Morgunblaðið - 05.02.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 35'
ar ég hóf störf hjá Landmælingum
íslands. Það var hlýr og traustur
maður, fullur orku, sem tók á
móti mér fyrsta starfsdaginn minn.
Hann bauð mig velkominn með
þéttu og karlmannlegu handtaki,
enda var maður ávallt velkominn
þar sem hann var. Við nánari kynni
komu þessir eiginleikar hans betur
í ljós.
Ágúst átti gott með að tjá sig
og var natinn við að leiðbeina,
sýna réttu tökin og útskýra leynd-
ardóma starfsins. Sjálfur bjó hann
yfir mjög góðri þekkingu á sviði
landmælinga og kortagerðar.
Á þessum tíma var hann allt í
öllu hjá stofnuninni sem var ung
að árum, stofnuð 1956. Verkefnin
voru mikil en húsakynnin, sem þá
voru á Seljavegi 32 en síðar á
Laugavegi 178, voru lítil og tæki
og innanstokksmunir af skornum
skammti. Rýrar fjárveitingar
gerðu það að verkum að stundum
horfði til vandræða vegna tækja-
leysis. Það má ekki síst þakka
einstakri verklagni, hugmynda-
auðgi og útsjónarsemi Ágústs að
hægt var að halda starfseminni
gangandi á þessum fyrstu árum.
Hann hannaði og smíðaði tæki
sem stofnunin notaði til margra
ára við kortagerðina, og þegar
engin nógu stór myndavél var til
í bænum til að mynda kortateikn-
ingar vegna stærðar þeirra gerði
hann sér lítið fyrir og breytti stór-
um hluta heimilis síns í prent-
myndastofu þar sem honum tókst
að framkvæma verkið með heima-
tilbúinni „myndavél". í öllu þessu
umróti stóð Sigríður Sveinbjörns-
dóttir kona hans með honum. Hún
reyndist honum ávallt ómetanleg
stoð.
Ágúst var réttlátur og um-
hyggjusamur yfirmaður og reynd-
ist starfsmönnum sínum vel, hvort
sem allt lék í lyndi eða eitthvað
bjátaði á. Undir hans stjórn tóku
Landmælingar íslands stórstígum
framförum.
Það var gott að vera í návist
Ágústs. Hann hafði yndi af tónlist
og átti mikið safn platna og segul-
banda. Stundum bauð hann vinum
og kunningjum að hlusta með sér
og átti þá til að stilla hljómtækin
svo hátt að garnimar í manni nötr-
uðu. Ágúst var hagmæltur og eft-
ir hann liggur fjöldi ljóða af margs
konar toga. Um Chopin orti hann:
Hann leikur sér að lífsins helgidómum.
Með guðaveig af helgrar listar hyl,
hann hrifur þá, sem geta fundið til
og fegrar hjartans akur friðarblómum.
Ágúst var félagi í Oddfellow-
reglunni. Ég tók því fegins hendi
þegar hann bauð mér að gerast
reglufélagi. Ég hef ekki séð eftir
því. Þar \zx hann hvers manns
hugljúfí. Ágúst og Sigríður eignuð-
ust son, Gunnar Hrafn Ágústsson
verkfræðing, en hann lést á Þor-
láksmessu árið 1990. Sigríður lést
á aðfangadag jóla árið 1977.
Að leiðarlokum kveð ég hann
með vinsemd og virðingu og þakka
honum samfylgdina og allan stuðn-
ing við mig sem ég met mikils.
Ég votta aðstandendum hans sam-
úð mína.
Hvíl í Guðs friði.
Svavar Berg Pálsson.
Er harðskeyttar hafoldur lífsins
mig hröktu og brutu mitt skip,
í langvinnri baráttu lifsins
ég lamaðist aðeins í svip.
Ég aldrei af áttinni villtist,
þótt ógnaði beljandi dröfn,
og tókst því er stormurinn stilltist
að stýra í farsæla höfn.
