Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 19 Simpson heldur enn fram sakleysi sínu Hafnar tilboði um játningu Los Angeles. Reuter. O.J. Simpson neitaði á miðvikudag að játa sig sekan um morð á fyrr- verandi eiginkonu sinni, Nicole Brown Simpson, og vini hennar, Ronald Goldman, og kvaðst ekki vilja játa á sig glæp sem hann hefði ekki framið. Simpson svaraði þannig tilboði frá föður Goldmans, Fred, sem bauðst til að falla frá bótakröfu sinni ef ruðningsstjarnan fyrrver- andi játaði sig seka um morðin. Kviðdómur í einkamáli, sem fjöl- skyldur fórnarlambanna höfðuðu, komst að þeirri niðurstöðu að Simpson bæri ábyrgð á morðunum og dæmdi hann til að greiða for- eldrum Goldmans 21 milljón dala, jafnvirði 1,5 milljarða króna. Hon- um var einnig gert að greiða fjöl- skyldu Nicole Brown 12,5 milljón- ir dala, eða 875 milljónir króna. Snerist ekki um peninga Fred Goldman höfðaði einka- málið gegn Simpson eftir að hann var dæmdur saklaus af morðunum í op- inberu saka- máli. Hann sagði að máls- höfðunin hefði ekki snúist um peninga, mark- miðið hefði ver- ið að knýja fram sektardóm yfir morðingjanum. „Ef maðurinn, sem myrti son minn og ég vil ekki nota nafn hans, vill skrifa fulla játningu og birta hana í dagblöð- um landsins er ég fús til að snið- ganga dóminn," sagði hann. Simpson hafnaði þessu tilboði í yfirlýsingu, sem lögfræðingur hans gaf út. „Það skiptir engu máli hversu mikið fé mér er boðið, ég myndi aldrei aldrei játa á mig glæp sem ég hef ekki frarnið," sagði hann. O. J. Simpson Clinton leitar til sj ónvarpsklerks Washington. The Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti leitar nú trúarlegrar hugljómunar í smiðju sjónvarpsklerks, sem messar úr kristalsdómkirkju sinni í Anaheim í Kaliforníu og leggur áherslu á „vellíðan" þá sem hlýst af „krafti jákvæðrar hugsunar". Klerkurinn nefnist Robert Schuller, er sjötugur og kveðst boða jákvæða guðfræði. „Breyttu gremju þinni í geislabaug" og „með Guði er ég í meirihluta" eru kjörorð hans. Hann aflar 50 millj- óna dollara (3,5 milljarða íslenskra króna) á ári með fagnaðarerindi sínu, sem er sjónvarpað til 184 landa og nærtil 20 milljóna áhang- enda. Á kirkju Schullers eru 10 þús- und gluggar, risavaxnir myndskjá- ir og rúmlega þriggja metra lang- ur engill hangir niður úr loftinu í kapli úr gulli. Hann hefur gist í Hvíta húsinu og Clinton og hann hafa beðist fyrir á hnjánum í hinu svokallaða Lincoln-herbergi. Áhrif hans er slík að Hillary Clinton forsetafrú vildi að hann sæti hjá sér á meðan maður hennar hélt stefnuræðu sína á þingi í lok jan- úar. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem presti tekst að komast til áhrifa hjá forseta Bandaríkjanna og nægir að nefna Billy Graham í þeim efnum. Því hefur verið hald- ið fram að Schuller höfði til róta Clintons, sem liggi til baptisma í Suðurríkjunum, og hjálpi honum að efla sjálfsímynd sína. Hann við- urkennir að harðar ásakanir hafi komið fram um persónuleika for- setans, en bætir við: „Það er ekki hægt að dæma fyrr en þær hafa verið sannaðar. Sem prestur er starf mitt að hjálpa og lækna þann, sem á um sárt að binda, hvort sem ég er sammála honum eða ekki. Ég er kristinn og Jesús kvaðst ekki elska með skilmál- um ... Jesús sérhæfði sig í að elska syndara.