Morgunblaðið - 05.02.1997, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Systir okkar,
KRISTJANA ÞORSTEINSDÓTTIR RUSSELL
(Sjana)
frá Dvergasteini við Lágholtsveg,
Highland Park,
New Jersey,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram.
Einar Þorsteinsson, Elín Þorsteinsdóttir
og fjölskyldur.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓNAS MAGNÚSSON
starfsmaður umferðarráðs,
Engjavegi 16,
Selfossi,
lést á St. Jósefsspítlanum, Hafnarfirði, 2. febrúar.
Aðalbjörg Katrín Haraldsdóttir,
Sesselja og Jóna Bára Jónasdætur,
Ásbjörn Hartmannsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARÍA HALLA JÓNSDÓTTIR,
Ingvörum,
Svarfaðardal,
lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 2. febrúar sl.
Jarðarför auglýst síðar.
Árni Steingrímsson,
Edda Björk Valgeirsdóttir, Júlíus V. Sigurðsson,
Jón Víkingur Árnason, Ester Anna Eiríksdóttir,
Saga Árnadóttir, Börkur Árnason,
Birkir Árnason, Sigrún Árnadóttir
og barnabörn.
t
Móðir mín og tengdamóðir,
KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR
frá Sogni í Kjós,
Merkjateigi 7,
Mosfellsbæ,
andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn
4. febrúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Hannes Ólafsson, Þórdís Torfadóttir.
A
4*
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og bróðir,
dr. BJÖRN MAGNÚSSON
fyrrv. prófessor,
Bergstaðastræti 56,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudag-
inn 4. febrúar.
Dóróthea Björnsdóttir,
Jón K. Björnsson,
ingi R.B. Björnsson,
Jóhann E. Björnsson,
Björn Björnsson,
Ingibjörg Björnsdóttir,
Oddur B. Björnsson,
Valgerður Kristjánsdóttir,
barnabörn og bai
Birgir Óiafsson,
Margrét Dannheim,
Jóna A. Sæmundsdóttir,
Inger Bjarkan Ragnarsdóttir,
Svanhildur Sigurðardóttir,
Ólafur H. Óskarsson,
Ásta Magnúsdóttir,
Ragnheiður I. Magnúsdóttir,
t
Ástkær eiginkona min, dóttir, móðir
okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR,
Stuðlaseli 22,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn
4. febrúar.
Svavar Sigurjónsson,
Sigríður Þórmundsdóttir,
Áslaug Svavardóttir, Geir Magnússon,
Margrét Svavarsdóttir, Ingólfur Gissurarson,
Eirikur Svavarsson
og barnabörn.
KRISTÍN
MA GNÚSDÓTTIR
+ Kristín Magnús-
dóttir fæddist á
Patreksfirði 15. júlí
1938. Hún lést í
Landspítalanum 27.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Magnús Ingi-
mundarson, f. 18.
desember 1914, og
Maria Sigurðardótt-
ir, f. 24. mars 1921,
dáin 1. nóvember
1981. Systkini
Kristínar eru Guð-
björg, f. 21. júní
1942, Hrafnhildur,
f. 21. september 1947, Ragn-
hiidur, f. 30. ágúst 1950 og Ingi-
mundur, f. 13. febrúar 1961.
Hinn 25. desember 1956 giftist
Kristín Hlyni Ingimarssyni, f.
5. apríl 1935. Börn þeirra eru
Magnús, f. 12. júlí 1956, Ómar,
f. 25. maí 1959, Linda Björk, f.
15. ágúst 1960, og Kristín Ósk,
f. 20. maí 1967.
Utför Kristínar fer fram frá
Vidalínskirkju í Garðabæ í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Englanna skarinn skær
skínandi sé mér nær.
Svo vil ég glaður sofna nú
sætt í nafni Jesú.
(Guðbjðrg Jóhannesdóttir.)
Með þessari bæn viljum við kveðja
kæra frænku og vinkonu, Kristínu
Magnúsdóttur, sem við kölluðum
alltaf Gógó frænku. Bæn þessi er
eftir föðurömmu Gógóar.
Hann var langur mánudagurinn
27. janúar, með bið frá því um
morguninn er hún fór í mikla skurð-
aðgerð. Þegar myrkt var orðið að
kveldi kom fréttin um að hún væri
ekki lengur á meðal okkar, hún
væri farin í þá ferð er við öll förum
misjafnlega snemma og missnöggt.
Stuttur var aðdragandi að veikind-
um hennar, frá áramótum hafði hún
verið í rannsóknum og eftir þær var
ákveðin skurðaðgerð. Hún var vel
undirbúin fyrir þessa aðgerð og vildi
fá sem flest og best svörin við öllu
er að aðgerðinni laut. Hún var bjart-
sýn og fór með góðu hugarfari, að
allt yrði gott eftir á.
Á Patreksfírði liðu bernskuár
Kristínar og þriggja yngri systra
og seinna bættist kærkominn bróðir
í hópinn. Gógó átti gott með nám
og var vel gefin; þegar skólagöngu
lýkur fyrir vestan fer hún í Flens-
borgarskóla. Er þá til heimils hjá
okkur og eigum við margar góðar
minningar frá þeim tíma sem geym-
ast í huga okkar. Ein er sú þegar
hún var að læra að tjútta, þá batt
hún trefli í hurðarhún og tjúttaði.
