Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Afkoma Eimskips versnaði í fyrra þrátt fyrir fjórðungs veltuaukningu
Hagnaður dróst saman
um 12% frá fyrra ári
EIMSKIP skilaði um 532 milljóna
króna hagnaði á síðasta ári eða sem
svarar til um 4% af veltu. Þetta er
um 12% minni hagnaður en á árinu
1995, en þá nam hagnaður félagsins
um 602 milljónum eða 6% af veltu.
Afkoman í fyrra var lakari en áætl-
anir gerðu ráð fyrir, einkum af flutn-
ingastarfseminni hér á landi.
Fram kemur í frétt frá félaginu
að helstu ástæður fyrir lakari afkomu
séu hörð samkeppni í flutningum til
og frá íslandi og kostnaðarhækkanir
erlendis. Einnig réðst Eimskip í
nokkur ný, kostnaðarsöm verkefni
og fjárfestingar á árinu sem eiga
eftir að skila félaginu ávinningi á
næstu árum.
Rekstrartekjur Eimskips og dótt-
urfélaga á árinu 1996 námu 11.961
milljón og jukust um 26% milli ára.
Veltufé frá rekstri nam 1.554 millj-
ónum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
töflu versnaði afkoma af rekstrinum
sjálfum mun meira en endanlegar
hagnaðartölur gefa til kynna.
Rekstrarhagnaður án tillits til af-
skrifta nam í fyrra um 1.369 milljón-
um, sem er um 438 milljónum minna
en árið 1995. Munurinn milli ára er
enn meiri ef tekið er tillit til af-
skrifta. Á móti þessu vegur mun
hagstæðari útkoma fjármagnsliða í
fyrra, en nettófjármagnstekjur námu
samtals 398 milljónum borið saman
við 69 milljónir árið 1995. Þá var
einnig 119 milljóna söluhagnaður í
fyrra sem ekki var til að dreifa á
árinu 1995, en þá var um 21 milljón-
ar kr. sölutap.
Eigið fé félagsins nam alls 6.341
milljón króna í árslok og eiginfjár-
hlutfall 38%. Arðsemi eigin flár eftir
reiknaða skatta nam 9%.
Að meðaltali störfuðu 1.013
starfsmenn hjá Eimskip og dótturfé-
lögum þess á árinu 1996, en þar af
voru 714 hér á landi, en 299 erlendis.
Aðalfundur Eimskips verður hald-
inn á Hótel Sögu fimmtudaginn 6.
mars nk. Þar verður lögð fram
skýrsla stjórnar félagsins fyrir árið
1996, gerð grein fyrir starfseminni
á árinu og framtíðarhorfum. Fyrir
fundinn verður lögð tillaga stjórnar
félagsins um að greiða 10% arð til
hluthafa og að hlutafé verði aukið
um 20% með útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa.
Ekki viðunandi
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskips, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þessi niðurstaða væri
ekki viðunandi. Arðsemi bókfærðs
eigin fjár eftir skatta væri 9%, en
hefði árið 1995 verið 12% sem væri
eitt viðmið sem þeir hefðu til hliðsjón-
ar. Hins vegar hefði velta fyrirtækis-
ins aukist um fjórðung, efnahags-
reikningurinn stækkað úr 12 í 16
milljarða og fjárfestingar verið veru-
legar eða 4,2 milljarðar króna.
Ástæðumar fyrir verri afkomu væru
hörð samkeppni á markaði og breyt-
ingar á siglingakerfí sem gerðu það
meðal annara að verkum að hluta
af árinu var siglingakerfið tvöfalt.
Til viðbótar hafi íjárfestingar verið
miklar, en vonir standi til að þær
muni skila betri afkomu á næstu
árum.
Aðspurður sagði hann að nú væri
það að skila sér hjá fyrirtækinu að
vera með fleiri en eitt egg í körf-
unni. Hin hefðbundna flutningastarf-
semi kæmi mun lakar út heldur en
hún hefði gert árið áður og það
væri verkefni þessa árs að snúa því
dæmi við. Hinn hluti starfseminnar,
þ.e.a.s rekstur Burðaráss og fjár-
málastarfsemi, auk starfsemi fyrir-
tæksins erlendis væri að skila ár-
angri sem vægi á móti lakari afkomu
í flutningastarfseminni.
lUÍMdQúr reikningum 1996
Rekstrarreikningur 1996 1995 Brevt.
Rekstrartekjur Milljónir króna 11.961 9.526 +25,6%
Rekstrargjöld án afskrifta 10.592 7.719 +37,2%
Afskrlftir 1.207 934 +29,2%
Fjármmunatekjur (gjöld) 398 69 +476,8%
Söluhaganaður (tap) eigna 119 (21)
Tekjuskattur og eignaskattur (147) (319)
Hagnaður (tap) 532 602 -11,6%
Veltufé frá rekstri 1.554 1.836 -15,4%
Efnahagsreikningur (31 desember) 1996 1995 Brevt.
