Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LA CABINA 26 var hróp á athygli þegar það var frumsýnt árið 1994 hjá Tanz-Forum í Köln,“ segir Jochen Ulrich. „Verkið var samið á tímabili þegar dansflokk- ur minn var í kröggum og barð- ist fyrir tilverurétti sínum en það hefur orðið mikil breyting á fjár- framlögum til menningarmála síðan Þýskaland var sameinað. Með verkinu vildum við því segja: Hérna erum við, við erum sterk og falleg. Og ég held að Katrín Hall hafi valið þetta verk á fyrsta frumsýningarkvöldið sitt með ís- lenska dansflokknum vegna þess að einmitt þetta hvílir á hjarta hennar; hún vill hrópa: Sjáið okk- ur, við erum falleg og sterk og ætlum að gera vel.“ Jochen Ulrich er fæddur í Þýskalandi árið 1944 og einn af fremstu nútímadanshöfundum þar í landi og listdansstjóri Tanz- Forum sem starfar við Kölnaró- peruna. Jochen er reyndar að skipta um starf því hann var nýlega ráðinn listdansstjóri Hannover-dansflokksins. Hann hefur komið hingað tvisvar sinn- um áður og er því ekki með öllu ókunnur íslensku leikhúsfólki. í fyrra skiptið settl hann upp verk- ið Blindingsleik sem unnið var upp úr þjóðsögunni um Gilitrutt við tónlist eftir Jón Ásgeirsson. Síðara verkið var Ég vil dansa við þig en sú uppfærsla fékk ein- róma lof gagnrýnenda og áhorf- enda og er án efa mest sótta sýning Islenska dansflokksins á 24 ára ferli hans, sáu hana rúm- lega þrettán þúsund áhorfendur og komust færri að en vildu. Jochen segir að það sé mikil reiði í La Cabina 26. „Það er dimmt yfir þessu verki, litur þess er svartur. Það er hins vegar mjög bjart yfir nýja verkinu sem heitir Ein og er samið hér á landi. Það er enda samið með tilliti til þess að það verður dansað í sömu sýningu og La Cabina 26. Hvítur er litur þessa verks og hef ég kannski sótt innblástur í snjóinn hérna og hina sérstöku birtu sem einkennir þetta fallega land. Ein er líka Ijóðrænt verk en La Cab- ina 26 frekar dramatískt. Það er mikill tilfinningahiti í La Cabina 26 en það er samið við spænska tónlist sem byggir á flamengo- hefðinni. Meiri ró hvílir yfir nýja verkinu en í því kallast samt á ákveðnar andstæður, svo sem kómík og dramatík, hlátur og grátur. Svart o g hvítt íslenski dansflokkurinn mun sýna tvö verk eftir þýska danshöfund- inn, Jochen Ulrich, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Annað verkið er samið sérstaklega fyrir þessa sýningu og myndar eins konar and- stæðu við verkið La Cabina 26 sem er eldra. Þröstur Helgason hitti Jochen að máli og ræddi við hann um verkin og stefnuna sem dansinn hefur verið að taka síðastliðin ár. Morgunblaðið/Kristinn „ÞAÐ er mjög bjart yfir nýja verkinu sem heitir Ein og er samið hér á landi.“ IDANSFLOKKI Jochens, Tanz- Forum, hafa starfað tveir af fremstu kvendönsur- um íslendinga; fyrst Sveinbjörg Alexand- ers og síðar Katrín Hall sem nú hefur nýlega tekið við stöðu listdansstjóra ís- lenska dansflokksins. „Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af ís- lenskum dönsurum enda hef ég verið með tvo þeirra í dans- flokknum rnínurn," segir Jochen. „Þeir hafa mikinn innri kraft og hann fer saman við góða Jochen Ulrich þegar tækni hlýtur dansarinn að vera góður. íslending- ar eru líka mjög fylgnir sér og eiga auðvelt með að gefa sig alla í það sem þeir eru að gera. íslend- ingar leggja sig mikið fram.“ Jochen kynntist ís- landi í gegnum Svein- björgu Alexanders á áttunda áratugnum og árið 1988 réð hann Katrínu Hall til dans- flokks síns. „Katrín var sólódansari í Tanz-Forum í átta ár. Hún átti frábæran feril og er ein af fremstu nútíma- dönsurum okkar tíma. Helstu kostir hennar eru þeir að vera alltaf opin fyrir nýjungum og áhugasöm um að takast á við eitt- hvað stórfenglegt. Hún er einkar tilfinningaheitur dansari og á auð- velt með að tjá innri átök; hún er sveigjanlegur en jafnframt sterkur dramatískur dansari. Það var stórt skref að láta hana fara og mér þótti það gott og mikilvægt að fá að koma hingað og taka þátt í fyrstu frumsýning- unni hennar. Samstarf okkar mun halda áfram.