Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 34
- 34 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HRÓAR ' JÓHÖNNUSON + Hróar Jóhönnu- son var fæddur í Kópavogi 20. febr- úar 1965. Hann lést á heimili móður sinnar í Kópavogi 5. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Hallgrímur Pét- ursson og Jóhanna Guðjónsdóttir. Systkini eru: Vig- fús, f. 20. sept- ember 1960, Reg- ína, f. 5. janúar 1962, og Hrönn, f. 20. janúar 1966. Hróar lærði húsasmíði og hafði nýverið fengið meistara- bréf í iðn sinni. Hróar var bú- settur í Svíþjóð þar sem hann lærði aikido-íþróttina sem hann varð fyrstur til að kynna hér á landi. Utför Hróars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. -y Vorið 1982 hóf Hróar störf sem lærlingur í smiðahóp hjá byggingar- fyrirtækinu Akurey. Þar hófust kynni okkar af þessum sérstæða strák sem féll strax inn í hóp okkar félaganna. Við vorum allir ungir að árum, á aldrinum 17 til 25 ára, hressir strákar sem unnu mikið og voru duglegir að skemmta sér. Þrátt fyrir ólík áhugamál náðum við vel saman og mynduðust sterk vinabönd, sem hafa ekki rofnað síðan. Hró- ar var yngstur en hafði fljótt mikii áhrif á okk- ur hina. Með ferskleika í hugsun sá hann oft hlutina í öðru ljósi en við vorum vanir, og af mikilli sannfæringu tókst hann á við að sýna okkur eigin hug- myndir, hvort sem var í smíðinni eða í öðrum málum. Þessi fersk- leiki gerði oft flókna hluti einfalda eða gaf okkur nýja sýn á hina ólík- legustu hluti, en mest var um vert að kynnast manni, sem alla tíð var óhræddur við að kanna nýja hluti °g fylgja hugmyndum sínum eftir af einbeitni og áræði. Við kveðjum vin og félaga, sem bátt ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og samferðamenn og varð af því í okkar augum maður að meiri. Við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur okkar. Halldór Axelsson, Hrafn Jón- asson, Ingibergur Bjarnason og Om Hilmarsson. Hróar Jóhönnuson var einn af máttarstólpum og stofnendum Aikidoklúbbs Reykjavíkur. Hann t Ástkær sambýliskona mín, og systir okkar, ÁSDIS SÓLVEIG MAGNÚSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, lést á heimili sínu 12. febrúar. Halldór Sveinbjarnarson, Nanna Rósa og Helga Magnúsdætur. t Ástkær fósturafi okkar og langafi, STEFÁN AXEL GUÐMUNDSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi miðvikudaginn 12. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Valdimarsson, Smári Karlsson. t Móðir okkar og tengdamóðir, FANNÝ AÐALHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR, frá Neskaupstað, lést í sjúkrahúsi Neskaupstaðar miðvikudaginn 12. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Magnús Kristinn Herjólfsson, Sjöfn Hólm Magnúsdóttir, Herdfs Ósk Herjólfsdóttir, Jóhann Sævar Sfmonarson, Viðar Norðfjörð Sigurðsson. t Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, CECILÍA CAMILLA HELGASON, Lindarhvoli í Þverárhlíð, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness að mórgni 12. febrúar. Jón G. Guðbjörnsson, Guðrún Ása Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg G. Jóhannesdóttir, Þröstur Leifsson. t Elsku dóttir mín, GUÐRÚN LÍSA GÍSLADÓTTIR, Seilugranda 2, lést 31. janúar. Útförin hefur farið fram. Alúðarþakkir til starfsfólks á barnadeild Landakotsspítala, Lækna- setrinu og Heilsugæslustöðinni í Mjódd, Slysa- og bráðavakt og deild A-6, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Vífilsstaðaspítala. Sólveig Gísladóttir. stundaði aikidonám í Gautaborg og er hann kom aftur til íslands árið 1993 hóf hann kennslu í aikido hjá Galleri Sport. Skömmu síðar átti hann þátt í stofnun Aikidoklúbbs Reykjavíkur og var valinn varafor- maður klúbbsins. Haustið 1995 stofnaði hann sinn eigin klúbb, Aikikai Reykjavík, og áttu klúbb- arnir sameiginlegra hagsmuna að gæta í erlendu samstarfi. Hann átti þátt í að breiða út hér á landi hugmyndafræði O-Sensei (the gre- ate teacher) um sjálfsvarnarlistina aikido, listina um lífið og dauðann. Hann þýddi bækling um hug- myndafræði aikido og gaf út og það er hið eina sem til er á íslensku um þetta efni. Hróar var kraftmikill og áhugasamur í brautryðjandastarfi sínu. Minning hans lifir áfram í hjörtum okkar sem fengum að njóta samverustunda með honum í fé- lagslífi og starfi