Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. PEBRÚAR 1997 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn PAUL Johnson, í miðið, afhendir íslendingum handrit að þýðingu Grágásar. Vinstra megin er Björn Þ. Guðmundsson, deildarforseti lagadeildar, og hægra megin Sigurður Líndal prófessor. Handrit að þýðingu Grágásar gefið Landsbókasafninu Léttir að handritið er komið í öruggt skjól HANDRITADEILD Landsbóka- safns Islands hefur verið afhent að gjöf handrit prófessors Svein- björns Johnson að þýðingu og skýringum lagasafnsins Grágás- ar á ensku. Það var sonur Svein- björns, Paul Sveinbjörn Johnson, sem afhenti handritið. Tvö afrit hafa verið gerð af því og verður eitt þeirra geymt hjá lagadeild Háskólans en hitt verður til al- mennra nota á handritadeild Landsbókasafns. Sveinbjörn Johnson fæddist árið 1883 á Hólum í Hjaltadal, sonur Jóns Jónssonar, bónda og skipstjóra og Guðbjargar Jóns- dóttur bústýru á Hólum og Hofi í Hjaltadal og húsfreyju á Fram- nesi í Blönduhlíð. Hann fluttist með móður sinni og stjúpföður, Ólafi Jóhannssyni bónda, til Bandaríkjanna árið 1887. Svein- björn nam lögfræði við háskól- ann í Norður-Dakóta og lauk þaðan LL.B.-prófi í lögfræði árið 1908. Hann vann ýmis trúnaðar- störf fyrir háskólann og ríkis- þingið í Norður-Dakóta en var kosinn dómsmálaráðherra fylkis- ins árið 1922 og síðar var hann gerður að yfirdómara við hæsta- rétt Norður-Dakóta. Árið 1926-45 var Sveinbjörn prófess- or við háskólann í Illinois en hann lést árið 1946. Unnið ífrístundum á hverju kvöldi Sveinbjörn var áhugamaður um sögu íslenska þjóðveldisins og skrifaði meðal annars um það bók; Pioneers of Freedom. Árið 1927 eignaðist hann ís- lenska útgáfu af Grá- gás og ákvað að þýða ritið, enda var það þá ekki til á ensku. Vinnu við þýðinguna og viðamiklar skýr- ingar á lagasafninu hóf hann af alvöru siðari hluta fjórða áratugarins og lauk verkinu árið 1943. Að sögn sonar hans, Pauls, var verkið unnið á kvöldin, í frí- stundum frá öðrum störfum. „Svefnher- bergið mitt var stutt frá herberg- inu þar sem hann hafði vinnuað- stöðu, og nánast á hveiju kvöldi heyrði ég að hann eyddi klukku- tíma eða meira í að vélrita þýð- ingu sína.“ Paul segir að að verkinu loknu hafi faðir hans leitað til ýmissa útgefenda til að fá það prentað. „Utgefendur voru með hugann við peninga og gróðamöguleika og það var ekkert sem benti til að verkið kæmist á metsölulista. Það hafði þó verið samþykkt af útgáfufyrirtækinu West Publis- hing Company, en stríðsárin og pappírsskorturinn sem þeim fylgdi setti strik í reikninginn. Faðir minn bað því um að hand- ritinu yrði skilað til sín. Hann lést árið 1946 og eftir það hefur það verið í mínum höndum," seg- ir Paul. Paul segist hafa óttast að eftir sinn dag gæti handritið glatast og því ákveð- ið að koma því á ör- uggan stað. Fyrir milligöngu Þorleifs Haukssonar íslensku- fræðings, sem Paul hitti í Chicago, hafði hann samband við Sigurð Líndal pró- fessor. í framhaldi af því ákvað hann að færa Islendingum handritið að gjöf. „Ég hef leitað til ýmissa útgefenda en mér finnst ólíklegt að handritið verði gefið út úr þessu. Ég vildi því að það yrði geymt þar sem það væri að- gengilegt fræðimönnum. Einnig vonast ég til þess að það geti vakið athygli erlendra fræði- manna og háskóla á þeim heim- ildum sem til eru á íslandi. Það er mér mikill léttir að hafa kom- ið handritinu hingað til íslands í öruggt skjól.