Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN MAGNÚSSON + Sr. Björn Magn- ússon fæddist á Prestbakka á Síðu í V-Skaftafellssýslu 17. maí 1904. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir í Reykjavík 4. febrúar síðatliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin sr. Magnús Bjarnar- son, f. 23.4. 1861 á ^ Leysingjastöðum í Þingi, d. 10.9. 1949 í Reykjavík, prófastur á Prestbakka og Ingibjörg Brynjólfs- dóttir, f. 26.2. 1871, d. 12.5. 1920, húsmóðir á Prest- bakka. Systkini sr. Björns voru: Brynjólfur, f. 6.8. 1896, d. 20.9.1 926, Jóhanna, f. 16.8. 1900, d. 17.10. 1917, og eftirlifandi systir Ragnheiður Ingibjörg, f. 26.6. 1913, húsmóðir í Reykjavík; maður hennar var Hermann Hákonarson, f. 11.11. 1909, d. 24.3.1981, bifreiðasmiður, dóttir þeirra er Ingibjörg Jóhanna Hermannsdóttir, hjúkrunar- kona, sem á son og tvö barna- ' börn. Hinn 26.2. 1928 kvæntist Björn Charlotte Kristjönu Jóns- dóttur, f. 6.6. 1905 í Stykkis- hólmi, d. 3.9. 1977. Foreldrar hennar voru hjónin Dóróthea Kristín Möller, f. 16.2. 1877, d. 26.8.1948, húsmóðir, ogm.h. Jón Júlíus Bjarnarson, f. 24.7. 1880, d. 6.10. 1934, verslunarmaður í Stykkishóhni, síðar afgreiðslu- maður í Reykjavík. Þeim Charl- otte Krisljönu varð átta barna -v auðið. 1) Magnús, f. 19.6. 1928, d. 8.7. 1969, flugumsjónarmað- ur, síðast starfsmannastjóri hjá Flugfélagi íslands hf., k.h. Val- gerður Kristjánsdóttir, f. 3.11. 1926, fyrrverandi skrifstofu- maður hjá VR. Börn þeirra eru: a) Björn Magnússon, f. 2.8. 1956, kennari og verktaki, k.h. er Ragnheiður Halldórsdóttir, fóstra, þau eiga þrjú börn; b) Hulda Kristín Magnúsdóttir, f. 3.1. 1958, búningahönnuður; c) Jóhanna Magnúsdóttir, f. 21.11. 1961, skrifstofumaður, m.h. er Jón Þórarinsson, flugmaður, þau eiga þrjú börn; d) Brynjólfur Magnússon, f. 21.2. 1964, BA-í heimspeki, stud. theol, k.h. er Þóra Ingvadóttir, fóstra, þau eiga tvo syni; e) Charlotta Ragnheiður Magnús- dóttir, f. 19.10. 1968, leirlistamaður - hún á tvö börn. 2) Dórót- hea Málfríður, f. 11.11. 1929, starfs- maður hjá Flugleið- um hf., m.h. Birgir Ólafsson, f. 24.4. 1933, deildarstjóri hjá Flugleiðum hf. Dætur þeirra eru: a) Guðrún Björk Birgisdóttir, f. 11.8. 1958, skrifstofumaður, m.h. er Hörður J. Oddfríðarson, bifreiðastjóri, þau eiga tvo syni; b) Birna Birgis- dóttir, f. 10.3. 1961, skrifstofu- maður, m.h. er Kristján Sverris- son, húsasmiður og verktaki, þau eiga tvær dætur. 3) Jón Kristinn, f. 26.1. 1931, vélaverkfræðingur hjá Fjarhitun hf., k.h. Margrét Dannheim, f. 13.3. 1938, tónmenn- takennari við Ölduselsskóla. Börn þeirra eru: a) Brynhildur Jóns- dóttir, f. 1.9. 1970, d. 7.6. 1993; b) Magnús Kristinn Jónsson, f. 18.9. 1971, BS-próf í eðlisfræði, k.h. Hulda Björg Jónsdóttir, gjald- keri, þau eiga tvo syni; c) Sólveig Jónsdóttir, f. 7.1. 1975, stúdent; d) Björn Brynjar Jónsson, f. 8.9. 1977, menntaskólanemi. 4) Ingi Ragnar Brynjólfur, f. 11.7. 1932, fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbanka íslands, k.h. Jóna Aldís Sæmundsdóttir, f. 20.7. 1934, húsmóðir. Börn þeirra eru: a) Charlotta Ingadóttir, f. 30.8. 1957, fóstra, m.h. Sigurgeir Þór- arinsson, tæknifræðingur, þau eiga tvö börn; b) Snorri Ingason, f. 14.12. 