Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ferðaskrifstofur kynntu sumaráætlanir um helgina og forsvarsmenn segja verð hafa lækkað
GERA má ráð fyrir að alls hafi
um eða yfir 30 þúsund íslendingar
kynnt sér sumaráætlanir ferða-
skrifstofa um helgina. Hörður
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Úrvals-Útsýnar, sagðist áætla að
16-20 þúsund manns hefðu komið
á skrifstofur Úrvals-Útsýnar á
sunnudag, Andri Már Ingólfsson,
eigandi Heimsferða, sagði um
2.000 manns hafa mætt á ferða-
kynningu fyrirtækisins á Hótel
Borg, og hjá Samvinnuferðum-
Landsýn fengust þær upplýsingar
hjá Kristjáni Gunnarssyni Ijár-
málastjóra að um 12 þúsund
manns hefðu komið á skrifstofu
S-L í Reykjavík um helgina, auk
þess sem umboðsskrifstofur á
landsbyggðinni hefðu dreift sum-
arbæklingum.
Fjölskyldur á sólarströnd
Talsverður fjöldi hefur pantað
utanlandsferðir í sumar og í sam-
tölum við talsmenn ferðaskrifstofa
kom fram að það væru aðallega
fjölskyldur á leið í tveggja til
þriggja vikna ferðir til sólarlanda.
Af samtölum að dæma má gera
ráð fyrir að alls hafi milli tvö og
þrjú þúsund manns pantað utan-
landsferðir um síðustu helgi. Við-
mælendur blaðsins sögðu utan-
landsferðir ódýrari í ár en í fyrra
og sögðu helstu ástæðuna þá að
náðst hefðu betri samningar en í
fyrra.
„Meginstraumurinn iiggur til
landa við Miðjarðarhafið og eru
Portúgal og Majorca vinsælustu
áningastaðir okkar,“ sagði Hörð-
ur Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Úrvals-Útsýnar. „Áherslur
í sumarleyfum eru því svipaðar
og undanfarin ár, fjölskyldur
skipta sumarleyfi sínu gjarnan í
tvennt og dvelja á sólarströnd í
2 vikur og á íslandi í aðrar tvær
vikur.“
Hörður sagði að áhugi á dvöl í
sumarhúsum í Hollandi og Dan-
mörku færi vaxandi, enda ódýr
valkostur. „Við höfum yfir að ráða
fleiri húsum í Hollandi nú en í
fyrra, enda gerum við ráð fyrir
áframhaldandi áhuga á þeim. Hús-
in eru í eins konar skemmtigarði,
með leiktækjum, sundlaugum og
fleiru, sem íbúar húsanna hafa
ókeypis aðgang að.“
Úm sértilboð sagði Hörður að
Úrval-Útsýn hefði uppá að bjóða
svonefnt stökkpallsverð. „Þessi til-
boð hafa vakið mikla athygli. Fólk
pantar ferð til Portúgals eða Maj-
orca og ákveður lengd ferðarinnar
en veit ekki á hvaða gististað það
verður. Við úthlutum síðan einum
af gististöðum sem auglýstur er í
bæklingi okkar. Með þessum hætti
er þriggja vikna ferð 10 þúsund
kr. ódýrari á mann en ef ferð er
pöntuð með gistingu á ódýrasta
gististað sem kynntur er í bækl-
ingnum. Við höfum um 300 sæti
til ráðstöfunar á þessum kjörum
og ég reikna með að þau verði
fullbókuð í þessari viku.“
Opið til kl. 22 í gærkvöldi
„Um 12 þúsund manns komu á
skrifstofu okkar í Reykjavík um
helgina og fengu bæklinga," sagði
Kristján Gunnarsson, fjármála-
stjóri Samvinnuferða-Landsýnar.
Hann sagði að mikið álag hefði
verið á simakerfi skrifstofunnar í
gær og því ákveðið að hafa hana
opna til kl. 22 í gærkvöldi.
Sagðist Kristján telja að um 500
manns hefðu pantað utanlandsferð
um helgina, aðallega til sólarlanda.
„Vinsælustu ferðir okkar eru til
Majorca, Benidorm og Portúgal,
en við bjóðum nú í fyrsta sinn ferð-
ir á síðastnefnda staðinn. Við höf-
um einnig á boðstólum ferðir á
nýjan áfangastað, Albir, sem er
skammt frá Benidorm.“
Samvinnuferðir Landsýn aug-
lýsti raðgreiðslur til allt að þriggja
ára og sagði Kristján aðspurður
að enn væri ekki ljóst hvort við-
skiptavinir hefðu áhuga á að nýta
Um 30 þúsund manns
fengu sér bæklinga
íslendingar virðast vera famir að skipuleggja sumarleyfí sín betur
en áður, sérstaklega fjölskyldufólk. Þetta sögðu talsmenn þriggja
ferðaskrifstofa þegar Brynja Tomer spurðist fyrir um sumarleyfi
landsmanna í ár. Henni var einnig sagt að utanlandsferðir væru
margar hveijar ódýrari nú en í fyrra.
