Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Bygging íþróttahúss framundan á Þórshöfn
Fjármögnun með sölu á
hlutabréfum í frystihúsinu
Þórshöfn - Bygging íþróttahúss var eitt af stefnu-
skrármálum beggja framboða við síðustu sveitar-
stjómakosningar hér á Þórshöfn og er nú málið
komið á nokkum rekspöl. Þórshafnarhreppur
hyggst fjármagna sinn hluta í húsinu með sölu á
um þriðjungi hlutabréfa sinna í Hraðfrystistöð
Þórshafnar.
Síðastliðið haust var gerður hönnunarsamning-
ur við VT teiknistofuna á Akranesi um byggingu
íþróttahúss en VT hefur hannað mörg íþrótta-
mannvirki hérlendis og með mikla reynsiu á því
sviði. Þar er nú verið að hanna mannvirkið og
gert ráð fyrir að útboð á verkinu fari fram 25.
mars nk.
Hreppsnefndin skipaði undirbúningsnefnd
vegna byggingarinnar fyrir tveimur ámm og var
samþykkt að vinna að málinu á grandvelli skýrslu
frá þeirri nefnd og í framhaldi af því var teikning
af íþróttahúsi frá VT teiknistofunni samþykkt af
meirihluta hreppsnefndar.
Ágreiningur um teikninguna kom hins vegar
upp fyrir skömmu í hreppsnefnd er einn fulltrúi
meirihlutans lýsti sig andvígan bæði teikningunni
og stefnu meirihluta hreppsnefndarinnar. Að sögn
oddvita Þórshafnarhrepps, Jóhanns A. Jónssonar,
er þó meirihluti hreppsnefndar í heild fylgjandi
þessari byggingu.
Heildarstærð hússins er 1720 fermetrar og er
þar 800 fermetra íþróttasalur, sundlaug með léttri
yfirbyggingu en auk þess verður mötuneytis-
aðstaða þar fyrir skóla ásamt félagsaðstöðu og
ýmsu þjónusturými. Áætlaður heildarkostnaður
er 130-150 milljónir króna. Sótt hefur verið um
framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og má
áætla það um 35-40% af heildarkostnaðinum.
Heimamönnum boðinn forkaupsréttur
Þórshafnarhreppur hyggst fjármagna sinn hluta
með sölu á hlutabréfum sínum í Hraðfrystistöð
Þórshafnar. Þar er um að ræða 11% hlut í félag-
inu eða tæpar 34 milljónir en eftir söluna mun
hreppurinn eiga um 20% í fyrirtækinu. Gengi
hlutabréfanna er nú skráð á 4,25 svo þarna er
um að ræða 144 milljónir króna á markaðsverði.
Sveitarfélagið býr ekki yfir digrum sjóðum til
notkunar í svo viðamikla framkvæmd sem hér er
um að ræða, svo sala á hlutabréfunum er talin
góð leið til fjármögnunar. íbúum sveitarfélagsins
verður boðinn forkaupsréttur að bréfunum í ákveð-
inn tíma en taiað er um tæp 400 þús. á einstakl-
ing. Sú tala er miðuð við að nýta skattaafslátt
einstaklings við hlutabréfakaup. Seljist ekki öll
bréfin heimafyrir verður gengið til samninga við
aðra aðila um það sem eftir stendur af bréfum
að forkaupsréttartímanum liðnum. Sala bréfanna
hefst að líkindum í næstu viku.
Bygging íþróttahúss er mikið hagsmunamál
fyrir íbúa hér en skóla-, íþrótta- og æskulýðsmál
vega þungt í samkeppnishæfni byggðarlagsins til
að laða til sín fólk til búsetu.
Ormerkingar og
rannsóknir á gönguseið-
um hjá Norðurlaxi
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
SUMARLIÐI Óskarsson og Eydís Njarðardóttir rannsóknar-
menn Veiðimálastofnunar við merkingar hjá Norðurlaxi.
Laxamýri - Örmerkingar á 14.500
laxaseiðum standa yfir hjá Norð-
urlaxi hf. sem eiga að fara í Laxá
en markmiðið með því er að meta
árangur sleppinga eins og tveggja
ára gönguseiða í fískræktinni.
Merkingar þessar eru hluti af
verkefni sem Veiðimálastofnun
stendur fyrir og er styrkt af Fisk-
ræktarsjóði.
Á þessu ári verða merkt yfir
30.000 gönguseiði á vegum stofn-
unarinnar í tengslum við rann-
sókn þessa sem staðið hefur yfír
í þrjú ár á nokkrum stöðum á
landinu. Markmið sleppinga sjó-
gönguseiða er einkum tvíþætt.
Annars vegar er verið að efla
laxagengd í vatnakerfi þar sem
laxastofn er þegar til staðar um-
fram náttúrulega framleiðslugetu
vatnakerfisins og er þá oft beitt
í laxveiðilægðum. Hins vegar eru
dæmi til um að sleppingum sé
beitt í laxlausum eða laxlitlum ám
þar sem uppistaða göngunnar er
sjóbleikja eða sjóbirtingur og eru
gönguseiðasleppingar þá til þess
að krydda silungsveiðina með
laxi.