klúbbanna, því hann var ávallt hrókur alls fagnað- ar. Móður hans, Fröydi, og öllum öðrum sem syrgja hann, sendum við innilegar samúðarkveðjur á þessari sorgarstund. Þá hefnir sin að hafa margs að sakna. En hinn, sem aldrei líf sitt jörðu batt, fær sofnað rótt án óskar um að vakna, fær óttalaust án fyrirvara kvatt. Hann á hér engu framar til að tjalda og trúir ekki á neitt sem glatast má og þarf því ekki á heiminum að halda, en heilsar glaður þvi, sem koma á. (Tómas Guðmundsson.) F.h. Aikidoklúbbs Reykja- víkur, aikidofélagar. Það var vorið 1987 sem við Hró- ar kynntumst, ég hafði auglýst eft- ir smið og var hann einn af umsækj- endum. Ég get enn séð fyrir mér þegar hann kom til mín fyrst, ég var að slá upp fyrir grunni í Gerðhömrum og hann kom á stórum amerískum bíl sem hann átti þá og var örugg- ur með sig eins og hann ætti heim- inn. Hróar vann hjá mér í nokkur ár og sýndi á þeim tíma að hann var góður smiður og það sem meira var að hann var góður drengur með hjartað á réttum stað. Vinátta okkar náði langt út fyrir vinnuna og hélst eftir að við hættum að vinna saman. Hróar var handlag- inn mjög, man ég alltaf eftir því að ég var búinn að eiga ósamsetta gólfklukku sem ég hafði keypt í Svíþjóð en hafði ekki komið mér að því að setja saman, líklega vegna þess að hún var miklu flóknari en sýndist í fyrstu. Ég spurði Hróar að því hvort hann hefði nokkurn áhuga á því að eiga þennan kassa af niðursöguðum spýtum; hann hélt það nú. Nokkrum mánuðum síðar sýndi hann mér klukkuna og var hún þá orðin að þessu fínasta stofustássi. Hróar var mikill unnandi jap- anskra íþrótta og var hann einn af stofnendum akido-klúbbs og hafði margar gráður í akido. Hann unni náttúrunni og naut þess að dvelja úti við og þá helst við veiðar í góðri á eða vatni. Þú bláfjalla geimur! með heiðjökla hring, Um hásumar flý ég þér að hjarta, Ó, tak mig í faðm, minn söknuð burt ég syng, um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Þín ásjóna, móðir! hér yfir mér skín, með alskærum tárum kristais dagga; und miðsumars himni sé hvílan mín, hér skaltu, ísland, bami þínu vagga. Hér andar Guðs blær og hér verð ég svo fijáls, í hæðir ég berst til ljóssins strauma. Æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls, uns leiðist ég í sólu fegri drauma. (Steingr. Thorsteinsson.) Hróar sýndi það margoft í kynn- um okkar að hann var góður dreng- ur og reyndist mér og fjölskyldu minni vel. Ég og fjöiskyida mín vottum Jó- hönnu, móður Hróa, og öðrum ætt- ingjum dýpstu samúð. Megi Guð vera með ykkur. Jóhannes Þór Guðbjartsson, Agústa Katrín Jónsdóttir og böm Að haustnóttum einn ég að heiman geng því harms míns og gleði bíður, hið myrka fljót, sem við flúð og streng svo fallþungum niði liður. Það kom hingað forðum á móti mér hvem morgun í sóldýrð vafið. í kvöld á það sefandi söng sem ber minn síðasta vordag í hafið. (Tómas Guðmundsson) Þegar ég sit hér og pára þessi orð til minningar um vin minn, er mér þungt um hjartað. Við ættum víst að vera fegin að við sjáum ekki inn í framtíðina, fyrst við getum engu breytt um það sem liðið er. Kannski var það gott að vita ekki að kveðjan sem Hróar kastaði á okkur í haust, glaður og spenntur að morgni nýs veiðidags, yrði okkar síðasta samtal. En það varð engu að síður staðreynd og þá situr mað- ur eftir með þá tilfinningu að hafa ekki nýtt þær stundir sem gáfust til fulls. Hróar var einn af þeim mönnum sem þú komst ekki hjá að taka eftir, hvort sem hann var einn á ferð eða í hópi fóiks. Hann hafði þann sið að tala upphátt og vera ómyrkur í máli, hveijir sem áheyr- endur voru í það og það skiptið, og skiljanlega dró hann þá að sér fólk sem mat slika eiginleika. Það var oft glatt á hjalla þegar Hróar kom, vor og haust í veiðiferðir, eða þegar hann kom til að „rétta sveitamannin- um hjálparhönd" þegar þurfti á smiðshöndum að halda. Þá var oft setið við eldhúsborðið lengi frameft- ir á kvöldin, stundum með glas í hendi, og málin rædd og reifuð í það óendanlega. Og það sem ekki var tekið þar til umræðu, var ekki þess virði að ræða um það, því áhugamál- in voru mörg, og við létum okkur fátt mannlegt óviðkomandi, eins og þar stendur. Ekki spillti það ánægj- unni þó ekki væru ailir á sama máli, og mönnum hlypi kapp í kinn þegar reynt var að