Morgunblaðið - 05.02.1997, Page 33

Morgunblaðið - 05.02.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 33 GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR + Guðrun Þórðar- dóttir var fædd í Reykjavík 9. apríl 1914. Hún lést á sjúkradeild Grund- ar við Hringbraut 28. janúar síðastlið- inn. Foreldrar Guð- rúnar voru Þórður Geirsson lögreglu- þjónn, f. 2. ágúst 1877, d. 22. janúar 1959, og kona hans, Björg Arnórsdóttir, f. 13. apríj 1876 í Vorsabæ, Olveri, d. 1. febrúar 1953. Þau voru bæði af Bergsætt. Systkini Guðrúnar voru: 1) Geir, f. 1. júlí 1900, d. 12. nóv- ember 1918. 2) Guðmundur, f. 1. júlí 1902, d. 19. júlí 1948, skipstjóri. 3) Sigurþór, f. 27. júní 1904, d. 23. september 1979, blikksmiður og slökkvi- liðsmaður. 4) Björgvin, f. 31. mars 1908, d. 12. september 1945, bóndi á Úlfsstöðum í Hálsasveit. 5) Gyða, f. 19. febrúar 1910, gift Henrik Ágústssyni, prent- smiðjustjóra, d. 11. nóvember 1966. Gyða er ein á lífi af þeim systkinum og dvelur nú á Grund við Hring- braut. Guðrún gekk í Kvennaskólann og lauk þaðan prófi vorið 1931. Hún vann í Prent- smiðju Ágústs Sigurðssonar, nú PÁS í Mjóstræti, alla sina starfsævi utan nokkur ár sem hún var í Steindórsprenti. Útför hennar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Nú er hún Guðrún farin heim, eins og skátarnir segja. Einu sinni skáti - ávallt skáti. Þetta orðtak er fullkomlega rökrétt, því sá/sú sem tekur skátahugsjónina alvar- lega heldur áfram að vera skáti alla ævi þótt horfið sé frá starfi innan félagsins. En það var einmitt skátastarfið sem leiddi til vináttu okkar Guðrúnar fyrir rúmum 66 árum. Hún bjó „fyrir vestan læk“ og ég „fyrir austan læk“, eins og oft var sagt í þá daga. Við höfðum hvor í sínu lagi tekið þá örlagaríku ákvörðun að gerast skátar. Við mættum báðar kvöld eitt í október 1929 í húsi KFUM og K við Amt- mannsstíg og hittumst þar í fyrsta sinn. Við lentum í sama flokki og foringjar okkar voru þær Gyða, systir Guðrúnar og Ásta Þorgríms- dóttir, báðar gamalreyndir skátar sem störfuðu fyrir félagið í ára- tugi. Hugsjón skátahreyfingarinnar heillaði okkur og við lögðum okkur allar fram um að ná nýliðaprófinu sem þá var skilyrði þess að fá að bera búninginn. Markmið okkar var að ná því fyrir sumardaginn fyrsta og geta tekið þátt í hátíðahöldum dagsins í búningum. Það tókst. Það voru mikið stoltar og glaðar skáta- systur sem gengu í skrúðgöngu fyrsta sumardag árið 1930, undir blaktandi fánum og trumbuslætti, í Dómkirkjuna að hlýða á messu og vinna skátaheitið. Við lifðum og hrærðumst í skáta- starfinu. Við gerðum okkar besta til þess að halda skátalögin og skátaheitið og við beinlínis leituðum uppi „góðverk dagsins". Við tókum þetta allt mjög alvarlega. Prófm tókum við hvert af öðru og við glímdum við sérprófin og fórum í stórkostleg ferðalög. Og þar kom að við urðum sjálfar flokksforingjar og stoltar vorum við þegar fyrsti hópurinn okkar stóðst nýliðaprófið. Svo sterkum böndum tengdi skáta- starfið okkur að við vorum sjaldn- ast nefndar öðruvísi en báðar í einu. Svo langt gekk það að Gyða, systir Guðrúnar, og Henrik mágur henn- ar, skírðu frumburð sinn í höfuðið á okkur báðum, Nanna Guðrún. Reykjavík þessara ára var lítill bær sem bauð ekki upp á mikla