Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Frjálsar íþróttir - inn- anhússaðstaða OKKUR, sem fylgd- umst með glæsilegu afmælismóti frjáls- íþróttadeildar ÍR í Laugardalshöll nýlega og höfðum orðið vitni að því mikla undirbún- ingsstarfi sem það hafði kostað félaga deildarinnar til að svo vel tókst til sem raun bar vitni, hlýtur að undra þann kjark og áræði sem ftjáls- íþróttadeildin sýndi við þær aðstæður sem upp á er boðið. Laugardalshöllin tók miklum stakka- skiptum og með mikilli vinnu, varð hún að nokkuð frambærilegri fijáls- íþróttahöll, en því miður aðeins fyr- ir þennan stórviðburð. Einhveijir hafa e.t.v. borið þá von í brjósti að forráðamenn Reykjavík- urborgar tækju þá ákvörðun þegar sjá mátti hve vel hafði tiltekist að ákveða að sérhæfa höllina sem frjálsíþróttahús til heiðurs þessu framtaki og einnig til að þakka okkar frábæra frjálsíþróttafólki, sem áþreifanlega sýndi á mótinu að það stendur sumt vel jafnfætis Sú frumstæða aðstaða sem frj álsiþróttafólk býr við hér á landi, seg- ir Magnús Jakobsson, er einnig skert að stór- um hluta vegna notkun- ar á húsunum til ann- arra hluta. þeim bestu í heiminum, þrátt fyrir mismun á aðstöðu. Fordæmi eru hér á landi fyrir sérhæfðum íþróttahúsum, þar sem allt er til staðar er varðar viðkom- andi íþrótt, nægir þar að nefna tennis, badminton og fimleikahús auk margra sérhæfðra húsa fyrir hverskonar innanhússknattleiki. Forysta ÍR-inga um nýjungar í fijálsum íþróttum er síður en svo ný af nálinni, fyrsta kennslubók í fijálsum íþróttum var gefin út af ÍR og bar hún nafnið Útiíþróttir, sem var ekki að undra með aðstæð- ur eins og þær gerðust á þeim tíma og þá staðreynd að fijálsíþróttir voru aðeins iðkaðar úti að sumri til. Hvort nafn þessarar bókar, Úti- íþróttir, hafi orðið þess valdandi að ráðamenn þjóðarinnar, bæði ríkis og sveitafélaga, hafi ekki séð ástæðu til þess að skapa hér innan- hússaðstöðu í fijálsum íþróttum skal ósagt látið, en staðreyndin er sú að innanhússaðstaða hér er með öllu óviðunandi og hefur lítið lag- ast, ef frá er talin aðstaða í Baldurs- haga í Laugardal sem tekin var í notkun 1970 sem var þá stórt framfaraskref. Síðan Baldurshagi var tekinn í notkun hefur nánast ekkert gerst sem bætt hefur aðstöðuna innan- húss, þrátt fyrir þá staðreynd að fijálsar íþróttir verði ekki stundaðar hér nema ca fimm mánuði á ári utanhúss. Hvarvetna í heiminum er innan- hússaðstaða talin forsenda fram- fara, t.d. í Bandaríkjunum er hún talin nauðsyn allt suður til Kaliforn- íu, á þessu sést hversu mikilvæg innanhússaðstaða er hér á landi þar sem um er að ræða sjö mánuði á ári sem annarri æfingaaðstöðu er ekki til að dreifa. Sú frumstæða að- staða sem fijálsíþrótta- fólk býr við hér á landi er einnig skert að stór- um hluta vegna notk- unar á húsunum til annarra hluta, sem dæmi má nefna að þijár af fjórum stang- arstökksæfingum í Laugardalshöll í des- ember síðastliðnum voru felldar niður vegna annarra atburða í húsinu. í þessu sambandi má nefna viðtal við hina frábæru fijáls- iþróttakonu Völu Flosadóttur þar sem hún segist æfa stangarstökk allt að fimm sinnum í viku í Sví- þjóð, varla þarf því nokkurn að undra þótt við eignumst ekki stóraf- reksmenn í vandasömum tækni- grejnum fijálsra íþrótta. Á undanförnum sjö árum hafa sveitarfélög á suðvesturhorni lands- ins lagt metnað sinn i uppbyggingu fullkomina íþróttavalla og ber