Morgunblaðið - 28.02.1997, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lögmaður
Freds Pittmans
Forstjóri Flugleiða kveðst undrast ákvörðun kviðdómsins
Þetta er ekki endanleg
niðurstaða í málinu
„VIÐ erum verulega undrandi á
þessum upphæðum," sagði Sigurð-
ur Helgason, forstjóri Flugleiða, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Á það ber hins vegar að líta, að
þetta er niðurstaða kviðdómsins
og dómarinn í málinu birtir ekki
niðurstöðu sína fyrr en eftir 8-10
vikur. Það er í hans valdi að stað-
„VIÐ höfum lítið um málið að segja
núna. Við erum að kynna okkur
niðurstöðu kviðdómsins og þau fyr-
irmæli sem dómarinn lét kviðdóm-
endum í té um það hvaða lögum
skyldi beita í málinu,“ sagði John
F. Schutty, lögmaður Flugleiða í
máli Fred A. Pittmans gegn Flug-
leiðum í samtali við Morgunblaðið
í gær.
„Við erum hins vegar vissir í
okkar sök um að dómarinn hafi
gert mistök þegar hann ræddi við
kviðdómendur um það til hvaða
réttarreglna þeir þyrftu að taka
afstöðu til að komast að niðurstöðu
í málinu." John F. Schutty vildi á
þessu stigi ekki ræða í einstökum
festa niðurstöðu kviðdóms, fella
hana úr gildi, lækka bótafjárhæð
eða fyrirskipa ný réttarhöld.“
Kviðdómur í undirrétti í New
York felldi þann úrskurð á mið-
vikudagskvöld að íslenskum tíma,
að Flugleiðir skyldu greiða Fred
Pittman 10 milljónir Bandaríkja-
dala, um 700 milljónir króna og
atriðum í hverju hann teldi mistök
dómarans felast.
„Þegar við höfum lokið við að
kynna okkur til hlítar þessi fyrir-
mæli hans munum við ákveða hvað
við gerum í framhaldinu og þá get
ég tjáð mig um málið. Við munum
leggja fram gögn fyrir réttinn innan
tveggja vikna.“ Þetta er ekki áfrýj-
un það er ekki nauðsynlegt á þessu
stigi því að dómarinn hefur ekki
kveðið upp úrskurð sinn um það
hvort stefnendurnir hafi sýnt fram
á bótaskyldu Flugleiða. Fyrr en
úrskurður um þá spumingu, sem
er lykilatriði í málinu, verður kveð-
inn upp, er áfrýjun ekki nauðsyn-
leg,“ sagði John F. Schutty.
greiða dóttur hans 5 milljónir
Bandaríkjadala, um 350 milljónir
króna. Samtals gerir kviðdómurinn
Flugleiðum því að greiða rúman
einn milljarð króna. Niðurstaðan
er byggð á því, að Flugleiðir hafi
tekið þátt í að flytja fyrrverandi
eiginkonu Pittmans, Emu Eyjólfs-
dóttur, og dóttur hans frá Banda-
ríkjunum til íslands með ólögmæt-
um hætti hinn 1. maí 1992.
Málflutningur í undirrétti í New
York hófst á mánudag og stóð
fram á miðjan dag á miðvikudag,
þegar kviðdómur dró sig í hlé.
Skömmu^ síðar úrskurðaði hann í
málinu. Ýmis vitni voru kölluð fýr-
ir, þar á meðal nokkrir starfsmenn
Flugleiða. Dómarinn hefur nú farið
fram á greinargerðir málsaðila,
áður en hann fellir dóm sinn.
„í málinu hafa ekki verið lagðar
fram neinar sannanir þess að
starfsmenn Flugleiða hafi á nokk-
um hátt brotið gegn bandarískum
eða íslenskum lögum," sagði Sig-
urður Helgason.
