Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hver á kirkjujarðir? NÚ stvttist óðfluga í 1.000 ára afmæli kristni á íslandi. Und- irbúningur er þegar hafinn með ýmsum hætti. Einn þátturinn er að skoða að nýju fjárstuðning ríkisins j við þjóðkirkjuna. Um- ræðan um fjármál þjóðkirkjunnar að und- anfömu virðat ætla að bera þann árangur að ráðamenn ríkis og kirkju komi nú loks á blað samningi sem sagður var gerður fyrir 90 árum um kirkju- jarðir og launagreiðsl- ur til starfsmanna þjóðkirkjunnar. Betra er seint en aldrei. Þegar jarðamál kirkjunnar eru tii skoðunar vakna margar spurn- ingar, t.d.: Hvað hefur ríkissjóður geitt mikið fé í laun og hlunnindum til þjóðkirkjunnar, framreiknað til núvirðis á þessum 90 árum sem lið- in eru frá samkomulaginu 1907? Hvað hefur ríkissjóður fengið í leigugjöld af kirkjujörðum reiknað með sama hætti? Hvað hefur ríkis- sjóður greitt til viðhals og uppbygg- ingar á kirkjujörðum reiknað á sama hátt? Svör við þessum spurningum væri gott að fá meðan mál þetta er til meðferðar á Alþingi. Þjóðin á heimtingu á þessum upplýsingum. í ljósi fortíðar Frá upphafi íslandsbyggðar til kristnitöku var hér ríkjandi mikið trúfrelsi. Ásatrúarmenn sem réðu hér mestu létu afskiptalaust að þrælar frá Bretlandseyjum byggðu sér kirkjur í þeirra eigin landnámi. Eftir kristnitöku voru flestar hof- jarðir teknar til kristnihalds og urðu síðar taldar kirkjujarðir. í kaþólskri kirkjutíð sem stóð hér í 550 ár, eða einni öld lengur en sú lútherska hefur staðið, féll til kirkjunnar stór hiuti þeirra jarð- eigna sem nú eru tald- ar kirkjujarðir. Jarðir og jarðaítök vóru ýmist gefnar kirkjusóknum, biskupsstólum í Skál- holti eða Hólum. - En stundum sjálfum páf- anum i Róm. Við siðaskiptin yfirt- ók danska konungs- valdið kirkjujarðimar og afhenti þær síðan lúthersku kirkjunni til eignar og afnota. Jarð- eignir þessar vóru flestar gefnar af gömlu fólki sem taldi sig styrkja með því stöðu sína eftir dauðann. Þetta fólk átti enga valkosti um trúflokka því hér á Islandi var ekk- ert trúfrelsi í 849 ár, 1000-1849. Ef hér hefði verið trúfrelsi og jafn- rétti í trúmálum hefðu kirkjujarðir örugglega verið gefnar til margra trúfélaga. Augljóst er að jarðirnar eru gefnar til stuðnings trú og sið- um og því sanngjarnt að nýta þær jafnt til þeirrar þjónustu. Eignar- Eignarréttur þjóðkirkj- unnar á kirkjujörðum, segir Björgvin Brynj- ólfsson, er byggður á erlendri íhlutun. réttur þjóðkirkjunnar á kirkjujörð- um er byggður á erlendri íhlutun og margra alda einræði hér í trú- málum. Oborganlegar jarðir Samkomulagið um kirkjujarðir frá 1907 var um margt sérstætt. Höndlað var með ránsfeng frá siða- skiptum á sextándu öld. Danskur kóngur (Kristján III) lét þá ræna kaþólsku kirkjuna, völdum, jarð- eignum og öðru fé. Afhenti síðar Björgvin Bryryólfsson ríkiskirkjunni sinni þann hluta eign- anna sem ekki var hægt að flytja úr landi, kirkjujarðirnar. Ekki er til þess vitað að eignarréttur þjóðkirkj- unnar á jarðeigum þessum væri kannaður þegar fyrrgreint sam- komulag var gert um yfirráð rikis- ins á jörðunum gegn launagreiðsl- um til starfsmanna þjóðkirkjunnar. Jarðir þessar hafa þá sérstöðu nú umfram aðrar eignir að vera óborganlegar. Nú þegar ríkið telst kaupa þær flestar er ekkert heildar- verð uppgefið né hvenær greiðslum sé lokið. Afborganir ríkisins eru