að þakka það framtak sérstaklega, hér eru nú fímm gerviefnavellir og sá sjötti í undirbúningi, þessi mikla uppbygging hefur nú þegar borið þann árangur að unglingum hefur stórfjölgað í fijálsum íþróttum þrátt fýrir þá staðreynd að mjög örðugt er að veita þeim góða æfingaað- stöðu þann tíma sem æfa verður innanhúss. En það er einmitt vegna þessarar miklu uppbyggingar íþróttavalla, sem menn hljóta að undrast skiln- ings og framkvæmdaleysi þegar kemur að innanhússaðstöðu, þó dæmið um aukna þátttöku og bætt- an árangur gangi hreinlega ekki upp án hennar. Samstarf sveitarfélaga hefur oft sýnt sig í að gefa góða raun í ýmiss konar uppbyggingu, gleggsta dæm- ið um íþróttamannvirki er án efa í Bláfjöllum, það kann þó að vera hluti af skýringunni að í almennum skilningi er sú uppbygging utan hefðbundinnar staðsetningar hvers sveitarfélags, þar sem örðugt er að iðka skíðaíþróttina hér niðri í byggð. Með þessum skrifum vil ég ein- dregið hvetja forsvarsmenn þeirra sveitarfélaga sem af mikilli fram- sýni hafa ráðist í byggingu þeirra glæsilegu íþróttamannvirkja sem risið hafa á undanförnum árum að sameinast nú um að stytta okkar frábæra íþróttafólki langa og erfiða vetur við æfingar í fullkomnu fjöl- nota íþróttahúsi þar sem allar íþróttir nytu sömu möguleika til æfinga og keppni. Við íþróttahreyfinguna í heild vil ég segja að henni er nauðsyn að standa sameinuð i baráttu fyrir þessu stærsta hagsmunamáli félaga sinna í nánustu framtíð, sá styrkur sem hún hefur yfir að ráða samein- uð ásamt góðum vilja ráðamanna bæði ríkis og sveitarfélaga hlýtur að geta þokað þessu nauðsynjamáli áfram fljótt og örugglega, þannig að okkar frábæra íþróttafólk njóti þeirra aðstæðna sem það á sannar- lega skilið. ÍR-ingar hafið hugheila þökk fyr- ir ykkar stóra innlegg sem ég tel að stórmótið ykkar í Laugardals- höll hafi verið og er vel til þess fallið að ýta rösklega af stað um- ræðu og síðar vonandi framkvæmd- um við fullkomið fjölnota íþróttahús hér á höfuðborgarsvæðinu Höfundur er fyrrverandi formaður FRI. Magnús Jakobsson Opið bréf til söngmála- stjóra Þjóðkirkjunnar VIÐ LESTUR grein- ar þinnar, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 7. febrúar sl., vöknuðu hjá mér ýmsar spurningar varðandi embætti þitt, og einnig geri ég mér alltaf betur grein fyrir því valdi, sem þú hefur í krafti þess, og hvernig þú nýtir þér það og jafnvel misnotar. Hér á ég eingöngu við það sem lýtur að orgelkaup- um í kirkjur landsins, t.d. það að einn og sami danski orgelsmiðurinn skuli smíða hvert hljóð- færið af öðru hingað til lands eftir ábendingar frá þér. Eru það sóknir, eða emb- ætti þitt, sem borga undir þig skoð- unarferðir vítt og breitt um Evrópu, alltaf með sömu niðurstöðunni? Að þú skulir leyfa þér að halda því fram að þú hafir einlægan áhuga á því að fá einnig innlend orgel í kirkjur landsins er því ekki trúverðugt. Nú hef ég sjálfur kynnst orgelum frá þessu danska fyrirtæki af eigin raun og get ekki séð, og því síður heyrt, að þau hafi nokkuð umfram önnur orgel hér á landi. Meira að segja get ég upplýst þig um það að einn mætasti kirkjutónlistarmaður landsins var eitt sinn beðinn að gefa álit sitt á orgeli frá þessu fyrirtæki eftir að hafa leikið á það. Hans orð voru þau, að ef hann mætti bera það saman við orgel frá mér af svipaðri stærð mundi hann gefa mínu hljóð- færi hærri einkunn. Ég ætlast ekki til