Morgunblaðið - 28.02.1997, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Skipulag sunnan
Strandgötu
Þjónusta
við ferða-
menn
GUÐMUNDUR Stefánsson, bæjar-
fuiltrúi Framsóknarflokks, lagði á
fundi bæjarráðs í gær fram tillögu
um að bæjarstjóri láti gera tillögur
að skipulagi svæðis sunnan Strand-
götu og austan Glerárgötu þar sem
gert yrði ráð fyrir starfsemi umferð-
armiðstöðvar, fólkshlutningabif-
reiða, leigubifreiða, strætisvagna,
upplýsingaþjónustu fyrir ferða-
menn, starfsemi félaga og annarri
starfsemi sem tengist ferða-
mennsku.
Einnig verði kannað hvernig best
verði hagað gönguleiðum milli mið-
bæjarins og þessa svæðis. Þá vill
Guðmundur að bæjarráði verði gerð
grein fyrir hvernig áðurnefnd starf-
semi á svæðinu fellur að gildandi
skipulagi miðbæjarins. Bæjarfull-
trúinn vill að vinnu verði hraðað svo
sem kostur er.
Meirihluti bæjarráðs vísaði tillög-
unni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull-
trúi Alþýðuflokks, vakti athygli á
því að nýlega hefði verið staðfest
deiliskipulag af norðurhluta mið-
bæjarins og þar væri svæði ætlað
undir starfsemi strætisvagna og
Bifreiðastöðvar Oddeyrar.
------♦ ♦ ♦-----
Kona verður til
DAGNÝ Kristjánsdóttir lektor í
bókmenntafræði við Háskóla ís-
lands flytur fyrirlestur í Deiglunni,
Kaupvangsstræti á laugardag, 1.
mars kl. 14.
Fyrirlesturinn nefnist „Kona
verður til“, en það er einnig heiti á
doktorsritgerð Dagnýjar sem hún
varði nýverið.
Bókin kom út fyrir síðustu jól
og var tilnefnd til íslensku bók-
menntaverðlaunanna. „Kona verður
til“ fjallar um rithöfundinn Ragn-
heiði Jónsdóttur, bækur hennar og
það tímabil í bókmenntasögunni
sem hún lifði.
Söfnuðu
4 tonnum
af pappír
BÖRN á leikskólum bæjarins
skiluðu Endurvinnslunni á Akur-
eyri um fjórum tonnum af papp-
ír í gær. Atak hófst í síðustu viku
á leikskólunum og fóru börnin
með þar til gerða poka undir
endurvinnanlegan pappír heim
til sín og með hjálp foreldranna
söfnuðu þau einkum dagblöðum
og mjólkurfernum í þá.
Gunnar Garðarsson fram-
kvæmdastjóri Endurvinnslunnar
sagði að átakið hefði farið vel
af stað en því yrði haldið áfram
þar sem allt hráefni væri vel
þegið. Mikið er að gera í Endur-
vinnslunni þessa dagana, en þar
eru framleiddir brettakubbar úr
pappír og plasti undan heybögg-
um. Mikil eftirspurn er þessa
dagana eftir brettakubbum
vegna loðnufrystingar.
Leitað í gáma Sorpu
Gunnar sagði að ástæða væri
til að hvetja heimamenn til að
skila inn pappír og plasti en nú
þarf að aka miklu magni af hrá-
efninu í brettakubbana frá
Reykjavík til Akureyrar. Endur-
vinnslan hefur gert samning um
að fá pappír úr Prentsmiðju
Morgunblaðsins og einnig fær
fyrirtækið nú dálítið af pappír
og plasti úr gámum Sorpu.
Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson
Akureyrarbær auglýsi
öll sumarstörfin
BÆJARRÁÐ Akureyrar sam-
þykkti í gær að öll sumarstörf
fyrir 17 ára og eldri hjá deildum
og stofnunum bæjarins verði aug-
lýst af starfsmannastjóra og ráðn-
ingar fari fram í samráði við
starfsmannadeild.
Jafnframt var ákveðið að 16 ára
unglingum, fæddum 1981, yrði
gefinn kostur á 6 vikna vinnu í
sumar, 7 tíma á dag eða samtals
í 210 vinnustundir. Vinna ungl-
inga 14 og 15 ára verður með
sama hætti og á sl. ári, þ.e. 122,5
vinnustundir á 7 vikum.