starfslaun um 190 manna þegar eftirlaunamenn þjóðkirkjunnar eru taldir með, sem vera ber. Þegar próventusamningar vóru hér algengir áður fyrr og gamalt fólk afhenti með samningi jarðir sínar og aðrar eignir þeim sem tóku að sér framfærslu þeirra til ævi- loka, þá var gengið út frá því sem vísu að framfærslunni væri lokið við andlátið. Enginn hefði tekið að sér framfærslu einhverrar ættar til eilífðar. Próventukirkjan okkar (þjóð- kirkjan) á sér vonandi langa og farsæla lífdaga en skattgreiðendur fá að borða óborganlegar jarðir. Siðræn sátt... Réttsýnu fólki í þjóðkirkjunni hlýtur að vera áhugamál að ná sem fyllstri sátt um þessi umdeildu eignamál við alla þá sem eiga sið- ferðilegan rétt til kirkjugarða. Besta sáttaleiðin í meðferð þessara jarðeigna væri að geiðslur ríkissjóðs vegna staðfestrar eignar ríksins á jörðunum er að allir sem sóknar- gjöld fá innheimt af ríkinu fái einn- ig greiðslur vegna jarðeignanna í hlutfalli við skráða fylgismenn sína samkvæmt þjóðskrá. Sama skilaleið og hefur verið um langt árabil á innheimtu sóknargjalda. Þetta er líklegasta leiðin sem varanleg sátt gæti skapast um. Takist ekki að tryggja þessa leið er líklegt að nei- kvæð umræða um þetta mál eigi eftir að skaða þjóðkirkjuna í fram- tíðinni. Ráðamönnum ríkis og þjóðkirkju ætti að vera kappsmál að skuggar liðinna einræðisára yrðu sem minnst áberandi á 1.000 ára af- mæli kristni á íslandi. Höfundur erfv. sparisjóðssjóri á Skagaströnd. • Enn skal höggvið ... FRÁ ráðuneyti heil- brigðismála berast þær fréttir að enn eigi að grípa til niðurskurðar- hnífsins. Þar sem tölu- vert virðist skorta á að almenningur og ekki síður stjórnmálamenn átti sig á hversu stór- alvarlegt mál er á ferð- inni finnur undirritaður sig knúinn til að vekja athygli á þeim afleið- ingum sem þessi aðför * stjórnvalda virðist ætla að hafa í för með sér. Á undanförnum árum hafa æ ofan í æ verið skomar niður íjárveit- ingar til sjúkrahúsa á landsbyggð- inni. Á Húsavík, þar sem sá er þetta ritar starfar, hafa menn lagt sig í framkróka við að hagræða, sparað hefur verið á öllum sviðum, menn hafa sæst á lakari kjör og svo mætti lengi telja. Með þessu hefur tekist þokkalega að halda sig innan ramma fjárlaga en slíkt virðist lítils * metið af stjórnvöldum því árlega koma fram nýjar kröfur um hag- ræðingu og sparnað. Á haustdögum fóru að berast óljósar fréttir um að nú skyldi látið til skarar skríða fyrir alvöru og skorið niður svo um munaði. Síðar var svo dregið í land og tilkynnt að 160 milljóna kr. nið- ^ urskurði á “litlu“ sjúkrahúsunum yrði dreift á þrjú ár! Það er algjörlega ljóst að leið sparnaðar og hagræðingar hefur verið þrædd til enda og ef niðurskurðar- hugmyndirnar ganga eftir er veruleg þjón- ustuskerðing óhjá- kvæmileg. Hér á eftir verður gerð grein fyrir líklegum afleiðingum niðurskurðar á fram- lögum til heilbrigðis- mála á Húsavík og í Þingeyjarsýslum en líkt mun gilda um fleiri byggðarlög. 1) Skurðstofa verð- ur skorin niður við trog. Skurðlæknar munu hætta störfum, möguleikar til slysaþjón- ustu stórskerðast og fæðingardeild lögð niður. Rannsóknarþjónusta (röntgenmyndatökur, magaspegl- anir o.fl.) mun skerðast. Þetta mun þýða stóraukin ferðalög sjúklinga og aðstandenda til Akureyrar og/eða Reykjavíkur með tilheyrandi vinnutapi og óhagræði. 