Þessar ljóðlínur eru úr kvæði
eftir Ágúst Böðvarsson, landmæl-
ingamann og^ fyrrum forstjóra
Landmælinga íslands, sem í dag
er til grafar borinn. Það er nánast
lögmál að ævi hvers og eins sé
vörðuð þyrnum og rósum, sorg og
gleði, mótlæti og meðbyr, og 91
árs langur æviferill Ágústs var
vissulega engin undantekning frá
því. Stærsta gæfa hans og bjart-
asta ljós í lífinu var án efa yndis-
leg kona hans, Sigríður Svein-
bjömsdóttir, sonur þeirra Gunnar
Hrafn og fjölskylda hans, og sorg-
in mest þegar hann missti þau
feðgin, bæði fyrir aldur fram. En
ég veit að þegar Ágúst gerði upp
dæmið á kvöldi ævi sinnar komst
hann vandalaust að þeirri niður-
stöðu að hann hefði verið mikill
gæfumaður, bæði í einkalífi sínu
og ævistarfi. Þetta uppgjör endur-
speglast í ofangreindum ljóðlínum,
og þetta fundu allir sem áttu því
láni að fagna að kynnast honum
náið.
Ágúst Böðvarsson hóf starfsfer-
il sinn innan við tvítugt sem bóndi
á Hrafnseyri við Amarfjörð, þar
sem hann fæddist, en forlögin
höfðu ætlað honum annað hlutverk
í lífinu. Aðeins fjórum árum síðar
réðst hann sem aðstoðarmaður
Dana við hið stóra verkefni þeirra
að mæla og kórtleggja ísland og
að koma landinu á sinn rétta stað
á heimskortinu. Þar með var ten-
ingunum kastað - hann hafði haf-
ið sitt ævistarf sem hann sinnti
að fullu, þangað til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Og hann
hélt raunar áfram að sinna því
þangað til hann missti sjónina nær
alfarið fyrir nokkrum árum. Þetta
sést m.a. á því að síðastliðið ár
kom út mikið rit sem Ágúst tók
saman að tilhlutan sinnar gömlu
stofnunar, Landmælinga íslands,
um mælingar og kortlagningu
Dananna og um þátt íslendinga í
þeim.
Það var mikið lán fyrir Ágúst
að fá tækifæri til að taka þátt í
þessu stórvirki Dana, bæði vegna
þess að það varð upphafið að því
ævistarfi sem hann helgaði sér, og
vegna þess að þannig fékk hann
tækifæri til að kynnast landi sínu
til hlítar. Þekking hans á landinu
var nánast ótrúleg, og hún hélst
allt til síðustu stundar því að hann
var stálminnugur og átti því láni
að fagna að halda andlegri reisn
til síðustu stundar. En það var
ekki síður lán fyrir ísland að Ág-
úst valdist til þess mikilvæga verk-
efnis, sem landmælingar voru og
eru, og þeirra starfa sem hann síð-
ar tók að sér á þeim vettvangi.
Samvizkusamari og vandvirkari
mann var naumast hægt að finna,
og hann var gæddur því næma
handbragði sem góður kortagerð-
armaður þarf að hafa. Hann vann
brautryðjandastarf á sviði land-
mælinga sem eru einn af hom-
steinunum í tækniþróun þjóðarinn-
ar.
Ágúst var virkur félagi í Odd-
fellowreglunni í nærfellt 37 ár og
lagði ómældan skerf til líknarmála
hennar. Hann var fyrst í stúkunni
nr. 3, Hallveigu, en gerðist einn
af stofnendum stúkunnar nr. 11,
Þorgeirs, árið 1964. Þar gegndi
hann æðstu virðingarstöðum og
var að verðleikum kjörinn heiðurs-
félagi stúkunnar. Oddfellowbræð-
ur og systur minnast Ágústs með
þökk og virðingu.
Ágúst var gott ljóðskáld, og
liggja m.a. eftir hann ýmsir lands-
fleygir sönglagatextar og tvær
ljóðabækur. Kom önnur þeirra út
á síðasta ári, aðeins nokkram
mánuðum fyrir andlát hans. Tón-
elskur var Ágúst með afbrigðum,
og var sígild tónlist önnur stóra
ást hans. Hún stytti honum ekki
sízt stundir síðustu árin, eftir að
hann missti sjónina.
