Morgunblaðið - 05.02.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 05.02.1997, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁGÚST BÖÐ VARSSON + Ágúst Böðvars- * son fyrrv. for- stöðumaður Land- mælinga Islands fæddist á Hrafns- eyri við Arnarfjörð 3. janúar 1906. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 27. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Böðvar Bjarnason, f. 18.4. 1872, d. 11.3. 1953, prófastur á Hrafns- eyri við Arnarfjörð, og Ragnhildur Teitsdóttir, f. 22.7. 1877, d. 30.7. 1963, hús- freyja. Alsystkini Ágústs, Bjarni Einar, f. 21.11. 1900, hljómsveitarstjóri, látinn, Guð- rún, f. 9.7. 1902, dó ung kona; Þórey Kristín Ólína, f. 4.7. 1904, húsmóðir, látin. Hálf- systkini Ágústs samfeðra: Bald- ur, f. 7.11. 1921, dó tveggja ára; Bryndís, f. 13.5. 1923, hús- móðir, látin; Baldur, f. 6.11. 1924, fyrrv. símstjóri. Hinn 18. desember 1930 kvæntist Ágúst Sigríði Svein- björnsdóttur, f. 12.6. 1909, d. 24.12. 1977. Eignuðust þau einn í dag er kvaddur Ágúst Böðvars- son, fyrrum forstjóri Landmælinga íslands, og margar minningar leita á hugann. Ágúst var fóstri minn því ég var nokkurra vikna gamall settur í tímabundna dvöl til frænku minnar Sigríðar Sveinbjörnsdóttur, eigin- t konu hans. Dvölin hjá þeim hjónum og einkasyni þeirra, Gunnari Hrafni, var svo með mislöngum hléum fram yfir unglingsár mín. Ég fór í nám hjá Landmælingum íslands sem hann stýrði og var hann þar aðalkennarinn. Starfaði ég síðan undir stjórn Ágústs þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1976. Ýmis verkefni unnum við saman eftir það og það síðasta á liðnu ári þegar Landmæl- ingar íslands gáfu út bók sem Ágúst skrifaði um stórvirki Dana í landmælingum og kortagerð á íslandi og um upphaf Landmæl- inga íslands. Ágúst var manna best til þess fallinn að taka að sér að rita um þátt Dana í kortagerð íslands því hann tók sem ungur maður þátt í ferðum og mælinga- starfi þeirra. Leysti hann gerð bók- arinnar vel af hendi og sýndi að þrátt fyrir háan aldur einkenndi nákvæmni og vandvirkni störf hans eins og ávallt áður. Árið 1930 hófust fyrstu kynni Ágústs af störfum við landmæling- ar og kortagerð er hann varð að- stoðarmaður hjá dönsku landmæl- ingastofnuninni Geodætisk Instit- ut, sem þá vann að kortlagningu íslands. Nákvæm vinnubrögð Dana og metnaður þeirra að skila góðu verki, og sú virðing sem þeir sýndu landi og þjóð bæði í um- gengni og umræðu, féll vel að líf- sviðhorfum Ágústs. Svo vel skilaði hann starfi sínu hjá Dönunum að þeir buðu honum aðstöðu til náms i landmælingum og kortagerð í Kaupmannahöfn. Hér var um ein- stakt boð að ræða sem Ágúst þáði, og fór hann utan árið 1936 í tveggja ára nám. Að loknu námi gat Ágúst fengið starf erlendis, en hann taldi mikið verk óunnið hér á landi þar sem hann vildi leggja sitt af mörkum, auk þess að hér ætlaði hann að eiga heima. Á þeim tíma hafði embætti vegamálastjóra umsjón með samskiptum við Dani varðandi landmælingar og kortagerð þeirra hér á landi. Ágúst hóf störf hjá þeim og starfaði þar við sitt svið, sérstaklega við endurskoðun á kortunum. Þessi vinna kallaði á margvísleg ferðalög um landið og son, Gunnar Hrafn Ágústsson, verk- fræðing, f. 18.10. 