Morgunblaðið - 05.02.1997, Page 52

Morgunblaðið - 05.02.1997, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 MYIMDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYNDBÖND Allt í háaloft Háskaleikur (The Final Cut) Spennumynd ★ Framleiðandi: Keystone Pictures. Leikstjóri: Roger Christian. Hand- rit: Raul Iglis. Kvikmyndataka: Mike Southon. Umsjón tónlistar: Ross Vannelli. Aðalhlutverk: Sam Elliott, Charles Martin Smith og Ann Ramsey. 100 mín. Bandaríkin. Keystone Pictures/Háskólabíó 1996. Útgáfudagur: 4. febrúar 1997. Bönnuð börnum innan 16 ára. SPRENGJUBRJÁLÆÐINGUR gengur laus í Seattle. íbúar bæjar- ins eru allir í hættu og sprengju- sveit hersins er ráðalaus. John Pierce (Sam Elliot) fyrrverandi sér- fræðingur sveitarinnar er fenginn >„til samstarfs og kemst hann fljótt að því að aðeins innansveitamaður getur útbúið svo flóknar sprengjur. John og Kathleen Hardy undirfor- ingi hefja nú leitina með tifandi sprengjuklukkurn- ar yfir sér. Háskaleikur er frekar ófrumleg mynd, þar sem reynt er að koma fyrir öllum þáttum sem gera góða spennu- og hetju- mynd og er út- koman heldur dauf. Sam Elliott leikur hér Bógart týpu sem veit allt, óttast ekkert, er blíður og góður, og allar konur hrífast af. Hann er ágætur í sínu gamaldags hlutverki, en betri er Ann Ramsey sem er ansi sannfær- andi sem undirforingi og sprengju- fræðingur. Hún nær því vel að vera töff gella án þess að gera of mikið úr því. Handritið er veika hlið mynd- arinnar. Margir þættir við gerð hennar eru ágætir en þeir hverfa í skuggann af fyrirsjáanlegum sögu- þræði. Hildur Loftsdóttir MYIMDBÖND SÍÐUSTU VIKU Barnfóstruklúbburinn (The Baby-sitters Club) it ★ Geggjuð mamma (Murderous Intent) ir'h. Bert (Bert) -k-k'h Holur reyr (HollowReed) -k-k-k lllt eðli (Natural Enemy) k'/i Sérsveitin (Mission Impossible) kkk Bréfsprengjuvargurinn (Unabomber) k'h í leit að sannleikanum (Where Truth Lies) k Fjölskyldumál (A Family Thing) kkk Sólarkeppnin (Race the Sun) k'h Engin undankomuleið (No Exit) Leiðin að gulina drekanum (The Quest) k k Bio-Dome Lífhvolfið 'h r Byrjenda- námskeið í jóga I samvinnu við jógastöðina Heimsljós höldum við byijendanámskeið í jóga í Mættí, Grafarvogi. Hata jógastöður, öndunartækni, slökun. Hugleiðsla, jógaheimspeki o.fl. Tækjaþjálfun og leikfimi er innifalin í námskeiðinu. Kennari: Pétur Valgeirsson,jógakennari. Pétur Valgeirsson Skráning hafin. Allar nánari upplýsingar í Mætti Hin gömlu, góðu gildi Loforðið (Keeping the Promise) Fjölskyldumynd Leikstjóri: Sheldon Larry. Handrit: Gerald Dipego. Framleiðandi: Martin Katz. Aðalhlutverk: Keith Carradine, Gordon Tootoosis, An- nette O’Toole. 90 mín. Bandarísk. Atlantis/Bergvík. 1997. Leyfð öll- um aldurshópum. Útgáfudagur 4. febrúar. LOFORÐIÐ er mynd sem fjallar á notalegan gamaldags máta um tryggð, heiður og hugdirfsku og gerist á tímum landnáms Norður- Ameríku. Will Hallowell (Keith Carradine) afræður að taka þátt í kapphlaupinu um að ná að helga sér og fjölskyldu sinni landskika en verður að skilja eftir eiginkonu sína (Annette O’Toole), dóttur og ungan son í Massachusetts. Þrettán ára sonur hans Matt (Gordon Tootoosis) heldur hinsvegar með honum í leið- angurinn svo hann geti haldið til á skikanum og varðveitt hann meðan Will snýr aftur og sækir eiginkon- una og börnin. Hann lofar syn- inum upp á æru sína og trú að hann muni snúa aftur innan sjö vikna, hvað sem það kostar. Það á síðan eftir að verða erfitt fýrir hann að efna það loforð því að taugaveikifaraldur hefur geisað í Massaehusetts og sýkt eiginkonuna og börnin. Will er því milli steins og sleggju, hann getur ekki yfirgefið fjölskylduna á ný því þá bíður hennar ekkert nema dauðinn en hann verður að feija hana við fyrsta tækifærið til sonar- ins og efna loforð sitt við hann. Átökin í Loforði eru mikil og hin einfalda en örlagaríka saga er sögð á hefðbundinn en traustbyggð- an máta. Hér verður ekki velt vöng- um yfir hinu sögulega réttnæmi því framvindan er skyldari ævintýri en raunverulegum atburðum, sem er H ALLOWELL-fj ölskyldan lendir í miklum hremming- um í Loforðið. prýðilega við hæfi. Myndin