Morgunblaðið - 05.02.1997, Síða 39

Morgunblaðið - 05.02.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 39 inu, að sögn Sigurðar, að mikil andstaða hafi komið fram á fund- inum sem hafi verið víðs fjarri sannleikanum. Einnig hafi ekki fengist birt fréttatilkynnig um fundarherferð til kynningar á til- lögum nefndarinnar í Degi-Tíman- um. Kvaddi þá formaður L.H. sér hljóðs og sagði meðal annars að Sigurður hefði vegið ómaklega að fyrrverandi stjómarmönnum L.H. sem ekki væru til staðar til að svara fyrir sig. Sagðist hann enn- fremur vonast til að Sigurður Magnússon hefði lokið máli sínu á þessu þingi. Birgi varð hinsvegar ekki að ósk sinni því Sigurður kom að vörmu spori í púltið og sagði meðal annars að hann hefði aldrei verið beðinn að þegja á fundum áður. Að því búnu róaðist umræðan og við tóku árangursrík þingstörf þar sem ríkti góð samstaða í svo til öllum málum sem fram voru borin. Starfsemin útvíkkuð Á fjórða tug tillagna voru bornar fram á þinginu og flestar þeirra samþykktar. Flestar þeirra fjölluðu um minniháttar breytingar á keppnisreglum sem orðnar eru ærið fióknar og þarf talsvert til, til að standa klár á þeim þegar í keppnina er komið. Þá var mark- miðum í lögum samtakanna breytt þannig að mögulegt verður að út- víkka starfsemina. Er því ekki ólík- legt að skipað verði í talsvert fleiri nefndir á vegum H.Í.S. en gert hefur verið, þar sem farið verður inn á fleiri svið hestamennskunnar eins og til dæmis reiðvegamál og ræktunarmál, svipað og gert er hjá L.H. Samþykkt var heimild um að bjóða upp á þijá styrkleikaflokka á íþróttamótum á árinu en mikill áhugi hefur verið fyrir því meðal hestamanna á síðustu árum að skapa keppnisvettvang fyrir fleiri hestamenn. Samþykkt var að gefa aukið svigrúm á tímasetningu þinghalds og er nú mögulegt að halda þing samtakanna á tímabil- inu frá október til febrúar. Svanasöngur hindrunarstökksins hafinn? Hindrunarstökk hefur verið fellt út úr heildarstigareikningi á mót- um og má gera ráð fyrir að þar með séu dagar þessarar lítt vin- sælu greinar þar með taldir. Þingið samþykkti að_ úrtaka vegna vals á landsliði íslands í hestaíþróttum skuli fara fram að Varmárbökkum í Mosfellsbæ dag- ana 18. til 22. júní n.k. Er úrtöku- keppnin óvenju snemma á ferðinni' að þessu sinni. Þá var tekið boði Dreyramanna á Akranesi um að halda íslandsmót 1998 á Æðar- odda. Ein breyting varð á stjórn sam- takanna, Sævar Kristjánsson, Gusti, sem gegnt hefur stöðu rit- ara gaf ekki kost á sér til endur- kjörs en í hans stað var kjörin Oddný Jónsdóttir, Gusti. Aðrir í stjórn samtakanna eru Jón Albert Sigurbjömsson Fáki, formaður, Bergur Jónsson Freyfaxa, varafor- maður, Sigrún Ólafsdóttir Snæfell- ingi, gjaldkeri, og Sigurður Marín- usson Fáki, meðstjórnandi. í vara- stjórn eru Áslaug Kristjánsdóttir Létti, Halldór Vilhjálmsson Sleipni og Jón Halldórsson Faxa. Hákon Bjarnason Fáki, sem unnið hefur ötullega að málefnum hestaíþrótta, var sæmdur gullmerki Í.S.Í. fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta. Hefur hann komið mjög við sögu innan samtaka frjálsíþróttamanna og handknattleiksmanna auk hestamennskunnar. Þá var Ragn- ari Ágústssyni Sörla, veitt viður- kenning hestafréttamanna fyrir frábæran árangur í ungmenna- flokki. Þá er þess að geta að Létt- ir á Akureyri fékk sérstaka viður- kenningu frá stjórn H.Í.S. fyrir gott framlag til æskulýðsmála inn- an hestamanennskunnar. Vegur þar þyngst Frissa fríska mótið sem haldið var í fyrsta skipti á síðasta ári. Brynhildur Þorkelsdóttir Morgunblaðio/Brynhildur Porkelsdóttir 7. ÁRSÞING H.Í.S. þótti takast með miklum ágætum. Formaðurinn Jón Albert Sigurbjörnsson sem hér er í ræðustól boðaði útvíkkun á starfsemi samtakanna. HESTAR Illégaröur í Mosfellsbæ 7. ÁRSÞING HESTA- ÍÞRÓTTASAMBANDS ÍSLANDS FULLUR einhugur ríkti um sameiningarmálin á 7. ársþingi Hestaíþróttasambands íslands sem haldið var í Hlégarði í Mosfellsbæ um helgina. Tillaga um að halda áfram vinnu við sameiningu Land- samband s hestamannafélaga og H.