þess að ég fái að smíða öll orgel í íslenskar kirkj- ur, bæði kæmist ég ekki yfir það og eins væri það mjög einhæft fyrir íslenska orgelflóru. Það segir sig hinsvegar sjálft, að á þeim stað og í því landi sem orgelsmiður starfar, hljóta orgel frá honum að vera áber- andi. En það er jafn einhæft að fá orgelin alltaf frá sama fyrir- tækinu, þó útlent sé. Þú nefnir að eftir skoðun á 25 orgelum erlendis, og einhvetjum hér heima, hafir þú og organisti Kópavogs- kirkju getað mælt með orgeli frá P. Bruhn. Þýðir það að Kópavogs- kirkja hafí ekki leitað eftir tilboðum annars staðar frá? í útvarpsþættinum Samfélagið í nærmynd hinn 13. nóvember sl. var varaformaður Kársnessóknar spurð- ur að því hvort ekki hefði verið leit- að til íslensks orgelsmiðs um smíði hljóðfærisins. Svar hans var stutt. ,,JÚ, en hann treysti sér ekki í það.“ Ég hafði tal af varaformanni varð- andi þessa yfirlýsingu og voru orð hans þau að þú hefðir talið þetta of stórt verkefni fyrir mig. Er ekki eðlilegt að ég svari slíkum spurningum sjálfur? Svona til fróðleiks fyrir þig og aðra, handverkið er það sama hvort sem orgelið hefur 20 eða 30 raddir - 2 eða 3 hljómborð. Mig þarf ekki að undra þótt margar sóknamefndir sem eru í hugleiðingum um kaup á orgelum leiti ekki til mín, ef þú af- greiðir öll mál á þennan hátt. Á til- tölulega skömmum tíma fékk P. Bruhn fjögur orgel að smíða til ís- Ég ætlast ekki til þess að ég fái að smíða 511 orgel í íslenskar kirkjur, seffir Björgvin Tómas- son, bæði kæmist ég ekki yfír það og eins væri það mjög einhæft fyrir íslenska orgelflóru. lands og var orgel Kópavogskirkju síðast í röðinni. Þar áður hafði fyrir- tækið afhent þijú orgel til landsins frá árinu 1990, eða sjö hljóðfæri á jafn mörgum árum. Áf þessum sjö hljóðfærum fékk ég tækifæri til að bjóða í eitt. Nú bíð ég spenntur eft- ir því hvert það næsta fer. Hinn 7. nóvember sl. var orgel mitt í Þorlákskirkju vígt. Þú gast ekki verið viðstaddur, þar sem þú varst að spila við vígslu á P. Bruhn orgeli á Höfn í Hornafirði. Ég veit að þú ert allavega tvisvar búinn að koma að orgeli Þorlákskirkju, en álit þitt hef ég ekki enn fengið að heyra, þó liðnir séu tæplega 3 mán- uðir. Þú hefur reyndar aldrei tjáð þig um mín orgel í minni viðurvist, en það hafa aðrir organistar gert, bæði innlendir og erlendir, og undan- tekningarlaust verið starfí mínu og minna manna jákvæðir. Þá hefur það verið mikill styrkur fyrir mig að heyra álit orgelsmiða, bæði frá Evr- ópu og Ameríku. Þú talar um í grein þinni að söfn- uðir eigi heimtingu á því að þú og Ragnar Bjömsson hittist við nokkur Björgvin Tómasson Lífeyrismál ríkis og sveitarfélaga ALÞINGI hefur nú lögfest samkomulag um lífeyrismál sem fjár- málaráðunejdið og for- ustumenn ríkisstarfs- manna gerðu með sér á haustdögum. Lögin eru alveg fráleit að dómi þess sem þetta ritar. Málefni starfsfólks sveitarfélaga eru ófrá- gengin. En fyrir liggur álit starfshóps á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lífeyrismálefni ríkis- starfsmanna eru ekki endanlega afgreidd þó að lög hafi verið sett. Hópar starfsmanna geta samið um það í kjarasamningi að greiða iðgjöld í aðra lífeyrissjóði en Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Vonandi leysa ríkisstarfs- menn sig undan lögunum, helst allir. Stærsta meinsemd lífeyrissjóðs- laganna er að starfsmenn eru skyld- aðir til að veija óhóflega stórum