Morgunblaðið - 05.02.1997, Síða 56
•'HYUNDAl
HÁTÆKNI TIL FRAMFARA
SS Tæknival
SKEIFUNNI 17
SlMI 550-4000 • FAX 550-4001
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
*
Morgunblaðið/Ásdís
Reykjavík og Hafnarfjörður
Samstarf um
rekstur hafna
BORGARSTJÓRI hefur lagt fram
tillögu í hafnarstjórn Reykjavíkur um
að stofnað verði undirbúningsfélag
um rekstur hafna- og iðnaðarsvæða
í Eiðsvík við Geldinganes og
Straumsvík við Hafnarfjörð.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagði að í framhaldi um-
ræðna um gufuvirkjun á Trölla-
dyngjusvæðinu á Reykjanesi hefði
komið fram hugmynd um að Hafnar-
fjörður og Reykjavík tækju upp sam-
starf um þróun hafna- og iðnaðar-
svæða í Straumsvík og í Eiðsvík.
Engin samkeppni
„Gert hefur verið ráð fyrir að á
þessum stöðum geti verið stórskipa-
hafnir og stofnað verði félag um sam-
rekstur á þessum svæðum. Þá yrði
engin samkeppni milli hafnanna um
að ná hlutunum til sín heldur myndu
menn þróa þessi tvö svæði sameigin-
lega með heildarhagsmuni svæðisins
í huga. Allar telqur sem kæmu inn í
félagið skiptust þá eftir eignaraðild
og eins öll útgjöld," sagði Ingibjörg
Sólrún.
Borgarstjóri sagði að kanna þyrfti
hvað yrði um fasteignagjöld á hafn-
arsvæðunum en eðli málsins sam-
kvæmt rynnu þau til þess sveitarfé-
lags, þar sem fasteignin væri. Það
yrði því að fínna leið til að greiða
fasteignagjöld til sveitarfélaganna í
hlutfalli við eignaraðild. „Það má
segja að Straumsvíkurhöfn henti bet-
ur fyrir stóriðnað en Eiðsvíkin," sagði
borgarstjóri.
í umsögn hafnarstjóra, sem lögð
hefur verið fram í borgarráði, er
mælt með að sett verði á laggimar
verkefnisstjóm, en ekki sérstakt und-
irbúningsfélag vegna samstarfs um
hafna- og iðnaðarsvæði í Eiðsvík og
Straumsvík. Telur hafnarstjóri að
verkefni verkefnisstjómar eigi að vera
að vinna að ákveðnum þáttum áður
en til afstöðu starfsaðila kemur. Þá
telur hafnarstjóri eðiilegt að hafnar-
stjóm Reykjavíkur fari með umsjón
málsins fyrir hönd borgarinnar.
Júlíus
felldur
úr Óí
JÚLÍUS Hafstein, formaður
Ólympíunefndar íslands, féll í
gær í kosningu um sæti í nefnd-
inni en aðalfundur Óí var hald-
inn í gærkvöldi.
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ,
var kjörinn formaður nefndar-
innar í stað Júlíusar.
Júlíus gekk af aðalfundinum
eftir að úrslit voru ljós og sagði
í samtali við Morgunblaðið að
hann væri alls ekki sáttur enda
ljóst að sumir af samstarfs-
mönnum hans væru ódrengileg-
ir. Júlíus lætur af störfum í
nefndinni eftir átta ára starf.
■ Slæmt þegar/Bl
Búist við
vonskuveðri
BÚIST er við hvassviðri og mikilli
siqókomu eða éljagangi á suðvest-
anverðu landinu í dag. I gærkvöldi
tók að hvessa á suðvesturhominu
og sagði Einar Þórðarson veður-
fræðingur á Veðurstofu Islands þá
í samtali við Morgunblaðið að búist
væri við mikilli snjókomu þegar
liði á nóttina. Hann sagði að þegar
liði á morguninn gætu verið komin
9-10 vindstig af suðvestri á suð-
vestanverðu landinu, en þessu
veðri veldur djúp lægð sem í dag
verður út af Snæfellsnesi. Si\jó-
koman verður mest á suðvestur-
horni landsins, en einnig mun byrja
að snjóa á norðanverðu landinu
þegar líður á daginn. Margir not-
uðu hægviðrið í gær til að moka
frá dymm og innkeyrslum og var
hann Jóhann á Laugamesveginum
meðal þeirra sem þá létu hendur
standa fram úr ermum.
Myndlistarnemar kæra kennsluhúsnæði í Laugarnesi
Skólahúsið sagt
heilsuspillandi
Morgunblaðið/Golli
NEMENDUR MHÍ segja hús-
næði skólans heilsuspillandi.
NEMENDAFÉLAG Myndlista- og
handíðaskóla Islands hefur sent kæru
til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
vegna húsnæðis skólans í Laugar-
nesi, sem nemendur telja heilsuspill-
andi og ófullnægjandi. Þeir krefjast
þess að húsnæði skólans verði lokað
tafarlaust og úrbætur gerðar.
í kærunni kemur m.a. fram að
ræstingafyrirtæki sem sjá á um þrif
hefur ekki séð sér fært að sinna því
hlutverki í allan vetur, vegna þess
hve ástandið er slæmt.
Fyrir komi að óbærileg skólplykt
gjósi upp úr niðurföllum, bergmál
geri kennslu og fyrirlestra illmöguleg
og mýs og önnur óværa eigi greiða
leið að húsnæðinu. Einnig séu eld-
vamir óviðunandi.