“ Paul hefur haldið tengslum við ísland alla tíð og frá 1953 var hann vararæðismaður landsins í Chicago, síðar kjörræðismaður og 1985-1993 aðalræðismaður. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1963 og stórriddarakrossi árið 1980 fyrir störf sín í þágu Is- lands. Paul er lögfræðingur að mennt og rekur lögmannsstofu í Chicago. Sveinbjörn Johnson Aðildarfélög ASV vilja 100 þús. kr. lágmarkslaun Slíta ber við- ræðum nú þegar STJÓRN Alþýðusambands Vest- fl'arða ályktaði á fundi sl. sunnudag að fullreynt sé að ekki náist sam- komulag um nýja kjarasamninga í viðræðum við atvinnurekendur. „Samningarnir hafa nú verið laus- ir í nærri tvo mánuði og ekki við- ræðugrundvöllur um eitt eða neitt miðað við viðbrögð atvinnurekenda hingað til. Viðræðunum ber því að slíta nú þegar og búa félögin undir leyfileg átök til að fá launaleiðrétt- ingu strax,“ segir í ályktun ASV. Deilunni vísað til sáttasemjara Aðildarfélög Alþýðusambands Vestfjarða krefjast þess að samið verði um 100 þúsund kr. lágmarks- laun. Á seinasta samningafundi varð að samkomulagi milli ASV og vinnu- veitenda á Vestfjörðum að vísa kjaradeilunni til rikissáttasemjara. Ekki hefur verið boðað til sáttafund- ar að sögn Helga Ólafssonar, hjá ASV, en hann sagði að á næstu dögum yrði ályktun stjórnar ASV kynnt verkalýðsfélögunum, sem muni væntanlega í framhaldi af því hefja undirbúning að atkvæða- greiðslum um boðun verkfalls. „Við höfum ekki fengið neinar viðræður um launaliði samninga og sjáum ekki fram á að það standi til að ræða þau mál við okkur,“ segir Helgi. Forystumenn ASV taka ekki und; ir kjarastefnu landssambanda ASÍ sem lögð var fram á föstudag. Helgi sagði að menn áttuðu sig ekki á hvað væri verið að tala um sem lág- markslaun í kröfum ASI, hvort þar væri eingöngu stefnt að hækkun taxta eða greiddra launa í raun. Einnig væri mikil óvissa um kröfur á hendur ríkisvaldinu. Norrænt málþing um málefni fatlaðra Dregið hefur úr lokunum sólar- hringsstofnana DREGIÐ hefur úr þeirri þróun hér- lendis að leggja niður sólarhrings- stofnanir og búa þroskaheftum ein- staklingum þess í stað aðstöðu í húsnæðismálum sem er sambærileg við það sem aðrir búa við. Málþingi um stöðu fjölskyldna fatlaðra í sam- félaginu lauk á föstudag á Grand Hótel. Friðrik Sigurðsson, sem er fram- kvæmdastjóri landssamtakanna Þroskahjálpar og á einnig sæti í stjórn NFPU og NSR, sem er nor- rænt samvinnuráð hagsmunasam- taka þroskaheftra á Norðurlöndum, segir að þessi þrjú samtök hafi stað- ið fyrir málþinginu. Rætt var um stöðu hagsmunasamtaka fatlaðra á málþinginu á föstudag. „Landssamtökin Þroskahjálp hafa barist fyrir því lengi að svokallaðar sólarhringsstofnanir verði lagðar nið- ur. Það hefur verið gert á Akureyri og til eru áætlanir um að leggja nið- ur Kópavogshæli í núverandi mynd. Hins vegar þykir okkur hafa dregið úr kraftinum og við viljum gjaman sjá þróunina ná lengra fram í tímann og að menn setji sér markmið og framkvæmi þau,“ sagði Friðrik. Hann sagði að Alfred Dam, for- maður NFPU, hefði velt fyrir sér spurningunni hvort hagsmunasam- tök gætu tryggt að skjólstæðingar þeirra fengju meiri áhrif á eigið líf. Michael Lindholm, framkvæmda- stjóri sænskumælandi þroskahjálp- arsamtakanna í Finnlandi, fjallaði um yfirtöku sveitarfélaga í Finnlandi á málefnum fatlaðra. Þar kom