Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 MORGUNBUAÐIÐ FRÉTTIR ÞEIM er ekkert heilagt, þessum víkingum. Þeir láta sér ekki nægja að ræna Smugu- fiskinum frá okkur, nú á líka að taka stökkmetin. Sjö ný athafnasvæði hugsanleg í Reykjavík Geldinganes álitlegast fyrir orkufrekan iðnað í SKÝRSLU verkefnisstjórnar á vegum Reylgavíkurborgar og Afivaka hf., frá því í maí 1995, er bent á sex staði fyrir utan Gelai.'»ganes, sem koma til greina sem athafnasvæði í Reykjavík. I SKÝRSLU verkefnisstjómar á vegum Reykjavíkurborgar og Afl- vaka frá árinu 1995 um framtíðar- iðnaðarsvæði í Reykjavík, er að finna hugleiðingar um sérsvæði fyr- ir orkufrekan iðnað í Reykjavík. Bent er á Geldinganes, sem álitleg- asta kostinn en auk þess er bent á sex aðra staði sem koma til greina. Um Geldinganes segir í skýrsl- unni að þar sé 220 hektara land og að það sé eyja, sem auðveldlega megi girða af sem frísvæði. Nesið yrði í einstaklega góðum tengslum við aðkomuleiðir að borginni frá Vestur- og Norðurlandi og í góðum tengslum við stofnbrautakerfi borg- arinnar. Auk þess sé stutt í allar tengingar frá veitustofnunum borg- arinnar. Bent er á að á nesinu megi fá mikið grjót til fyllingar fyrir hafnarsvæði og undirbygging- ar vegtenginga og annarra mann- virkjagerða. Hamrahlíðarlönd Eitt svæðanna eru Hamrahlíð- arlönd við Úlfarsfell. Kostir svæð- isins eru meðal annars taldir vera nálægð við Vesturlandsveg og rannsóknarstofnanir á Keldnaholti, þar sem áætlað er að byggja upp rannsóknarsvæði í framtíðinni. Ókostir eru taldir vera landhalli á vesturhluta svæðisins og að 3 km eru að væntanlegri vöruflutninga- höfn í Eiðsvík auk þess sem svæðið er ekki jafn landfræðilega afmarkað sem frísvæði eins og Geldinganes. Átöppun á vatni við Rauðavatn? Annað svæði er austan Grafar- holts við Reynisvatn og fær það svipaða umsögn og Hamrahlíðar- lönd. Fram kemur að frá umhverf- issjónarmiði sé svæðið ekki jafn áberandi og sé auk þess landfræði- lega betur afmörkuð heild miðað við Hamrahlíðarlönd. Bent er á svæði austan Rauða- vatns sem talið er nægilega stórt eða um 250 hektarar en það er í suðurhlíðum Hólmsheiðar við Suð- urlandsveg. Tekið er fram að svæð- ið sé vel staðsett fyrir átöppun á vatni til útflutnings frá nýja vatns- tökusvæðinu í Heiðmörk. Kostir eru taldir nokkuð góðir og landrými nægilegt til langs tíma auk þess sem möguleikar á tengingu við veitukerfi borgarinnar séu afar góð- ir. Aftur á móti er svæðið í 6-7 km fjarlægð frá væntanlegri höfn í Eiðsvík og áberandi frá Suður- landsvegi. 100 hektarar í Örfirisey Um fýllingasvæðið vestan Ör- firiseyjar segir, að í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010 sé sýndur möguleiki á tæplega 100 hektara landfýllingu á grunnsævinu vestan Örfíriseyjar. Jafnframt er tekið fram að gatnakerfið í vesturbænum taki ekki við meiri umferð án sér- stakra aðgerða. Kostimir byggist á nálægð við miðbæinn og gömlu höfnina en dýrt muni vera að koma háspennulínum á staðinn. Bent er á Álfsnes sem er í eigu borgarinnar en innan lögsögu Kjal- ameshrepps. Svæðið er í um 3 km fjarlægð frá Eiðsvík. Kostir nessins eru að ef svæðið yrði tekið í notkun gæti það flýtt fyrir lagningu Sunda- brautar og jafnvel sameiningu sveitarfélaganna. Nesið er vel af- markað svæði um 200 hektarar að stærð og gott byggingarland en galli að það er í öðm sveitarfélagi og langt í veitukerfi borgarinnar. Fljótlegt að byggja upp á fyllingu Loks er bent á Klettasvæðið við Sundahöfn og kemur fram að ef um fá fyrirtæki er að ræða, sem ekki krefðust mikils landrýmis og vildu hefja starfsemi sem fyrst, þá væri hægt að koma þeim fyrir á fyllingunum, sem verið væri að vinna norðan hafnarsvæðis Olís. Áætluð fylling er um 20 hektara. Framtíðarskipan Evrópu Aðild að NATO, YESog ESB styður hver aðra STÆKKUN Atlants- hafsbandalagsins, NATO og Evrópu- sambandsins, ESB, er mál- efni sem varðar allar þjóðir Evrópu. Næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar, heldur dr. Ludger Kuhnhardt, prófessor í stjórnmálafræði við háskól- ann í Freiburg í Þýzkalandi, fyrirlestur á vegum Alþjóða- stofnunar Háskólans og stjómmálafræðiskorar um „hlutverk Þýzkalands í Evr- ópu og tengslin yfir Atlants- hafið“. Blaðamaður Morgun- blaðsins náði tali af dr. Kuhnhardt fyrir komu hans til landsins og fékk hann til að segja frá efni fýrirlestrar- ins. „Þýzkaland hefur aðallega þrenns að gæta í þessu um- byltingarferli í Evrópu [eftir lok kalda stríðsins]. í fýrsta lagi verður að styrkja athafnasvigrúm Evrópu- sambandsins, en það felur