sannfæra and- stæðinginn um ágæti hinna ýmsu skoðana, hvort sem rætt var um trúarbrögð, stjómmál, stjömuspár, dulargáfur, mannlegt eðli, eða lands- ins gagn og nauðsynjar. Það var bara eitt afbrigði mælskulistarinnar sem ég man aldrei eftir að við grip- um til á þessum kvöldstundum, og það var „tæpitunga", og lærð upp- gerðarkurteisi. En þó Hróar temdi sér ekki tæpi- tungu, vissum við sem þekktum hann, að innifyrir bjó viðkvæm listamannssál og heitar tilfinningar. Oft virðist slíkt fylgja þeim listrænu hæfileikum sem hann bjó yfir í svo ríkum mæli. Maðurinn var með af- brigðum hagur, hvort sem hann handlék hamar eða útskurðaijárn. Hann var lipur veiðimaður og fékkst t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG BENONÍA JÓNSDÓTTIR, Foldahrauni 3SF, Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 8. febrúar sl. Útförin fer fram frá Landakirkju laugar- daginn 15. febrúar kl. 10.30. Þórarinn Eiríksson, Kristín Þórarinsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, Ólöf Jóna Þórarinsdóttir, Hjörleifur Jensson og barnabörn. einnig við nudd og sjálfsvarna- íþróttir, sem ég kann víst ekki að nefna hvað þá meira, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hans til að vekja áhuga minn á téðum listum. En hitt veit ég, að það sem hann fékkst við í það og það skiptið, gat gripið huga hans svo gjörsamlega, að fátt annað komst. þar að. Því veit ég að það sem hann gerði, það gerði hann eins vel og hann gat, því annað kom aldrei til mála hjá Hróari. Ég ætla ekki í þessum línum að rekja æviferil vinar míns, það verða aðrir að gera, en minningarnar ógleymanlegu frá þessum alltof stuttu samverustundum, verða það eina sem við eigum eftir, og eru okkur dýrmætar. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson) Við hjónin sendum foreldrum og systkinum Hróars okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum sorgar- stundum. Asta og Gísli Halldór, Ytri Ásum. Þegar við missum mann sem við elskum á svo sviplegan hátt eins og við misstum Hróar, þá spyijum við okkur, var hann svona óham- ingjusamur og einmana? Hann var ekki einrænn, hann átti marga vini sem þótti vænt um hann, bæði á íslandi og í Svíþjóð. Við sem vorum vinir hans munum hann sem hlýjan og umhyggjusam- an mann. Hann var skilningsríkur og til hans gátu vinir hans leitað. Umhyggja hans var hrein og sönn. Sem kærasta hans veit ég að hann átti hreina uppsprettu innra með sjálfum sér, þar sem ást hans flæddi. Margir taka efnislega hluti í lífinu fram yfir að elska. En ekki Hróar! Hann elskaði mig eins og ég er. Það er sárt að vita að hann missti trúna á lífið, gat ekki séð tilgang og að hann væri þess virði að vera elskaður. En minningin um Hróar er ekki bara sorg, ég á bjartar og hlýjar minningar um samveru okkar. Allt það sem við gerðum saman er enn svo ferskt, við keyrðum um landið allt á gömlu Lödunni, við hlógum og sögðum hvort öðru kjánalegar litlar sögur og við studdum hvort annað þegar eitthvað bjátaði á. Hann var góður smiður og kenndi mér margt þegar við unnum saman við smíðar. Hann var áhugasamur um myndlistarnám mitt og trúði á mig. Það voru dýrmætar stundir, sem ég gleymi aldrei. Ég er þakklát Hróari fyrir árin sem við áttum saman. Við vottum móður hans, Jó- hönnu, og fjölskyldu hans og vinum hér á íslandi samúð okkar. Fröydi og vinir í Stokkhólmi. Kveðja frá Gautaborg ,Áttu kaffi, ég er að koma.“ Það er erfitt að sætta sig við að þú hafir hringt í síðasta sinn. Við kom- um til með að sakna þess að sjá ekki aikidódansinn þinn framar, þú kallaðir þetta æfingar. í byrjun fékkstu að æfa þig á okkur og börn- unum okkar, en eftir nokkra skelli og byltur áttirðu bara einn æfinga- félaga eftir, kústinn, en áhorfenda- skarinn var bara þeim mun stærri. Því þú varst ekta, og þrátt fyrir áhugamál sem hefðu dugað fimm manns gastu alltaf sinnt okkur, vin- um þínum, af alúð og ástúð. Vöðva- bólga og þvíumlíkt þekktist ekki í okkar fjölskyldum, þegar þú varst hér hjá okkur í Gautaborg. Hróar var sannur vinur vina sinna og við erum þakklát fyrir yndislegar minningar. Sendum foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum einlægar samúðarkveðjur. Margrét Guðmundsdóttir og fjölskylda. Sigrún Einarsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.