Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Opinber heimsókn
frá Grænlandi
LARS Emil Johansen, formaður
grænlensku landstjórnarinnar,
kom í opinbera heimsókn til Is-
lands ásamt fylgdarliði í gær. Til
stóð að Johansen lenti á Reylq'avík-
urflugvelli en frá því var horfið
vegna veðurs.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
tók á móti Johansen og föruneyti
í gær og áttu þeir fund í Stjórnar-
ráðinu í um klukkustund. Innti
forsætisráðherra Johansen m.a.
eftir líðan eiginkonu hans, frú
Ivalo Egede, sem ekki átti heiman-
gengt vegna veikinda.
Að fundinum loknum heimsótti
Johansen Alþingishúsið og sat fund
með fulltrúum í utanríkismála-
nefnd Alþingis og vestnorræna
þingmannaráðsins. Ragnar Arn-
alds, fyrsti varaforseti Alþingis,
tók á móti formanninum sem færði
þingmönnum lítinn hvalaskúlptúr
og vék við það tækifæri að sameig-
inlegum þáttum í menningu íslend-
inga og Grænlendinga.
Þaltkaði hjartanlegar móttökur
Lars Emil Johansen og fylgdar-
lið rituðu nöfn sín í gestabók þings-
ins og notaði formaðurinn tæki-
færið til þess að færa skriflegar
þakkir fyrir hjartanlegar móttök-
ur. Að því búnu hélt Johansen á
þingpalla. Guðni Ágústsson ávarp-
aði formanninn úr forsetastóli og
þvi næst risu þingmenn úr sætum
til að votta honum og grænlensku
þjóðinni virðingu sína.
Að þingheimsókn lokinni var
haldið út í Ráðhús til Ingibjargar
Sólrúnar Gísiadóttur borgarstjóra
og hafði Johansen á orði er hann
hengdi upp selskinnsjakka sinn að
hann hefði nýst sér vel.
Hélt Johansen áfram að slá á
létta strengi og borgarstjóri svar-
aði í sömu mynt. Báru þau meðal
annars saman kostnað við bygg-
ingu menningar- og ráðhúsa i
Reykjavík og Nuuk og reyndist
íslenska borgin eiga vinninginn.
Dagskrá heimsóknarinnar lauk
í gærkvöldi með viðhafnarkvöld-
verði í boði forsætisráðherra. _
I dag tekur forseti Islands, Olaf-
ur Ragnar Grimsson, ásamt eigin-
konu sinni, Guðrúnu Katrínu Þor-
bergsdóttur, á móti Johansen á
Bessastöðum og síðan mun formað-
urinn eiga fund með Davíð Odds-
syni og Halldóri Ásgrímssyni i
Ráðherrabústaðnum. Að honum
loknum verður haldinn blaða-
mannafundur á sama stað. Eftir
hádegi heldur Johansen til Akur-
eyrar ásamt fylgdarliði en heim-
sókninni lýkur siðdegis á morgun.
Morgunblaðið/Golli
LARS Emil Johansen og fylgdarlið rituðu nöfn sin í gestabók
Alþingis og notaði formaðurinn tækifærið til þess að færa skrif-
legar þakkir fyrir hjartanlegar móttökur.
EES-samningiirinn
fari á alnetið
NEFND á vegum utanríkisráðuneyt-
isins vinnur nú að framkvæmdaáætl-
un og könnun á kostnaði við það
að koma samningnum um Evrópska
efnahagssvæðið og íslenskum lögum
sem honum tengjast á vef alnetsins.
Áætlað er að nefndin ljúki störfum
sínum fyrir 1. maí næstkomandi.
Þetta kom fram í svari Halidórs
Ásgrímssonar utanríkisráðherra við
fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar,
þingmanns Álþýðubandalags, á Al-
þingi.
I Noregi sér sjálfseignarstofnunin
Lovdata, sem stofnuð var af dóms-
málaráðuneytinu og Háskólanum í
Osló, um dreifingu á norsku réttar-
efni. Tekin eru gjöld fyrir aðgang
að efninu og er ætlast til að þau
standi undir öllum kostnaði.
DAGSKRÁ
01.03.
Tæknival Skeifunni
kl. 10.30-11.30:
Veraldarvefurinn,
lært á umhverfið
Tæknival Hafnarfirði
kl. 12.30-13.30:
Veraldaryefurinn,
lært á umhverfið
Veriti velkomin!
