Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 33 MENIMTUN Morgunblaðið/Ámi Sæberg SESSELJA Björnsdóttir myndlistarkennari (önnur frá hægri) ásamt nokkrum nemendanna sem unnu að listaverkinu. skeiðina verið tekin út úr Fræðslu- skrifstofu og verði framvegis í hönd- um Félags íslenskra myndlistar- kennara. „Það er greinilega ekki nægur skilningur fyrir því hjá fræðsluyfirvöldum að mjög lær- dómsríkt er fyrir krakkana að sjá teikningu, sem fæðist inni í kennslu- stofu, verða að framleiðslu." Viðmiðunarstundaskrá Sesselja segir að nú séu háværar kröfur hjá foreldrum um að fara verði eftir viðmiðunarstundaskrá. Hún segist óttast að verði það gert bitni það meðal annars á gæðum myndlistarkennslu. „Viðmiðunar- stundaskrá gerir ráð fyrir að börnin fái tvo tíma á viku allan veturinn en víða í Reykjavík er bekkjum skipt, þannig að þau fá einungis myndlist- arkennslu hálfan vetur. Foreldrar halda að verið sé að svíkja nemend- ur um hluta af náminu, en ef þeir vissu muninn á því sem fram fer með hálfum eða heilum bekk myndu þeir ekki fara fram á þessa breyt- ingu,“ útskýrir Sesselja. Hún telur einnig fullvíst að með því að kenna heilum bekkjum muni draga úr fjöl- breytni kennslunnar, þar sem suma vinnu sé ekki hægt að láta nemend- ur vinna í svo fjölmennum hópum. Á fundi í Félagi íslenskra mynd- listarkennara fyrir skömmu kom fram, að sögn Sesselju, að myndlist- arkennarar um allt land eru mjög kvíðnir ef af þessu verður. Hún seg- ir einnig frá könnun, sem formaður félagsins, Gunnhildur Ólafsdóttir, gerði á afköstum nemenda á sama aldri, annars vegar þeim sem voru í heilum bekk allan veturinn og hins vegar skiptum bekk hálfan veturinn. „Þegar upp var staðið gerði heili bekkurinn tveimur verkefnum fieira yfir allan veturinn en verk þeirra voru hins vegar mun verr unnin.“ JÓHANNA Þ. Ingimarsdóttir myndlistarkennari (önnur frá vinstri) með nokkrum nemendanna við fullbúið listaverkið, sem unnið er úr pappír. Þróunarsjóður framhaldsskóla 20 milljónir króna til ráðstöfunar í LÖGUM um framhaldsskóla, sem tóku gildi á miðju ári 1996, er kveðið á um að árlega skuli veita fé á fjárlögum til Þróunar- sjóðs framhaldsskóla, sem heyrir undir menntamálaráðherra. Sam- kvæmt upplýsingum frá mennta- málaráðuneyti er gert ráð fyrir að sjóðurinn taki til starfa frá og með upphafi næsta skólaárs og að hann hafi til ráðstöfunar um 20 milljónir króna á þessu ári. Tilgangur sjóðsins er að styrkja áhugaverð verkefni á sviði skóla- starfs, s.s. sérstök tilraunaverk- efni, nýbreytni í skipulagi náms, kennsluháttum og mati á skóla- starfi. Einnig verkefni á sviði tölvunotkunar við kennslu, gerð kennsluforrita og fjarkennslu og verkefni á sviði fullorðinsfræðslu og símenntunar. Forsendur þess að verkefni geti hlotið styrk úr sjóðnum verða skilgreindar í reglum, sem settar verða um sjóðinn. Auglýst verður eftir umsóknum um styrki, sam- kvæmt upplýsingum ráðuneytis- ins, og fer úthlutun fram í sam- ræmi við ákvæði í áðurnefndum reglum. Síðasti bekkurinn byrjar í kvöld... í kvöld byrjar síðasti bekkur vetrarins í skemmtilegasta skólanum í bæmun, Sálarrannsóknarskólanum. Efþig langar að vita flestallt sem vitað er um líf eftir dauðann, hvemig miðlar starfa og hvemig þessir vœntanlegu handanheimar okkar líklegast eru, íþœgilegum skóla eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku fyrir hófleg skólagjöld, þá áttu líklega samleið með okkur. Hringdu ogfáðu allar nánari upplýsingar um mest spennandi skólanum í bœnum sem í boði er í dag. Svarað er í síma skólans alla daga vikunnar kl. 14 til 19. SálarrannsóknarskóHnn - „Skemmtilegastl skóllnn í bænum" - Vegmúla 2, símar 561 9015 og 588 6050. ^ýefnherberghT w ætti alltaf að vera unaðsreitur heimilisins. w Komdu og skoðaðu Broyhill húsgögnin og ™ ★ búðu til þitt draumasvefnherbergi með 4 vönduðu og rómantisku ívafi. ^ yf ÞÚ FINNUR ÞINN STÍL HJÁ OKKUR • HVERGI MEIRA ÚRVAL Teg: Carlson Farm: Höfðagafl Queen íszcm kr. 18.680,* Kíng 193cm kr. 38.240,* Náttborð kr. 26.500,- Þreföld kommóða kr. 55.740,- Spegill kr. 19.130,- 5 sk. kommóða kr. 49.980,- Serta ameríska íúxusdýnan kostar frá kr. 47.670,- í Queen stærð með dýnurammanum. o Veái fdkonin I V/SA HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:587 1199 •f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.