„Vegna þess að gólf eru órykbund-
in og ekki þrifin myndast fíngert
steinryk um allt hús og veldur ert-
ingu í öndunarfærum, slímhúð og
hörundi. Veikindi hafa verið tíð af
þessum sökum,“ segir María Péturs-
dóttir, sem sæti á í stjórn nemenda-
félagsins.
Gunnsteinn Gíslason skólastjóri
segir MHÍ ekki hafa fjármagn til
úrbóta.
■ Telja húsnæðið/4
Lítið fjármagn til viðhalds og tækjakaupa hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur
Lekur inn á
gj örgæsludeild
í rigningu
FJÁRFRAMLÖG ríkis og Reykjavík-
urborgar til viðhalds og tækjakaupa
Sjúkrahúss Reykjavíkur eru langt frá
því að vera viðunandi og þegar skor-
ið er niður bitnar það fyrst og fremst
á þesSum kostnaðarliðum.
Þetta segir Ólafur Örn Arnarson
læknir og framkvæmdastjóri upplýs-
inga- og gæðamála hjá Sjúkrahúsi
Reykjavíkur. „Sjúkrahús Reykjavíkur
er nú með nokkur gömul hús til af-
nota. Elsti hluti hússins í Fossvogin-
um er til dæmis rúmlega 30 ára gam-
all og því farinn _ að krefjast mikils
viðhalds," segir Ólafur Óm. „Skipt
var um þak á aðalspítalanum fyrir
um tveimur ámm en þakið yfír E-
álmu byggingarinnar í Fossvogi er
svo til ónýtt og þarfnast viðgerðar
hið fyrsta, því í mikilli rigningu lekur
vatn niður um þakið á gjörgæslu-
deild, eins og áður sagði, en einnig
inn um glugga á austurhlið álmunnar
sem er mjög illa farin.“
Viðhaldi frestað
Að sögn Ólafs Arnar hefur ná-
kvæmlega sömu upphæð verið varið
árlega til viðhalds á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur undanfarin ár eða um
46 miiljónum króna, en þar áður hafí
verið reynt að fresta viðhaldi á Landa-
kots- og Borgarspítala eins lengi og
unnt var.
Ólafur segir að fyrir nokkrum árum
hafí stjóm Sjúkrahúss Reykjavíkur
beðið verkfræðifyrirtæki að fara yfír
allar byggingar sjúkrahússins og gera
í framhaldi af því heildarúttekt á við-
haldsþörf þess fyrir næstu árin.
„Niðurstaðan var sú að fyrir árið
1996 var áætlaður viðhaldskostnaður
um 347 milljónir króna, fyrir árið
1997 átti hann að vera 306 milljónir
króna og fyrir árið 1998 átti hann
að vera 225 milljónir króna. í fjárlög-
um fyrir árið 1997 er hins vegar
gert ráð fyrir rúmum 46 milljónum
króna. Verði þetta viðhald ekki fram-
kvæmt mun viðhaldskostnaðurinn
hækka um 3-4% á ári vegna þess að
með tímanum verða skemmdirnar
verri og viðgerðarkostnaður meiri,“
segir Ólafur Örn.
Afleitt ástand
Ólafur Öm segir ennfremur að
framlag til tækjakaupa hafi verið
skorið verulega niður á milli ára og
hafí minnkað úr um þremur prósent-
um af heildarrekstrarkostnaði spítal-
ans niður í 0,6% á síðustu árum.
„Fjármunum til tækjakaupa er ætlað
að renna til tækja sem kosta yfír
eina til tvær milljónir eins og til
dæmis röntgentækja eða tækja á
skurðstofu. Hingað til hefur niður-
skurður til þessara kaupa verið bætt-
ur upp með gjöfum frá ýmsum góð-
gerðarfélögum. Það hefur hins vegar
reynst erfiðara með ámnum því tæk-
in verða æ flóknari og dýrari.
Ástandið á tækjabúnaði spítalanna í
dag er því afleitt."
Olafur Örn segir að niðurskurður
á viðhaldi eigi ekki aðeins við um
Sjúkrahús Reykjavíkur heldur einnig
aðra spítala á landinu og jafnvel
stofnanir. „Ríkisspítalarnir hafa
reyndar ekki farið eins illa út úr
þessum fjárveitingum þó segja megi
að þeir séu alls ekki ofhaldnir."
A
IS eykur
sölu flaka
vestanhafs
ICELAND Seafood Corporation í
Bandaríkjunum, dótturfyrirtæki Is-
lenskra sjávarafurða hf., náði að auka
sölu á frosnum fískflökum vestanhafs
um 30% í janúar 1997 miðað við sama
mánuð í fyrra. Sé árið 1996 borið
saman við 1995, nam söluaukning á
frosnum flökum, sem ekki fara inn í
verksmiðju Iceland Seafood vestan-
hafs til frekari meðhöndlunar, 5% í
magni og 7% í verði. Sömuleiðis hefur
orðið vart lítillegrar söluaukningar á
verksmiðjuafurðum fyrirtækisins.
Hal Carper, forstjóri Iceland Sea-
food, segir að ýmsir samtvinnaðir
þættir valdi þessari velgengni nú.
Bæði hafi fyrirtækið náð að festa sig
í sessi meðal nýrra viðskiptavina og
auk þess hafí orðið vart meiri áhuga
eldri viðskiptavina á hefðbundnum
pakkningum.
■ 30% söluaukning/Cl