Ég átti því láni að fagna að eiga
Ágúst fyrir leiðbeinanda, starfsfé-
laga, Oddfellowbróður og vin í
nærfellt fjöratíu ár. Ég er forsjón-
inni óendanlega þakklátur fyrir að
hafa fengið að njóta samfylgdar
þessa öðlings og heiðursmanns
sem nú, að lokinni langri og merkri
starfsævi, er horfinn á vit ástvina
og æðri tilvistar.
Við hjónin sendum fjölskyldu
hans og ættingjum einlægar sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ágústs Böð-
varssonar.
Ingvi Þorsteinsson.
SIGURÐUR
KRISTINSSON
+ Sigurður Krist-
insson var
fæddur á Eyrar-
bakka 6. ágúst
1915. Hann lést í
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 23. desember
síðastliðinn. For-
eldrar Sigurðar
voru Vigdís Eiríks-
dóttir húsmóðir og
Kristinn Þórarins-
son sjómaður. Mest-
an hluta starfs-
ævinnar stundaði
Sigurður sjó-
mennsku. Eftirlif-
andi eiginkona Sigurðar er Jón-
ína Þórðardóttir. Börn þeirra
eru: 1) Vigdís, f. 1948. 2) Jón,
f. 1949. 3) Tvíburarnir Kristín
og Sigríður, f. 1954. Áður eign-
aðist Sigurður eina dóttur,
Stejnunni, f. 1937.
Útför Sigurðar fór fram í
kyrrþey 31. desember.
Eitt blik
af auga heimsins
hélt mér föngnum,
það bærðist vart
- það skein
í andartak
en hvarf svo burtu
og samt varð bjart
(Alvar Haust.)
Ég álít það af einhveijum ástæð-
um hið markverðara að komast óséð-
ur gegnum lífið og hafa samt gert
skyldu sína en að hafa verið hrókur
alls fagnaðar. Ef til vill stafar hlýja
mín til Sigga Kristins af þögulli
nærveru hans. Eitt sinn fyrir mörg-
um árum lagði ég hönd mína í hönd
hans þegar við áttum bæði pínulítið
bágt, síðan var hann alltaf vinur
minn. Hann sagði aldrei við mig að
honum þætt vænt um mig, ekki einu
sinni að honum líkaði
við mig — samt var það
sem hann sagði ekki
meira virði en mörg orð
annnarra. Hann lifði og
fór i meira látleysi en
ég minnist að hafa
kynnst hjá öðru fólki.
Áttræði sjómaðurinn
sem áleit málaratrön-
umar mínar rétthærri
en bíl í bílskúrnum okk-
ar og var samt ekkert
upprifinn af myndunum
mínum, án þess að það
væri særandi á nokkurn
hátt. Hann benti mér
eitt sinn á fallega Við-
eyjarmynd sem er eldri en ég og
sagði: „Það væri gaman ef þú málað-
ir svona myndir." Ég sagði eins og
var að þannig tilburðir af minni
hálfu gætu aðeins endað á einn veg
— með skelfingu. Samt fékk viður-
kenningaijáið hans sem var alltaf i
fylgd pínulítillar höfuðhneygingar.
Þannig virti Siggi Kristins lífið í
kringum sig, hreykti sér aldrei eða
tróð fólki um tær og fjölyrti ekki
þótt hann hafi eflaust viljað margt
á annan veg en það fór.
Ég óska ljúfmenninu hljóða, Sigga
Kristins, góðrar heimferðar og
þakka fágæt kynni.
Edith Randy.
Að kvöldi Þorláksmessu stoppaði
lífsvél Sigurðar Kristinssonar. Þegar
undirbúningur hátíðar ljóss og friðar
stóð sem hæst barðist hinn aldni
vélgæslumaður við gangverk sinnar
eigin vélar, vélarinnar sem hafði
gengið í rúm 80 ár.
Sigurður fæddist á Eyrarbakka
og var næstyngsta barn hjónanna
Vigdísar Eiríksdóttur húsmóður og
Kristins Þórarinssonar sjómanns.