1960, verslunarsljóri, k.h. Asdís Birna Þormar, nuddari, þau eiga fjögur börn; c) Sæunn Lilja Ingadóttir, f. 7.2. 1962, þroska- þjálfi, m.h. Garðar Ragnvaldsson, rafvirki, þau eiga þijár dætur. 5) Jóhann Emil, f. 26.6. 1935, for- stjóri tryggingafélagsins Abyrgð- ar hf., k.h. Inger Bjarkan Ragn- arsdóttir, f. 23.5.1937, ritari. Börn þeirra eru: a) Dóróthea Jóhanns- dóttir, f. 7.1. 1957, matvælafræð- ingur, m.h. Hörður Helgason, við- skiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri - þau eiga þijár dætur; b) Sigrún Jóhannsdóttir, f. 1.6. 1958, uppeldis- og tal- meinafræðingur, forstöðumað- ur, m.h. Skúli Guðbjarnarson, líffræðingur - þau eiga þijú börn; c) Ragnar Jóhannsson, f. 16.8. 1962, dr. í eðlisefnafræði, deildarstjóri, k.h. Anna Friðriks- dóttir, fóstra - þau eiga þijú börn. 6) Björn, f. 9.4. 1937, dr. í guðfræði, prófessor við Há- skóla íslands, k.h. Svanhildur Ása Sigurðardóttir, f. 6.12.1938, kennari við Melaskóla. Börn þeirra eru: a) Sigurður Björns- son, f. 30.4. 1961, fulltrúi; b) Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, f. 22.5. 1966, jarðfræðingur. 7) Ingibjörg, f. 10.7. 1940, fulltrúi í Norræna húsinu, fyrri m.h. Þorsteinn Vilhjálmsson, f. 27.9. 1940, eðlisfræðingur, prófessor við Háskóla Islands. Börn þeirra eru: a) Vilhjálmur Þorsteinsson, f. 30.12. 1965, kerfisfræðingur, k.h. Anna Ragna Magnúsardótt- ir, við nám í matvælafræði, þau eiga tvö börn; b) Björn Þor- steinsson, f. 23.5. 1967, heim- spekingur; c) Þórdís Katrín Þor- steinsdóttir, f. 24.10. 1971, við nám í hjúkrunarfræði, m.h.. Ás- geir Thoroddsen, læknanemi. Seinni m.h. Ólafur H. Óskarsson, f. 17.3. 1933, MA í landafræði, skólasijóri Valhúsaskóla. 8) Odd- ur Borgar, f. 19.8. 1950, dr. í vélaverkfræði, yfirverkfræðing- ur hjá Fjarhitun hf., k.h. Ásta Magnúsdóttir, f. 3.6. 1950, meinatæknir á St. Jósefsspítala. Börn þeirra eru: a) Magnús Oddsson, f. 8.1. 1974, við nám í vélaverkfræði; b) Charlotta Oddsdóttir, f. 30.9. 1977, menntaskólanemi; c) Björn Oddsson, f. 4.12. 1980, mennta- skólanemi. Björn lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1924, cand. theol frá Háskóla íslands 1928, vígður aðstoðarprestur föður síns á Prestbakka 13.5. 1928, prestur á Borg á Mýrum 1929-45, prófast- ur í Mýraprófastsdæmi 1934-45, dósent við guðfræðideild Há- skóla íslands 1945-49, prófessor þar 1949-74. R.F. 1968. Heiðurs- doktor í guðfræði frá Háskóla íslands 1977. Mikilvirkur rithöf- undur á sviði guðfræði og ætt- fræði. Utför sr. Björns fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þá er höfðinginn fallinn. Sr. Björn Magnússon, fyrrverandi pró- fessor í guðfræði við Háskóla ís- lands er látinn, háaldraður. Val- menni og heiðursmaður, sem ekki mátti vita vamm sitt í neinu. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast honum, þegar ég kvæntist dótt- ur hans, Ingibjörgu, árið 1983. Að vísu kunni ég þá þegar nokkur deili á honum, því Ingi sonur hans og ég vorum skólabræður í gagnfræða- skóla og tókst þá með okkur Inga góður vinskapur, sem hefur enst fram á þennan dag. Charlottu móð- ur Ingibjargar kynntist ég lítið eitt á gagnfræðaskólaárum mínum, þegar Ingi tók mig heim með sér og þáði ég þá kaffi og kökur á heimili hennar. Minnist ég hennar sem hlýrrar konu, sem var afar