2) Niðurskurðurinn mun bitna á legudeildum með fækkun á starfs- liði og leguplássum sem aftur mun þýða minni möguleika á skamm- tímainnlögnum, sjúklingar verða útskrifaðir heim fyrr en ella með tilheyrandi álagi á heimili og að- standendur. 3) Rót mun koma á mannahald. Ég skora á almenning, segir Sigurður V. Guð- jónsson, að skera upp herör gegn niðurskurð- aráformum stjómvalda. Ólíkt mörgum stöðum á lands- byggðinni hefur ríkt stöðugleiki í mönnun á Húsavík hvað lækna varðar. Þessi stöðugleiki mun verða fyrir bí því ólíklegt er að menn muni sætta sig við frumstæðara og lakara starfsumhverfi en þeir hafa árum_ saman unnið við að byggja upp. í þessu sambandi má benda á að undanfarið hefur gengið mjög illa að manna mörg læknishéruð og bendir margt til þess að sá vandi eigi eftir að aukast. 4) Ýmsir hafa blásið á röksemd- ir sem lúta að öryggissjónarmiðum á þeim forsendum að bættar sam- göngur geri þau lítilvæg. Menn gleyma stundum að hér er ekki um að ræða að skerða þjónustu við fámennt byggðarlag heldur læknis- hérað sem telur um 4.500 manns! Einnig skal þess minnst að þó oft viðri vel til ferðalaga þá er það ekki einhlítt eða hafa menn gleymt vetrinum 1994-1995 þegar oft var ófært svo dögum skipti milli Húsa- víkur og Akureyrar. Frá sjónarmiði almannavarna skal á það minnt að Sigurður V. Guðjónsson Tími öfgaafl- anna er kominn! Þórarinn Kári Þór Einarsson Samúelsson MARKMIÐ með framboði Haka, félags öfgasinnaðra stúd- enta er einkum að stórauka kröfur námsmanna gagnvart þjóðfélaginu í heild. Haki setur fram fimm ára áætlun um rót- tækar umbætur á kjörum og aðstæðum stúdenta. Þar af má nefna að námsmenn fari á launaskrá, að þeir fái Hótel Sögu til eigin afnota og að þeir fái eitt stykki fjármálastofnun (Búnaðarbankann) til þess að hefja almennilegt nýsköp- unarátak. Flest baráttumál Haka virðast í fyrstu vera óraunsæ en í raun eru þetta aðeins réttlátar og hóflegar kröfur í ljósi þess að við erum það unga fólk sem eldri kyn- slóðir setja traust sitt á og ætlast til þess að við björgum henni út úr þeim miklu ógöngum sem þjóðin er komin í. Það er þó með öllu óþolandi að eldri kynslóðir hafí bruðlað og lifað um efni fram í árabil í trausti þess að komandi kynslóðir borgi brúsann. Skuld- setningin heldur áfram en stjórn- málamenn halda áfram að halda klisjukenndar ræður með vísunum í mikilvægi menntunar og trausti á unga fólkinu. Nú er orðið tíma- bært að gera nýja þjóðarsátta- samninga sem miða að því að jafna aðstöðumun kynslóðanna. Best væri að þjóðin léti völdin í hendur unga fólksins því núverandi stjórn- arhættir eru slæmir, heimskulegir og bókstaflega lífshættulegir. Námslaunakröfurnar eru miklu sjálfsagðari en hljóma kann í fyrstu. Samkvæmt nýrri könnun eru meðallaun þeirra sem útskrif- ast með BA próf úr Háskóla ís- lands lægri en þeirra sem eingöngu eru með stúdentspróf, þó svo að framlag háskólamenntaðra ein- staklinga til þjóðfélagsins sé mun líkur á stórum jarðskjálftum eru álika miklar í Þingeyjarsýslum og á Suðurlandsundirlendinu, eða vega almannavarnasjónarmið e.t.v. minna á Húsavík en á Suðurlandi? 