Gjaldskrár endurskoðaðar
Bæjarráð Akureyrar hefur einn-
ig samþykkt að fela hagsýslustjóra
að hafa umsjón með endurskoðun
á öllum gjaldskrám bæjarstofnana
í nánu samstarfi við sviðsstjóra og
nefndir. Um er að ræða alla gjald-
töku bæjarins aðra en skatttekjur,
svo sem aðgangseyri, dvalargjöld
og selda vöru og þjónustu. Við
þessa endurskoðun á ekki síður að
huga að uppbyggingu gjaldskránna
en þeim upphæðum sem um ræðir
í hveiju tilfelli. Endurskoðuninni á
að ljúka með tillögu til bæjarráðs
eigi síðar en 1. júli næstkomandi.
Halló Akureyri
Skemmtanahaldið „Halló Akur-
eyri“ var til umfjöllunar á fundi
bæjarráðs í gær en þar voru lagð-
ar fram álitsgerðir og ýmis gögn.
Samþykkti bæjarráð að fela fé-
lagsmálastjóra og íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa að móta tillögur um
á hvern hátt Akureyrarbær ætti
að koma að slíku hátíðarhaldi.
Jafnframt fer bæjarráð þess á leit
við Ólaf H. Oddsson héraðslækni
að hann starfi með þeim að tillögu-
gerðinni.
Bæjarráðsmennirnir Guðmund-
ur Stefánsson og Sigríður Stefáns-
dóttir óskuðu á fundi bæjarráðs
eftir greinargerð frá Rafveitu
Akureyrar um hvernig staðið hefði
verið að því að raflýsa hesthúsa-
hverfið í Breiðholti. Vilja þau að
fram komi hvort sömu svæði séu
lýst nú og var og hvort lýsing sé
eins eða sambærileg.
RAÐSTEFNA
Stafnbui, félag sjávarútvegsfræ&inema vi&
Háskólann á Akureyri og Dagur-Tímínn
efna til ráöstefnu á Hótel KEA laugardaginn 7. mars
Fundarstjóri: Stefán jón Hafstein
Dagskrá:
Kl. 10:30
Byggða
11:00
11:10
Kl. 13:00
Skráning
Rá&stefna sett
Andri Teitsson forstö&umaöur VÍB á Akureyri
Bjarni Hafþór Helgason frkv.stóri Útvegsmannafélags
Noröurlands
Hádegisveröur
Avarp: Jón Þóröarson forstööumaöur
sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri
Pétur Bjarnason frkv.stjóri Félags rækju- og
hörpudiskframleiöenda
Sævar Gunnarsson formaöur Sjómannasambandsins
Elínbjörg Magnúsdóttir fiskvinnslukona og
bæjarfulltrúi á Akranesi
Kaffihlé
Einar Oddur Kristjánsson alþingismaöur
Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samherja hf
Kl. 15:00 Pallborösumræöur
Ráöstefnugjald er kr. 1500,-
Hádegisveröur og kaffi innifaliö
Léttar veitingar aö ráöstefnu lokinni í boöi S.H. Akureyri
____________________ JL
........ "Z
|Dagur-‘2Itmmn
-besti tími dagsins!
Stafnbúi
Fegurðarsamkeppni
Norðurlands
Tólf
stúlkur
taka þátt
UNDIRBÚNINGUR vegna kjörs
fegurðardrottningar Norðurlands
stendur nú sem hæst, en keppnin
verður haldin 26. mars næstkom-
andi, kvöldið fyrir skírdag.
Alls taka tólf stúlkur þátt í
keppninni í ár. Þær eru á aldrinum
17 til 22 ára, stunda margar nám
við framhaldsskólana á Akureyri
og eru búsettar þar eða í ná-
grannasveitarfélögum.
Þjálfun fyrir keppnina hefur
staðið yfir síðustu vikur, en stúlk-
urnar æfa undir stjórn Sigurðar
Gestssonar í Vaxtarræktinni og
til að fá rétta litinn á hörundið
sækja þær ljósatíma í Stjörnusól.
Anna Karen Kristjánsdóttir fyrr-
verandi fegurðardrottning Norð-
urlands hefur umsjón með keppn-
inni í ár.
Stúlkurnar verða kynntar í
fyrsta sinn opinberlega á Stjörnu-
dansleik í Sjallanum í kvöld, föstu-
dagskvöld.
Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson
TÓLF stúlkur taka þátt í Fegurðarsamkeppni Norðurlands í ár. í
efstu röð frá vinstri eru Harpa Mjöll Grétarsdóttir, Hrönn Bessadótt-
ir, Guðrún Hrönn Jónsdóttir, í næstu röð eru Guðbjörg Hákonardótt-
ir, Sólveig Helga Zóphaníasdóttir og Eva Dögg Jónsdóttir, þá Rakel
Kristjánsdóttir, Hildur Ósk Kolbeins og Maren Eik Vignisdóttir, en
í neðstu röð eru þær Elísabet Ingunn Einarsdóttir og Ragnheiður
Guðmundsdóttir, en á myndina vantar Katrínu Árnadóttur.