1931, d. 23.12. 1990, maki Anna Baur, hárgreiðslu- meistari, og eru synjr þeirra tveir: 1) Ágúst Jóhann, f. 3.6. 1963, tann- læknir, maki Rut Jónsdóttir hag- fræðingur og eiga þau tvö börn, Gunn- ar Egil og Marín Lilju. 2) Sveinbjörn Styrmir, f. 19.9. 1965, bakara- meistari, á eina dóttur, Söndru Karen. Ágúst jauk námi frá Verslun- arskóla Islands 1925 og stund- aði nám í landmælingum hjá Geodætisk Institut í Kaup- mannahöfn 1935-1937. Hann var bóndi á Hrafnseyri 1926- 1929, en vann við Landmæling- ar íslands 1930-76 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ágúst varforstöðumaður Land- mælinga íslands 1959-76. Útfór Ágústs fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. samskipti við landsmenn m.a. vegna breytinga á landi og skrán- ingu ömefna. Var Ágústi það mik- ið kappsmál að kortin sýndu sem réttasta mynd af landinu. Við vinnu sína dró hann ekki skörp skil milli vinnutíma og frítíma eða milli vinnustaðar og heimilis. Oft var heimilið undirlagt af verkefn- um Ágústs, auk þess sem fólk utan af landi, dönsku landmælinga- mennimir og fleiri áttu þar heimili og skjól meðan dvalist var í borg- inni. Þetta lagði miklar skyldur á herðar Sigríðar, eiginkonu Ágústs, sem hún sinnti a| hlýju, gestrisni og myndarskap. í löngum ferðum á sumrin, sem stóðu jafnvel í tvo til þrjá mánuði, reyndi Ágúst alltaf að skapa þær aðstæður, þegar dvalist var í tjöldum eða skólahús- um, að Sigríður og sonur þeirra Gunnar Hrafn gætu dvalist með honum á svæðinu sem unnið var á. Ég var svo lánsamur að fara með þeim margar ferðir um land- ið. Var það fyrir mig hinn besti skóli til að kynnast landinu, og oft var um að ræða hreinustu ævin- týraferðir með góðu og skemmti- legu fólki. Ágúst var brautryðjandi í töku loftmynda hér á landi, og i upp- hafi komst hann yfir tækjabúnað sem hafði orðið hér eftir í stríðs- lok. Fyrstu loftmyndimar tók hann árið 1950. Ljósmyndaútbúnaðinn setti hann upp í kjallaranum í Arnarhváli þar sem Vegagerðin hafði skrifstofur sínar. Var það mikil bylting fyrir sveitarfélög og ríkisstofnanir þegar loftmyndir fengust til skipulags og rannsókn- arvinnu hér á landi. Margt var frumstætt í þessum útbúnaði og ekki til fjármagn til að kaupa þau tæki sem vantaði, en þá var farið í smiðju og tæki smíðuð. Ágúst var frumkvöðull sem gafst ekki upp við að leita lausna til að leysa verkefni sem upp komu. Þannig persónuleika þurfti líka þegar Landmælingar íslands voru stofn- aðar árið 1956, en hann var þá einn í fullu starfi og var verið að flytja kortagerðina frá Danmörku til Islands. Hjá Geodætisk Institut höfðu verið rúmlega 40 manns í íslandsdeildinni, en samkvæmt ,sérstakri úttekt fjárveitingar- valdsins" átti á íslandi að vera hægt að vinna verkið með einum manni hér heima. Af mikilli þrautseigju og fórn- fýsi tókst Ágústi að flytja gerð og útgáfu íslandskortanna hingað heim og byggja upp stofnun sem sá um verkefnið. Hann taldi þó ætíð að íslensk stjómvöld legðu of lítið til þessa málaflokks miðað við þörfína, sem gæti orðið okkur dýrt síðar, og því miður hefur margsinnis sýnt sig að það var rétt. Ágústi þakka ég ómetanleg störf í þágu landmælinga og korta- gerðar á Islandi og fýrir hinn mikla þátt hans í að fá öll