Morgunblaðið - 28.02.1997, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Breyttur vinnutími hjá tollvörðum í Reykjavík
Betra eftirlit þótt sólar-
hringsvöktum sé hætt
VÖKTUM tollvarða í Reykjavík var
breytt nú í febrúar, á þann veg að
nú eru ekki mannaðar sólarhrings-
vaktir, heldur vinna allir tollverðir
innan dagvinnuramma. Þurfi hins
vegar að tollskoða utan þess tíma
eru tollverðir kallaðir út sérstaklega.
Sigvaldi Friðgeirsson, skrifstofu-
stjóri Tollstjóraembættisins, segir að
með þessu móti nýtist starfskraftar
tollvarða mun betur en áður. „Við
getum nú sett hóp manna í sérstök
verkefni, til dæmis að fylgjast með
gámum, kanna allan bögglapóst, eða
fylgja sendingum til fyrirtækja eftir
allt þar til vörurnar eru teknar úr
umbúðunum. Tollskoðun verður því
ítarlegri."
Sigvaldi segir að tollverðir hafi
starfað á þremur átta klukkustunda
vöktum á sólarhring, allan ársins
hring. „Þörfin fyrir slíkar vaktir er
alls ekki jafn mikil og hún var.
Skipafélögin miða til dæmis sigling-
ar sínar við að uppskipun og löndun
sé á virkum dögum og vinna á helgi-
dögum heyrir til undantekninga.
Með þvi að fella niður sólarhrings-
vaktir bætast í raun 7-8 menn við
dagvaktina og eftirlitið verður miklu
betra.“
Útkall ef þörf krefur
Sigvaldi sagði að þessar breyting-
ar þýddu alls ekki, að skip gætu
komið að landi að nóttu til án þess
að tollgæslan kæmi við sögu. „Öll
farartæki, sem koma til landsins,
verða að tilkynna komu sína og eng-
inn fær að fara þar frá borði áður
en tollgæslan hefur gefið grænt ljós
á það. Komi skip til dæmis að landi
að nóttu til verða tollverðir kallaðir
út. Þá gildir sú regla, að greiða verð-
ur sérstakt gjald fyrir tollafgreiðslu
utan dagvinnutíma og er miðað við
kostnað vegna útkalla. Við reiknum
með að menn reyni fremur að flýta
för sinni eða seinka henni örlítið, til
að spara sér aukagjaldið."
Sigvaldi sagði að greitt væri fyr-
ir eðlilega tollskoðun, en ef tollgæsl-
an ákvæði að leita nákvæmlega í
skipi þyrfti skipafélagið eða útgerð-
in ekki að bera þann kostnað. „Mál-
ið breytist hins vegar ef menn reyn-
ast hafa óhreint mjöl í pokahorninu.
Þá er um leið fengin staðfesting á
því að ástæða hafi verið til að leita
sérstaklega í skipinu og útgerðin
greiðir kostnað vegna aukins tolla-
eftirlits."
Misjafnt eftir árstíma
Þar sem aðeins eru tvær vikur frá
því að breyting var gerð á vöktum
tollvarða, sem nú eru 46 talsins í
Reykjavík, er ekki komin endanleg
mynd á hvernig starfi þeirra verður
háttað samkvæmt nýju kerfi og er
talið að nokkrar vikur taki að móta
það. „Við þurfum til dæmis að taka
tillit til mismunandi aðstæðr.a eftir
árstímum. Þar má nefna, að á sumr-
in lenda farþegavélar frá Grænlandi
og Færeyjum á Reykjavíkurflugvelli
og þar þurfa tollverðir að vera til
taks. Við bindum miklar vonir við
að breytingarnar þýði betri nýtingu
á fjármunum Tollstjóraembættis-
ins,“ sagði Sigvaldi.
Umhverfisráðherra um uppgræðsla Hólasands
Skilyrðum um útbreiðslu
lúpínu verður að breyta
UMHVERFISRÁÐHERRA, Guð-
mundur Bjarnason, hefur úrskurðað
í kærumáli vegna úrskurðar skipu-
lagsstjóra ríkisins um uppgræðslu
Hólasands. Telur ráðuneytið rétt að
breyta þeim skilyrðum, sem sett
voru varðandi útbreiðslu lúpínu, þar
sem erfitt geti reynst að fylgja þeim
eftir í framkvæmd.