Þegar Sigurður var þriggja ára
drukknaði faðir hans, en með dugn-
aði, trú og útsjónarsemi kom móðir-
JÓHANNA MAGNÚS-
DÓTTIR ALONSO
+ Jóhanna Magn-
úsdóttir Alonso
fæddist í Lágu-
Kotey í Meðallandi
20. nóvember 1940.
Hún lést á heimili
sínu í Barcelóna á
Spáni aðfaranótt
13. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar Jó-
hönnu voru Magnús
Sigurðsson, bóndi í
Lágu-Kotey, f. þar
7.5. 1901, d. 18.12.
1983, og kona hans,
Jónína Margrét Eg-
ilsdóttir, f. 26.5.
1903 í Kerlingardal í Mýrdal.
í Lágu-Kotey bjuggu þau
þjónin frá 1925 til ársins 1955,
en þá brugðu þau búi og fluttu
í Kópavoginn, byggðu sér húsið
í Melgerði 24, en þar býr Mar-
grét enn með syni sínum, Björg-
vini Ólafi trésmið. f
Lágu-Kotey fædd-
ust þeim 12 börn,
en eitt þeirra, dótt-
ir, dó tveimur dög-
um eftir fæðingu í
maí 1942. Nú lifa 9
af bömum þeirra
hjóna, flest gift og
eiga afkomendur,
dugandi fólk í
margþættum störf-
um og námi.
Sambýlismaður
Jóhönnu var Ronna
Brauer og eignuð-
ust þau son, Kurt
Magnus, kvæntur í Gautaborg
og rekur þar tölvufyrirtæki.
Jóhanna og Ronna slitu sam-
vistir. Eftirlifandi eiginmaður
er José Alonso Fernánder.
Útför Jóhönnu fer fram í
Barcelona 16. janúar.
s
Athafnasemi þeirra hjóna í Lágu-
Kotey var viðbrugðið. Víðkunn var
eðlislæg greiðasemi þeirra. Sama
var hver leitaði ásjár. Húsbændur
töldu það skyldu sína að leysa úr
vanda þess, sem að garði bar. Var
þá ekki spurt um greiðslu þótt lang-
an tíma tæki að leysa úr vanda
komumanns. Slík var fómfýsi þeirra
við sveitunga sína þótt aldrei væri
auður í ranni.
Níunda barn þeirra hjóna var Jó-
hanna sem hér er minnst. Hún fylgd-
ist með foreldrum sínum til þess er
hún varð 21. árs. Þá fór hún til
Svíþjóðar að leita sér starfa, en þá
leituðu margir íslendingar þangað.
Fljótlega fór hún í sambúð með
sænskum manni, Ronna Brauer, og
eignaðist með honum son, Kurt
Magnus, sem nú er kvæntur í Gauta-
borg og rekur þar tölvufyrirtæki.
Þau slitu samvistum. Nokkru síðar
kvæntist hún eftirlifandi eiginmanni
sínum, Jóse Alonso Femánder. Þau
bjuggu nokkur ár í Svíþjóð en flutt-
ust síðar til Spánar, stofnuðu heim-
ili sitt í Barcelóna og bjuggu þar
síðan. Þau eignuðust ekki börn en
Kurt Magnus ólst upp hjá þeim.
Frá bemsku- og æskuárum er
glaðlyndi Jóhönnu minnst, starfsfysi
hennar, alltaf tilbúin til starfa, fijót
að koma sér að verki og nýta með-
fædda handlægni, sem var viðbrugð-
ið svo sem hún átti kyn til. Á uppvaxt-
arárum hennar lærðist einstaklingun-
um þótt ungir væru að meta tímann
og leggja sig fram svo sem þrek leyfði
og nýta sér þau áhöld sem til féllu
þótt framstæð væra. Þessir með-
fæddu eiginleikar fylgdu Jóhönnu til
in öllum sínum bömum á legg. Á
uppvaxtarárunum vann Sigurður að
sveitastörfum og við vegavinnu, en
16 ára gamall fór hann á sjóinn sem
var hans starfsvettvangur mestan^ j
hluta ævinnar, lengst af sem vél- ,
stjóri. Eiginkonan, Jónína Þórðar- j |
dóttir, var manni sínum stoð og i ,
stytta, lífsförunautur sjómannsins |
sem dvaldi langdvölum að heiman, l ]
móðir og uppalandi fjögurra barna. | i
Kynni okkar Sigurðar hófust 1983
þegar ég og Vigdís dóttír hans hófum
sambúð, kynnin urðu fljótt að þeirri
góðu vináttu sem ávailt hélst með ,
okkur. Sigurður var séstakt prúð- |
menni sem ekki gerði kröfur sjálfum
sér til handa, orðfár en rökfastur ef
svo bar undir, víðlesinn á bókmennt- , j
ir þó að ekki væri það oft á borð'
borið, til hans sóttu börnin hljóð og
góð þó svo að hann héldi ekki að
þeim miklu töluðu máli.