Morgunblaðið/Kristinn
ALLS komu milli 16 og 20 þúsund manns á skrifstofu Úrvals-Útsýnar um síðustu helgi.
UM 12 þúsund manns náðu í sumarbæklinga hjá Samvinnuferðum-Landsýn um siðustu helgi.
FULLTRÚI Heimsferða dreifir bæklingum til vegfarenda hjá Hótel Borg,
þar sem kynning skrifstofunnar var.
sér greiðsludreifingu í svo langan
tíma. „Við vildum fyrst og fremst
vekja athygli fólks á því að ef það
fer í sólarlandaferð á þriggja ára
fresti þarf það ekki að leggja út
nema 4.700 krónur á mann á
mánuði, miðað við tveggja vikna
ferð fjögurra manna fjölskyldu til
Albir.“
Benidorm hefur til þessa verið
vinsælasti áfangastaður Sam-
vinnuferða-Landsýnar og sagðist
Kristján gera ráð fyrir að svo yrði
einnig i ár. „Við fljúgum þangað
vikulega í sumar og gerum ráð
fyrir að um 7.000 manns fari
þangað á vegum okkar í ár. Við
reiknum með að um 4.000 manns
fari til Majorca og um 2.000 til
Portúgal.“
Kynningartilboð Samvinnu-
ferða-Landsýnar fela í sér að ef
ferð er gerð upp fyrir 10. mars
næstkomandi er gefinn afsláttur.
„Þá skiptir ekki máli hvort ferð
er greidd með peningum eða sam-
ið um greiðsludreifingu með kred-
itkorti. Áhugi á sólarlandaferðum
hefur verið minni í júlí en öðrum
mánuðum, því þá virðast íslend-
ingar frekar vilja vera á heima-
slóðum. Þess vegna höfum við
ákveðið að bjóða sérstakan afslátt
á þessum tíma, 10 þúsund krónur
á mann.“
Aðaláherslan á Costa del Sol
„Costa del Sol var útnefnd hrein-
asta strönd Evrópu í fyrra og hafa
yfirvöld breytt og fegrað ásýnd
allrar strandlengjunnar," sagði
Andri Már Ingólfsson, eigandi
Heimsferða. Sumarbæklingur
Heimsferða var kynntur á Hótel
Borg um helgina og sagði Andri
að um tvö þúsund manns hefðu
komið þangað. „Um 100 manns
pöntuðu utanlandsferðir um helg-
ina, talsvert fleiri en við gerðum
ráð fyrir. Við bjóðum viðskiptavin-
um okkar sérstakan afslátt næstu
þijár vikurnar, í tilefni af fimm
ára afmæli okkar. Ljóst er að fólk
vildi nýta sér afsláttakjörin og
panta ferð strax.“
Andri sagðst gera ráð fyrir að
um 1.500 íslendingar færu á veg-
um Heimsferða til Costa del Sol,
enda hefði aðbúnaður þar aldrei
verið betri. „Þetta verður aðal-
áfangastaður okkar í ár. Þarna er
búið að gera göngubraut meðfram
allri strandlengjunni og hjarta
kvöldlífsins slær við snekkjuhöfn-
ina, en þar eru meðal annars veit-
ingahús, verslanir, barir og diskó-
tek. Við fljúgum í leiguflugi með
Air Europa, sem er stærsta leigu-
flugfélag Spánar og gerum ráð
fyrir að hafa íslenska flugfreyju
um borð.“
Auk Spánarferða nefndi Andri
Cancun í Mexíkó og París sem
dæmi um áfangastaði Heimsferða
í sumar. „Á afmælistilboði okkar
er í boði flugsæti til Parísar fyrir
um 20 þúsund krónur ef tveir ferð-
ast saman. Þeir sem kaupa að
auki gistingu í viku greiða um 31
þúsund krónur á mann. Margir
taka bílaieigubíl í París og ferðast
um suðurhluta landsins, sem er
afar fallegur og gefur fólki kost á
að gista á litium sveitahótelum og
kynnast annarri hlið Frakklands
en þeirri sem París sýnir.“
Andri sagði að Parísarferðir
væru einna vinsælastar hjá ungu
fólki og hjónum, en Spánarferðir
væru vinsælli meðal fjölskyldu-
fólks með börn. Spurður hvort
mikill áhugi væri á greiðsludreif-
ingu sagði Andri að til þessa hefðu
Heimsferðir boðið raðgreiðslur í
allt að tíu mánuði, sem sumir
hefðu notfært sér. „Mér finnst
ekki jákvæð þróun að skipta
greiðslum vegna sumarleyfis á
lengri tíma, eða allt að þrjú ár,
því neyslumynstur fólks hefur
verið að breytast á síðustu árum
og ég sé ekki betur en fleiri vilji
frekar njóta góðra kjara gegn
staðgreiðslu og ferðast þegar þeir
hafa ráð á því.“