Flugleiðir greiða ekkert
Flugleiðir eru tryggðar fyrir
skaðabótakröfunni. „Trygginga-
fyrirtækið Lloyd’s, sem Flugleiðir
tryggðu hjá á þessum tíma, ber
kostnað af hugsanlegum greiðsl-
um,“ sagði Sigurður. „Flugleiðir
hafa í raun ekki verið aðili að þessu
máli, heldur réði tryggingafélagið
sér lögmenn í New York, sem hafa
farið með það.“
Sigurður ítrekaði að Flugleiðir
þyrftu ekkert að greiða, hvernig
sem málið færi, því það gilti ekki
um þessar tryggingar að einhver
sjálfsábyrgð hvíldi á þeim tryggða.
Þá sagði hann að ekki reyndi
heldur á hugsanlega hækkun
tryggingaiðgjalda, því Flugleiðir
hefðu skipt um tryggingafélag fyr-
ir þremur árum, án þess að sú
breyting tengdist nokkuð þessu
máli.
Gengi hlutabréfa Iækkaði
Aðspurður hvort hann teldi að
Flugleiðir myndu verða fyrir við-
skiptalegu áfalli vegna málsins
svaraði Sigurður að hann reiknaði
ekki með að fólk hætti að fljúga
með Flugleiðum vegna málarekstr-
arins.
Hlutabréf í Flugleiðum voru um
hádegi í gær seld á genginu 3,08
og hefur gengið ekki verið lægra
á þessu ári. í febrúar hefur gengið
ekki farið niður fyrir 3,16 og lengst
af verið allt að 3,30. „Það er alltaf
erfitt að gera sér grein fyrir hvern-
ig hlutabréfamarkaðurinn breytist,
en ég held ekki að fréttir af þessu
máli hafi valdið lækkun. Við höfum
ítrekað bent á, að Flugleiðir bera
engan fjárhagslegan skaða af,“
sagði Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða.
Býst við
staðfest-
ingii
dómara
„ÞETTA var mjög réttlát og raunsæ
niðurstaða hjá kviðdómnum og ég á
fastlega von á að dómarinn staðfesti
hana,“ sagði Robert Erlanger, lög-
maður Freds Pittmans, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Erlanger sagði að það væri kvið-
dómsins að ákveða hve háar bæturn-
ar ættu að vera, svo niðurstaða hans
byggðist ekki á kröfum Pittmans eða
lögmanns hans. „Kviðdómurinn leit
á þau sönnunargögn, sem fyrir lágu
og tók sína ákvörðun út frá þeim.
Ég á því fastlega von á að dómarinn
komist að sömu niðurstöðu."
Engin fjárhæð getur bætt
skaðann
Aðspurður hvort skaðabæturnar,
rúmur milljarður íslenskra króna,
væru eðlileg upphæð í málum af
þessu tagi, svaraði Erlanger, að þetta
væri ekki há upphæð. „Engin fjár-
hæð getur bætt þann skaða, sem
unninn hefur verið á sambandi Freds
Pittmans við Elísabetu dóttur sína,“
svaraði Erlanger.
Aðspurður hvort hann væri tilbú-
inn að semja um bætur, ef dómarinn
staðfesti ekki niðurstöðuna, sagði
Erlanger að allt væri mögulegt, en
hann reiknaði þó fremur með að
málinu yrði haldið til streitu fyrir
hærri dómstólum. „Ég ætlast til að
Flugleiðir greiði þessar skaðabætur
að fullu." Ekki náðist í Fred Pittman
í gær. Lögmaður hans sagði hann á
ferðalagi.
Dómarinn gerði
mikil mistök
Morgunblaðið/Þorkell
SAMNINGANEFND viðskiptabanka og sparisjóða á samningafundi með Sambandi bankamanna í
gær. Á myndinni má sjá samninganefnd bankanna f.v. Björgvin Vilmundarson, bankastjóri Lands-
banka og formaður samninganefndar bankanna, Sigurður Hafstein, bankastjóri Sparisjóðabank-
ans, Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri i íslandsbanka, Steingrímur Hermannsson seðla-
bankastjóri og Guðmundur Eiríksson, starfsmannastjóri íslandsbanka.
veitingastaðurinn
ódýrkostiir
í liádeginij
Snitzel
Veit i n gaxl a <) u r
Lítil
hreyfing
LÍTIL hreyfing er á samninga-
málunum í viðræðum Sambands
íslenskra bankamanna og samn-
inganefndar viðskiptabanka og
sparisjóða, að sögn Stefáns Páls-
sonar, varaformanns samninga-
nefndar bankanna.
