Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 1
108 SÍÐURB/C 40. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Methraði á kappskútu FRANSKUR skútugarpur, Christophe Auguin, sigldi 18 metra langri skútu sinni Geodis til hafnar í Les Sables d’Olonne í gærmorgun og vann þar með einliða kappsiglingu umhverfis jörðina. Setti hann nýtt met, var 105 daga og 20 stundir á leið- inni, sem er 28.112 sjómílur eða 42.711 kílómetrar. Eldra metið var 109 dagar og í eigu annars Frakka, Titouans Lamazou. „Þetta er erfiðasta keppni sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Augu- in, sem er 37 ára. Kvað hann ein- semdina á hafinu yfirþyrmandi. Hann hefur tvisvar sinnum áður unnið einliða kappsiglingu um- hverfis jörðina og sagðist nú ætla leggja árar í bát og hætta keppni. Hnattsiglingin er einhver hættu- legasta þolraun iþróttanna. Að- eins sjö af 16 skútum sem lögðu upp eru enn í keppninni og næstu tvær skútur áttu eftir 2.000 mílur í mark í gær. Einn skútusijóri fórst, annars er saknað en tveim- ur var bjargað eftir að hafa hrak- ist í marga daga í suðurskauts- hafinu. A myndinni siglir Auguin fagnandi yfir endalínuna við vesturströnd Frakklands. Reuter Ottast um Deng Peking. Reuter. HEILSU Dengs Xiaopings, leiðtoga Kína, fer nú ört hrak- andi og neyddust Jiang Zemin, leiðtogi kínverska kommún- istaflokksins, Li Peng, forsæt- isráðherra og aðrir kínverskir frammámenn að snúa aftur til Peking í skyndingu um helgina vegna þess. Deng, sem er 92 ára, býr í miðri Peking og er hýbýla hans vendilega gætt. Að sögn stjórnarerindreka eru ferðir kínverskra ráðamanna mæli- kvarði á heilsu Dengs. Vilji þeir hvorki vera á ferðalagi innan- né utanlands ef leiðtog- inn, sem hefur hvað mest áhrif haft á efnahagsþróun Kina undanfama áratugi, virðist vera í hættu. í dagblaði í Hong Kong sagði um helgina að Deng hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir að hann fékk hjartaslag á fimmtudag. Mikill öryggisviðbúnaður í S-Kóreu vegna flótta Hwangs Ottast hryðjuverk af hálfu N-Kóreumanna Seoul. Reuter. STJÓRNVÖLD í Suður-Kóreu gerðu í gær ráðstafanir til að vernda norður-kóreska flóttamenn og hátt- setta embættismenn þar sem hætta var talin á hryðjuverkaárásum vegna flótta Hwangs Jang-yops, eins af helstu hugmyndafræðingum stjórnarinnar í Pyongyang. Annar þekktur flóttamaður, Li Il-nam, frændi fyrrverandi eigin- konu Kims Jong-ils, leiðtoga Norð- ur-Kóreu, var í gær meðvitundarlaus á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyr- ir skotárás tveggja manna nálægt Seoul á laugardagskvöld. Talið er að útsendarar frá Norður-Kóreu hafi verið að verki og um 10.000 her- og lögreglumenn leituðu þeirra í gær. Læknar töldu ólíklegt að Li kæmist aftur til meðvitundar. Öryggiseftirlit hert Yoo Chang-ha, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, kvaðst telja að spenn- an í samskiptum ríkjanna ætti eftir að magnast til muna vegna krepp- unnar í Norður-Kóreu. „Ég tel að vandi stjórnarinnar í Norður-Kóreu versni með tímanum þar sem engar líkur eru á að efnahagsþrenging- arnar og matvælaskorturinn minnki," sagði hann. Ráðherrar, sem fara með örygg- ismál Suður-Kóreu, voru sammála um að kommúnistastjórn ná- grannaríkisins í norðri kynni að grípa til örþrifaráða og fyrirskipa hryðjuverk vegna flótta Hwangs, sem leitaði í suður-kóreska sendi- ráðið í Peking á miðvikudag og óskaði eftir hæli í Suður-Kóreu. „Við höfum gengið frá lista yfir flóttamenn, háttsetta embættis- menn og stjórnmálamenn sem fá stranga öryggisgæslu vegna hætt- unnar á hryðjuverkaárásum Norð- ur-Kóreumannaj“ sagði talsmaður lögreglunnar. „Oryggiseftirlitið við hafnir, flugvelli og fleiri opinbera staði hefur einnig verið hert.