Í.S. á grundvelli tillagna frá sameiningarnefnd samtakanna, var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að einu fráskildu. Einn- ig samþykkti þingið að leggja nið- ur starfsemi H.I.S. að afloknum stofnfundi nýrra samtaka þegar þau hafa.tekið til starfa. Þá lýsti þingið þeim eindregna vilja sínum að nauðsynlegu ferli í sameiningu verði lokið fyrri hluta ársins 1998. Umræða um þessar tillögur var ekki mikil enda mikið verið fjallað um þessi mál á ársþingi L.H. í haust og í kjölfar þess. Ekki er neinum blöðum um að fletta hver sé vilji meðlima innan H.I.S. sem flestir ef ekki allir eru einnig félag- ar í L.H. Þing samtakanna tekur þama skýra ákvörðun og undirstrikar vel að það er yngra fólkið úr röðum hestamanna sem frekar styður sameiningu L.H. og H.Í.S. Eldri kynslóðin sem er aðsópsmeiri inn- an L.H. spornar við fótum en ljóst má öllum vera hvað framtíðin ber í skauti sér. Hér virðist aðeins tímaspursmál hvenær „gömlu mennirnir“ hætta að sporna við fótum eða hverfa af vettvangi. Nafnið skiptir ekki máli Ávörp fluttu Júlíus Hafstein for- maður Ólympíunefndar, Helga Thoroddsen forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Birgir Sigurjónsson formaður L.H. og Ellert Schram forseti Í.S.Í. Hvatti hann til sameiningar því verið væri að vinna að sömu málum í tveimur samtökum. Gerði hann einnig að umtalsefni nafngift á nýjum samtökum og sagði það einu gilda hvað þau hétu, þess vegna mættu þau heita Landsamband hestamannafélaga ef það yrði til að liðka til fyrir framgangi málsins. Mæltist hann til að þessi mál yrðu rædd með rökum og skilningi og óskaði hestamönnum að lokum alls hins besta. Snarplega tekist á Til snarpra orðaskipta kom milli Birgis Siguijónssonar formanns L.H. sem sat þingið sem gestur og Sigurðar Magnússonar formanns sameiningamefndar Landsliðið í hestaíþróttum Sigurður Sæmundsson skipaður einvaldur LANDSLIÐSNEFND hefur út- nefnt Sigurð Sæmundsson í Holtsmúla í stöðu landsliðsein- valds og mun hann jafnframt gegna stöðu liðsstjóra. Að sögn formanns landsliðsnefndar, Ragnars Tómassonar, er þessi staða sem Sigðurður tekur við bæði valdameiri en verið hefur og um leið fylgir meiri ábyrgð. Sigurður er ekki alveg ókunn- ur þessum starfa en hann hefur gegnt stöðu liðsstjóra fimm sinn- um eða oftar en nokkur annar. I samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður að sér litist vel á starf- ið. Nokkrar breytingar hafi verið gerðar á hinum svokallaða lykli sem notaður er við val á liðinu. Nefndi hann i fyrsta lagi að ef enginn skeiðhestur næði lág- markstíma myndi einvaldurinn hafa óbundnar hendur um val i þetta sæti. Þá væru áfram tveir hestar valdir af einvaldi en sú breyting orðin á að hægt er að velja báða hestana erlendis frá í stað annars áður. Af þessu má sjá að íslendingar búsettir er- lendis eiga mun betri möguleika á sæti í Iiðinu að þessu sinni en alls eru sjö knapar valdir. Þá benti Sigurður á að þeir sem væru erlendis ættu að hafa samband við hann eða skrifstofu HÍS og láta vita ef þeir stefndu á sæti í liðinu og þá með hvaða hest. „Eins væri gott að vita á hvaða mótum þeir hygðust keppa, svo auðveldara verði að fylgjast með frammistöðu þeirra," sagði Sigurður að lok- um. Valdimar Kristinsson Eindregin afstaða með saineiningxi ÁSLAUG Krisljánsdóttir tók við viðurkenningu sem H.Í.S. veitti Létti á Akureyri fyrir gott starf i þágu unga fólksins. samtakanna beggja og fyrrverandi framkvæmdastjóra Í.S.Í. Sigurður gerði meðal annars að umræðuefni umfjöllun umsjónarmanns hestaþáttar hjá Degi-Tímanum sem Sigurður kvað misnota aðstöðu sína hjá blaðinu þegar greint var frá kynningarfundi sem haldinn var hjá Fáki í Reykjavík. Hér átti Sigurður við Kára Arnórsson fyrrverandi formann L.H. sem er sem kunnugt er andstæðingur sameiningar og sagði hann í umfjöllun sinni í blað- HESTAFRÉTTAMENN veittu Ragnari Ágústssyni viðurkenningu fyrir góðan árangur á síðasta ári. Sigurður Sigmundsson frá Eiðfaxa afhenti Ragnari gripinn fyrir hönd hestafréttamanna. HAKON Bjarnason hefur víða komið í starfi sínu að íþróttamál- um. Hefur verið að frá sjötta áratugnum, fyrst í frjálsum, þá handbolta og síðast í hestamennsku. Veitti Ellert Schram forseti Í.S.Í. honum gullmerki samtakanna og þótti hann vel að því kominn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.