Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Járnblendifélagið hefur áhuga á að auka verulega umsvif sín
Áhugi á að bæta við
þremur nýjum ofnum
VIÐRÆÐUR hafa átt sér stað milli
fulltrúa Járnblendifélagsins á
Grundartanga og Landsvirkjunar
um að Landsvirkjun selji fyrirtæk-
inu raforku til reksturs tveggja ofna
til viðbótar, en það rekur nú tvo
ofna og áformað er að hefja bygg-
ingu á þeim þriðja í vor. Stjórn
Landsvirkjunar samþykkti í gær að
veita forstjóra heimild til að undir-
rita viljayfirlýsingu um þessa raf-
orkusölu.
Fulltrúar íslenska ríkisins og
norska fyrirtækisins Elkem, sem
sameiginlega eiga 85% í íslenska
járnblendifélaginu hf., ræðast við í
dag um stækkun Jámblendiverk-
smiðjunnar á Grundartanga og
breytta eignaraðild í félaginu. Búist
er við að það ráðist á fundinum
hvort af stækkun verksmiðjunnar
verði, en formleg ákvörðun um
stækkun verður tekin á stjómar-
fundi í næstu viku.
Járnblendiverksmiðjan framleiðir
nú kísiljárn í tveimur ofnum. Fyrir-
tækið hefur gert samning við
Landsvirkjun um orkukaup vegna
reksturs þriðja ofnsins. Stjórn fyrir-
tækisins hefur frest til 8. mars til
að taka ákvörðun um hvort þessi
samningur verður nýttur og þriðji
ofninn verður byggður.
Framtíðaruppbyggingin
verði hér
Ekki hefur verið gerður orku-
sölusamningur vegna ofna númer
fjögur og fimm, en stjórn Lands-
virkjunar samþykkti í gær að heim-
ila forstjóra fyrirtækisins að undir-
rita minnisblað sem stefnt er að
að verði fylgiskjal með samningi
sem eigendur Járnblendifélagsins
stefna að að gera fyrir 8. mars um
stækkun verksmiðjunnar. Tveir
stjórnarmenn í Landsvirkjun,
Svavar Gestsson og Kristín Einars-
dóttir, sátu hjá við afgreiðslu máls-
ins.
Helga Jónsdóttir, stjórnarfor-
maður Landsvirkjunar, sagði að það
hefði legið fyrir um nokkurn tíma
að eigendur íslenska járnblendifé-
lagsins hefðu áhuga á frekari
stækkun félagsins til viðbótar við
byggingu þriðja ofnsins. Þetta
þýddi m.a. að Elkem myndi standa
að framtíðaruppbyggingu á kísil-
járnframleiðslu hér á landi. Það
þýddi jafnframt að horfið yrði frá
hugmyndum um frekari uppbygg-
ingu í Noregi eða Bandaríkjunum.
Minnisblaðið verður því aðeins
undirritað að eigendur Járnblendi-
verksmiðjunnar ákveði að stækka
hana um einn ofn. í minnisblaðinu
lýsa hluthafar íslenska járnblendi-
félagsins og Landsvirkjun yfir sam-
eiginlegum áhuga á að komast að
samkomulagi um að auka orkufrek-
an iðnað á íslandi. Athygli vekur
að þar er bæði talað um vinnslu á
kísiljárni og/eða kísilmálmi. Ætlun-
in er að taka upp viðræður milli
aðila um orkusölusamning vegna
reksturs fjórða og fimmta ofnsins,
sem verði teknir í notkun 1999 og
2001. Að gefnum tilteknum for-
sendum er ætlun Landsvirkjunar
að bjóða Járnblendifélaginu orkuna
á verðbilinu 21-24 Bandaríkjadal-
ir/MWst. Þetta er talsvert hærra
verð en Járnblendifélagið greiðir
fyrir raforkuna nú, en sama verð
og nefnt hefur verið í viðræðum
Landsvirkjunar við önnur stóriðju-
fyrirtæki að undanförnu.