frumkort og önnur frumgögn íslandsmæling- anna heim frá Danmörku. Ég fór snemma að sendast með bréf og reikninga fýrir Ágúst, halda á mælistöng eða aðstoða hann við gerð loftmynda, vera nemandi hans og síðan samstarfs- maður, og hefur sú reynsla verið mér ómetanleg í því starfí sem ég nú gegni. En það sem uppúr stend- ur er að hafa fengið að kynnast og starfa með Ágústi sem var ein- stakur mannkostamaður, réttsýnn og skemmtilegur. Ég þakka fýrir þær mörgu stundir sem við áttum saman, í starfí sem og leik; ekki síst þann tíma sem Sigga og Gunnar voru líka með. í samtali okkar Ágústs á síðasta afmælisdegi hans í janúar kom fram að hann var sáttur við lífið og sagði þegar við ræddum skurð- aðgerð sem læknar töldu hann þurfa að gangast undir: „Er það nú ekki óþarfí, það eru svo margir aðrir sem þurfa að komast að og bíða, ég er líka að fara þangað sem örugglega eru margir góðir læknar sem verða fljótir að laga mig, og þar verð ég líka meðal ættingja og vina sem ég hlakka til að hitta.“ Og hann bætti við: ,En ég ætti ekki að kvarta því að hér á Hrafn- istu í Hafnarfirði eru allir svo hjálpsamir og elskulegir - hér er gott að vera.“ Ég og fjölskylda mín þökkum Ágústi samfylgdina og sendum, Anný, Gústa og Sveinbirni og öðr- um aðstandendum samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Ágústs Böðvarssonar. Ágúst Guðmundsson. Ef för okkar beinist um framandi lönd um flóknar og torsóttar leiðir, vér finnum að kærleiks og friðarins hönd farsælast vegina greiðir. (Ág.B.) Þetta er ábending Ágústar Böðvarssonar til samtímamann- anna. Þetta var mottó hans í líf- inu; kærleikur og friður. Hann lét heldur ganga á sinn hlut heldur en stofna til ófriðar út af „smámunum". Samstarf okkar stóð óslitið í 23 ár við Landmælingar íslands, fyrst í beinum tengslum við Vegagerð n'kisins í Amarhvoli, síðan í skrif- stofunni við Seljaveg og loks á Laugavegi 178, þar sem stofnunin er nú til húsa. Samvistartími okkar var við fráfall hans um 44 ár. Eins og nærri má geta bar margt á góma á svo löngum tíma og marga ákvörðun varð að taka. Mörg áföll- in komu upp og þó munu þau erfið- ust, þegar ástvinamissi bar að. Hann missti eiginkonuna snögg- lega 1977 og einkasoninn eftir all- löng veikindi 1990. Aldrei bar skujgga á samverustundir okkar. A seinni árum bar meira á þeim hæfileika hans að geta komið hugsunum sínum í bundið mál. Fyrri hluta ævinnar hafði hann ekki ræktað þann þátt að nokkru ráði. Við ræddum um ljóðagerð hans, stuðla, höfuðstafí og rím. Annars konar ljóð — svonefnd atómljóð — voru honum ekki að skapi, voru þau honum sem helgi- spjöll við íslenska ljóðagerð. Ný- lega stóðu nokkrir vinir hans að útgáfu á verulegum hluta ljóða hans og þótti honum vænt um að það skyldi vera gert. Reyndar hafði áður verið útbúin lítil bók með ljóð- um hans, sem aðeins var kynnt í þröngum vinahópi en varð ekki almenningseign. Sem sérfræðings á sviði land- mælinga leituðu dómstólar og lög- fræðingar til hans við lausnir á deilumálum, einkum í sambandi við landamerkjadeilur. Hann var gæddur ríkri réttlætiskennd og kom því ætíð fram sem sáttasemj- ari og leitaðist við að jafna deilur, reyna að fínna leið, sem auðveld- aði úrlausnir. Nærvera við hann var hvíld