Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aðstoðarmaður fjármálaráðherra um kæru Sameinaða lífeyris- sjóðsins til umboðsmanns Alþingis Afgreiðsla hefur fordæmisgildi Morgunblaðið/Þorkell STARFSMAÐUR Stöðvar 3 með einn af myndlyklunum. Myndlyklar Stöðvar 3 komnir til landsins STEINGRÍMUR Ari Arason, að- stoðarmaður fj ármálaráðherrra, segir að unnið sé að því í fjármála- ráðuneytinu að svara formlega umsókn Sameinaða lífeyrissjóðs- ins um stofnun séreignadeildar til viðbótar við þá sameignardeild sem sjóðurinn rekur nú, en sjóður- inn hefur kært málsmeðferð ráðu- neytisins til umboðsmanns Alþing- is. Hann segir að svarið hafi for- dæmisgildi gagnvart öðrum lífeyr- issjóðum sém kynnu að vilja stofna séreignadeildir og eðlilegt að á því sé tekið í frumvarpi sem sé í smíð- um í ráðuneytinu um starfsemi lífeyrissjóða. Jóhannes Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris- sjóðsins, sagði í Morgunblaðinu á laugardag að þtjú ár væru síðan sjóðurinn hefði upphaflega sótt um stofnun séreignadeildar. Af- greiðsla fjármálaráðuneytisins væri hrein valdníðsla, þar sem það hefði afgreitt umsóknir verð- bréfafyrirtækja um stofnun sér- eignalífeyrissjóða á sama tíma. Nú síðast staðfesti fjármála- ráðuneytið reglugerð fyrir sér- eignalífeyrissjóð sem rekinn er af verðbréfasviði Búnaðarbanka Is- lands. Auk Sameinaða lífeyris- sjóðsins hefur Lífeyrissjóður versl- unarmanna einnig sótt um heimild til að setja séreignadeild á laggirn- ar, en þessir tveir sjóðir eru meðal fimm stærstu lífeyrissjóða lands- ins og nema eignir þeirra nálægt sextíu milljörðum króna. Vilja fara inn á nýjar brautir Steingrímur Ari segir að forsvars- mönnum Sameinaða lífeyrissjóðs- ins hafi verið gerð grein fyrir af- stöðu ráðuneytisins munnlega, en það sé alveg rétt að dregist hafi að svara sjóðnum formlega. Ástæðan sé sú að unnið hafi verið að gerð frumvarps á vegum ráðu- neytisins sem skilgreindi verksvið lífeyrissjóða. Það sé alveg ljóst að með þessari umsókn séu sjóðirnir að óska eftir að fara inn á nýjar brautir og þar með hefði af- greiðsla erindisins fordæmisgildi hver sem niðurstaðan yrði. Steingrímur sagði hins vegar að öðru máli gegndi um verðbréfa- fyrirtækin. Þeim hefði um árabil verið heimilað að stofna séreigna- lífeyrissjóði og ekki væri hægt að hafna umsóknum nýrra fyrirtækja á þessu sviði þegar önnur fyrir- tæki væru þegar með slíka sjóði starfandi. Oðru máli gegndi um starfandi sameignarlífeyrissjóði. Þeir væru með þessu að fikra sig inn á nýjar brautir og eðlilegt væri að taka á álitaefnum eins og þessu í þeirri lagasetningu sem væri í undirbúningi um starfsemi lífeyrissjóðanna. Áðspurður hvenær þess mætti vænta að lagafrumvarpið yrði til- búið sagði Steingrímur ekkert hægt að fullyrða um það að svo stöddu. Bréf umboðsmanns þar sem spurst er fyrir um málið hefði borist ráðuneytinu í lok janúar og yrði því svarað. UPPSETNING er hafin á nýju áskriftarkerfi Stöðvar 3 sem keypt hefur verið frá svissnesku fyrirtæki. Fyrstu myndlyklarnir eru komnir til landsins og er stefnt að því að kynna á næstunni hvernig þjónustu félags- ins verður háttað. „Við erum á fullri ferð að undirbúa breytta þjónustu og munum kynna dagskrárhugmyndir okkar á næstu vikum,“ sagði Magnús E. Kristjáns- son, sjónvarpsstjóri Stöðvar 3, í sam- tali við Morgunblaðið. Hann vildi hins vegar ekki ræða nánar um fyrirhug- aða dagskrá né heldur hvenær