Síðan hefur traust vinátta haldist á
milli okkar og þökkum við af alúð
allan hlýhug og vináttu sem hún
hefur sýnt okkur öll þessi ár.
Gógó kynntist ung manni sínum,
Hlyni Ingimarssyni, áttu þau fjögur
börn sem öll eru uppkomin og búin
að stofna heimili. Barnabörnin eru
14. Gógó var mikil og góð eigin-
kona, móðir og amma, hún unni fjöl-
skyldu sinni mikið og oft var mann-
margt heima hjá henni.
Hlynur starfaði seinni árin er-
lendis og fylgdi Gógó honum til fjar-
lægra landa og bjuggu þau í ýmsum
löndum. Þau ferðuðust mikið á þess-
um árum til margra heimsálfa. Mik-
ið var gaman að hlusta á ferðalýs-
ingar hennar frá þeim tíma. En svo
kom að því að hún saknaði barna
sinna og bamabarna, þegar þau
fóru að koma, og hún kom heim,
en Hlynur var um stund lengur er-
lendis. Þau hittust í fríum Hlyns,
bæði hér heima og á heimili þeirra
á Kýpur.
Gógó naut þeirra daga sem í hönd
fóru, endurnýjaði sambönd við ætt-
ingja og vini, henni leið vel en sakn-
aði Hlyns, en sá dagur kom að hann
kom alkominn heim. Þau nýttu vel
þann tíma er í hönd fór við að fegra
heimili sitt og umhverfi.
Á dapurri kveðju-
stund eru það ekki orð-
in sem sefa sorg og
söknuð, heldur traust
minning um fallegt líf
hins horfna. Við sem
urðum svö auðug að
eignast vináttu Gógóar
og fá að umgangast
hana deyfum söknuð-
inn með því að geyma
minningar um allar
góðu stundirnar.
Eiginmanni, börnum
og fjölskyldum þeirra,
föður og öðrum ætt-
ingjum vottum við ein-
læga samúð og biðjum góðan Guð
að styrkja þau í sínum mikla sökn-
uði.
Við geymum góðar minningar um
góða frænku og vinkonu um ókomin
ár. Það er stórt skarð rofið í ættar-
garðinn frá Ystu-Tungu við fráfall
Gógóar.
Farðu í friði, friður Guðs þig
blessi.
Hjálmar og Sigríður.
Æskan fólnar með árunum.
Vordagar líða skjótt.
Viðkvæm blóm deyja, ef andað er á þau.
Og spekingurinn segir mér að gleyma því
ekki
að lífið er aðeins daggarperla
á blaði lótusblómsins.
(R. Tagore.)
Á dimmu janúarkvöldi barst til
mín sú sorgarfregn að vinkona mín,
Kristín Magnúsdóttir, væri látin.
Kynni okkar Gógó, en það var
hún ævinlega kölluð, hófust þegar-
við vorum nágrannar í Lundar-
brekku 6 fyrir tæpum 20 árum. Við
áttum margt sameiginlegt við Gógó.
Börnin okkar eru á sama aldri og
þau yngstu gengu í sama skóla og
tókst með þeim góð vinátta. Það var
alltaf hressandi andblær sem fylgdi
Gógó og Hlyni. Það var gott að
koma til þeirra og gaman að fá þau
í heimsókn. Þegar Hlynur og Gógó
fiuttu í Lundarbrekku höfðu þau
nýlega selt einbýlishús í Garðabæn-
um og keypt sér góða seglskútu til
að sigla á í frístundum sínum. Þau
voru dugleg í því sem öðru og Gógó
sigldi m.a. til Bretlands, það vant-
aði mann vegna forfalla annars og
hún var ekkert að hika við það.
Ekki stöldruðu þau lengi við í Lund-
arbrekku því árið 1982 fór Hlynur
að vinna hjá Sameinuðu þjóðunum
og þau fluttu til ísraels ásamt
yngstu dótturinni sem enn var í
foreldrahúsum. Síðar bjuggu þau
oft á Kýpur. Þar var oft gestkvæmt
hjá þeim og margir dvöldu hjá þeim
um lengri eða skemmri tíma. Börnin
þeirra, frændur og vinir dvöldu hjá
þeim í sumarfríum og þá var nú
siglt á skútum og seglbrettum. Oft
var langt á milli okkar Gógó en
bréfín okkar rötuðu á milli og
tengslin slitnuðu ekki. Þegar Hlynur
og Gógó voru í heimsókn hér á Fróni
urðu fagnaðarfundir og margt
þurftum við þá að ræða.
Þau hjónin fluttu aftur heim til
íslands fyrir nokkru. Þau keyptu
aftur húsið Ránargrund 5, sem þau
höfðu átt í Garðabænum. Þau eru
búin að gera húsið upp og ég hef
sjaldan komið inn á fallegra heim-
ili. Allt er smekklegt og ber vitni
þeirri umhyggju og vandvirkni sem
einkenndi það sem Gógó lagði hönd
á. Hún var mikil fjölskyldumann-
eskja og ævinlega var fullt hús af
börnum og barnabörnum sem voru
hjá henni í lengri eða skemmri tíma.