annt um stóra barnahjörð sína. Ekki óraði mig fyrir þá að þar ætti ég eftir að ganga um sali síðar meir. Björn tók mér strax afar vel og brátt urðum við mestu mátar. Dvöldum við löngum á spjalli um skaftfellsk málefni, en þeim var hann nákunnugur frá æsku, en ég hafði verið í sveit í Mýrdal og þekkti til af afspurn ýmislegt af því, sem hann kunni vel skil á og sagði frá af nákvæmni og áhuga. Þá kunni hann frá mörgu öðru að segja, sem ég kunni vel að meta. Þetta batt okkur sterkum vináttuböndum, sem ég mat afar mikils. Kom svo að ég lít á hann sem einn ljúfasta mann og mannvin, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Þá er mér í fersku minni ferð okkar hjóna með honum um Mýrar, starfsvettvang hans um árabil, þar sem við nutum leiðsagnar hans. Þar fór hann á kostum. Enda þótt hann væri orðinn aldraður að árum lifn- aði hann allur við, er hann leit gaml- ar reiðgötur, sem hann fyrrum þræddi á prestsárum sínum þar vestra, og minntist genginna lífs- förunauta. Sérstakt áhugamál okkar tengdi okkur enn betur saman; ættvísi eða ættfræði hafði löngum sótt á okkur með sínum kynngimagnaða krafti, sem erfitt er að útskýra. Þar var ég löngum lærisveinn, sem sótti margvíslegan fróðleik til hans sem lærimeistara. Þar gaukaði hann að mér ýmsu, sem kom í góðar þarfir við ættargrúsk mitt. Það var ekki einvörðungu í samræðum við hann um ættfræði, sem ég heyjaði mér mörg fróðleiksstráin. Ættfræðirit hans voru mér, eru og munu vera mikill nægtabrunnur. Veit ég að margur ættfræðingurinn leitar sér þar upplýsinga, sem liggja ekki annars staðar á lausu. Þar kynnist ég einstökum vinnubrögðum, vel skipulögðum og nákvæmum, sem munu standast tímans tönn. Björn viðhafði vinnulag, ekki ólíkt því, sem nýjasta tæki nútímans, tölvan, starfar eftir. Mættum við „nútíma" ættrýnar temja okkur betur vönduð og nákvæm vinnubrögð í anda hans. Ættfræðirit hans eru fjölmörg. Helstu verk Bjöms á þvi sviði eru: íslenzkir guðfræðingar 1847- 1947, II. Kandídatatal, 1947; Guð- t Elskuleg dóttir mín, stjúpdóttir, systir, unnusta, sonar- og dótturdóttir, EYRÚN BJÖRG GUÐFIIMNSDÓTTIR, Traðarstfg 2, Bolungarvík, Krókahrauni 10, Hafnarfirði, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar- daginn 15. febrúar. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, föstudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarsjóð Heilaverndar. Guðfinnur G. Þórðarson, Elfsabet S. Þórðarson, Andrés Pétur Guðfinnsson, ívar Bergþór Guðfinnsson, Þórður Gfsli Guðfinnsson, Tómas Halldórsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Leifur Steinarsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir. fræðingatal 1847-57, 1957; Ættir Síðupresta, 1960; Vestur-Skaftfell- ingar 1703-1966, I-IV, 1970-73; Guðfræðingatal 1847-76, 1978; Nafnalykill að Manntali á íslandi 1801,1984, fjölritað handrit; Nafna- lykill að Manntali á íslandi 1845, 1986, fjölritað handrit. Nafnalyklar hans að manntölunum 1801 og 1845 bókstaflega opnuðu ættfræðingum aðgang að ættvísi fyrri hluta síðustu aldar, sem annars hefði verið þeim lokaður, svo ekki sé minnst á hin ættfræðirit hans. Heimili Bjöms ber vott um sterk- ar rætur í fornri íslenskri menn- ingu, enda getur þar að líta margan fagran grip, sem á uppruna