Nokkrir fundir hafa þó verið
haldnir að undanförnu og komu
samninganefndir síðast saman í
gærmorgun þar sem farið var
yfir framkomnar kröfur, gagntil-
Íögur bankanna og staðan metin.
Stefán sagði að svo virtist sem
hver biði nú eftir öðrum í kjara-
viðræðunum á vinnumarkaðin-
um.
Héraðsdómur í máli Ferðafélagsins
gegn Rangárvallahreppi
Enginn skattur
af sæluhúsum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt, að Ferðafélagi íslands sé
ekki skylt að greiða fasteignaskatt
af sæluhúsum sínum við Álftavatn
í Rangárvallaafrétti, eins og
Rangárvallahreppur gerði kröfu
um.
í málinu var tekist á um skil-
greiningu áorðinu „sæluhús". Ferð-
afélagið benti á, að samkvæmt lög-
um um tekjustofna sveitarfélaga
væru sæluhús undanþegin fast-
eignaskatti og það sé almenn mál-
venja að nota orðið yfir byggingar
Ferðafélagsins. Landmælingar
merki þessar byggingar inn á kort
undir þessu heiti. Með tilvísan til
orðabóka sagði Ferðafélagið að
upphafleg merking orðsins „sælu-
hús“ væri gistihús fyrir ferðamenn
í óbyggðum, reist af efnamönnum
til að tryggja sér sæluvist á himnum
eftir dauðann, en síðan hafi það
verið notað um slík hús almennt.
Ekki sé heimilt að breyta hugtökum
eða orðum frá almennri málvenju,
eins og yfirfasteignamatsnefnd hafi
gert þegar hún ákvað að Ferðafé-
lagið ætti að greiða fasteignaskatt,
með því að búa til nýja og þrengri
skilgreiningu á hugtakinu sæluhús.
Atvinnustarfsemi, ekki
sæluhús
Rangárvallahreppur benti hins
vegar á, að fyrir gistingu í húsunum
við Hrafntinnusker og Álftavatn
væri greitt og þar væri starfsmaður
á sumrin til að hirða um húsin og
annast þjónustu við ferðamenn gegn
gjaldi. Hér væri því um atvinnustarf-
semi að ræða, en ekki sæluhús í
skilningi laga og venjulegum al-
mennum skilningi þess orðs. Þá
þyrfti að ríkja jafnræði í skattamál-
um. Einkaaðilar greiddu til dæmis
fasteignaskatta af skálum á afrétt-
um og ferðaþjónustubændur af
fjölda gistiskála eða smáhýsa.
í dómi Sigurðar Halls Stefánsson-
ar héraðsdómara segir, að Ferðafé-
lagið sé ekki ágóðafélag og njóti
ekki opinberra styrkja. Sæluhús fé-
lagsins hafi frá upphafi verið opin
ferðamönnum allt árið og gildi það
a.m.k. um húsið við Hrafntinnusker
og jafnvel hið minna við Álftavatn
þegar þörf krefur. Dómarinn benti
á, að rekstur húsanna væri Ferðafé-
laginu ekki hagstæður.
Greiðslan skiptir engu
Dómarinn vísaði til framburðar
forstjóra Landmælinga íslands, sem
sagði stofnunina flokka þau hús á
hálendinu sem sæluhús sem menn
hefðu þurft á að halda og væru opin
þegar aðstæður kalla vegna þeirra
aðstæðna sem náttúran skapaði,
veðurfars og annars. Engu skipti
þótt panta þyrfti fyrirfram og borga
fyrir þjónustu. „Dómurinn fellst a
framangreinda skilgreiningu Land-
mælinga íslands á heitinu sæluhús,"
segir ! niðurstöðunum og jafnframt
að ætla verði að löggjafinn hafi vilj-
að hlúa að Ferðafélaginu varðandi
rekstur sæluhúsa þegar undanþága
var sett I lög um tekjustofna sveitar-
félaga.
Samkvæmt þessu var niðurstaða
málsins sú, að Ferðafélaginu er ekki
skylt að greiða fasteignaskatta af
sæluhúsunum.
>
l
\~