Það er erfitt að trúa því að hún
Gógó sé ekki lengur á meðal okkar.
Mér er efst í huga þakklæti fyrir
allar þær stundir sem við áttum sam-
an. Elsku Hlynur, við hjónin vottum
þér, bömum þínum, íjölskyldum
þeirra og öðrum aðstandendum okk-
ar innilegustu samúð. Megi Guð
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Eins og stjarnan
lýsir í myrku
himinhvolfínu
lýsir trúin í myrkri angistar okkar.
Missum ekki trúna
vonina og kærleikann
leyfum þeim að lýsa upp líf okkar.
Emilía Guðmundsdóttir.
Elsku Gógó frænka.
Þegar við hittumst seinast heima
hjá afa datt mér ekki í hug að þetta
væri í seinasta sinn sem að ég
mundi hitta þig og því langar mig
að kveðja þig með nokkmm orðum
þó að þú verðir alltaf í hjarta mínu.
Þetta kvöld heima hjá afa töluð-
um við mikið saman. Við töluðum
t.d. um að þegar þetta væri allt
yfírstaðið færum við tvær út að
borða saman, bara til að spjalla.
Ég er þó þakklát fyrir svona stund-
ir sem við áttum saman, þó að ég
óski þess að samverustundirnar
hefðu verið fleiri.
Þetta er svo erfitt að vita að þú
eigir ekki eftir að fylgja mér í fram-
tíðinni því að þú hefur alltaf stutt
mig og þótt vænt um mig, alveg
eins og mér þykir vænt um þig.
Elsku Gógó, ég mun sakna þín alla
tíð meðan ég lifi og ég trúi því og
vona að við eigum eftir að hittast
aftur.
Með þessum kveðjuorðum vil ég
og fjölskylda mín votta Hlyni, börn-
unum ykkar, afa Magnúsi, öllum
14 bamabömunum þínum, sem þú
varst svo stolt af, og öllum sem
fengu að kynnast þér okkar dýstu
samúð.
Þín frænka,
María Jóhannsdóttir.
í dag kveðjum við vinkonu okk-
ar, Kristínu Magnúsdóttur, sem er
látin. Þó kynni okkar hafi ekki ver-
ið löng voru þau á hinn bóginn
ánægjuleg og okkur reyndist hún
vel. Kynni okkar tókust fyrst þegar
við komum saman nokkrar konur
til að láta gott af okkur leiða fyrir
þá sem höfðu orðið illa úti eftir
snjóflóðið í Súðavík. Þetta var nokk-
uð mislitur hópur kvenna og aldurs-
munur var nokkur. Þær sem eldri
voru og reyndari í lífsins ólgusjó
tóku okkur sem yngri vorum sem
jafningjum. Kristín var fremst með-
al jafningja og hrókur alls fagnað-
ar. Eftir að við höfðum skilað af
okkur verkefninu og hver hélt til
síns heima hófust kynni okkar af
Kristínu fyrir alvöru og þá fyrst kom
í Ijós hversu góðum mannkostum
hún var búin. Hún var okkur sem
þetta skrifum fyrirmynd og við litum
framtíðina björtum augum. Það gaf
okkur mikið að koma til hennar og
finna þann góða vilja og kraft sem
hún bjó yfir og frá Kristínu fórum.
við ætíð ánægðari og betri mann-
eskjur. Svo mikið gaf hún af sér
að það er fyrst núna sem við skynj-
um hvað mikið við höfum farið mik-
ils á mis að hafa ekki átt þess kost
að kynnast Kristínu fyrr á lífsleið-
inni. Við þökkum henni fyrir þennan
stutta tíma sem hún gaf okkur af
lífshlaupi sínu og verður okkur ætíð
minnisstæður. Við viljum með þess-
um fátæklegu línum þakka henni
fyrir þessi góðu kynni og biðjum
þess í bænum okkar að sálin öðlist
hinn eilífa frið. Við biðjum góðan
Guð að hugga aldraðan föður henn-
ar, eiginmann, börn og maka þeirra
og barnabörn.
Hvíli hún í friði.
Svava Guðmundsdóttir,
Jóhanna Sveinsdóttir.
Skrif hafa ekki verið mín sterka
hlið en ég vil með nokkrum orðum
kveðja systur mína Gógó, sem var
mér meira en bara systir. Kveðju-
stundin er komin þó mér finnist það
of snemmt. Ég sakna hennar svo
mikið að mér hefur fundist hjartað
marið og aumt. Ég held samt að
hún hafi innst inni vitað að hún
færi á fund mömmu, sem dó ekki
mikið eldri. Ég þakka fyrir að hafa
fengið að búa hjá henni síðustu þrjú
árin á Ránargrund.
Það er nú ómetanlegur tími fyrir
mig, því þó að manni hafi stundum
fundist maður vera lítill strákur er