hluta launa sinna til að afla lífeyris. Nýráðnir starfsmenn ríkisins eiga að greiða 15,5% launa í lífeyrissjóð, en almennir launþegar greiða 10%. Líf- eyrir verður um leið allt of hár miðað við laun, með öðrum orðum: Laun verða of lág í hlutfalli við lífeyri. Sé borið saman við Lífeyrissjóð verslun- armanna (LV) er afstaðan þannig: Starfsmaður sem greiðir iðgjald til hins nýja A-sjóðs ríkisins (A-deild LSR) frá 25 ára aldri til 68 ára öðl- ast rétt til 95,4% lífeyris af meðal- launum á starfsævinni. I LV er sam- bærilegur lífeyrir 68,1%. Hér er mið- að við 68 ára lokaaldur sem hefur reynst meðalaldur ríkisstarfsmanna þegar þeir hætta störfum. Spurningin er þá hvort eðlilegt sé að skylda ríkisstarfsmenn til þess að afla sér líf- eyris sem nemur 95% launa. Þar er skotið langt yfir markið. Hafa verður hugfast að málið snýst um líf- eyri sem menn eru skyldaðir til að afla sér. Annað mál er að fólk reynir jafnan að búa í haginn fyrir sig. Það fer eftir aðstöðu manna og viðhorfum í hve miklum mæli hver og einn gerir slíkt og í hvaða formi. Flestir kaupa húsnæði, aðrir spariskírteini, hlutabréf eða aðrar eignir. Slíkt er æskileg sjálfsbjargarviðleitni sem ekki á að kæfa með of miklum skyldutryggingum. Tekjuþörf fólks er almennt miklu meiri fyrri hluta og fram yfir miðja starfsævina heldur en eftir að það kemst á ellilaun. Þá er það að borga af námsiánum, koma sér upp hús- næði, ala börn og aðstoða þau til menntunar og annarra hluta. Auk þess er kostnaður sem fylgir þvi að stunda vinnu. Aldraðir fá afslátt af fasteignagjöldum og ýmissi þjónustu eða ókeypis aðgang. Mér sýnist alveg ótvírætt að Iífeyrir LV, 68% meðal- launa, sé miklu nær lagi, og alls ekki of lágur. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Steingrímur A. Arason, leggur á það áherslu í greinum sem birtust hér í blaðinu, að A-sjóður ríkisins sé ekki með ríkisábyrgð. Hann rökstyður það þannig efnislega: Þó að iðgjald ríkis- ins til sjóðsins eigi að hækka þegar þörf krefur til þess að koma sjóðnum Opinberir starfsemenn þurfa að slíta af sér ötra, segir Jón Erl- ingur Þorláksson, og öðlast sama svigrúm og aðrir í kjarasamingum. í jafnvægi, þá er ekki víst að það muni íþyngja ríkissjóði, því að svig- rúm til launahækkunar minnkar um leið. Þama á hann við að hækkuð iðgjöld muni leiða til Iægri launa starfsmanna en ella. Hækkuninni verði þannig velt yfir á starfsmenn. Þessi skoðun styður það viðhorf sem hér er gengið út frá að allt iðgjald til lífeyrissjóðsins sé í raun tekið af launum starfsfólks. í stað hárra ið- gjalda mætti eins hækka launin. Væri það ekki svo ætti sú gagnrýni verkalýðsforingja fullan rétt á sér að aðrar stéttir haldi uppi of dýru lífeyriskerfi ríkisstarfsmanna með sköttum. Afstaða forustumanna ríkisstarfs- manna vekur mesta undrun í þessu máli öllu. Með samningi þeirra við fjármálaráðuneytið eru starfsmenn reyrðir í harðari fjötra en fyrr. Þegar Alþingi hafði lögfest samnininginn lýstu þeir yfir sigri í lífeyrismálinu. Sá grunur hlýtur að vakna að þeir hafi aðrar hugmyndir en ráðuneytið um samhengi launa og lífeyrisið- gjalda. Með öðrum orðum að þeir hugsi sér að ríkið muni neyðast til að hækka heildargreiðsluna, þ.e. laun að viðbættu lífeyrisiðgjaldi, frá því sem ella væri, ef mikið er tekið í líf- eyrissjóð, til þess að geta haldið Jón Erlingfur Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.