frá amstri úti fyrir. Þau félög, sem hann gerðist virkur félagi í, s.s. Ferðafélag ís- lands og Oddfellowstúkan hans, gerðu hann að heiðursfélaga sín- um, svo var hann metinn. Hann var og í nokkrum nefndum á vegum hins opinbera, s.s í Ör- nefnanefnd um árabil enda var það í raun nauðsynlegt vegna stofnun- arinnar, sem hann veitti forstöðu. Einnig í Hrafnseyrarnefnd til margra ára. Þar átti hann þátt að því að hafíst var handa um endur- reisn fæðingarbæjar Jóns Sigurðs- sonar forseta á Hrafnseyri. Þar er minjasafn um ævi og starf Jóns og var Ágúst ötull við að fínna leiðir til að efla safnið og stuðla að uppbyggingunni. Um ætt hans og uppruna svo og um störf hans við Landmæling- ar Íslands munu aðrir mér færari fjalla. Kona mín og ég færum Ágústi innilegar þakkir fyrir samveruna, fyrir öll jólakortin með vísunum sem ætíð undirstrikuðu hans innri mann, einnig fyrir allar skemmti- legu samverustundirnar utan húss og innan. Við sendum sonarsonunum tveimur og bömum þeirra innilegar samúðarkveðjur svo og Annie, tengdadóttur hans, sem hafði um- sjá með honum áður en hann flutti að Hrafnistu. Þá er og sérstök ástæða til að þakka starfsfólki Hrafnistu fýrir frábæra umönnun um hann í þeirra skjóli. Að lokum er hér ljóð Ágústs eftir samræður við systur sína, Dúnu: Hvar væri þá guðdómsins kraftur, sem knýr fram kærleik í hjörtunum inni? Eg veit að hans neisti í bijósti mér býr þótt bál hans ei umhverfíð fínni. Hvort er þetta sérstæða sálræna ég er sest að og starfar í holdi, eitt rykkom, sem fýkur um veraldar veg og viðgang af tilviljun þoldi? Hvers verðugur væri okkur viðgangur sá og vandinn, sem hérvist hans hlýtur ef yrði ég að helga mér hugsun sem þá að hverfa, er jarðvistin þrýtur? Við erum þess fullviss að hann hefur fundið fullnægjandi svar við spurningunni, fengið góðar mót- tökur og nýtur nýrra kynna við ættingja og vini á nýjum tilveru- stigum. Erlingur Dagsson. Atvikin höguðu því svo að í menntaskóla sat ég í bekk með Gunnari H. Ágústssyni. Saman lentum við í einni af þessum strákaklíkum, sem aldrei leysast upp þó að áratugir líði milli endur- funda. Við vorum saklaus en glað- vær hópur. Minnisstæðar urðu samverustundir sem fólust í gagn- kvæmum heimsóknum þar sem mæður okkar sáu um gómsætar veitingar og hamingjan ríkti. Þannig Iá leiðin í Barmahlíð 43, á heimili Ágústar Böðvarssonar og Sigríðar Sveinbjörnsdóttur, for- eldra Gunnars. Þannig vildi það til að einhveijum árum seinna bauðst mér að aðstoða Ágúst við mæling- ar og ílentist í því starfí í flestum námsleyfum. Samvistir við Ágúst á þessum mótunarárum urðu verð- mætt veganesti. Kynslóð frumkvöðlanna, er óðum að hverfa. Þeirra sem knúðu íslenskt samfélag úr aldalangri kyrrstöðu til þátttöku í iðandi at- hafnalífi nútímans. Þeirra, sem létu líf sitt stjórnast af eldmóði hugsjónarinnar um verðmætara og gjöfulla ísland, um íslendinga, sem gætu risið úr viðjum minni- máttarkenndar og horft djörfum augum til allra átta. Ágúst Böð- varsson var slíkur frumkvöðull. Tilviljun réð því að hann markaði sér starfsvettvang, sem enginn íslendingur hafði áður gert að ævistarfi. Sérhverri þjóð er nauð- syn að eiga nákvæm kort af landi sínu. Landakort eru undirstaða flestra verklegra