afþreyingu fyrir unglinga, eins og nú gerist. Við urðum sjálf að sjá okkur fyrir afþreyingu. Hjá okkur Guðrúnu var það fyrst og fremst skátastarfið, hjólreiðaferðir un ná- grennið, skautaferðir á Tjörninni og á Rauðavatni, gönguferðir um holt og hæðir frá sumarbústað fjöl- skyldu minnar við Hólmsá, og fyrstu tilraunirnar við að standa á skíðum voru gerðar í Ártúnsbrekk- unni með útbúnað sem þætti víst ekki fínn nú á dögum. En síðast og ekki síst, við gengum út og inn hvor hjá annarri og gátum setið tímunum saman og rætt okkar áhugamál. Margar góðar stundir átti ég á æskuheimili Guðrúnar á Vesturgötunni, í stóra eldhúsinu þar sem móðir hennar réð ríkjum. Þar þótti mér alltaf svo notalegt að koma. Þar var alltaf svo hlýtt og það var eins og þetta eldhús ilm- aði alltaf af nýlöguðu kaffi og ný- bökuðum kleinum eða jólakökum. Þetta kunni ég vel að meta, því heima hjá mér var eftirmiðdegis- drykkurinn alltaf te og smurt heil- hveitibrauð, og það var náttúrulega ekki nærri eins spennandi. Foreldrar Guðrúnar voru yndis- legt fólk. Sjálfsagt eru enn einhveij- ir gamlir Reykvíkingar á ferli niðri í gamla miðbænum í Kvosinni sem muna eftir Þórði Geirssyni lögreglu- þjóni. Hann var einn af fjórum fyrstu fastráðnu lögregluþjónum bæjarins. Hann var stór og þrek- vaxinn og mjög fríður maður. Það má segja að Guðrún hafi verið va- saútgáfa af honum, svo lík voru þau, þrátt fyrir það hversu smávax- in hún var og fínleg, en fríð eins og hann. Allir bæjarbúar þekktu Þórð Geirsson af verkum hans, því á þessum árum var lögreglan sýni- leg á götum bæjarins og það var borin virðing fyrir henni. Færri hafa sjálfsagt þekkt móður Guðrún- ar, en hún var ein af þessum hæg- látu, góðu konum sem unnu störf sín í kyrrþey inni á heimili sínu. Hún var gestrisin með afbrigðum og ákaflega vel greind, og þótt ekki færi mikið fyrir henni hafði hún sínar ákveðnu skoðanir á öllum hlutum og var í eðli sínu mikil kven- réttindakona. Guðrún bjó með for- eldrum sínum alla tíð, var þeirra stoð og stytta í ellinni og annaðist þau af kostgæfni og kærleika í veikindum þeirra uns yfir lauk. Það voru krepputímar og erfítt um vinnu þegar Guðrún lauk prófi í Kvennaskólanum vorið 1931. Hen- rik Ágústsson, sem þá stjórnaði Prentsmiðju Ágústs Sigurðssonar, sem þá var í Austurstræti, og sem við þekktum úr skátastarfínu, ég raunar miklu lengur, því hann var vinur bræðra minna og heimagang- ur á mínu bernskuheimili, hafði þá þegar ráðið Gyðu, systur Guðrúnar, til vinnu og réð nú Guðrúnu líka. Hann varð ekki svikinn af því. Guðrún var með afbrigðum góður starfsmaður. Hún hélt öll hin góðu gömlu gildi í heiðri, húsbóndaholl- ustu, samviskusemi, vandvirkni og nýtni. Hún bar hag fyrirtækisins ávallt fyrir bijósti. Oft kom fyrir að hún mætti til vinnu sárlasin og með hita, því hún vissi að hennar var þörf, því starfsfólkið var ekki margt. Harka Guðrúnar við sjálfa sig var mikil og t.d. trúði því eng- inn að hún væri með magasár fyrr en hún var nærri að dauða komin, því hún bar sig alltaf svo vel. Guðrún var mjög vel að sér til munns og handa og víðlesin. Hún ferðaðist mikið bæði innanlands og utan. Það eru ekki mörg löndin í Evrópu sem hún ekki hefur heim- sótt. Til Bandarj'kjanna fór hún líka í boði bróðurdóttur