í úrskurði ráðherra er orðalagi
breytt og skal Landgræðsla ríkisins
tryggja svo sem kostur er að lúpína
berist ekki út af landgræðslusvæð-
inu. Fylgja skal þeim áætlunum sem
fram koma um afmörkun grassán-
ingar í frummatsskýrslunni en auk
þess skal ekki sá lúpínu nálægt
vatnsfarvegum, sem flutt geta fræ
út af svæðinu. Af þeim sökum er
nauðsynlegt að kortleggja vatnsfar-
vegi einkum þá er liggja til Sand-
vatns og Laxárdals.
Landgræðslunni er skylt að gefa
ráðuneytinu árlega skýrsíu um eftir-
lit með gróðurframvindu svæðisins,
með tilliti til útbreiðslu lúpínu og
hættu á að hún berist út af land-
græðslusvæðinu. Þá skal notkun
plantna á svæðinu vera í samræmi
við reglur sem gilda um innflutning
þeirra á hveijum tíma. Loks skal
kortleggja sýnilegar kolagrafír og
gamla vegi á svæðinu í samráði við
Þjóðminjasafn íslands. Ekki skal
planta á þeim stöðum.
Ráðuneytið kemst að þeirri niður-
stöðu að uppgræðsla Hólasands
hafi ekki í för með sér umtalsverð
neikvæð umhverfisáhrif, heldur
fyrst og fremst jákvæð áhrif með
tilliti til stöðvunar á jarðvegsrofi
og gróðureyðingu. Skilyrði er sett
um að sá grasi minnst 200 metra
meðfram rofjöðrum og mynda
öflugt kjarrbelti til að draga úr lík-
um á að lúpína berist inn á mólendi
virðist ástæðulaust að mati ráð-
herra.
Verðlaun Alþjóða jöklafræðifélagsins
Framúrskarandi
framlag Islendings
til jöklarannsókna
SIGFÚS Jóhann
Johnsen hlýtur í sum-
ar Seligman krist-
alinn sem Alþjóðlega jökla-
fræðifélagið veitir. Hér er
um að ræða viðurkenningu
fyrir framúrskarandi og
áhrifaríkt framlag til vís-
indalegra jöklarannsókna.
Fáir Norðurlandabúar hafa
hlotið viðurkenninguna og
enginn íslendingur áður.
Sigfús var valinn vegna
víðtækrar þekkingar jafnt
á fræða- og tilraunasviði
og 25 ára starfs við rann-
sakir á fornveðurfari og
hlý- og jöklulskeiðum jarð-
sögunnar. Hann hefur
hannað ísborana, stjórnað
borun og túlkað niðurstöð-
ur í smáatriðum.
Sigfús starfar aðallega
með Dönum en hefur einn-
ig unnið með nokkrum íslending-
um að jöklarannsóknum á Græn-
landi eins og konu sinni Pálínu
M. Kristinsdóttur í kjarnagæslu,
Sigfús J. Johnsen
Sigfús J. Johnsen er fæddur
í Ogri í Isafjarðarsýslu árið
1940. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
Árnýju E. Sveinbjörnsdóttur jarð- árið 1959 og útskrifaðist sem
fræðingi, Þorsteini Þorsteinssyni eðlisfræðingur frá Kaupmanna-
jöklafræðingi og smiðunum Haf- hafnarháskóla árið 1966. Hann
liða Bárði Harðarsyni og Sverri er prófessor í jarðeðlisfræði við
Hilmarssyni. Háskóla Islands og lektor við
- Hvað þýða þessi verðlaun? Kaupmannahafnarháskóla. Eig-
inkona hans er Pálína M. Krist-
insdóttir og eiga þau þrjú börn.