Oft spjölluðum við um menn og
málefni líðandi stundar og þá sér-
staklega í tengslum við sjóinn, einn-
ig vora æskustöðvarnar fyrir „aust-
an“ á Eyrarbakka ofarlega í huga,
enda var oft farið í ökuferðir „aust-
ur“_ meðan heilsan leyfði.
Á seinni árum fór Sigurður reglu-
lega í orlofsferðir, ekki í þær orlofs-
ferðir sem flestir kalla svo, heldur
var farið í orlofsferð til Hafnarfjarð- >
ar og dvalið hjá okkur Vigdísi í daga ;
eða vikur eftir aðstæðum. Sigurður
var hrifinn af Hafnarfirði enda hafði ^
hann verið á skipum þaðan á sínum - í
yngri áram. Nálægðin við hafnarlíf-
ið, hraunið og sjóinn virtist hafa góð
áhrif á dáðadrenginn Sigurð Krist-
insson.
Farðu I friði, vinur, væntanlega
dvelur þú nú hjá þínu fólki fyrir
„austan“.
Blessuð sé minning Sigurðar
Kristinssonar og megi styrkur Guðs ’
vera með þér, Jónína mín, börnunum í
og öðram aðstandendum.
Nú árið er liðið í aldanna skaut ^
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.
(V. Briem.)
Ragnar Valdimarsson
hinstu stundar samfara trúmennsku
í störfum, en sem vinnuveitendur
hennar mátu að verðleikum, hvort
sem var hér heima eða erlendis.
Heimili þeirra hjóna í Barcelóna
var rómað fyrir gestrisni. Gesti var
fagnað, svo sem Jóhanna hafði alist
upp við með foreldram sínum og i
systkinum. íslendingar staddir í ‘j
Barcelóna um lengri eða skemmrj, j
tima nutu gestrisni þeirra þjóna sem
veitt var af hlýleika.
Eiginmaður Jóhönnu var sjúkra-
þjálfari að mennt, en hann hafði |
þjálfað sig í endurhæfingu aldraðra. i
Var það ævistarf hans svo lengi sem I
þróttur hans leyfði. Fyrir allmörgum |
áram komu þau hjónin til íslands. |
Fór þar saman gleði konunnar yfir
að heimsækja fjölskylduna, sem Jó- j
hanna mat mikils, samfara því að
sýna eiginmanni sínum sérstæð fyr-
irbæri íslenskrar náttúru. Þá vora i
þau hérlendis um þriggja ára skeið. |
Alonso vann hér nokkum tíma við
sjúkraþjálfun aldraðra, fyrst í
Sunnuhlíð í Kópavogi og síðan á
Sólvangi í Hafnarfirði. Að þeim tímæ
liðnum fóra þau til Barcelóna þar
sem hjúkrunarstörfin biðu Alonso
en fyölbreytt starf Jóhönnu við
saumaskap í þágu verslunarfyr-
irtækis.
Jóhanna Magnúsdóttir er horfin
úr hópi fjölskyldu sinnar hér á landi.
Hlýjar samúðarkveðjur eru sendar
eiginmanni hennar í Barcelóna og
syni hennar í Gautaborg. Sár söknuð-
ur er í hópi systkina, frænda og vina
hér, en sárastur er söknuður hjá
móður hennar. Hennar er minnst
með þakklæti og virðingu og beðið
með orðum Sigurðar Kr. Péturssonar. -
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig i faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér. <
Ingimundur Ólafsson.