sinn fyrir síðustu aldamót eða jafnvel fyrr. Þá hefur hið mikla bókasafn hans mikið aðdráttarafl, enda leyn- ast þar margar fágætar og merkar bækur á flestum tungum hins vest- ræna heims. Margar bókanna hafði Bjöm sjálfur bundið inn, enda hand- laginn. Minnist ég þess, er hann var að gera við kollstóla í unaðs- reit sínum, Lindarbrekku við Hreða- vatn í Norðurárdal, hversu létt og haglega honum fórst það úr hendi að fella krossspýtur á stóllappirnar. Þar fór hagur maður. Þessi fáu og fátæklegu orð eru færri og fátæklegri en efni standa til, en erfitt er að minnast góðs drengs, sem genginn er, var svo náinn og enn er svo hugstæður. Björn var aldraður, þegar okkar kynni hófust, ekki urðu árin mörg, sem við áttum saman, en minningin um hann er mér afar mikils virði og ég mun varðveita með mér, svo lengi sem mér endist vit. Ég þakka honum af heilu hjarta þessi ár. Megi guð Jians varðveita hann. Ólafur H. Óskarsson. Það er heiðnkja hugans, þar á heiftin ei skjól, gegnum kaldlyndisklakann skín þar kærleikans sól. (Jakob Thorarensen) Einn glæsilegasti forystumaður íslenskrar bindindishreyfingar frá upphafí vega er í val fallinn. Björn Magnússon prófessor er látinn, ald- inn að árum en til hinsta dags gæddur þeirri heiðríkju hugans að engum sem hann þekkti fékk dulist að hann var búinn óvenju miklu andlegu atgervi. Ungur að árum gerði Björn Magnússon sér Ijóst hvert böl áfengisneysla býr mönnum. Það vafðist ekki fyrir jafnskýrum manni að sá sem selur áfengi eða dreifir því á annan hátt er meinsemdin - en sá sem ánetjast vímuefninu er fórnarlamb og tíðum blóraböggull. Hann tók undir það mað Páli post- ula að maðurinn er musteri Guðs. Sá sem stuðlar að því að maðurinn mengi sjálfan sig ólyíjan, hvort sem það er löglegt vímuefni eða ólöglegt - eða annars konar eitur, brýtur niður það musteri Guðs sem hver maður er. Og Bjöm Magnússon var svo heillyndur og trúr sannleikanum að hann skipaði sér strax þar í sveit sem virðingin fyrir manninum var sett í öndvegi, virðingin fyrir sjálf- um sér og þar af leiðandi öðrum mönnum einnig. Ekki gat það á annan veg farið en Björn Magnússon yrði valinn til forystu hvar sem hann haslaði sér völl. Ég man ekki til þess að neinn annar maður en hann hafi verið í forystu þrennra samtaka sem að áfengisvömum vinna: Hann var formaður Landssambandsins gegn áfengisbölinu um skeið, formaður Bindindisráðs kristinna safnaða og stórtemplar í Stórstúku Islands. Þá var hann í áratugi í forystu í Reglu musterisriddara. Störf sín öll vann hann með þeim ágætum að ekki varð á betra kosið. Ungum barst mér í hendur rit Björns Magnússonar, Þér emð ljós heimsins. Hálf öld er síðan. Þegar ég kynntist höfundinum gerði ég mér fljótt grein fyrir því að nafn kversins var ekki tilviljun ein. Fáa menn hef ég þekkt sem hafa endur- varpað jafnmiklum ljóma frá „kær- leikans sól“ sem hann. Og veitir síst af þar sem „kaldlyndisklakinn“ leitast við að hremma í klær eigin- girni og auðhyggju mannlíf og raunar þjóðlíf allt. Kær vinur og bróðir er kvaddur að loknu löngu og giftudijúgu ævi- starfí. Minningarnar um mannkær- leika hans, djúpan skilning á mann- legu eðli og þekkingu á þeim verð- mætum, sem mölur og ryð fá aldr- ei grandað lifa í bijóstum vina hans og