Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Aðstoðarmaður fjármálaráðherra um kæru Sameinaða lífeyris-
sjóðsins til umboðsmanns Alþingis
Afgreiðsla hefur
fordæmisgildi
Morgunblaðið/Þorkell
STARFSMAÐUR Stöðvar 3 með einn af myndlyklunum.
Myndlyklar Stöðvar
3 komnir til landsins
STEINGRÍMUR Ari Arason, að-
stoðarmaður fj ármálaráðherrra,
segir að unnið sé að því í fjármála-
ráðuneytinu að svara formlega
umsókn Sameinaða lífeyrissjóðs-
ins um stofnun séreignadeildar til
viðbótar við þá sameignardeild
sem sjóðurinn rekur nú, en sjóður-
inn hefur kært málsmeðferð ráðu-
neytisins til umboðsmanns Alþing-
is. Hann segir að svarið hafi for-
dæmisgildi gagnvart öðrum lífeyr-
issjóðum sém kynnu að vilja stofna
séreignadeildir og eðlilegt að á því
sé tekið í frumvarpi sem sé í smíð-
um í ráðuneytinu um starfsemi
lífeyrissjóða.
Jóhannes Siggeirsson, fram-
kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris-
sjóðsins, sagði í Morgunblaðinu á
laugardag að þtjú ár væru síðan
sjóðurinn hefði upphaflega sótt
um stofnun séreignadeildar. Af-
greiðsla fjármálaráðuneytisins
væri hrein valdníðsla, þar sem það
hefði afgreitt umsóknir verð-
bréfafyrirtækja um stofnun sér-
eignalífeyrissjóða á sama tíma.
Nú síðast staðfesti fjármála-
ráðuneytið reglugerð fyrir sér-
eignalífeyrissjóð sem rekinn er af
verðbréfasviði Búnaðarbanka Is-
lands. Auk Sameinaða lífeyris-
sjóðsins hefur Lífeyrissjóður versl-
unarmanna einnig sótt um heimild
til að setja séreignadeild á laggirn-
ar, en þessir tveir sjóðir eru meðal
fimm stærstu lífeyrissjóða lands-
ins og nema eignir þeirra nálægt
sextíu milljörðum króna.
Vilja fara inn á nýjar brautir
Steingrímur Ari segir að forsvars-
mönnum Sameinaða lífeyrissjóðs-
ins hafi verið gerð grein fyrir af-
stöðu ráðuneytisins munnlega, en
það sé alveg rétt að dregist hafi
að svara sjóðnum formlega.
Ástæðan sé sú að unnið hafi verið
að gerð frumvarps á vegum ráðu-
neytisins sem skilgreindi verksvið
lífeyrissjóða. Það sé alveg ljóst að
með þessari umsókn séu sjóðirnir
að óska eftir að fara inn á nýjar
brautir og þar með hefði af-
greiðsla erindisins fordæmisgildi
hver sem niðurstaðan yrði.
Steingrímur sagði hins vegar
að öðru máli gegndi um verðbréfa-
fyrirtækin. Þeim hefði um árabil
verið heimilað að stofna séreigna-
lífeyrissjóði og ekki væri hægt að
hafna umsóknum nýrra fyrirtækja
á þessu sviði þegar önnur fyrir-
tæki væru þegar með slíka sjóði
starfandi. Oðru máli gegndi um
starfandi sameignarlífeyrissjóði.
Þeir væru með þessu að fikra sig
inn á nýjar brautir og eðlilegt
væri að taka á álitaefnum eins og
þessu í þeirri lagasetningu sem
væri í undirbúningi um starfsemi
lífeyrissjóðanna.
Áðspurður hvenær þess mætti
vænta að lagafrumvarpið yrði til-
búið sagði Steingrímur ekkert
hægt að fullyrða um það að svo
stöddu. Bréf umboðsmanns þar
sem spurst er fyrir um málið hefði
borist ráðuneytinu í lok janúar og
yrði því svarað.
UPPSETNING er hafin á nýju
áskriftarkerfi Stöðvar 3 sem keypt
hefur verið frá svissnesku fyrirtæki.
Fyrstu myndlyklarnir eru komnir til
landsins og er stefnt að því að kynna
á næstunni hvernig þjónustu félags-
ins verður háttað.
„Við erum á fullri ferð að undirbúa
breytta þjónustu og munum kynna
dagskrárhugmyndir okkar á næstu
vikum,“ sagði Magnús E. Kristjáns-
son, sjónvarpsstjóri Stöðvar 3, í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann vildi hins
vegar ekki ræða nánar um fyrirhug-
aða dagskrá né heldur hvenær dreif-
ing myndlykla hæfíst.