sinnar, Höllu Linker, en með þeim var alltaf mjög kært. Guðrún var vinsæl og félags- lynd og átti fjölda vina og kunn- ingja. Hún var sannur vinur vina sinna og oftsinnis rétti hún þeim hjálparhönd á ýmsa vegu, ef svo bar undir. En hún var á hinn bóg- inn einhver sú langræknasta man- eskja sem ég hef kynnst ef henni þótti gert á hlut sinn. Guðrún var Reykvíkingur af lífi og sál, en fyrst og fremst var hún Vesturbæingur. Hún fæddist i Vest- urbænum, ól allan aldur sinn í Vest- urbænum, utan stuttan tíma sem hún var „fyrir austan læk“. Hún andaðist í Vesturbænum og nú fær hún sína hinstu hvílu í Vesturbæn- um, í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þann tíma sem hún bjó við Bú- staðaveginn undi hún sér illa. Henni fannst hún slitin úr öllum tengslum við sitt gamla, rótgróna vesturbæj- arlíf og þráði það heitast að kom- ast þangað aftur. Hún var nú kom- in nokkuð á áttræðisaldurinn og mér fannst henni hraka verulega þennan tíma, bæði á sál og líkama. Eftir því sem árin færðust yfir hana og eftir að hún hætti að vinna, fór að sækja að henni óyndi sem ágerð- ist með árunum. Þessi duglega og tápmikla manneskja, sem hafði ferðast svo mikið, stundað tónleika og leikhús og átti svo marga vini og kunningja, dró sig nú æ meira í hlé frá öllu því sem áður var henn- ar líf og yndi. En hún komst aftur í Vesturbæinn. Hún fékk ágætt herbergi á litlu Grund og góða þjón- ustu þar. Nú gat hún aftur gengið niður í sinn gamla miðbæ, heimsótt sinn gamla vinnustað og fengið sér kaffisopa með Þórði systursyni sín- um, sem nú rekur prentsmiðjuna, og Gyða systir hennar var í næsta húsi, úti á Grund. Síðastliðið haust fékk hún slæma lungnabólgu og var lögð fárveik inn á sjúkrahús og varla nokkur hugði henni líf. En gamla harkan var söm við sig, og hún hafði betur. En hún var orðin afar þróttlítil og var því lögð inn á sjúkradeild Grundar. Þar varð hún fyrir því óhappi að detta og lærbrotna. Síðast þegar ég sá hana lá hún í rúmi sínu, aftur kom- in á sjúkradeildina eftir lærbrotið. Hún var hress að sjá, með roða í kinnum, brosleit og einhvernveginn svo mikið sátt við sjálfa sig, þrátt fyrir beinbrotið. Það er gott að geta munað hana þannig, því tveim vik- um seinna varð hún fárveik og lést eftir fárra daga legu. Guðrún minntist oft á það hversu þakklát hún var öllu þessi góða fólki á Grund sem veitti henni svo mikla aðstoð. Oft talaði hún um þakklæti sitt til Þórðar, systursonar síns, fyrir alla þá umhyggju og aðstoð sem hann veitti henni þessi síðustu erfiðu ár. Hann tók hana alveg að sér og annaðist hana á allan hátt þar til yfir lauk. Ég gæti skrifað heila bók um allt það sem á daga okkar Guðrún- ar dreif þessi 66 ár, en það verður ekki gert hér. Það komu tímabil þegar við sáumst sjaldan, en það slitnaði aldrei upp úr vinskapnum hjá okkur. Eftir að ég flutti á Asvallagötuna 1961 og varð Vest- urbæingur næstu 25 árin vorum við komnar í nágrenni hvor við aðra og hittumst nú oftar. Við stunduð- um saman sinfóníutónleika og fór- um í leikhús, en af hvorutveggja höfðum við báðar mikið yndi. Af öllum okkar ævintýrum ber líklega hæst hjólreiðaferðina frægu sem við fórum árið 1935, frá Akur- eyri til Borgarness. Það getur lík- lega hver ímyndað sér hvemig allur