Ofnarnir tveir sem Jámblendi-
félagið rekur nota 36,5 MW hvor,
en ofnarnir sem rætt er um að taka
í notkun í verksmiðjunni nota 45
MW. Verði þrír nýir ofnar teknir í
notkun eykst rafmagnsnotkun
verksmiðjunnar úr 73 MW í 203
MW.
Árekstrar á
Suðurlandi
HARÐUR árekstur varð á Suður-
landsvegi vestan við Þrengslavega-
mót í gær. Ökumaður annars bílsins
var fluttur á slysadeild til rannsókn-
ar og eru báðir bílamir ónýtir, að
sögn lögreglu á Selfossi. Slæmt
skyggni var á Hellisheiði þegar
áreksturinn varð. Einnig varð harður
árekstur á Eyrarbakkavegi eftir há-
degi í gær. Jeppi sem var á leið vest-
ur Eyrarbakkaveg lenti í snjóskafli,
snerist á veginum og lenti á stórum
sendiferðabíl sem kom á móti. Ekki
urðu slys á mönnum.
Þá rákust tveir bflar saman á Eyra-
vegi á Selfossi um hádegisbilið en þar
urðu heldur ekki meiðsl á fólki.
---------».♦.♦
Vinnuslys í
Sundahöfn
MAÐUR féll þijá og hálfan metra
niður úr áltröppum sem runnu undan
honum þar sem hann var við vinnu
um borð í Brúarfossi í Sundahöfn í
gærmorgun.
Við fallið fór hann úr axlarlið og
var hann fluttur á slysadeild.
Aðalfundur Skot-
veiðifélags Islands
Mótmæla
mismunun
í formi
gjaldtöku
SKOTVEIÐIMENN greiða
25% vörugjald af byssum,
skotfærum og skyldum vörum
en stangveiðimenn, skíða-
menn og golfleikarar sleppa
við vörugjald af tækjum og
tólum til sinna frístunda-
iðkana. Auk þess verða skot-
veiðimenn að greiða 1.500
króna veiðikortagjald á hveiju
ári til að geta stundað áhuga-
mál sitt.
Aðalfundur Skotveiðifélags
íslands, Skotvís, sem haldinn
var 26. febrúar síðastliðinn,
samþykkti harðorð mótmæli
gegn 25% vörugjaldinu og
skoraði á fjármálaráðherra að
fella það niður tafarlaust.
Skotveiðimenn benda á að
þeir séu eini útivistarhópurinn
hér á landi sem þarf að greiða
sérstakt gjald til að rnega
stunda áhugamál sitt. Árið
1995 nam veiðikortagjaídið
alls 18,3 milljónum króna, auk
þess sem vörugjald af byssum,
skotfærum og skyldum varn-
ingi var 13,5 milljónir á sama
ári. íslenskir skotveiðimenn
hafi því greitt 31,8 milljónir
króna til hins opinbera 1995
umfram annað útivistarfólk.
Vonsku-
veður á
Hellisheiði
VONSKUVEÐUR var á Hellis-
heiði og slæm færð þegar þessi
mynd var tekin síðdegis í gær.
Þæfingur var í efri byggðum
Reykjavíkur og að sögn lögreglu
var nokkuð um að fólk á vanbún-
um bílum tefði fyrir umferð.
Skil voru að færast inn á sunn-
anvert landið í gær og því hvessti
jafnt og þétt af austri og norð-
austri fram eftir degi. Veðrið var
gengið niður sunnanlands í gær-
kvöld en enn var að hvessa norð-
anlands, samkvæmt upplýsingum
Veðurstofu.
Norsk bókautgafa
Ætlar að leiðrétta
þjóðerni Snorra
EIÐI Guðnasyni, sendiherra ís-
lands í Noregi, hefur borist svar-
bréf frá norsku bókaútgáfunni
J.M. Stenersen Forlag þar sem
beðist er velvirðingar á því að
Snorri Sturluson hafi verið sagð-
ur norskur rithöfundur í auglýs-
ingu fyrirtækisins um kvæða-
bálkinn Norðurlands trómet í
norska dagblaðinu Aftenposten
fyrir skömmu. Eins og Morgun-
blaðið greindi frá sendi Eiður
bréf til bókaútgáfunnar í síðustu
viku þar sem farið var fram á
að þjóðerni Snorra yrði leiðrétt í
auglýsingunni.