Eins og fram hefur komið fela
myndlyklar Stöðvar 3 í sér möguleika
á svonefndu þáttasölusjónvarpi „Pay-
per-view“. Um er að ræða nýja kyn-
slóð lykla sem m.a. eru notaðir af
frönsku sjónvarpsstöðinni Canal+.
Oz oglntel ísamstarfi
„OZ er í þróunarsamstarfi við ör-
gjörvafyrirtækið Intel og þess vegna
fáum við aðgang að ýmsum búnaði
frá Intel áður en aðrir fá aðgang að
honum,“ segir Skúli Mogensen hjá
Oz, en í síðasta tölublaði Fortune fer
Andy Grove, forstjóri Intel, lofsam-
Iegum orðum um Skúla og Oz.
Þar kemur meðal annars fram að
Oz hafi fengið aðgang að PC tölvum
með MMX örgjörvanum á undan
öðrum þannig að þegar örgjörvinn
var settur á markað í janúar sl. var
hugbúnaður Oz tilbúinn til notkunar
með honum á undan öðrum.
Oz rekur skrifstofu í San Franc-
isco og starfar Skúli að mestu þar.
Að hans sögn hefur fyrirtækið feng-
ið góða athygli erlendis og er hægt
og sígandi að færa út kvíarnar, m.a
í Japan og segir hann að samstarfið
við Intel spilli þar ekki fyrir.
Morgunverðarfundur
raiðvikudaginn 19. febrúar 1997
kl. 8.00 - 9.30 í Sunnusal, Hótel Sögu
ER EES LOKAÐ
VIÐSKIPTAS VÆÐI ?
Hvaða áhrif hefur EES-samningurinn
á milliríkjaviðskipti Islands?
Hverfa bandarískar matvörur af markaði
Atvinnuleysi í nóv., des. og jan. 1997 UNds
Hlutfall atvinnulausra byggðin 3^ |
af heildarvinnuafli
Á höfuðborgarsvæðinu standa
4.079 atvinnulausir á bak
við töluna 5,4% í janúar
og hafði fjölgað um 353 frá
því í desember. Alls vom
6.754 atvinnulausir
á landinu öllu (5,2%) í
janúar og hafði
fjölgað um 936 frá því
í desember.
VEST-
FIRÐIR / 39^
NORÐUR
LAND
EYSTRA
AUSTUR
LAND
NORÐUR
LAND
VESTRA
VESTURLAND
■r
LANDIÐ ALLT 5,2%
4,4% I
3,fc ■ ■
HOFUÐBORGAR-
SVÆÐIÐ «\
SUÐURLAND
SUÐURNES
SEMENTSBUNDIN
6.754 at-
vinnulausir
hér á landi?
Hvað með útflutning til Asíu?
RÆÐUMENN:
John Maddison, sendiherra ESB á íslandi
Friðþjófur Ó. Johnson,
forstjóri Ó.Johnson og Kaaber hf.
Sveinn Hannesson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Umræður og fyrirspumir
Fundargjald er kr. 1.200,- (morgunverður innifalinn).
Fundurinn er öOum opinn
en nauösynlegt er aö skrá þátttöku
fyrirfram í síma Verslunarráðsins
588 6666 (kl. 8.00-16.00). /jT }j J
VERSLUNARRAÐ ISLANDS
FLOTEFNI
Uppfylla ströngustu gæöakröfur
. Rakaheld án próteina * Níðsterk
* Hraðþornandi * Dælanleg eða handílögð
* Hentug undir dúka, parket og til ílagna
147 PRONTO
154PREST0
316 RENOVO
Efnifrá:
Sm»iuv*9ur 72.200 Köpavoaur
Simar: 564 1740.892 411«, F«x: §54 1769
/janúar
ATVINNULEYSI í janúarmánuði
jafngilti því að 5,2% af áætluðum
mannafla á vinnumarkaði hefðu ver-
ið atvinnulaus í mánuðinum eða
samtals 6.754 manns, 2.963 karlar
og 3.791 kona. Atvinnulausum hefur
fjölgað frá desembermánuði um 918,
en ef miðað er við sama mánuð á
síðasta ári hefur atvinnulausum
fækkað um 943.
Síðustu tólf mánuði hefur at-
vinnuleysi af áætluðum mannafla á
vinnumarkaði verið 4,2% en það
jafngildir því að 5.790 manns hafi
að staðaldri verið atvinnulaus á ár-
inu.
Atvinnuástand versnar nokkuð í
öllum landshlutum í janúar frá des-
embermánuði. Atvinnuleysið eykst
hlutfallslega mest á Suðumesjum, en
fjölgunin er mest á höfuðborgarsvæð-
inu. Hlutfallslegt atvinnuleysi er
mest á Norðurlandi vestra nú 5,7%,
en minnst á Vestfjörðum 3%. At-
vinnuleysi nú er alls staðar minna en
í janúar í fyrra nema á Vestfjörðum.