Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 55 MINIMINGAR ar: Hrólfi, Auði og Sveinbirni litla, sem hafa nú misst afa sinn. Syst- urnar þrjár sem kveðja nú kæran bróður og hún amma mín Róshilð-. ur sem misst hefur drenginn sinn langt fyrir aldur fram. Eitt veit ég þó að þar sem Svein- björn frændi vaknar, þar verður fyrir honum grösugur dalur, hóf- lega beittur feitum sauðum. Þar verður rauðblesóttur hestur sem hann mun stíga á bak og saman munu þeir skoða fugla himinsins, stóra og smáa, og sjálfsagt verður þar ýmislegt sagt á hebresku og grísku. Guð geymi þig, elsku frændi minn. Benedikt Erlingsson. Skilafrest- ur minn- ingar greina Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. EINAR MATTHÍAS KRISTJÁNSSON + Einar Matthías Krisljánsson fæddist í Reykjavík 2. október 1926. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 4. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju í Kópavogi 13. febr- úar. Elsku afi okkar er dáinn. Það er mjög erfitt að sjá á eftir þér. Það er skrýtið að hugsa til þess að afi í Mosó, eins og við kölluðum þig alltaf, sé ekki lengur með okkur og sárt að hugsa til þess að við fáum ekki að njóta oftar samvista með þér. En við huggum okkur við allar góðu minningarnar um þig enda er svo margs að minnast. Þú og amma sem létuð ykkur aldrei vanta þegar eitthvað stóð til hjá okkur. Allar skemmtilegu útilegumar sem við fórum í saman og allar yndis- legu stundirnar sem við áttum hjá ykkur í Markholtinu. Þú varst besti afi sem hægt var að hugsa sér. Alltaf svo góður og skemmtilegur, með þetta sérstaka hlýja bros, sem kom okkur ávallt i gott skap. Við þökkum þér fyrir öll árin og allar þær stundir sem við áttum saman. Við vitum að þér líður vel núna þar sem þú ert. Við munum aldrei gleyma þér. Blessuð sé minning þín. Jónína, Guðbjörg Sigríður og Einar Matthías, Selfossi. í bernskuminningu stendur Einar Krist- jánsson fyrir hug- skotssjónum, hávax- inn og mikill, skelli- hlæjandi og frískur að fást við starf sitt — að rækta rósir. Garðyrkjumaður- inn Einar var kvæntur föðursystur okkar, Guðbjörgu, og við eig- um erfitt með að muna, að það hafi nokkurn tímann verið einhver skil á milli umhyggju hans fyrir okkur og fyrir sinni eigin fjöl- skyldu. Einar hafði auga með okk- ur á floti í lífsins ólgusjó, fylgdist vel með og lagði sitt til málanna með þeirri kímni sem honum var eðlislæg og nægði til þess að eftir var tekið. Barnafjöldi sem af okk- ur er kominn minnist Einars með mikilli hlýju. Hann stundaði í raun og veru alla tíð ræktunarstarf. Störf hans að félagsmálum, málefnum leikfé- lagsins í Mosfellssveit, sem þá hét, og síðan áratuga starf með börnum og unglingum við skólann og sundlaugina í Mosfellsbæ muna allir og finna fyrir áhrifum hans, nú þegar hann er á braut. Við erum svo sem engar rósir, bræðurnir, en við erum þakklátir fyrir að hafa fengið að vera hluti af ræktunarstarfi Einar Kristjáns- sonar í þessu lífi. ísleifur Pétursson, Helgi Pétursson, Kristinn Pétursson, GissurPétursson oir fiölskyldur. t Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Grundarfirði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HAFDÍSAR INGVARSDÓTTUR, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar krabbameinssjúkra. Aðalheiður Gestsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson, Hafþór Gestsson, Emma G. Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og jarðarfarar JÓNS JÓHANNESAR JÓSEPSSONAR frá Sámsstöðum, Dalbraut 6, Búðardal. Sérstakar þakkir til læknanna á heilsu- gæslustöð Búðardals og annarra sem hjálpuðu okkur. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg M. Jónsdóttir, Kristján G. Bergjónsson, Sigurður Jónsson, Karen Guðlaugsdóttir, Eyjólfur J. Jónsson, Sveinbjörg Ólöf Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. V V újdiíu ddj/ra 1- Með hagræðingu og frábæru samstarfi við viðskiptavini sína hefur Samvinnuferðum - Landsýn enn einu sinni tekist að koma með ferðatilboð sem vart á sér hliðstæðu. Við hvetjum til samanburðar á verði og kjörum! 10 kr. Tveirf 3?m4Gjjg'*-7?fr*'*4 j0n/79s * Á mann. Fullgreitt með peningum eða raðgreiðslum fyrir 10. mars nk. Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli eriendis, fararstjórn, flugvallarskattar og bókunargjald í alferð og innritunargjald í Keflavík. mgSLu kr. ^opioa A\/i 'enidi ’a. r Sttmarleyfi í „áskrift'"! lfertu áskrifandi að vel heppnuðu sumarleyfi með raðgreiðslum I 12, 24 eða 36 mánuði. 10.000 kr. afsláttur! Greiddu ferðina fyrir 10. mars og þú færð 10.000 kr. afslátt af Stjörnubrottför. Gerðu verðsamanburð! að 19% verðlækkun á milli ára á ferðum til Mallorca ef þú greiðir fyrir 10. mars. erðlækkun á milli ára á ferðum til Benidorm ef þú greiðir fyrir 10. mars. Sumarleyfisferð fyrir fjögurra manna fjólskyldu fyrir: 4.700 kr. * á mánuði *Gildir fyrir 10. mars nk. Miðað við 36 mánuði. Ferð til Albir, 16. júní 1997 í tvær vikur, tveirfullorðnir og tvö börn 2-11 ára. Innifalið er flug, gisting, aksturtil og frá flugvelli erlendis, fararstjórn, flugvallar- skattar, bókunargjald í alferð, innritunargjald í Keflavík og allur kostnaður við raðgreiðslusamning. Ferðakostnaður er 133.620 kr., vextir og kostn. v/raðgr. er 35.580 kr. Samtals 169.200 kr. Nýr glæsilegur sérferðabæklingur kemur út nk. sunnudag! r- SamviiMiiferðir-laiiils ýn Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 5691010 • Slmbréf 552 7796 og 5691095 • Innanlandsferðir S. 5691070 Hótel Sögu við Hagatorg *S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hafnarfjðrður: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Simbréf 565 5355 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Simbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Símbréf 4311195 Akureyrl: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Simbréf 461 1035 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Simbréf 481 2792 ísafjörður: Hafnarstræti 7 • S.456 5390 • Sfmbréf 456 3592 Einnig umboðsmenn um tand allt ■imiuMMíiHMiiimm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.