framar öllu í sér styrkingu ákvarðanatöku- ferlisins auk þess að fylgja Efna- hags- og myntbandalaginu, EMU, í höfn. Annað aðalatriðið er hlið- stætt hinu fyrsta, þ.e.a.s. framtíð- arskipan ESB, en það er framtíðar- skipulag og -þróun NATO, eða tengslanna yfir Atlantshafið. Alls- heijarskipulag Evrópu stendur á tveimur stoðum; ESB og NATO. Aðlögunarferlin, sem í gangi em hjá hvorri stofnun fyrir sig em bæði hluti af því starfí, sem miðar að því að búa öryggiskerfi og póli- tíska skipan hins vestræna heims undir 21. öldina, hvort á sinn hátt. Þriðja aðalatriðið er að þróa bet- ur tengslin við hin fyrrverandi aust- antjaldsríki. Þar verður reyndar að gera greinarmun á tveimur hópum ríkja. Annars vegar þau ríki, sem Þýzkaland hefur sérstakan pólitísk- an áhuga á að verði bundin með fullri aðild bæði að ESB og NATO. Fyrir Þýzkaland er það til langs tíma litið ekki gott, ef austurlanda- mæri þess em jafnframt austur- landamæri stofnana hins vestræna heims. Lönd eins og Pólland, Tékk- land og Ungveijaland em „austur vestursins“. Þess vegna eiga þau, bæði af menningarlegum og efna- hagslegum ástæðum, en einnig á gmndvelli þess árangurs sem þau hafa náð á umbyltingarskeiðinu, að fá fulla aðild að gilda-, öryggis- og efnahagssamfélagi vestursins. Hins vegar þarf að finna hentugt form á tengslunum við þau ríki, sem annaðhvort vilja ekki eða geta ekki orðið aðilar að hinum vestrænu bandalögum, en vilja samt ekki lifa í skugga Rússlands, en jafnframt verður að byggja upp traust sam- skipti við Rússland. Þessi þijú aðalatriði, sem ég hef lýst hér stuttlega, hafa mest að segja um hlut- verk Þýzkalands í þeirri Evrópu sem er að skipu- leggja sig upp á nýtt við lok tuttugustu aldar.“ - Hvernig snertir þessi þróun vestur-evrópsk ríki eins og Noreg og ísland, sem standa utan ESB, en innan NATO? „Það er einmitt ein aðalástæðan fyrir heimsókn minni til íslands að kynnast afstöðu íslendinga hvað þetta varðar og að skilja rökin fyr- ir henni. Almennt séð tel ég mikilvægt Dr. Ludger Kiihnhardt ► Dr. Ludger KUhnhardt er fæddur í Munster í Þýzkalandi árið 1958. Hann sótti þýzka blaðamannaskólann í Munchen og vann til skamms tíma sem blaðamaður og gerði heimilda- þætti fyrir sjónvarp. Hann nam síðan sögu, stjórnmálafræði og heimspeki og lauk árið 1986 annarri doktorsgráðu (Habilit- ation) sinni. 1987-1989 vann dr. Kuhnhardt sem ræðuritari Richards von Weizsackers, for- seta Þýzkalands. Haustið 1991 var hann skipaður prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Freiburg. Hann er kvæntur og á eina dóttur. Rödd Islands ervirt, ogá hana hlustað annarri og hver styðji aðra. Þannig sjá Þjóðveijar enga mótsögn í NATO-, VES- og ESB-aðild, heldur öllu fremur tröppugang mishárra samstarfsstiga. Það er misskilningur, að styrking og útvíkkun starfsvettvangs VES veiki tengslin yfír Atlantshafíð við Bandaríkin. Bandaríkjin óska sér að Evrópa deili forystuhlutverki með sér (sé „partner in leaders- hip“); þeir vilja að Evrópubúar axli meiri ábyrgð á eigin gerðum og í utanríkis- og vamarmálum er VES stofnun, sem ekki hefur verið mót- uð nægilega markvisst í þessa átt. Árið 1998 rennur stofnsamning- ur VES úr gildi; þegar hann var saminn árið 1948 var gildistími hans takmarkaður við 50 ár. Þá verður kominn tími til að ræða nánari nálgun VES að ESB, jafn- vel fullur samruni VES við ESB. Evrópuþingið til dæmis er mjög fylgjandi þessum samruna. En hafa ber í huga, að í Evrópu heldur enginn því fram að styrkt starfsemi VES eigi að vera beint gegn virkri þátttöku Bandaríkjanna í öryggis- kerfi Evrópu. Þvert á móti. Það eru allir sannfærðir um - ekki sízt eft- ir reynsluna af stríðinu á Balkanskaga - að án NATO, það er án þess að Bandaríkin beiti sér áfram sem evrópskt “""" stórveldi, væri ekki hægt að byggja upp framtíðarör- yggiskerfi Evrópu. Mér virðist þetta málefni þurfa á ítarlegri umræðu allra hlutaðeig- andi að halda. Ég ímynda mér að þetta verði eitt þeirra umræðuefna, sem rædd verða á fundum mínum á íslandi. Ég hef sérstakan áhuga á að kynnast rökum íslenzkra ráða- manna fyrir afstöðu þeirra og mati að benda á, að frá þýzkum sjónar- þeirra á framtíð tengslanna yfir hóli sé ekkert beint og skuldbind- andi samband milli aðildar að NATO, VES og ESB, heldur virki aðildin að öllum þessum þremur stofnunum sem útvlkkun hver á Atlantshafið. ísland er virt stoð í vamarsamvinnu heimsálfanna tveggja og því mikilvægur þátttak- andi í þessari þróun, hvers rödd er hlustað á af athygli í Þýzkalandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.