5) Ráðherra heilbrigðismála og aðrir ráðamenn ræða gjaman fjálg- lega um mikilvægi heilsugæslunn- ar, auknar forvarnir o.s.frv.. Engu að síður eru fjármunir til heilsu- gæslunnar árlega skornir niður og í ljósi þess verður allt þetta tal inn- antómt og marklaust því vinna við forvarnir kostar sitt eins og önnur heilbrigðisstarfsemi. Hér hefur verið dregin upp ófög- ur mynd af þeirri framtíð sem blas- ir við í heilbrigðisþjónustu í Þingeyj- arsýslum og víðar á landsbyggð- inni. Ovíst er hvort menn geri sér almennt grein fyrir því misrétti sem þegnar þessa lands búa við í heil- brigðismálum og sem fara mun vaxandi nái áform stjórnvalda fram að ganga. Þeir fjármunir sem á að spara á „litlu“ sjúkrahúsunum eru smámunir ef horft er til heilbrigðis- kerfísins í heild en geta engu að síður skipt sköpum fyrir framtíð þeirra og þá þjónustu sem fjölmarg- ir íbúar þessa lands eiga skýlausa kröfu á að njóta. Ég skora því á almenning að skera upp herör gegn niðurskurðaráformum stjórnvalda og vonast jafnframt til að alþingis- mönnum takist að forðast heila- þvottavélar „lobbíistanna" á höfuð- borgarsvæðinu þannig að afstýra megi því hruni sem blasir við í heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni! Höfundur er yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni á Húsavík. meira. Stefna Haka þess efnis að stúdentar fari á launaskrá í stað námslána er þess vegna ætlað sem fyrirframgreiðsla til Háskólanema fyrir þeirra framlag til samfélags- ins í framtíðinni, sem þeir annars myndu ekki fá undir núverandi kringumstæðum og jafnframt til þess að tryggja eðlilega framfærslu á meðan námstíma stendur. Til Hakamenn leggja póli- tíska framtíð sína að veði, segja Þórarinn Einarsson og Kári Þór Samúelsson, í raun- verulegri baráttu fyrir hagsmunum stúdenta. þess að koma í veg fyrir að ómag- ar og aðrir ónytjungar setjist að innan veggja Háskólans eingöngu til að fá laun, leggur Haki til að laun þeirra stúdenta sem sýna slaka frammistöðu breytist í náms- lán. Þeir skuldafjötrar sem settir eru á námsmenn undir núverandi kerfí jaðra við þjóðarmorð. Að námi loknu eru flestir nemar í slíkri skuldasúpu að þeir neyðast til þess að þræla í illa launuðum störfum myrkranna á milli ef þeir ætla t.d. að festa kaup á húsnæði, hvað þá að koma sér upp fjölskyldu með börnum og öllu tilheyrandi. Fyrir- sjáanlegar afleiðingar eru rofin fjölskyldutengsl, skilnaðir og al- mennt vonleysi og allt leiðir þetta til vaxandi ofbeldis og afbrota auk þess sem vímuefnavofan alræmda nær fastataki á íslensku ungviði. Fólk verður að viðurkenna að þjóð- félag okkar fer rotnandi og senn líður að byltingu ef kröfur náms- manna verða hunsaðar öllu lengur. Hakamenn leggja pólitíska framtíð sína að veði í raunveru- legri baráttu fyrir hagsmunum stúdenta. Röskvu- og Vökumenn myndu aldrei ganga svo langt enda vilja þeir vera trúverðugir í augum háttsettra stjórnmálamanna þegar að því kemur að bjóða sig fram til þings undir stöðluðum merkjum. Þessar fylkingar eru því ekki not- hæfar til þess að beijast fyrir hags- munum stúdenta. Framboð Haka í stúdentakosningunum er kjörið tækifæri fyrir stúdenta til þess að sýna hvað þeir raunverulega vilja. Hingað til hefur stúdentapólítík ekki snúist um neitt og hefur hún bara verið til lýðskrums og leið- inda. Það er varla réttlætanlegt að trufla nám stúdenta með þvílíkri lágkúru. Hér með er því lýst yfir að sandkassastríði Röskvu og Vöku er lokið! Þórarinn er formaður Haka og er í fyrsta sæti á framboðslista Haka til Stúdentaráðs. Kári er í fyrsta sæti á framboðslista Haka til Háskólaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.