heldur athyglinni frá upphafi til enda og er á köflum nokkuð spennandi, þrátt fyrir að tilfinningahitinn sé á köflum fullyfirþyrmandi. Leikarar standa sig allir með ágætum og tæknivinnan er að mestu lýtalaus. Loforðið er mynd af gamla skólan- um sem óhætt er að mæla með fyrir alla fjölskylduna. Skarphéðinn Guðmundsson MÖRGUM er eflaust í fersku minni þegar breski leikstjórinn Adrian Lyne vakti hneykslan með erótísku myndinni 9'/2 viku seint á níunda áratugnum. Nú hefur hann aftur gengið fram af siða- postulum, að þessu sinni með end- urgerð á myndinni Lolitu, sem gerð er eftir samnefndri skáld- sögu Vladimirs Nabokovs frá ár- inu 1953. í þetta skipti kann hann þó að hafa gengið of langt. Mannlegur breyskleiki í sinni tærustu mynd krist- allast í Humbert Humbert, sögumanni myndarinn- ar, sem verður hugfanginn af tólf ára stelpu. Hann fær ekki við langanir sínar ráðið, hrifningin verður að þráhyggju og til að komast í tæri við stelpuna giftist hann móður hennar. Fljótlega uppgötvar móðirin hvað er á seyði. Hún hleypur út á götu viti sínu fjær og svo óheppilega vill til að hún verður fyrir bíl. Sem reyndar kemur sér vel fyrir Humbert Humbert. Hann ferðast um landið, fer huldu höfði og stelpan verður allt í senn, stjúpdóttir hans, ástkona og verndarengill. Stórkostlegt listaverk Varla þarf að taka það fram að bókin varð afar umdeild. Nabakov var næstum búinn að kveikja sjálfur í handritinu, en hætti við og reyndi að fá það útgefið í Bandaríkjunum. „Hef- ur þú áhuga á að gefa út tímasprengju," skrifaði hann til James Laughlin þjá New Directions. Tímasprengjunni var hafnað hjá öllum helstu bókaforlögum Bandaríkj- anna. Utgáfufyrirtækið Olympia Press í París sýndi henni hins vegar áhuga, sem þarf ekki að koma á óvart þegar önnur verk útgáfufyr- irtækisins eru skoðuð, t.d. „White Thighs“, „With Dom- inique Swain er stelpuleg í hlutverki Lolitu. Open Mouth“ og „The Story of 0“. Það að ekki var um virt út- gáfufyrirtæki að ræða hafði í för með sér að bókin var ekki auglýst og fékk enga gagnrýni. Lolita komst þess vegna ekki í umræðuna fyrr en í janúar 1956 þegar Graham Greene sagði hana vera eina af þremur bestu bókum ársins áður. I kjölfarið birtist gagnrýni um hana í helstu blöðum ogtímaritum. „Hún hneykslar,” skrifaði Harvey Breit í The New York Times, „vegna þess að hún er stórkostlegt listaverk.” Rit- stjóri London Sunday Express var ekki eins jákvæð- ur í umfjöllun sinni og sagði hana „ógeðslegustu bók sem ég hef nokkurn tíma lesið“. Þungur róður framundan Bókin var bönnuð í Frakklandi síðla árs 1956 og útgáfu hennar seinkaði í Bretlandi vegna umræðu í breska þinginu um það hvort hún væri of klám- fengin. „Aumingja Lolita mín á erfitt uppdráttar,” skrifaði Nabokov af þessu tilefni í bréfi til Greene. „Það versta er að ef ég hefði gert hana að strák, eða belju, eða reiðhjóli hefðu siðapostularnir hvorki æmt né skræmt.” Tveimur árum síðar var bókin SUE Lyon er öllu kvenlegri Lolita í mynd Kubricks. gefin út í Bandaríkjunum og varð metsölubók á nokkrum dögum. Stanley Kubrick gerði kvikmynd eftir sögunni árið 1962 með James Mason, Sue Lyon og Peter Sellers í aðaihlutverkum, en fylgdi þó ekki upp- runalegu sögunni alveg eftir. Þrátt fyrir iostafull- an undirtón í myndinni kyssast Humbert Hum- bert og Lolita t.d. aldrei í myndinni. Sú kynferðis- lega spenna sem er á milli þeirra nær hámarki þegar hann lakkar á henni táneglurnar. „Hvernig var hægt að gera kvikmynd eftir Lolitu,“ spurði gagnrýndi New York Times. „Svarið er einfalt ... hún var ekki gerð.“ Þá er komið að ástæðunni fyrir því að nýja mynd- in hefur vakið svo miklar deilur. Hún fylgir sög- unni nákvæmlega eftir. Humbert Humbert, sem leikinn er af Jeremy Irons, verður ástmaður Lolitu, sem leikin er af 15 ára stúlku, Dom- inique Swain, og eru svæsin ástaratriði með þeim í myndinni. Enn á eftir að koma í Ijós hvort myndin verður leyfð í Bretlandi eða Bandaríkjunum, en kvikmyndaspekúlant- ar hafa þegar spáð því að það verði þungur róður fyrir Adrian Lyne. Tíma- sprengjan Lolita

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.