bræðra. Ólafur Haukur Árnason. Við fráfall sr. Björns Magnús- sonar fyrrv. prófessors, leitar hug- urinn til æskuáranna, þegar heim- ili hans og Charlottu Jónsdóttur konu hans, var nánast annað heim- ili mitt. Minningin um þau hjónin er í mínum huga svo samofin, að sr. Björns verður varla minnst án þess að Charlotta sé honum við hlið. Slík var samheldni þeirra í öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur, jafnt í stóru sem smáu. Mig langar að minnast þeirra hjóna nokkrum orðum og koma á fram- færi þakklæti mínu fyrir alla þá góðvild og umhyggjusemi sem þau sýndu mér, allt frá fyrstu árum bernsku minnar. Charlotta föðursystir mín og sr. Björn voru mikið mannkostafólk og hið stóra heimili þeirra stóð ávallt opið gestum sem að garði bar, og þeim vísað til stofu af höfð- ingsskap og hlýju. Heimili þeirra á Borg á Mýrum, þar sem Björn var prestur á árunum frá 1929 til 1945, stendur mér ennþá ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, engu síður en að Bergstaðastræti 56, þar sem þau bjuggu eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. I fórum mínum er sendibréf, sem móðir mín sendi móður sinni fyrir 62 árum. Hún er í bréfi þessu að lýsa hlýjum móttökum sem hún fékk er hún kom með ársgamlan son sinn í heimsókn að Borg. Hún gleymir ekki í bréfi sínu að geta Ingibjargar mágkonu sinnar, syst- ur Charlottu, sem bjó alla tíð í Borgarnesi með eiginmanni sínum Axel Kristjánssyni og Júlíusi syni þeirra. Sjálfsagt þótti að koma við hjá Ingu og Axel, þegar leiðin lá að Borg, og þiggja hjá þeim góð- gerðir eftir sjóferðina með Lax- fossi. Að þessu sinni beið Inga á bryggjunni eins og endranær þegar von var á ættingjunum frá Reykja- vík, tilbúin með bíl handa ferða- löngunum sem oft voru eftir sig eftir siglinguna. Þetta var mín fyrsta heimsókn, en ekki sú síðasta á heimili Björns og Lottu. Einhveijar ánægjulegustu stundir bernskuáranna, voru þær stundir þegar við Björn yngri bróð- ir minn fengum að dvelja á Borg í glöðum hópi frændsystkina, flest sumur meðan fjölskyldan átti þar heima. Árið 1945 urðu þær breytingar á högum sr. Bjöms og Charlottu, að þau flytja frá Borg og setjast að í Reykjavík, eftir að Björn hafði fengið kennarastöðu við guðfræði- deild Háskóla Islands. Þau festu kaup á íbúð á Bergstaðastræti 56, þar sem heimili þeirra stóð síðan. Við bræðurnir hrósuðum happi, frændfólkið var komið í næsta ná- grenni við okkur, þó að eftirsjá væri mikil að Borg. Á Bergstaða- strætið lágu síðan mörg spor og þrátt fyrir annríki hjónanna við uppeldi og menntun barna sinna í nýju umhverfi, var aldrei amast við heimsóknum hávaðasamra frænda og vina. Má segja að þetta hafi strax orðið okkar annað heimili. Þrátt fyrir að háskólakennarinn, fræðimaðurinn og presturinn þyrfti af skiljanlegum ástæðum að hafa næði við störf sín sem voru ærin heimafyrir, auk kennslunnar, minnist ég þess aðeins einu sinni að honum væri nóg boðið og að hann hastaði á okkur strákana og það á nokkuð ákveðinn hátt. Eftirminnilegur var faðir Björns, sr. Magnús Bjarnarson, fyrrum prófastur að Prestbakka á Síðu, sem bjó þjá þeim hjónum til hárrar elli, en hélt sínu virðulega fasi fram í andlátið og var mikil virðing bor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.