunar-
mál. Þar þótti mér bera hæst
framsetningu Bandaríkja-
mannnsins Stevens Flemmings,
sem var í senn einlæg, kærleiks-
rík og fljúgandi skemmtileg.
Einkum hreifst ég af því er hann
gerði skil tilfinningalegum þætti
björgunarmála og
sagði þá. „Leitum
svars við einni spurn-
ingu: Hvers vegna
erum við björgunar-
fólk? Skyldi það vera
launanna vegna?
Ekki í mínu tilfelli.
Ég hef aflað mér
menmunar sem
byggingaverkfræð-
ingur og vinn sem
slökkviliðsmaður á
einum þriðja þeirra
launa sem ég gæti
haft. Ég hef spurt
sjálfan mig þessarar
spurningar", sagði
Flemming og lagði hönd á bijóst
sér, „og fundið svarið. Hérna inni
er hjarta sem krefst þess að þú
hjálpir nauðstöddum bræðrum og
systrum. Þau þarfnast þín. Þetta
er það sem knýr okkur áfram og
gerir hætturnar og álagið mikils
virði.“ Öllum fyrirlestrum Stevens
Flemmings lauk með stóra, stóra
lófatakinu.
Fómfýsi
Steven Flemming og fleiri er-
lendum fyrirlesurum, gafst kostur
á að kynna sér bækistöðvar og
tækjakost íslenskra björgunar-
sveita og lýstu aðdáun sinni á
okkar fólki. „Þið eruð fyrsta flokks
fagfólk“. Enn jókst undrun þeirra
og aðdáun er þeim varð ljóst að
okkar menn kosta sjálfir allan
fatnað og persónulegan búnað,
sem tilheyrir faginu sem kostar
frá 100.000 krónum og afla svo í
sjálfboðavinnu þess fjár sem varið
er til kaupa á bílum, vélsleðum
og öðrum dýrum búnaði til rekst-
urs björgunarsveita. Það er m.a.
gert með árlegri flugelda- og jóla-
tréssölu.
„Skattmann“
mættur
„Skattmann“ tekur sína sneið
af úáröflunarkökpnni í formi
virðisaukaskatts. Þannig lætur
hann í ljós þakklæti íslenska ríkis-
ins fyrir fórnfýsi og hetjulund
þessa fólks, en þegar kaupa þarf
björgunartæki sér „Skattmann"
ögn að sér og veitir afslátt af að-
flutningsgjöldum vegna tækja-
kaupa. Spurt er: Er ekki tímabært
að aflétta sköttun á fjáröflunar-
starfsemi björguanrsveita? Margt
er enn ógert og mér sýnist af fram-
angreindu að vel megi treysta
okkar björgunarfólki til að verja
því fé til almannaheilla.
Mannræktar-
hlutverk
Einnig blasir við mikið mann-
ræktargildi starfs björgunarsveita,
sem einkum birtist í öflugu ungl-
iðastarfi Slysavarnafélags Islands
og væntanlega hjá öðrum björg-
unarsveitum.
Slysavarnafélagið hefur byggt
upp mjög öflugt unglingastarf á
undanförnum árum og eru nú
starfandi 38 unglingadeildir út um
allt land með um 800-1.000 fé-
laga. Þetta mannræktarstarf er
uppbyggjandi fyrir unglinga á við-
sjárverðum tímum og mun eflaust
forðað mörgum þeirra frá rótleysi
og þeim hættum sem það getur
haft í för með sér. Einnig væri
athugandi að björgunarsveitir
heimsæktu grunnskóla, t.d. tvisv-
ar sinnum á vetri, og veittu nem-
endum fræðslu eða kenndu nem-
endum viðbrögð við náttúruham-
förum, s.s. jarðskjálfta, óveðri
o.s.frv.
Höfundur er áhugamaður um
björgunarmál.
Kristján Jónsson
(Stjáni meik)