“ Bandaríkjaþing Frumvarp um lengd þingsetu fellt Washington. Reuter. FULLTRUADEILD Bandaríkja- þings felldi í gær frumvarp um stjórnarskrárbreytingu um að setja mörk við því hvað þingmenn megi sitja lengi í fulltrúa- og öldunga- deildinni. Stuðningsmönnum til- lögunnar tókst ekki að afla henni fylgis nema rétt rúmlega meiri- hluta þingmanna, en þeir hefðu þurft tvö atkvæði af hverjum þremur til að hún næði fram að ganga vegna þess að um stjórnar- skrárbreytingu hefði verið að ræða. 217 greiddu atkvæði með frum- varpinu um að þingmenn mættu ekki sitja lengur en 12 ár og 211 gegn. Þetta var minni stuðningur en árið 1995 þegar 227 greiddu atkvæði með því að lengd þingsetu yrði takmörkuð. Takmörkun þing- setu var eitt helsta kosningamál repúblikana árið 1994 þegar þeir náðu meirihluta í báðum deildum þings af demókrötum og hugðist flokkurinn knýja málið fram á fyrstu hundrað dögunum eftir valdaskiptin. Andstæðingar frumvarpsins sögðu að úrslit atkvæðagreiðslunn- ar bæru því vitni að ekki væri leng- ur jafnmikill hugur í mönnum að takmarka þingsetu. Sögðu þeir að ástæðan væri sú að mikil endurnýj- un hefði orðið í fulltrúadeiidinni undanfarið. Rúmlega helmingur þingmanna, sem kjörnir hefðu ver- ið frá 1992, væri nýr á þingi. Reuter Verkfall hjá American FLUGMENN hjá bandaríska flugfélaginu American Airlines hafa boðað verkfall um helgina og í gær benti ekkert til, að samningar næðust. Er einna mest um það deilt hvort fyrirtæk- ið megi nota flugmenn, sem eru í öðru félagi og á lægri launum, til að fljúga vélum hjá American Eagle en það er dótturfyrirtæki American Airlines og annast skemmri ferðir innanlands. Leyniþjón- ustu komið á fót í Bosníu? Washington. Reuter. STJÓRN múslima í Bosníu er að koma upp leyniþjónustu neðanjarð- ar með hjálp Irana, samkvæmt leynilegri skýrslu sem stjórn Bills Clintons Bandaríkjaforseta hefur borist. Að sögn blaðsins Los Angeles Times hefur fyrrverandi aðstoðar- varnarmálaráðherra Bosníu, Hasan Cengic, tekið að sér að byggja upp og stjórna leyniþjónustunni fyrir hönd gamals vinar og samstarfs- manns síns, Alija Izetbegovics. Cengic hrökklaðist úr ráðherra- starfi fyrir þrýsting frá Bandaríkja- mönnum í nóvember í fyrra. Höfðu þeir þá komist á snoðir um að hann væri að koma á fót leyniþjónustu. Einkum stóð Bandaríkjamönnum stuggur af Cengic vegna náinna tengsla hans við íranska ráðamenn. Hótuðu bandarísk stjórnvöld að afhenda ekki hergögn að verðmæti 100 milljónir dollara, sjö milljarða króna, yrði Cengic ekki settur af. Deilan á bak við tjöldin var ákaf- lega hörð og vildi Cengic hvergi hvika. Á endanum gaf Izetbegovic sig en þá hafði skip með hergagna- farminn legið við festar á Adría- hafi í mánaðartíma. í blaðinu sagði að væri innihald leyniskýrslunnar á rökum reist væri það áfall fyrir bandarísk stjórnvöld sem freistað hafa að draga sem mest úr írönskum áhrif- um í Bosníu frá því samkomulag um frið í Bosníu var undirritað í Dayton í nóvember 1995. Lánum skíði, skó og stafi fyrir þá sem þurfa Nánari upplýsingar í síma 581 3377 SKATABUÐIN -StyWR FRAMUR ÚTILÍF Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN' <S>TOYOTA SWUIAKBSBBMT », SliU: 5*t »17B, RUt 5*1 3*U rri » r Iropi Bílaleiga Akureyrar turopcar Skíðasamband íslands stendur fyrir skíðagöngukennslu Grænn lífseðill - gagnast þér allt lífið Kennslan fer fram í Laugardal og er endurgjaldslaus. Dagskrá: Laugardag kl. 10:00,12:00,14:00 og 16:00 Sunnudag kl. 10:00,12:00,14:00 og 16:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.