Ókostir sjógönguseiða sem fisk-
ræktaraðferð eru einkum þeir að
þessi aðferð er mjög kostnaðar-
söm og því ekki að undra að
menn vijji viti meira um gæði
seiða og endurheimtur.
Á meðan á rannsókninni hefur
staðið hafa reglulega verið gefnar
út skýrslur af sérfræðingum
veiðimálastofnunar um eldi seið-
anna og endurheimtur. Mikilvægt
er talið að prófa að minnsta kosti
þijá árganga til þess að saman-
burður fáist um ágæti eins og
tveggja ára seiða í mismunandi
árferði.
Rannsókn þessi er m.a. gerð
vegna þess að brýn þörf hefur
verið talin á því að gera á því
markvissar rannsóknir hvort
auka megi endurheimtur í fis-
krækt með notkun tveggja ára
seiða í stað eins árs. Með notkun
tveggja ára seiða væri sneitt fram
hjá erfiðleikum sem m.a. tengjast
hægum seiðavexti villtra stofna.
Ennfremur eru líkur taldar á
að tveggja ára seiði þurfi lægri
umhverfishita til að komast í sjó-
göngubúning sem gæti hentað
aðstæðum í ánum t.d. þegar vor-
kuldar eru miklir.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
ANÆGÐIR skíðamenn í fögru
umhverfi skógræktarinnar í
Haukadal.
Geysis-
ganga á
skíðum í
Haukadal
Selfossi - Sunnudaginn 2. mars kl.
14.00 verður hin árlega Geysisganga
haldin í skógræktinni í Haukadal.
Þetta er fímmta árið sem gangan er
haldin og hefur áhugi almennings
farið vaxandi með ári hveiju. Búið
er að troða gönguleiðir við allra hæfi
og lögð hefur verið áhersla á að svæð-
ið henti öllum aldurshópum.
Að sögn Sveins Sæland eins að-
standenda Geysisgöngunnar er um-
hverfið stórkostlegt í Haukadalnum.
Trén hafa náð 17 metra hæð og það
skapar göngunni ævintýralegt um-
hverfí. „Þetta er tilvalinn skíðadagur
fjölskyldunnar, þar sem allir fá viður-
kenningu sem taka þátt,“ segir
Sveinn. Frítt er í kaffhlaðborð og
sund á Hótel Geysi eftir gönguna,
sannarlega góður endir á góðum degi.
Geysisgangan er í umsjón Ung-
mennafélags Biskupstungna, Bisk-
upstungnahrepps, Skógræktar rík-
isins, Björgunarsveitarinnar og Hótel
Geysis. Er það ætlun aðstandenda
að troða brautir um helgar fram að
páskum, þannig að svæðið sé að-
gengilegt fyrir alla.
áái af
Jfífrmrfóáimum
\ gerv\ kúrekans
Ctáknar casev
^óðurást
Sá\aran9'st
Íkííi^rjíiííi ííiánuði
-• 3júkrahú55ö£ju
-< cirkjcjíisöicjti
-> >\sc ocj '■if'uroi
j Aáiarsögu
-> u ffiári-iö'iriris Glerárgoto 28 - Skni 402 4906
Q»
ásútgáfan
Björgunarsveitir á Suðumesjum með nýjung í fjáröflun
Afla fjár
með
spurninga-
keppni
Vogum - Spurningakeppni sem
björgunarsveitir á Suðurnesjum
standa fyrir á skemmtistaðnum
Staðnum í Keflavík er ný leið sem
sveitirnar eru að reyna til að afla
Qár til starfseminnar. Keppnin er
nýhafin og fyrsta kvöldið kepptu
lið sem sveitirnar settu saman þar
sem sveitunum var skipt í tvær
fylkingar og keppti einn félagi úr
hverri, samtals þrjú í liði.
Um síðustu helgi hófst svo
keppnin fyrir alvöru, þá kepptu
með sér lið hreppsnefndar Gerða-
hrepps og bæjarstjórn Sandgerðis.
Þeirri viðureign lauk með sigri
Sandgerðinga sem hlutu 22 stig
en andstæðingarnir hlutu 18 stig.
Spurningunum er skipt þannig að
helmingur þeirra er frá Suðurnesj-
um en hinn helmingurinn er alls
staðar að úr veröldinni.
Vonast eftir góðri þátttöku
Aðgangseyrir er 500 kr. sem
rennur óskiptur til sveitanna og
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
SIGURLIÐ Sandgerðinga.
gera sveitimar sér vonir um að
Suðurnesjamenn fjölmenni á
keppnina, skemmti sér og styðji
um leið björgunarsveitirnar. Þórð-
ur Guðmundsson, formaður björg-
unarsveitarinnar Skyggnis í Vog-
um, segir að björgunarsveitar-
menn geri sér vonir um að það
takist að skapa stemmningu fyrir
keppninni og að fólk flykkist á
Staðinn til að styðja sitt lið.
Þess má geta að í hléi er boðið
upp á skemmtiatriði.
I
)
)
)
i
I
í
í
f
í
i
l
I
I
!
I
(
I
I
I
I
I