„Þau hafa margvíslega þýðingu
eins og að vera viðurkenning á
ískjarnarannsóknum, opna mögu- -------------
leika fyrir íslendinga til að taka ^ar Saman um síðasta hlý-
virkari þátt í rannsóknum, og e.t.v. g^eið og er því grundvallarspurn-
verður auðveldara að afla fjár til jng-u um hvort það hafi verið stöð-
rannsókna. Ugt eða óstöðugt ekki enn nægi-
Þau þýða líka að rannsóknir lega svarað.
okkar og Dana eru góðar á þessu Samkvæmt okkar niðurstöðum
sviði og að þær skipta máli, en féll hiti um 4 til 5 gráður milli
íslendingar leggja til nákvæmustu tímabila á hlýskeiðinu. Ef svo er
mælingarnar á samsætum í kjarna raunin getur það átt sér stað aftur
með massagreininum sínum, sem og gjörbreytt lífsskilyrðum til
er dýrasta rannsóknartæki lands-
ins. Ég tek í raun einnig við verð-
laununum fyrir hönd hópsins sem
dæmis á Islandi á stuttum tíma.
Einnar gráðu fall breytir öllu hér.
Um þessar mundir erum við að
hefur verið við boranir á Græn- vinna að verkefninu Norður-GRIP
landsjökli. Hins vegar er óvíst 0g verður borað 3 km undir yfir-
hvenær ég get tekið við þeim því borð, en Danir borga 60% af kostn-
ég verð á Grænlandsjökli næsta aðinum. Ég er líka að endurhanna
sumar eins og síðastliðin 25 sum- bor fyrir EPICA, sem er Evrópskt
ur. verkefni sem Danir taka þátt í.
- Hvenær og hvernig hófst Með þessum rannsóknum verður
starfsferill þinn? hægt að skoða umhverfissöguna í
„Eftir námið í Kaupmannahöfn smáatriðum 200-300 þúsund ár
1966 starfaði ég með Willi aftur í tímann."
Dansgaard við rannsóknir á sýn- - Getur þú nefnt dæmi um áhrif
um úr GrænlandsjÖkli sem Banda- nútímamannsins á náttúruna?
ríkjamenn höfðu borað, en þangað „Við erum eins og börn í sand-
kom ég fyrst árið 1969. Ef ég legg kassa gagnvart náttúrunni, en
sumrin mín á jöklinum saman leikum hættulegan leik. Náttúran
verða það 4-5 ár. kemur okkur alltaf á óvart, enda
Fyrsta verkefnið mitt þar hét hvílir hún á flóknum kerfum; haf-
GISP sem Bandaríkjamenn, Sviss- straumum, loftstraumum, veður-
lendingar og Danir voru með upp fari og gróðri. En þetta er allt ein
úr 1970 og fólst í því að bora 400 heild og gagnvart óvæntum breyt-
metra ískjarnaholu á Grænlands- ingum getur maðurinn lítið gert.
jökli. Rannsóknin varð mér svo Hvaða áhrif mun til dæmis koltví-
hvatning til að hanna nýjan bor sýringsmengun mannsins hafa?
og var hann notaður
við radarstöð Banda-
ríkjamanna sem nefn-
ist Dye 3 á Suður-
Grænlandi árið 1979-
1981, og var komist
Sagan geymd
í ísformi í
smáatriðum
Getur hún haft áhrif á
Golfstrauminn?
Golfstraumurinn
berst í rauninni um
völdin við Austur-
Grænlandsstrauminn.
að merkilegum niðurstöðum um Á síðasta jökulskeiði laut hann í
veðurfar í kjölfarið. “ lægra haldi og fór til Portúgal.
Alþjóðlega jöklafræðafélagið Golfstraumurinn er í raun okkar
nefnir GRIP verkefnið í valinu á
þér, hvað er það?
„Það er nafn á verkefni sem
hófst árið 1989 og fólst í borun á
Summit eða hábungu jökulsins,
lífæð og ef hann bregst er allt
búið hér.“
- Hvað er það sem dregur þig
árlega á Grænlandsjökul?
„Fegurð himinsins. Það er alltaf
sem er heppilegur borstaður, því dagur og samspil sólar og náttúru
engin lárétt hreyfing er á ísnum er ólýsanlegt en geislarnir leika í
og þar er engin sumarbráð sem ískristöllum og þoku. Stundum eru
skolar upplýsingunum í burtu. fjórar sólir á lofti, Úlfur og Ýgur
Borunin stóð í þijú ár, en á í vestur og austur og tvær aðrar
sama tíma boruðu Bandaríkja- í norður og suður. Einnig er þetta
menn á öðrum stað í jöklinum og svo skemmtileg hópvinna sem er
tók það fjögur ár. Niðurstöðum á mörkum þess mögulega."