dreif- ing myndlykla hæfíst. Eins og fram hefur komið fela myndlyklar Stöðvar 3 í sér möguleika á svonefndu þáttasölusjónvarpi „Pay- per-view“. Um er að ræða nýja kyn- slóð lykla sem m.a. eru notaðir af frönsku sjónvarpsstöðinni Canal+. Oz oglntel ísamstarfi „OZ er í þróunarsamstarfi við ör- gjörvafyrirtækið Intel og þess vegna fáum við aðgang að ýmsum búnaði frá Intel áður en aðrir fá aðgang að honum,“ segir Skúli Mogensen hjá Oz, en í síðasta tölublaði Fortune fer Andy Grove, forstjóri Intel, lofsam- Iegum orðum um Skúla og Oz. Þar kemur meðal annars fram að Oz hafi fengið aðgang að PC tölvum með MMX örgjörvanum á undan öðrum þannig að þegar örgjörvinn var settur á markað í janúar sl. var hugbúnaður Oz tilbúinn til notkunar með honum á undan öðrum. Oz rekur skrifstofu í San Franc- isco og starfar Skúli að mestu þar. Að hans sögn hefur fyrirtækið feng- ið góða athygli erlendis og er hægt og sígandi að færa út kvíarnar, m.a í Japan og segir hann að samstarfið við Intel spilli þar ekki fyrir. Morgunverðarfundur raiðvikudaginn 19. febrúar 1997 kl. 8.00 - 9.30 í Sunnusal, Hótel Sögu ER EES LOKAÐ VIÐSKIPTAS VÆÐI ? Hvaða áhrif hefur EES-samningurinn á milliríkjaviðskipti Islands? Hverfa bandarískar matvörur af markaði Atvinnuleysi í nóv., des. og jan. 1997 UNds Hlutfall atvinnulausra byggðin 3^ | af heildarvinnuafli Á höfuðborgarsvæðinu standa 4.079 atvinnulausir á bak við töluna 5,4% í janúar og hafði fjölgað um 353 frá því í desember. Alls vom 6.754 atvinnulausir á landinu öllu (5,2%) í janúar og hafði fjölgað um 936 frá því í desember. VEST- FIRÐIR / 39^ NORÐUR LAND EYSTRA AUSTUR LAND NORÐUR LAND VESTRA VESTURLAND ■r LANDIÐ ALLT 5,2% 4,4% I 3,fc ■ ■ HOFUÐBORGAR- SVÆÐIÐ «\ SUÐURLAND SUÐURNES SEMENTSBUNDIN 6.754 at- vinnulausir hér á landi? Hvað með útflutning til Asíu? RÆÐUMENN: John Maddison, sendiherra ESB á íslandi Friðþjófur Ó. Johnson, forstjóri Ó.Johnson og Kaaber hf. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Umræður og fyrirspumir Fundargjald er kr. 1.200,- (morgunverður innifalinn). Fundurinn er öOum opinn en nauösynlegt er aö skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins 588 6666 (kl. 8.00-16.00). /jT }j J VERSLUNARRAÐ ISLANDS FLOTEFNI Uppfylla ströngustu gæöakröfur . Rakaheld án próteina * Níðsterk * Hraðþornandi * Dælanleg eða handílögð * Hentug undir dúka, parket og til ílagna 147 PRONTO 154PREST0 316 RENOVO Efnifrá: Sm»iuv*9ur 72.200 Köpavoaur Simar: 564 1740.892 411«, F«x: §54 1769 /janúar ATVINNULEYSI í janúarmánuði jafngilti því að 5,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði hefðu ver- ið atvinnulaus í mánuðinum eða samtals 6.754 manns, 2.963 karlar og 3.791 kona. Atvinnulausum hefur fjölgað frá desembermánuði um 918, en ef miðað er við sama mánuð á síðasta ári hefur atvinnulausum fækkað um 943. Síðustu tólf mánuði hefur at- vinnuleysi af áætluðum mannafla á vinnumarkaði verið 4,2% en það jafngildir því að 5.790 manns hafi að staðaldri verið atvinnulaus á ár- inu. Atvinnuástand versnar nokkuð í öllum landshlutum í janúar frá des- embermánuði. Atvinnuleysið eykst hlutfallslega mest á Suðumesjum, en fjölgunin er mest á höfuðborgarsvæð- inu. Hlutfallslegt atvinnuleysi er mest á Norðurlandi vestra nú 5,7%, en minnst á Vestfjörðum 3%. At- vinnuleysi nú er alls staðar minna en í janúar í fyrra nema á Vestfjörðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.