Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tveir mánuðir frá gíslatökunni í Lima Enn virðist engin lausn í sjónmáli Lima. Reuter. Reuter Einkavæðingu póst- þjónustu mótmælt GÍSLARNIR 72 í japanska sendiráð- inu í Lima í Perú hafa nú verið í haldi skæruliða í tvo mánuði og hef- ur engin gíslataka staðið lengur í þessum heimshluta. Þær viðræður, sem átt hafa sér stað milli fulltrúa Albertos Fujimoris, forseta Perús, og Tupac Amaru-skæruiiðanna hafa enn engan árangur borið. Fyrra metið átti kólombíska skæruliðahreyfingin M-19 en 15 fé- lagar í henni lögðu undir sig dóm- iníska sendiráðið í Bogota 1980 og héldu þar 57 gíslum í 61 dag. Var deilan leyst með því, að þeir fengu greiddar 140 millj. ísl. kr. og flug- vél, sem flutti þá til Kúbu. Skæruliðarnir í Lima krefjast þess enn, að 400 félagar þeirra í perúsk- um fangelsum verði látnir lausir en Fujimori er ekki til viðræðu um það. VARNARMALARAÐHERRAR Ungverjalands og Rúmeníu staðfestu batnandi samskipti nágrannaríkj- anna tveggja í gær með því að sam- mælast um að setja á fót sameigin- lega hersveit og að skrifa undir gagn- kvæmt samkomulag um vemd hem- aðarleyndarmála. „Við höfum skrifað undir sam- komulag um vemd leyndarmála sem mun gera okkur kleift að eiga nána hemaðarsamvinnu," sagði György Kelety, varnarmálaráðherra Ung- veijalands, á blaðamannafundi í ung- versku borginni Debrecen, skammt frá rúmensku landamærunum, eftir að hann hafði ásamt hinum rúm- enska starfsbróður sínum, Victor Babiuc, undirritað samkomulagið. Með samkomulaginu samþykktu Meðal gíslanna í sendiráðinu er bróð- ir Fujimoris, tveir ráðherrar, sendi- herrar Japans og Bólivíu og margir japanskir kaupsýslumenn. Heilsu gíslanna hrakar Japanska dagblaðið Asahi Shimb- un sagði um helgina, að heilsu gísl- anna væri farið að hraka vegna álagsins og birtist það meðal annars í hækkandi blóðþrýstingi, astma, þunglyndi og aukinni hættu á maga- sári. Samkvæmt skoðanakönnunum styður verulegur meirihluti Perú- manna Fujimori og harða afstöðu hans og fjórðungur vill, að herinn ráðist inn í sendiráðið. Sérfræðingar telja hins vegar, að slík íhlutun myndi leiða til dauða flestra, sem í sendiráðinu eru, jafnt gísla sem skæruliða. ríkisstjómimar tvær einnig að stofna sameiginlega friðargæzlusveit, sem ætlað verður að taka þátt í verkefn- um á vegum NATO, Sameinuðu þjóð- anna og Öiyggis- og samvinnustofn- unar Evrópu, ÖSE. Rúmenski hluti sveitarinnar mun hafa bækistöðvar sínar í Rúmeníu og sá ungverski í Ungveijalandi, þar sem sameiginleg yfirstjóm hennar og heræfingar munu fara fram. Eykur NATO-aðildarhæfni Samkomulagið er hið fyrsta af sinni tegund, sem fyrrverandi aust- antjaldsríki gera sína á milli. Stjóm- málaskýrendur telja að það muni auka líkumar á því, að verða með fyrstu nýju aðildarlöndum NATO, þegar bandalagið verður stækkað. Um 23.000 starfsmenn þýska póstfyrirtækisins Deutsche Post komu saman í Bonn í gær til að mótmæla áformum þýsku stjórnarinnar um að einkavæða hluta póstþjónustunnar. Stétt- arfélag þeirra sagði að tugir þúsunda manna myndu missa vinnuna ef einokun Deutsche Post yrði afnumin á næsta ári eins og ráðgert er. Heimildar- menn sögðu að stjórnarflokk- arnir hefðu náð samkomulagi um að fyrirtækið fengi að halda einokun sinni á hluta póstþjón- ustunnar, bréfum undir 100 grömmum, í fimm ár til viðbót- ar. Ekkert lát á mótmæl- um Albana Vlore. Reuter. ÞÚSUNDIR Albana gengu um götur hafnarborgarinnar Vlore í gær, þrettánda daginn í röð, til að krefj- ast þess að stjórnin greiddi skaða- bætur vegna ávöxtunarsjóða sem reyndust svikamyllur og urðu gjald- þrota í janúar. „Niður með stjómina", „við viljum peningana okkar aftur“, hrópuðu mótmælendurnir og héldu á myndum af Albana, sem beið bana í átökum við óeirðalögreglu í vikunni sem leið. Yfirvöld hafa ákveðið að láta mót- mælenduma afskiptalausa í Vlore eftir að tilraunir til að kveða mót- mælin niður kostuðu þijá menn lífið. Lögreglan er hins vegar á varðbergi í höfuðborginni, Tirana, og dreifir mótmælendum um leið og þeir taka að safnast