I Etgnír: | Milljónir króna
Veltuf jármunir 4.733 3.690 +28,3%
Fastaf jármunir 11.770 8.726 +34,9%
I Skutdir og eigið 16: |
Skammtímaskuldir Milljónir króna 4.401 2.993 +47,0%
Langtímaskuldir 5.761 3.625 +58,9%
Eigið fé 6.341 5.798 +9,4%
Hlutafé 1.960 1.627 +20,5%
Nokkur hlutföll 1995 1994
Arðsemi eigin fjár 9,0% 12,0%
Hagnaður (tap), % af rekstrartekjum 4,4% 6,3%
Eiginfjárhlutfall 38,0% 47,0%
Veltufiárhiutfail 1,08 1,23
Tietmeyer var-
ar við hættum
samfara EMU
Frankfurt. Reuter.
HANS TIETMEYER seðlabanka-
stjóri hefur dregið upp dökka mynd
af framtíðarhorfum evrópsks mynt-
bandalags, EMU, ef tveimur skilyrð-
um verði ekki fullnægt - það er að
sameiginlegur gjaldmiðill verði stöð-
ugur og aðhalds verði gætt á fjárlög-
um til langframa.
En Tietmeyer kvað einnig „ótíma-
bært og óréttlætanlegt" að túlka
hækkun dollarans gegn marki að
undanförnu sem fyrirboða þess að
sameiginlegur gjaldmiðill verði veik-
ur.
Hann ítrekaði þá yfirlýsingu fund-
ar sjö helztu iðnríkja heims, G7, í
Berlín 8. febrúar að mikil lækkun
dollarans 1995 hefði verið leiðrétt.
Ummæli Tietmeyers á ráðstefnu
bandaríska fjárfestingabankans
Goldman Sachs um fyrirhugað
myntbandalag höfðu lítil áhrif á
gengi dollarans, sem um 1,69 mörk
hafa fengizt fyrir í Evrópu. Tietmey-
er sagði einnig að Þjóðveijar vildu
að markið yrði stöðugt og traust sem
hingað til og að evró yrði sömuleiðis
sterkur gjaldmiðill.
„Ég vona að fólk í öðrum Evrópu-
löndum sé sömu skoðunar," sagði
Tietmeyer í ræðu.
Hinn sameiginlegi gjaldmiðill,
evró, verður tekinn í notkun 1. jan-
úar 1999 og upplýsingar frá þessu
ári munu hafa úrslitaáhrif á ákvarð-
anir um hvaða ríki ESB verði aðilar
frá byijun.
Tietmeyer sagði að ef aðildarríki
sýndu ekki aðgæslu við gerð fjárlaga
gæti það leitt til launadeilna, vax-
andi atvinnuleysis, aukins álags á
velferðarkerfið og pólitísks þrýstings
á væntanlegan Seðlabanka Evrópu
(ECB), um að slaka á peningamála-
stefnu - þrýstings sem ekki sé víst
að ECB geti staðizt til langframa.
Viðskiptavakt ímark-
flokkum ríkisverðbréfa
VIÐSKIPTASTOFA íslandsbanka
og Búnaðarbankinn-Verðbréf hafa
ákveðið að gerast viðskiptavakar í
öllum markflokkum ríkisverðbréfa.
Þessi ákvörðun kemur í framhaldi
af þeim breytingum sem fyrirhugað-
ar eru varðandi fjármögnun á skulda-
bréfum ríkissjóðs og eftirmarkaði.
í frétt frá íslandsbanka segir m.a.
að bankinn fagni þeirri ákvörðun að
fækkað sé flokkum ríkisverðbréfa
úr 49 í 9 og muni vera með öfluga
viðskiptavakt til að treysta verð-
myndun þeirra á eftirmarkaði. Frá
og með 25. febrúar 1997 muni Við-
skiptastofa íslandsbanka daglega
setja fram kaup og sölutilboð að íjár-
hæð 450 milljónir í ofangreinda
flokka.
Þar segir ennfremur að viðskipta-
vakt muni í framtíðinni gegna veig-
amiklu hlutverki á verðbréfamark-
aði. Fjárfestar geri auknar kröfur
um að hafa þekkt markaðsverð á
skuldabréfum. Þannig geti öflugur
eftirmarkaður með 9 markflokka rík-
issjóðs til dæmis aukið líkur á að
erlendir fjárfestar sjái sér hag í að
ijárfesta í íslenskum skuldabréfum.