fram að ýmislegt hefði farið úrskeiðis og þjónustan alls ekki verið nægilega vel_ undirbúin. í máli Vilhjálms Vilhjálmssonar, formanns Sambands íslenskra sveit- arfélaga, kom hins vegar fram mik- il bjartsýni á flutning málefna fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga 1. jan- úar 1999. Sidsel Grasli, formaður NFPU í Noregi, fjallaði um hvernig hags- munasamtökin geta haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda. Friðrik segir að Norðmenn séu komnir einna þjóða lengst í málefnum þroskaheftra. Norðmenn ákváðu árið 1989 að leggja niður allar sólarhringsstofn- anir á sex árum og stóðu við það. Viðkomandi einstaklingum er í stað- inn búin aðstaða í húsnæðismálum sem er sambærileg við það sem aðr- ir búa við. Kynningarfundur haldinn um breytt launakerfi Hófið fór úr böndum FJÓRTÁN ára stúlka bað um aðstoð lögreglu í hús í Vestur- bænum síðdegis á sunnudag. Hún hafði verið ein heima og boðið til sín vinum, en boð- ið fréttist meðal unglinga á svæðinu. Úr varð mjög mann- margt samkvæmi sem stúlkan réð engan veginn við. Hún óskaði eftir aðstoð lögreglu til að hreinsa út og var það gert. Þegar foreldrarnir komu heim söknuðu þeir 25-30 geisladiska, 10 tölvudiska og ýmissa smáhluta. Auk þess höfðu smávægilegar skemmd- ir verið unnar á gólfi og á húsgögnum. FORMENN og fulltrúar samnings- eininga innan BSRB og fulltrúar samninganefndar ríkisins og Reykjavíkurborgar ætla að halda sameiginlegan kynningarfund í dag um breytingar á launakerfi hjá hinu opinbera en kjaraviðræður að undan- förnu hafa fyrst og fremst snúist um þá áherslu sem ríki og Reykja- víkurborg hafa lagt á að færa ákvarðanir um launakjör starfs- manna í auknum mæli út í einstök fyrirtæki og stofnanir. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir fundinn í dag þýðingar- mikinn því á honum komi væntanlega á daginn hvað vaki fyrir ríki og borg um að veita forstjórum heimild til að semja við einstaklinga og hversu stíft eigi að fylgja þessu eftir. Heildarsamtök opinberra starfs- manna hafa annast viðræður um breytingar á launakerfum en einstök aðildarfélög fara með samninga um kaup og kjör. „Þetta átti að gerast samhliða en svo kom á daginn að viðsemjendur okkar hafa sýnt mik- inn ákafa að koma inn þessu ein- staklingssamningakerfi. Það rann smám saman upp fyrir mönnum að þetta ætti að gerast á kostnað grunnlaunahækkana sem _ félögin höfðu sett fram kröfur um. í síðustu viku var svo komið að öll félög voru á því máli að þetta væri farið að standa samningaviðræðum fyrir þrifum," segir Ögmundur. „BSRB-félögin hafa nokkuð sam- flot í þessum efnum og í þeim félög- um sem við höfum verið að ræða við innan BSRB hafa áherslur verið mjög mismunandi hvað þetta varð- ar. Sum félögin eru mjög áfram um að fara inn í nýtt launakerfi en önn- ur eru ekki eins áhugasöm. Það stendur til að stilla saman strengi og sjá hvað menn geta komist langt,“ segir Gunnar Björnsson, for- maður Samninganefndar ríkisins. SNR hefur gert ráð fyrir að breyt- ingar á launakerfinu komi til fram- kvæmda í áföngum á næsta samn- ingstímabili. Að sögn Gunnars hefur aðlögun samninga að vinnutímatilskipun Evr- ópusambandsins einnig verið til skoð- unar í yfirstandandi kjaraviðræðum og segir hann ljóst að breyta þurfi ákvæðum sem tengjast greiðsluregl- um um lágmarkshvíldartíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.