saman í miðborginni. Sósíalistar hafna viðræðum Hundmð þúsunda Albana töpuðu sparifé sínu þegar fimm ávöxtunar- sjóðir urðu gjaldþrota í janúar. Talið er að fólkið hafi lagt sem svarar 70-140 miiljörðum króna í sjóðina, sem greiddu 60% mánaðarvexti af fjárfestingunum þar til þeir urðu gjaldþrota. Stjómin lagði hald á jafnvirði 20 milljarða króna af tveimur sjóðanna í janúar og segist ætla að skipta fénu milli fjárfestanna, en neitar að greiða þeim skaðabætur úr ríkis- sjóði. Stjómin hefur óskað eftir við- ræðum við sósíalista til að freista þess að draga úr ólgunni í landinu. Sósíalistar hafna slíkum viðræðum og hafa sniðgengið þingið frá kosn- ingunum á liðnu ári vegna meintra kosningasvika hægristjórnarinnar. Reuter ALBANI heldur á fána Albaníu og borðar blaðlauk á mótmæla- göngu í bænum Fier, um 110 km sunnan við Tirana, í gær. Ungveijaland og Rúmenía Stofna sameig- inlega frið- argæzlusveit Debrecen í Ungfverjalandi. Reuter. Vaxandi fylgi við EMU-aðild í Finnlandi Forsætisráðherra Italíu EMU-aðild gegn aðskilnaðarstefnu Róm. Reuter. ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að taki Ítalía ekki þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) strax árið 1999 verði það vatn á myllu aðskilnaðar- sinna í Norðurbandalaginu, sem vilja stofna sjálfstætt ríki á Norð- ur-ítalíu. „[Norðurjbandalagið hefur breytzt. Það er hreyfing, sem hefur aðeins eitt markmið: að kljúfa ítal- íu í tvennt. Og þetta er alvarlegt mál,“ sagði Prodi á ráðstefnu flokks síns, Ólífubandalagsins, á laugardag. „Viðbrögð okkar verða þau að gerast aðilar að sameigin- legri Evrópumynt og að breyta stjórnkerfinu í átt til sambandsrík- is. Ef okkur mistekst að uppfylla skilyrðin fyrir þátttöku í sameigin- legum gjaldmiðli mun Norður- bandalagið notfæra sér það.“ Prodi bætti við að óhugsandi væri að ítalir fengju aðild að EMU ári á eftir öðrum. Hann gagnrýndi það sem hann kallaði pólitíska her- ferð gegn EMU-aðild lands síns í sumum aðildarríkjum ESB. _,,Það er komið nóg af því að mála Italíu sem skrattann á vegginn, sem er eingöngu gert vegna innri pólití- skra ástæðna," sagði hann og vís- aði þar með til umræðna um að nauðsynlegt sé að halda Italíu utan við EMU til að róa almenning í Þýzkalandi. „Evrópa kemst ekki af án hinnar djúpstæðu rómönsku menningar, án þess að bera með sér sögu suðurhluta álf- unnar,“ sagði Prodi. 79,7% á móti aðskilnaði Þrátt fyrir að hátt heyrist í aðskilnaðarsinn- um í Norðurbandalaginu undir for- ystu Umberto Bossi, sýnir skoðana- könnun, sem dagblaðið Corriere delia Sera birti á föstudag að 79,7% íbúa Norður-Italíu eru andvígir að- skilnaði. Helsinki. Morgunblaðið. FYLGI Finna við Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) fer nú ört vaxandi. í skoðanakönnun sem finnska Gallup-stofnunin birti a mánudag eru nú 45% Finna hlynnt EMU en 42% and- víg. Er þetta í fyrsta skipti sem EMU-sinnar eru fleiri en and- stæðingar. Stjórnmála- leiðtogar Finn- lands hafa frá upphafi stutt að- ild Finna að myntbandalag- inu. Paavo Lipp- onen forsætis- ráðherra og Sauli Niinistö, fjármálaráðherra og formaður Hægriflokksins, hafa verið mjög áfram um að greiða fyrir aðild Finna að EMU. Hægrimenn eru mjög hlynntir EMU, en meðal vinstrimanna er klofningur mikill. í fimm flokka stjórn Lipponens eru einnig full- trúar Vinstrabandalagsins, en sá flokkur virðist jafnandvígur EMU og stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, Miðflokkurinn. Með undirritun Maastricht- samningsins hafa Finnar einnig tekið afstöðu með EMU. Þó nokkur pólitisk andstaða hefur hins vegar verið gegn af- námi finnska marksins. Krefjast margir þingmenn þjóðarat- kvæðagreiðslu í málinu en stjórn- in hefur ekki enn tekið ákvörðun um afgreiðslu þess. Líkt og á við um ESB-aðild Finna virðist skiptingin í afstöðu fólks til EMU ráðast af land- fræðilegum og félagslegum þátt- um. Menntað fólk í suðurhluta landsins er fylgjandi aðild en lág- launafólk í Mið- og Norður-Finn- landi andvígt EMU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.