Morgunblaðið - 18.02.1997, Side 58

Morgunblaðið - 18.02.1997, Side 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Opið bréf til heil- brigðis- og trygg- ingamálaráðherra Frá Guðmundi Karli Snæbjörns- syni, Ásgeiri H. Bjarnasyni og Magnúsi Geirssyni: „HÁTTVIRTUR ráðherra, Ingi- björg Pálmadóttir. Við íslenskir sérfræðingar í heim- ilislækningum í Noregi og Svíþjóð viljum með bréfi þessu lýsa yfir áhyggjum okkar vegna þeirrar al- varlegu stöðu sem mál heimilis- lækninga eru nú komin í á íslandi og lýsum eftir aðgerðum ráðuneyt- isins til lausnar þessum vanda. Æðstu stjórnvöld landsins hafa á undanförnum misserum dauf- heyrst við röddum heimilislækna um úrbætur, sem endaði með því að nánast allir sem einn sögðu upp og yfirgáfu störf sín á haustdögum. Ekki er ætlun okkar hér að tí- unda ágreiningsefnin eða atburða- rás þá sem liggur hér að baki, það hefur þegar verið gert af kollegum okkar á Islandi. í viðkvæmri stöðu mála heima fyrir, meðan beðið er úrskurðar kjaranefndar, þá kemur það okkur spánskt fyrir sjónir þegar stjórnvöld hafa samtímis í frammi tilburði til að vega að kjörum sérfræðinga í heimilislækningum, t.d. með svo- kölluðum húsamálum lækna, bíla- málum og möguleikum til endur- og símenntunar. Við heimilislæknar í Noregi og Svíþjóð þekkjum vel til þess óróa og öryggisleysis sem gætir hjá kol- legum okkar vegna þessa ástands heima fyrir. Við sjáum einnig þann dreifbýlisflótta sem á sér stað á landinu. Að það séu hátt á þriðja tug lausar stöður í ekki stærra landi en íslandi er og að stöðugt fer þeim læknum fækkandi sem velja þessa sérgrein. Sérfræðingar í heimilis- lækningum í Læknafélagi íslands eru núna einungis um 20% félags- manna. Þetta ætti að vera okkur öllum ákveðin vísbending um að eitthvað er að. Hvernig yfirvöld bregðast við þessum vanda mun ekki einungis hafa áhrif á þá kollega okkar heima sem eftir sitja í héraði, heldur hefur það einnig afgerandi áhrif á ákvarð- anir manna hér úti um hugsanlega heimflutninga. Sérstaklega þegar kjör og öll starfsaðstaða er miklu fremri hér í Skandinavíu. Við gerum þá kröfu til íslenskra heilbrigðisyfirvalda að þau taki heilshugar á þessum viðkvæmu málum og að með samvinnu við forystu læknasamtakanna vinni að heill og uppbyggingu heimilislækn- inga á íslandi. Því það er hagur allra. Virðingarfyllst, Fyrir hönd Félags íslenskra lækna um heilsugæslu í Noregi og Svíþjóð," GUÐMUNDUR K. SNÆBJÖRNSSON formaður, ÁSGEIR H. BJARNASON MAGNÚS GEIRSSOn' gjaldkeri. Upplýsingar um alnets- tengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upp- lýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðs- ins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á alnetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á alnetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á alnetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um alnetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við alnetið Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. AUt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.