okkar búnaður var, hvernig ástand vega var og aðstæður allar með tilliti til ártalsins. Þetta þótti hin mesta glæfraför. Og hjákátlegt hlýtur það að hafa verið að sjá okkur, baslandi á hjólunum með farangurinn í bak og fyrir - í skáta- búningunum, sem þá vom dökkblá- ir kjólar! Árið 1939 heimsótti Guðrún mig til Danmerkur, en þar dvaldi ég í þijú ár. Við fórum til Gunnars bróð- ur míns og Aðalbjargar konu hans til Skagen, en þar var hann lyfja- fræðingur við apótekið. Skagen er nyrsti bær á Jótlandi og í þá daga þótti óskaplega fínt að fara í sum- arfrí til Skagen. Mallorca var þá ekki enn komin á ferðamannakort- ið. Þetta voru dýrðardagar í sól og blíðu. Við syntum í sjónum, tíndum krækiber og bláber úti á heiðinni, en við þeim litu Danir ekki. Við skoðuðum öll hin virtu og kunnu lista- og minningarsöfn á staðnum og alla merka staði. Við fórum m.a. út á Grenen, sem er örmjór tangi nyrst á skaganum, og stóðum þar með annan fótinn í Skagerak og hinn í Kattegat. Þetta var í ág- úst 1939 fáeinum dögum áður en Þjóðveijar réðust inn í Pólland. Almennt flíkaði Guðrún ekki til- finningum sínum og átti það til að vera mjög alvarleg, en hún átti til glettni og hafði góða kímnigáfu. Við vorum ólíkar í okkur og kannski einmitt þessvegna fór svona vel á með okkur, við bættum hvor aðra upp. Kvöldið áður en Þórður hringdi til þess að tilkynna mér andlát Guðrúnar, hafði ég setið fram á nótt við að lesa gömlu bréfin frá henni sem hún skrifaði mér meðan ég var í Danmörku 1937-40. Ég hafði verið að taka til í þessum gömlu bréfabunkum, og þá komu þau upp í hendurnar á mér. Þetta voru bréf upp á 4-6 síður, þéttskrif- aðar og fullar af upplýsingum, frá- sögnum og skemmtilegheitum um allt það sem var að gerast heima. Þetta var sannkallaður endurfundur við okkar löngu liðnu ungdómsár. En nú er þessum kafla lokið og Guðrún er farin. Ég græt þig ekki, Guðrún mín, þótt þú sért farin, nei, ég samgleðst þér af því að guð hefiir loks bænheyrt þig og kallað þig til sín. Árum saman hafðir þú beðið hann að leysa þig frá þessu jarðneska lífi. Þú skildir ekki til- gang þess að verða að lifa svona lengi - til einskis - að þér fannst. En nú ert þú komin þangað sem þú þráðir og finnur þar þann frið og þá hvíld sem þú óskaðir þér. Þakka þér, Guðrún mín, fyrir áralanga vináttu og fyrir þinn stóra þátt í því að skapa mér allar mínar mörgu og góðu minningar. Friður veri með þér. Gyðu og fjölskyldu hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur, svo og öðrum vandamönnum Guðrúnar, og bið þeim guðs bless- unar í framtíðinni. Nanna Kaaber. Gunna frænka er látin. Þessi fregn að föðursystir mín, Guðrún Þórðardóttir, væri látin barst mér í gegnum síma til Kaliforníu. Alls konar minningar þeyttust í gegnum heilann. Jóladagar hjá afa og ömmu, heimsóknir í prentsmiðj- una þar sem Gunna vann og hvað mér fannst spennandi að heim- sækja prentsmiðjuna og anda að mér lyktinni af prentsvertunni og hve gaman var að sjá hana prenta. Ég man hve ég dáðist að leikni hennar og hvernig hún handlék hvert blað sem sett var í mismun- andi prentvélar, pappírinn hvítur og auður sem hún síðan tók út með myndum og prenti hvem fyrir sig. Fyrir mig, litla bamið, voru þetta eins og einhveijir galdrar. Ég minnist