Tæknival
Reykjavtkurvegi 64
220 Hafnarfirði
Slmi 550 4020
Netfang:
fjordurötaeknival.is
Skeifunni 17
108 Reykjavfk
Slml 550 4000
Netfang:
mottakaOtaeknival.is
|
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
FORMAÐUR Dagsbrúnar sagði á félagsfundi Dagsbrúnar/Framsóknar að nú gæti stefnt í
hatrömmustu stéttaátök á íslandi frá 1955.
Félagsfundur Dagsbrúnar/Framsóknar hvatti til samstöðu
Krafan er 70.000
kr. lágmarkslaun
Félagar í verkalýðsfélögunum Dagsbrún og
Framsókn troðfylltu Bíóborgina á fyrsta
sameiginlega félagsfundi félaganna í gær.
Mikil samstaða kom fram á fundinum um
að halda fast við kröfuna um 7 0 þúsund
króna lágmarkslaun. Omar Friðriksson
fylgdist með fundinum.
Við upphaf baráttufundar Dags-
brúnar og Framsóknar í Bíóborginni
eftir hádegi í gær var greint frá
niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu með-
al starfsmanna hjá Mjólkursamsöl-
unni og Emmessís hf. um vinnu-
stöðvun, sem hefjast á 9. mars. Af
75 starfsmönnum á kjörskrá tóku
68 þátt í atkvæðagreiðslunni. 60
saniþykktu verkfallstillöguna, eða
88,24%, 7 sögðu nei og einn skilaði
auðu. Var úrtslitunum fagnað með
langvinnu lófataki á félagsfundinum
í gær.
Halldór Björnsson, formaður
Dagsbrúnar, rakti í ræðu sinni undir-
búning kjaraviðræðna og samninga-
viðræður sem fram hafa farið um
sérmál og aðalkjarasamning frá því
í haust, sem hann sagði að hefði
engum árangri skilað og kjaramálin
væru því í kyrrstöðu.
Halldór sagði að meginkröfur fé-
laganna væru að lægstu laun hækk-
uðu í 70 þúsund kr. á mánuði, at-
vinnuöryggi og kaupmáttur yrði
tryggður og að samningarnir giltu
frá 1. janúar 1997 í allt að 26 mán-
uði.
Halldór mótmælti málflutningi
þeirra sem sökuðu Dagsbrún og
Framsókn um að ætla að splundra
stöðugleikanum með kröfunni um
70 þúsund kr. lágmarkslaun. „Þetta
er orðin meginkrafa verkalýðshreyf-
ingarinnar og hefur hlotið góðan
meðbyr í þjóðfélaginu," sagði Hall-
dór. „Útfærð tillaga þeirra að breyt-
ingum á launatöxtum þýðir 10 króna
hækkun á tímann. Við höfum reynt
að halda þessu smánarboði á lofti
en annað boð höfum við ekki fengið.
Um það snýst þessi stóra deila, sem
er í uppsiglingu að verða ein hatröm-
mustu stéttarátök sem hér hafa orð-
ið frá 1955, ef allt fer fram sem
horfir," sagði Halldór.
Draga fram lífið á
sultarlaunum
1 máli margra fundarmanna kom
fram hörð gagnrýni á launahækkan-
ir bankastjóra, embættismanna og
fleiri hálaunahópa. Einnig var spjót-
um beint gegn hagnaði útgerðar-
manna af kvótaviðskiptum, sem
Dagsbrúnarmenn fullyrtu að skipti
fleiri milljörðum kr. „Þetta er ekki
kallað siðleysi, heldur eðlilegur og
sjálfsagður hlutur en það er siðleysi
ef þið biðjið um að kaupið hækki í
70 þúsund krónur,“ sagði Halldór
Björnsson.
Ólafur B. Baldursson sagði að
laun foreldra dygðu ekki fyrir nauð-
þurftum. Þjóðarauðnum væri mis-
skipt og honum væri úthlutað örfá-
um sægreifum og flokksgæðingum
ríkisstjórnarflokkanna. Á sama tíma
misstu tvær fjölskyldur heimili sín á
degi hverjum vegna óstjórnar í efna-
hagsmálum. „Við vitum hvernig það
er að draga fram lífið á sultarkjör-
um, greiddum af fyrirtækjum sem
velta milljörðum á ári hveiju og
standa uppi í árslok, með hundraða
milljóna króna gróða, sem þau geta
deilt til fámennrar klíku.
