Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Opið bréf til heil- brigðis- og trygg- ingamálaráðherra Frá Guðmundi Karli Snæbjörns- syni, Ásgeiri H. Bjarnasyni og Magnúsi Geirssyni: „HÁTTVIRTUR ráðherra, Ingi- björg Pálmadóttir. Við íslenskir sérfræðingar í heim- ilislækningum í Noregi og Svíþjóð viljum með bréfi þessu lýsa yfir áhyggjum okkar vegna þeirrar al- varlegu stöðu sem mál heimilis- lækninga eru nú komin í á íslandi og lýsum eftir aðgerðum ráðuneyt- isins til lausnar þessum vanda. Æðstu stjórnvöld landsins hafa á undanförnum misserum dauf- heyrst við röddum heimilislækna um úrbætur, sem endaði með því að nánast allir sem einn sögðu upp og yfirgáfu störf sín á haustdögum. Ekki er ætlun okkar hér að tí- unda ágreiningsefnin eða atburða- rás þá sem liggur hér að baki, það hefur þegar verið gert af kollegum okkar á Islandi. í viðkvæmri stöðu mála heima fyrir, meðan beðið er úrskurðar kjaranefndar, þá kemur það okkur spánskt fyrir sjónir þegar stjórnvöld hafa samtímis í frammi tilburði til að vega að kjörum sérfræðinga í heimilislækningum, t.d. með svo- kölluðum húsamálum lækna, bíla- málum og möguleikum til endur- og símenntunar. Við heimilislæknar í Noregi og Svíþjóð þekkjum vel til þess óróa og öryggisleysis sem gætir hjá kol- legum okkar vegna þessa ástands heima fyrir. Við sjáum einnig þann dreifbýlisflótta sem á sér stað á landinu. Að það séu hátt á þriðja tug lausar stöður í ekki stærra landi en íslandi er og að stöðugt fer þeim læknum fækkandi sem velja þessa sérgrein. Sérfræðingar í heimilis- lækningum í Læknafélagi íslands eru núna einungis um 20% félags- manna. Þetta ætti að vera okkur öllum ákveðin vísbending um að eitthvað er að. Hvernig yfirvöld bregðast við þessum vanda mun ekki einungis hafa áhrif á þá kollega okkar heima sem eftir sitja í héraði, heldur hefur það einnig afgerandi áhrif á ákvarð- anir manna hér úti um hugsanlega heimflutninga. Sérstaklega þegar kjör og öll starfsaðstaða er miklu fremri hér í Skandinavíu. Við gerum þá kröfu til íslenskra heilbrigðisyfirvalda að þau taki heilshugar á þessum viðkvæmu málum og að með samvinnu við forystu læknasamtakanna vinni að heill og uppbyggingu heimilislækn- inga á íslandi. Því það er hagur allra. Virðingarfyllst, Fyrir hönd Félags íslenskra lækna um heilsugæslu í Noregi og Svíþjóð," GUÐMUNDUR K. SNÆBJÖRNSSON formaður, ÁSGEIR H. BJARNASON MAGNÚS GEIRSSOn' gjaldkeri. Upplýsingar um alnets- tengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upp- lýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðs- ins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á alnetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á alnetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á alnetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um alnetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við alnetið Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. AUt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.