líka „prentarajólaballa- na“ á Hótel Borg, sem hún bauð mér alltaf á og voru hreinustu ævintýri fyrir mig sem barn. Ég minnist sérstaklega hvað Gunna var mér alltaf góð. Hún gaf mér hjól þegar ég var átta ára og ég var fyrst af mínum leikfélögum í Hafnarfirði að eignast hjól. Þetta var á árunum fyrir seinni heims- styijöld og mér fínnst það væri líkt og ef einhver gæfi mér Rolls Royce núna. Hún gaf mér líka myndavél um sama leyti, þegar myndavélar voru fágætar, jafnvel hjá fjölskyld- um. Það er eins og hún hafi haft einhveija innsýn inn í framtíð mína, þar sem myndavélar og myndataka hafa tekið upp meginhluta af lifí mínu og verið mín atvinnugrein um meira en hálfa mína ævi. Ég var fyrsta barnabarn afa og ömmu og fyrsta sytskinabarn í fjöl- skyldu föður míns og naut þess alltaf hjá allri fjölskyldunni, en sér- staklega hjá Gunnu. Gunna elskaði listir, hljómlist og allt sem var fallegt og ég held að ég hafi erft þessa löngun í að njóta lista og fegurðar frá henni. Mér var það einstök ánægja að geta þakkað Gunnu á einhvern hátt þegar hún kom í heimsókn til mín til Kaliforníu, þótt smátt væri samanborið við alla þá gjafmildi sem hún hafði sýnt mér í gegnum árin. Davíð sonur minn minnist Gunnu með hlýjum hug og sérstaklega hvað hún var skapgóðp og þolin- móð og hafði alltaf áhuga fyrir námi hans og áhugamálum. Við Davíð kveðjum nú elsku Gunnu frænku og þökkum henni hvað hún var okkur á jörðu hér og sérstaklega þakka ég henni að gefa mér „Rolls Roycinn" og ástina á öllu fögru. Halla Linker, Los Angeles, Kaliforníu. Guðrún Þórðardóttir, eða eins og við kölluðum hana alltaf, Gunna frænka, hefur nú öðlast hvíld. Við eigum margar góðar og hlýj- - ar minningar um Gunnu frænku. Bestu minningarnar eru frá því þegar Gunna frænka bauð okkur heim til sín á Þorláksmessu. En það var hluti af jólastemmningunni í mörg ár. Heimili Gunnu frænku var eins og ævintýraheimur fyrir okkur, fullur af skemmtilegum munum sem hún hafði keypt á ferðalögum sínum um heiminn. Öll þessi gull fengum við að skoða og handfjatla og Gunna frænka sagði okkur söguna á bak við hvern .■> mun. Eftir góðar sögur og forvitn- inni hafði verið svalað að sinni var sest við matarborðið. Gunna frænka hafði lagt á borð eins og prins og prinsessa væru að koma til veislu, fallegur borðbúnaður og góður matur var á borðum og okk- ur leið eins og við værum í konung- legri veislu, allt svo fágað og fínt. Dagurinn leið hratt og áður en við vissum var komið að kveldi og kom- inn tími til að kveðja, en strax var komin tilhlökkun um Þorláksmessu að ári. Við höfðum þau forréttindi að kynnast Gunnu frænku í gegn- um prentsmiðjuna þar sem hún vann hjá pabba. Gunna frænka var fáguð fram í fingurgóma og vildi ■ hafa reglu á hlutunum bæði í vinnu og heima hjá sér. Hún hafði yndi af ferðalögum hvort sem var hér á landi eða erlendis. Gunna frænka sótti sinfóníutón- leika og ballettinn og bauð okkur stundum með. En umfram allt var Gunna mjög barngóð kona og mun minningin um hana ylja okkur um ókomin ár. Nú kveðjum við þig, Gunna frænka, þar sem þú ferð nú til betri heimkynna. Guð blessi þig og varðveiti. Linda og Henrik. I E U FI IHIYKKJlilt Látið okkur annast erjidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.