Ég er ekki bara þreyttur
á þessu ástandi, heldur er
ég öskuillur vegna þeirrar
skítlegu meðferðar ís-
lenskra fyrirtækja og at-
vinnulífs á saklausu og
bjargarlausu íslensku
verkafólki, sem er í raun og veru
kjarni og uppistaða þjóðlífsins,"
sagði hann.
Ragna Bergmann, formaður
Framsóknar, sagði að nánast ekkert
hefði miðað í samningaviðræðum að
undanförnu. „Við getum ekki setið
í tilgangslausu þjarki mánuð eftir
mánuð án þess að grípa til aðgerða.
Nýr kjarasamningur átti að gilda frá
áramótum. Nú höfum við setið
samningslaus í tvo mánuði og sjáum
ekki fram á neinar breytingar nema
með aðgerðum. Ef ekki takast samn-
ingar nú er framundan erfitt tíma-
bil átaka og verkfalla. Ég minnist
langa verkfallsins 1955, ég var þá
með fjögur börn, og það var mjög
erfitt, en fólk stóð allt saman.
Reynslan kennir okkur að það reyn-
ir á samstöðu félagsmanna. Við vilj-
um gera allt sem við getum til að
ná samningum án verkfalla, en við
þurfum að búa okkur undir átök.
Við munum ekki hvika frá 70 þús-
und króna lágmarkslaunum,“ sagði
Ragna.
„Með hveijum deginum sem líður
nálgumst við það sem virðist óum-
flýjanlegt, stríð á milli hins vinnandi
lýðs, sem á degi hverjum berst harðri
baráttu við að sjá sér og fjölskyldum
sínum farborða, og hinna sem eiga
auðmagnið og atvinnutækin, og hafa
með hjálp ríkisvaldsins sogað til sín
allar helstu auðlindir íslands, sem
þó eiga samkvæmt lögum að vera í
eigu okkar allra,“ sagði Sigurður
Rúnar Magnússon.
Loforð þjóðarsáttarinnar
svikið í bak og fyrir
Sigurður Bessason sagði að
verkalýðshreyfingin hefði fallist á
að styðja við bakið á fyrirtækjum
sem voru komin að fótum fram árið
1990 þegar þjóðarsáttin var gerð.
Þá hafi verið gefið loforðið um að
síðar kæmi að því að hlutur launa-
fólks yrði réttur við. Þetta loforð
hefði verið svikið í bak og fyrir.
Kristján Árnason hvatti Dags-
brúnarmenn og Framsóknarkonur
til að stíga á stokk og heita því að
standa saman þar til yfir lyki í bar-
áttunni fyrir réttlæti. Björgvin Þor-
varðarson hvatti samninganefnd fé-
laganna til að hækka launakröfurnar
eftir að verkföll væru skollin á ef
ekkert miðaði í samkomulagsátt.
„Við verðum að greiða atkvæði með
verkfalli. Annars heldur VSÍ áfram
að bjóða okkur tíkall á
tímann. Ég hef vissulega
ekki efni á að fara í verk-
fall en ég hef alls ekki
efni á að reyna að lifa
af þessum launum áfram,
fyrir utan þá lítillækkun
sem felst í því að fá 60
þúsund krónur fyrir 100% vinnu í
heilan mánuð,“ sagði Anna Sjöfn
Jónasdóttir.
Gylfi Páll Hersir skoraði á fundar-
menn að hvika í engu frá kröfunni
um 70 þúsund kr. lágmarkslaun.
Nú þyrftu félögin að sýna samstöðu
og atvinnurekendum klærnar.
Allir fundarmenn stóðu upp í lok-
inn og samþykktu ályktun fundarins
með langvinnu lófataki. „Krafa okk-
ar um 70 þúsund króna lágmarks-
laun er almenn krafa verkalýðs-
hreyfingarinnar í dag. Hún er grund-
völlur þess að samningar takist.
Engin niðurstaða hefur fengist enn
í neinum sérsamningum félaganna.
Atvinnurekendur halda fast við upp-
haflegar tillögur um tíkall á tímann
og bundna kjarasamninga, þannig
að friðarskylda hvíli á öllum sér-
samningum úti í fyrirtækjunum,“
segir í ályktuninni.
88,2% sam-
þykktu verk-
fallíMjólk-
ursamsölu
\
\
\
\
\
\
\