I svarbréfinu segir Halfdan
W. Freihow, yfirmaður bókaút-
gáfunnar, að útgáfunni sé full-
kunnugt um að Snorri hafi verið
íslenskur rithöfundur, en af ein-
skæru hugsunarleysi hafi hann
verið sagður norskur í auglýs-
ingunni og í kynningu á bók-
arkápu kvæðabálksins. Hann
segir sjálfsagt að þessi mistök
verði leiðrétt og lofar að ný kápa
verði prentuð utan á bækurnar
og að auglýsingunni verði
breytt.
Eiður segir það mjög ánægju-
legt hve forsvarsmenn bókaút-
gáfunnar brugðust skjótt og
snöfurmannlega við og að þeir
skyldu viðurkenna að um mistök
hefði verið að ræða. „En því er
ekki að neita að það er mjög al-
gengt að Norðmenn tali og skrifi
um Snorra eins og hann hafí
verið norskur og þess vegna ber
að leiðrétta það hvenær sem
hægt er,“ segir hann.
Hæstiréttur í máli Jóhanns G. Bergþórssonar
Akærunni vegna brota á
hegningarlögum vísað frá
HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær
dóm héraðsdóms í máli ákæru-
valdsins gegn Jóhanni G. Berg-
þórssyni, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Hagvirkis-Kletts.
Jóhann er dæmdur í þriggja mán-
aða skilorðsbundið fangelsi, en
héraðsdómur hafði talið refsingu
hans hæfilega tólf mánaða skil-
orðsbundið fangelsi. Sekt Jóhanns
er hins vegar óbreytt, fjórar millj-
ónir króna.
Jóhanni var gefið að sök að
hafa ekki staðið ríkissjóði skil á
virðisaukaskatti og staðgreiðslu
skatta, sem dregin hafði verið af
starfsfólki. Þá var hann einnig
ákærður fyrir að draga Hagvirki-
Kletti hf. fé og nota það í rekstur
félagsins, með því að halda eftir
lífeyrissjóðsiðgjöldum, félags-
gjöldum stéttarfélaga og meðlags-
skuldum starfsfólks.
í dómi Hæstaréttar segir, varð-
andi þá ákæru er laut að brotum
á hegningarlögum, að reifun máls-
ins sé svo áfátt, að dómur verði
ekki felldur á sakarefnið og málinu
því vísað frá héraðsdómi að þessu
leyti. Með vanreifun vísaði Hæsti-
réttur m.a. til þess, að ekki hefðu
verið lögð fram gögn, sem sýndu
fram á að hvaða marki Hagvirki-
Klettur innti af hendi greiðslur,
eins og Jóhann hélt fram og því
væri ekki unnt að leysa úr því
hvort staðhæfingar hans væru
réttar, en þær gætu leitt til sýknu
ef réttar væru.
Hæstiréttur vísar hins vegar til
framburðar Jóhanns fyrir héraðs-
dómi, um að hann hafí ákveðið
að Hagvirki-Klettur léti hjá líða
að standa á réttum tíma skil á
virðisaukaskatti og staðgreiðslu
skatta. Því bæri að staðfesta dóm
héraðsdóms, um að hann hefði
ekki staðið skil á rúmlega sextán
milljóna króna virðisaukaskatti og
tæpum 13 milljónum í stað-
greiðslu.
Hæstiréttur telur hæfilega refs-
ingu þriggja mánaða fangelsi, skil-
orðsbundið í tvö ár og staðfestir
dóm héraðsdóms um 4 milljóna
króna sekt til ríkissjóðs.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómararnir Garðar Gíslason, Arn-
ljótur Björnsson og Markús Sigur-
björnsson.