“ Áhersla lögð á viðræður Yoo utanríkisráðherra sagði að Suður-Kóreumenn myndu halda áfram að beita sér fyrir friðarvið- ræðum við Norður-Kóreumenn með aðild Bandaríkjanna og Kína. Suður- Baskar myrða lögreglu Malaga. Morgunblaðið. Kóreustjórn vill að samið verði um aðgerðir til að draga úr spennu milli kóresku ríkjanna og samvinnu á ýmsum sviðum, s.s. í efnahagsmál- um. Hwang hélt í gær upp á 74 ára afmæli sitt í sendiráðinu í Peking, sem kínversk yfirvöld hafa látið víg- girða þar sem óttast er að ráðist verði á það. Utanríkisráðuneytið í Pyongyang sagði að Hwang yrði vikið frá ef hann óskaði eftir hæli í Suður-Kóreu en hótaði „hörðum gagnaðgerðum" ef Suður-Kóreu- menn hefðu rænt honum, eins og Norður-Kóreustjórn hefur haldið fram. SPÆNSKUR lögreglumaður beið bana í gærmorgun er sprengja sem komið hafði verið fyrir undir bifreið hans sprakk þegar hann var á leið til vinnu í heimaborg sinni, Bilbao, á Norður-Spáni. Lögreglumaðurinn, Modesto Rico, var að aka bifreið sinni út úr bílskúrnum þegar öflug sprenging kvað við og bíllinn breyttist á svipstundu í logandi eidhaf. Aðskilnaðarheyfing Baska, ETA, var strax gerð ábyrg fyrir ódæðinu enda hafa hryðju- verkamenn hennar löngum sér- hæft sig í slíkum sprengjutilræð- um þar sem beitt er þróuðum vít- isvélum. ■ Skotvopnum beitt/25 De Charette kyssir Albright. Albright vill vingast við Frakka París. Reuter. ÓVENJU vel fór á með frönskum leiðtogum og Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í heimsókn hennar til Parísar í gær. Franskur starfsbróðir hennar, Herve de Charette, kyssti hana fjórum kossum og hún ræddi við hann og Jacques Chirac forseta á frönsku í Elysee-höllinni. Ennfrem- ur talaði hún á frönsku er hún gróðursetti tré til minningar um Pamelu Harriman sendiherra við athöfn á lóð bandaríska sendiráðs- ins. Albright hóf á sunnudag 11 daga ferðalag um níu ríki þar sem hún mun ræða við ráðamenn um stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO), umbætur á því og ýmis alþjóðamál. Fyrsti viðkomustaður var Róm, síðan Bonn og svo Par- ís. í dag fer hún til höfuðstöðva NATO í Brussel. Hermt er að Albright sé áfram um að bæta samskipti Bandaríkja- manna og Frakka sem verið hafa stormasöm en þeir síðamefndu hafa verið þykkjufullir bandamenn vegna þess sem þeir sjálfír kalla „flauels- forræði" Bandaríkjamanna í al- þjóðamálum. Á fundum hennar með de Charette og Chirac var aðeins óbeint vikið að stærsta deilumáli ríkjanna; kröfu Frakka um að Evr- ópumaður verði skipaður yfirmaður Miðjarðarhafsherafla NATO, en slíkum óskum vísaði Albright á bug í viðtali við franskt blað um helgina. í megin atriðum eru Bandaríkja- menn og Frakkar sammála um stækkun NATO. Hvorugir vilja veita Rússum neitunarvald um stækkun NATO eða framtíðar- skipulag öryggismála í Evrópu. Þó vilja Frakkar að Rúmenar verði í hópi ríkja sem boðin verði aðild í fyrstu atrennu og þeir hafa sýnt meiri skilning á kröfum Rússa um bindandi skuldbindingar varðandi framtíðarsamskipti Rússa og NATO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.