Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 1
108 SÍÐURB/C
40. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Methraði á
kappskútu
FRANSKUR skútugarpur,
Christophe Auguin, sigldi 18
metra langri skútu sinni Geodis
til hafnar í Les Sables d’Olonne
í gærmorgun og vann þar með
einliða kappsiglingu umhverfis
jörðina. Setti hann nýtt met, var
105 daga og 20 stundir á leið-
inni, sem er 28.112 sjómílur eða
42.711 kílómetrar. Eldra metið
var 109 dagar og í eigu annars
Frakka, Titouans Lamazou.
„Þetta er erfiðasta keppni sem
ég hef tekið þátt í,“ sagði Augu-
in, sem er 37 ára. Kvað hann ein-
semdina á hafinu yfirþyrmandi.
Hann hefur tvisvar sinnum áður
unnið einliða kappsiglingu um-
hverfis jörðina og sagðist nú ætla
leggja árar í bát og hætta keppni.
Hnattsiglingin er einhver hættu-
legasta þolraun iþróttanna. Að-
eins sjö af 16 skútum sem lögðu
upp eru enn í keppninni og næstu
tvær skútur áttu eftir 2.000 mílur
í mark í gær. Einn skútusijóri
fórst, annars er saknað en tveim-
ur var bjargað eftir að hafa hrak-
ist í marga daga í suðurskauts-
hafinu. A myndinni siglir Auguin
fagnandi yfir endalínuna við
vesturströnd Frakklands.
Reuter
Ottast
um
Deng
Peking. Reuter.
HEILSU Dengs Xiaopings,
leiðtoga Kína, fer nú ört hrak-
andi og neyddust Jiang Zemin,
leiðtogi kínverska kommún-
istaflokksins, Li Peng, forsæt-
isráðherra og aðrir kínverskir
frammámenn að snúa aftur til
Peking í skyndingu um helgina
vegna þess.
Deng, sem er 92 ára, býr í
miðri Peking og er hýbýla
hans vendilega gætt. Að sögn
stjórnarerindreka eru ferðir
kínverskra ráðamanna mæli-
kvarði á heilsu Dengs. Vilji
þeir hvorki vera á ferðalagi
innan- né utanlands ef leiðtog-
inn, sem hefur hvað mest áhrif
haft á efnahagsþróun Kina
undanfama áratugi, virðist
vera í hættu.
í dagblaði í Hong Kong
sagði um helgina að Deng
hefði verið fluttur á sjúkrahús
eftir að hann fékk hjartaslag
á fimmtudag.
Mikill öryggisviðbúnaður í S-Kóreu vegna flótta Hwangs
Ottast hryðjuverk af
hálfu N-Kóreumanna
Seoul. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Suður-Kóreu
gerðu í gær ráðstafanir til að vernda
norður-kóreska flóttamenn og hátt-
setta embættismenn þar sem hætta
var talin á hryðjuverkaárásum
vegna flótta Hwangs Jang-yops,
eins af helstu hugmyndafræðingum
stjórnarinnar í Pyongyang.
Annar þekktur flóttamaður, Li
Il-nam, frændi fyrrverandi eigin-
konu Kims Jong-ils, leiðtoga Norð-
ur-Kóreu, var í gær meðvitundarlaus
á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyr-
ir skotárás tveggja manna nálægt
Seoul á laugardagskvöld. Talið er
að útsendarar frá Norður-Kóreu
hafi verið að verki og um 10.000
her- og lögreglumenn leituðu þeirra
í gær. Læknar töldu ólíklegt að Li
kæmist aftur til meðvitundar.
Öryggiseftirlit hert
Yoo Chang-ha, utanríkisráðherra
Suður-Kóreu, kvaðst telja að spenn-
an í samskiptum ríkjanna ætti eftir
að magnast til muna vegna krepp-
unnar í Norður-Kóreu. „Ég tel að
vandi stjórnarinnar í Norður-Kóreu
versni með tímanum þar sem engar
líkur eru á að efnahagsþrenging-
arnar og matvælaskorturinn
minnki," sagði hann.
Ráðherrar, sem fara með örygg-
ismál Suður-Kóreu, voru sammála
um að kommúnistastjórn ná-
grannaríkisins í norðri kynni að
grípa til örþrifaráða og fyrirskipa
hryðjuverk vegna flótta Hwangs,
sem leitaði í suður-kóreska sendi-
ráðið í Peking á miðvikudag og
óskaði eftir hæli í Suður-Kóreu.