framkvæmda, þeirra er þörf við hvers konar skipulagningu, án þqirra er ekki hægt að stunda neins konar rann- sóknir á náttúrunni. Síðast en ekki sist auðga þau þekkingu og skilning almennings á landi sínu og eru brýn nauðsyn á ferðum um byggðir og óbyggðir. Hveiju ríki er þessvegna nauðsyn að reka umfangsmikla starfsemi á sviði landmælinga og kortagerðar og danska ríkið sinnti þeirri skyldu í nýlendum sínum nandan hafsins. Flutningur íslenskrar kortagerðar frá Kaupmannahöfn til Reykjavík- ur hlaut að fylgja í kjölfar sjálf- stæðis, en ofurmannleg var sú ætlan að fela starfið einum manni að mestu án tækja og aðstöðu til nokkurs þess, sem gera þurfti. Það var á þessum tímum alls- leysis að ég kynntist störfum og starfsaðferðum Ágústar Böðvars- sonar. Vinnuaðstaðan var skrif- stofuherbergi í húsnæði Vega- gerðar ríkisins, sem þá var í Arn- arhvoli og tvær litlar kompur í kjallarnum í sama húsi þar sem komið var fyrir aðstöðu til ljós- myndagerðar. Vinnan hjá Ágústi var þess eðlis að tíminn gleymd- ist. Áhugi hans og eldmóður hreif mann með enda engin skil dags og nætur í kjallarakompum Arn- arhvols þegar brýn verkefni kröfð- ust úrlausnar. Ég minnist þess ekki að Ágúst hafi nokkru sinni vísað verki frá vegna skorts á aðstöðu, hversu snúið sem það var. Hugkvæmni hans að yfirstíga flestar tæknilegar hindranir með einföldum en virkum úrræðum var með ólíkindum. Eins var gleði hans mikil þegar loks fór að ræt- ast úr og ný tæki fengust til bættr- ar kortagerðar og ljósmyndatöku úr lofti. Nútíminn virðist geta af sér fólk, sem telur sér til ágætis að skipta um starf með stuttu milli- bili. Vera má að slíkt sé af hinu góða á einhveijum sviðum mann- lífs. Hitt er víst að starf frumkvöð- uls ber því aðeins árangur að hann helgi sig köllun sinni með óbilandi ástríðu, fórnfýsi og þolinmæði. Ágúst Böðvarsson naut þeirrar hamingju að sjá árangur verka sinna. Þar kom að hann sýndi og sannaði með óyggjandi hætti þörf- ina fyrir innlenda kortagerð. Landmælingar íslands urðu sjálf- stæð og ört vaxandi stofnun í höndum hans. En Ágúst átti fleiri uppsprettur hamingju. Stráklingar í mennta- skóla, sem komu að fá köku hjá Sigríði í Barmahlíð 43, pískruðu um það sín á milli að svona heim- ili og svona konu væri gott að eign- ast þegar menn hefðu aldur til. Andrúmsloftið á því heimili var notaleg blanda af mildi Sigríðar og kímni Ágústar en réðst þó öðru fremur af þeirri hugarró og jafn- vægi sem er helsta einkenni ham- ingjunnar, nokkuð sem stráklingar vissu ekki þá en skildu seinna. Þegar ég hugsa um Ágúst koma mér í hug hendingar úr sonnettu Jóns Helgasonar: ...Hinn rammi safi rennur fijáls í gegn/ um rót sem stóð í sinni moldu kyrr... Ág- úst nærðist alla tíð á römmum safa íslenskrar menningar blönd- uðum nánum kynnum af íslenskri náttúru. Þaðan fékk hann kraftinn til góðra verka. Heiðursmaður er horfinn til fundar við þau sem á undan fóru, Sigríði og Gunnar. Kæra Anni og synir, megi minningin um góðan tengdaföður og afa milda söknuð- inn. Guðmundur E. Sigvaldason. Með þessum fáu orðum langar mig að minnast góðs drengs, Ág- ústs Böðvarssonar. Kynni okkar hófust í júnímánuði árið 1960 þeg-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.