“ KATRÍN Hall hefur sagst ætla að leggja meiri áherslu á nútímadans hjá íslenska dans- flokknum en hingað til hefur ver- ið gert og segist Jochen telja það rétta stefnu. „Þið eigið mjög góða nútímaleiklist hér og því held ég að þetta sé bara eðlilegur hlutur. Að minni hyggju hefur Katrín það sem til þarf til að leiða íslenska dansflokkinn inn í nútímann. Og það er kannski táknrænt að hún skuli byija feril sinn sem listdans- stjóri með því að setja upp verk eins og La Cabina 26 sem er í hrópandi andstöðu við hefðina. Það er mikilvægt að ijúfa landa- mæri, yfirgefa hefðina og takast á við ný verkefni. Þetta hefur alltaf verið mín trú, meðal annars vegna þess að ég vil ýta undir sköpunarkraft dansarans og sjálfsvitund. Ef Katrínu á að takast að færa dansinn út til almennings held ég að leiðin liggi einnig í gegnum nútímadansinn. Unga fólkið hef- ur áhuga á líkamanum og íþrótt- um og ef okkur tekst að sýna því að það er þetta og tilfinningarnar sem dansinn gengur út á þá náum við athygli þess.“ AÐ mati Jochens er Evr- ópa miðja dansins eins og stendur, ekki Bandaríkin. „Nútíma- dansinn stendur vel í Evrópu og má segja að hinn hefðbundni dans sé að hverfa. Það má enda hverjum manni vera ljóst að framtíðin er í nýjum formum. í Bandaríkjunum halda menn mjög fast í hefðina og því hefur mynd- ast mikið gap á milli hennar og þeirra tilrauna sem verið er að gera í dansinum í dag. Nútímadansinn á upptök sín í Mið-Evrópu á fjórða og fimmta áratugnum en frumkvöðlarnir fluttu margir hveijir vestur um haf í stríðinu. Um hríð áttu því mestu hræringarnar sér stað í Bandaríkjunum en Evrópa hefur aftur tekið forystu í þróun nú- tímadansins; tungumál okkar og tækni er mun ríkari en þeirra. Ég vona að ísland verði hluti af þessari þróun og það ætti að geta orðið það því að Katrín var hluti af þessari þróun. Ég held að þetta verði stórt skref fyrir íslenskan dans að fá Katrínu hingað og vonandi skilja íslend- ingar það; vonandi bera þeir skynbragð á að framtíðin er í nútímadansinum." Dansarar í sýningu íslenska dansflokksins eru ellefu. Gesta- dansarar verða fjórir: Lescek Kuligowski, Marcello Pareira, Grit Hartwig og Ingo Diehl. Kul- igowski er pólskur og hefur átt glæstan feril með mörgum bestu dansflokkum Þýskalands. Hann hefur meðal annars unnið sér til frægðar að dansa við bæði Svein- björgu Alexanders, Maríu Gísla- dóttur og Katrínu Hall. Pareira hefur bæði dansað með Jennifer Muller Company í New York og Tanz-Forum í Köln. Hartwig og Diehl eru bæði þýsk að uppruna og hafa dansað við góðan orðstír í Evrópu en dansa nú í lausa- mennsku. Bæði tóku þau þátt í uppfærslu Tanz-Forum á La Cab- ina 26. Aðrir dansarar í sýningunni eru Birgitte Heide, Julía Gold, Katrín Ingvadóttir, Katrín John- son, Lára Stefánsdóttir, Guð- mundur Helgason og David Greenall. Tónlistin við La Cabina 26 er spænsk eins og áður sagði og er samin og útsett af leikhús- hljómsveitinni La Fura del Baus en tónlistin við Ein er samin og leikin af hljóMsveitinni Skárren ekkert. Leikmynd í La Cabina 26 gerði Jochen Ulrich og búninga gerði Jutta Delorme og Metchtild Seipel. Leikmynd og búninga í Ein gerði Elín Edda Árnadóttir. Lýsingu annast Elfar Bjarnason. Einungis eru fyrirhugaðar sex sýningar á þessum verkum á stóra sviði Borgarleikhússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.