„Við höfum gengið frá lista yfir
flóttamenn, háttsetta embættis-
menn og stjórnmálamenn sem fá
stranga öryggisgæslu vegna hætt-
unnar á hryðjuverkaárásum Norð-
ur-Kóreumannaj“ sagði talsmaður
lögreglunnar. „Oryggiseftirlitið við
hafnir, flugvelli og fleiri opinbera
staði hefur einnig verið hert.“
Áhersla lögð á viðræður
Yoo utanríkisráðherra sagði að
Suður-Kóreumenn myndu halda
áfram að beita sér fyrir friðarvið-
ræðum við Norður-Kóreumenn með
aðild Bandaríkjanna og Kína. Suður-
Baskar myrða lögreglu
Malaga. Morgunblaðið.
Kóreustjórn vill að samið verði um
aðgerðir til að draga úr spennu milli
kóresku ríkjanna og samvinnu á
ýmsum sviðum, s.s. í efnahagsmál-
um.
Hwang hélt í gær upp á 74 ára
afmæli sitt í sendiráðinu í Peking,
sem kínversk yfirvöld hafa látið víg-
girða þar sem óttast er að ráðist
verði á það. Utanríkisráðuneytið í
Pyongyang sagði að Hwang yrði
vikið frá ef hann óskaði eftir hæli
í Suður-Kóreu en hótaði „hörðum
gagnaðgerðum" ef Suður-Kóreu-
menn hefðu rænt honum, eins og
Norður-Kóreustjórn hefur haldið
fram.
SPÆNSKUR lögreglumaður beið
bana í gærmorgun er sprengja
sem komið hafði verið fyrir undir
bifreið hans sprakk þegar hann
var á leið til vinnu í heimaborg
sinni, Bilbao, á Norður-Spáni.
Lögreglumaðurinn, Modesto
Rico, var að aka bifreið sinni út
úr bílskúrnum þegar öflug
sprenging kvað við og bíllinn
breyttist á svipstundu í logandi
eidhaf. Aðskilnaðarheyfing
Baska, ETA, var strax gerð ábyrg
fyrir ódæðinu enda hafa hryðju-
verkamenn hennar löngum sér-
hæft sig í slíkum sprengjutilræð-
um þar sem beitt er þróuðum vít-
isvélum.
■ Skotvopnum beitt/25
De Charette kyssir Albright.
Albright vill vingast við Frakka
París. Reuter.
ÓVENJU vel fór á með frönskum
leiðtogum og Madeleine Albright,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í
heimsókn hennar til Parísar í gær.
Franskur starfsbróðir hennar,
Herve de Charette, kyssti hana
fjórum kossum og hún ræddi við
hann og Jacques Chirac forseta á
frönsku í Elysee-höllinni. Ennfrem-
ur talaði hún á frönsku er hún
gróðursetti tré til minningar um
Pamelu Harriman sendiherra við
athöfn á lóð bandaríska sendiráðs-
ins.
Albright hóf á sunnudag 11
daga ferðalag um níu ríki þar sem
hún mun ræða við ráðamenn um
stækkun Atlantshafsbandalagsins
(NATO), umbætur á því og ýmis
alþjóðamál. Fyrsti viðkomustaður
var Róm, síðan Bonn og svo Par-
ís. í dag fer hún til höfuðstöðva
NATO í Brussel.
Hermt er að Albright sé áfram
um að bæta samskipti Bandaríkja-
manna og Frakka sem verið hafa
stormasöm en þeir síðamefndu hafa
verið þykkjufullir bandamenn vegna
þess sem þeir sjálfír kalla „flauels-
forræði" Bandaríkjamanna í al-
þjóðamálum. Á fundum hennar með
de Charette og Chirac var aðeins
óbeint vikið að stærsta deilumáli
ríkjanna; kröfu Frakka um að Evr-
ópumaður verði skipaður yfirmaður
Miðjarðarhafsherafla NATO, en
slíkum óskum vísaði Albright á bug
í viðtali við franskt blað um helgina.
í megin atriðum eru Bandaríkja-
menn og Frakkar sammála um
stækkun NATO. Hvorugir vilja
veita Rússum neitunarvald um
stækkun NATO eða framtíðar-
skipulag öryggismála í Evrópu. Þó
vilja Frakkar að Rúmenar verði í
hópi ríkja sem boðin verði aðild í
fyrstu atrennu og þeir hafa sýnt
meiri skilning á kröfum Rússa um
bindandi skuldbindingar varðandi
framtíðarsamskipti Rússa og
NATO.