Einnig telur íslandsbanki mikil-
vægt að treysta eftirmarkað með
spariskírteini ríkissjóðs í sessi þannig
að þau nái að mynda þann grunn
sem mikilvægur er fyrir aðra útgef-
endur að miða við. Þannig megi leiða
líkur að því að miðað við óbreytt
ástand lækki vextir á spariskírtein-
um og þar með myndist aukið svig-
rúm fyrir aðra útgefendur að fjár-
magna sig á lægri kjörum.
Af hálfu Búnaðarbankans-Verð-
bréfa er bent á í frétt að verðbréfa-
markaður á íslandi hefur eflst mikið
síðustu ár og þróast hratt í átt til
þess sem þekkist á erlendum verð-
bréfamörkuðum. Ákvörðun fjármála-
ráðherra um fækkun flokka, ríkis-
verðbréfa úr 49 í 9 og að setja á
laggirnar svokallað markflokkakerfi
éigi að auka virkni markaðar og jafn-
vel stuðla að lægri vöxtum.
Búnaðarbankinn-Verðbréf skuld-
bindur sig til að setja fram daglega
kaup- og söluboð að fjárhæð allt að
450 m.kr. í ofangreinda markflokka
ríkisverðbréfa. Viðskiptavaktin tók
gildi í á miðvikudag, 26. febrúar.
Hins vegar bendir bankinn á að
til að efla markaðinn og tryggja
virkni hans til framtíðar eru þó frek-
ari aðgerðir af hálfu hins opinbera
nauðsynlegar. Meðal annars þurfi
Seðlabanki íslands að auka endur-
hverf viðskipti með markflokkabréf
gagnvart viðskiptavökum og enn-
fremur þurfi að breyta vægi mark-
flokka í lausafjárskyldu banka til
jafns við ríkisvíxla.
Húsbréf
2. flokkur 1996
Ávöxtunarkrafa
Eigenda-
skipti hjá
ACO hf.
BJARNI Ákason, sem verið
hefur sölustjóri tölvufyrir-
tækisins ACO hf., hefur
keypt öll hlutabréf í fyrirtæk-
inu af föður sínum, Áka Jóns-
syni og fjölskyldu. Þá hefur
fyrirtækinu verið breytt úr
einkahlutafélagi í hlutafélag
og er stefnt að því að skrá
hlutabréfin á Opna tilboðs-
markaðnum.
Eitt elsta
tölvufyrirtæki landsins
ACO er eitt elsta tölvufyrir-
tæki landsins og hefur verið
í einkaeigu Áka Jónssonar og
fjölskyldu hans frá upphafi.
Bjarni sagði í samtali við
Morgunblaðið að staða fyrir-
tækisins væri mjög traust.
Ársveltan hefði verið kring-
um 400 milljónir og útlit fyr-
ir um 20-25% aukningu á
þessu ári.
Þá segir hann í skoðun að
selja hluti í fyrirtækinu til
nýrra hluthafa, en endanleg-
ar ákvarðanir liggi ekki fyrir
í því efni. Faðir sinn, Áki
Jónsson, muni hins vegar
starfa áfram í fyrirtækinu.
Hannes aftur
til starfa
á Stöð 2
HANNES Jóhannsson, einn
fimmmenninganna sem
hættu hjá íslenska útvarpsfé-
laginu í janúar sl. og hófu
störf hjá Stöð 3, hefur hafið
störf að nýju hjá ÍÚ.
Hannes hefur tekið aftur
við sínu fyrra starfi sem
tæknistjóri útvarpsfélagsins,
en hann hafði starfað þar
allt frá upphafi og þykir hann
hafa yfirburðaþekkingu á
tæknilegum þáttum sjón-
varpsreksturs.
Áð sögn Hreggviðar Jóns-
sonar, stjórnarformanns Is-
lenskrar margmiðlunar og
framkvæmdastjóra þróunar-
sviðs íslenska útvarpsfélags-
ins, er ekki útlit fyrir að aðr-
ir fyrrum starfsmenn ís-
lenska útvarpsfélagsins sem
fóru yfir til Stöðvar 3 komi
aftur til starfa hjá íslenska
útvarpsfélaginu.
Spariskírteini ríkissjóðs
1. fl. D 1995,20 ára
Ávöxtunarkrafa
Vextir hækka talsvert
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa og
spariskírteina hefur hækkað veru-
lega að undanförnu og tók nýjan
kipp eftir útboð Lánasýslunnar á
miðvikudag. Ávöxtunarkrafa hús-
bréfa var í gær á Verðbréfaþingi
5,81% en var í byijun vikunnar 5,70%
og 5,60% fyrir 10 dögum. Þá hefur
ávöxtunarkrafa spariskírteina til 20
ára einnig hækkað talsvert og lætur
nærri að sú vaxtalækkun sem varð í
byijun mánaðarins hafi öll gengið til
baka. Ávöxtunarkrafan á Verðbréfa-
þingi var 5,23% í gær, en var 5,26%.