Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
Umræður á Alþingi um stöðugleika skipa
Vilja að lögin
gildi afturvirkt
ERLENT
*
A uppleið
Reuter
KRAFA um að lög um stöðugleika
skipa verði gerð afturvirk kom
fram hjá fjölmörgum þingmönnum
í utandagskrárumræðum um ör-
yggismál fiskiskipa og stöðug-
leikamælingar á Alþingi í gær.
Fjöldi þingmanna kvaddi sér hljóðs
í umræðunni og töldu flestir þessi
mál í óviðunandi horfi. Þeir fögn-
uðu þó frumkvæði Siglingstofnun-
ar íslands með útgáfu skýrslu um
þessi mál.
Málshefjandi umræðunnar,
Kristján Pálsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, sagði að samkvæmt
sýrslu Siglingastofnunar íslands
um stöðugleika íslenskra físki-
skipa væri 191 skip af 728 sem
ekki stæðist kröfur um stöðug-
leika. Þá væri ekki tekið tillit til
þeirra skipa sem hafa haffæris-
skírteini með athugasemdum
vegna annarra óuppfylltra krafna
um öryggi, eins og neyðarútganga
úr vél, káetu, breytinga vegna
vélaskipta, skilrúmabreytingar og
fleira.
Fjöldi skipa er
dauðagildrur
Kristján sagði því ljóst að fjöldi
skipa væri hreinar dauðagildrur
þar sem undanþágur frá eðlilegum
öryggiskröfum hefðu tíðkast ár
eftir ár. „Haffærisskírteini hafa
verið gefín út þó svo að skip séu
vart sjófær. Breyta þarf reglugerð
um eftirlit með skipum frá árinu
1993 og ná þannig til þeirra skipa
sem byggð eru fyrir setninga laga
um þessi mál árið 1975,“ sagði
Kristján.
Kristján sagði málið grafalvar-
legt, grípa þyrfti til aðgerða nú
þegar og sagðist hann binda vonir
við að Siglingastofnun íslands
tæki á þessum málum. Hann fór
þess einnig á leit við samgöngu-
ráðherra að hann kynnti sem fyrst
aðgerðaáætlun með það að
markmiði að öll skip stæðust regl-
ALÞJÓÐLEG ráðstefna um hagræn
og pólitísk sjónarmið varðandi hval-
veiðar í Norður-Atlantshafi verður
haldin í Reykjavík á morgun, fyrsta
marz. Að ráðstefnunni standa Sjáv-
arútvegsstofnun Háskóla íslands og
High North Alliance og verður hún
haldin að Hótel Loftleiðum frá
I ERMINGARMYNDIR
Nú lcr hvcr af) v.crha
síhast u r
lt A lt N A I J Ö I. S K Y L l> L
LJÓSMYNDIR
í U1 i 5 8 8 7 6 4 4
A r iii i'i I a 3 8
ur um smíði og búnað skipa og
fór þess einnig á leit við ráðherr-
ann að gerður yrði opinber listi
yfir þetta 191 skip sem ekki stæð-
ist öryggiskröfur í dag.
íslendingar framarlega í
öryggismálum sjómanna
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagði í svari sínu að á undan-
förnum árum hefði markvisst ver-
ið unnið að því að draga úr slysum
á sjó og lét í ljós undrun sína á
málflutningi Kristjáns. Hann sagði
að bæði Siglingastofnun og sjó-
mannasamtökin hefðu staðið fyrir
námskeiðum á undanförnum
árum, til dæmis varðandi hleðslu
skipa. Hann sagði það þó rétt að
til væru skip sem ekki stæðust
stöðugleikakröfur. Ástæðu þess
sagði Halldór að áður fyrr hefði
ekki verið til teikningar af skipum
eins og nú tíðkist. Menn hafí að-
eins smíðað skip sem vel hafí
reynst. Ekki hafí verið byijað að
stöðugleikaprófa fískiskip fyrr en
1975 og síðan hafi verið unnið að
því að aflagagna um stöðugleika
skipanna. „Islendingar eru fremst-
ir þjóða í þessum efnum og þær
alþjóðasamþykktir sem hafa verið
gerðar hafa verið gerðar að kröfu
okkar,“ sagði Halldór og fullyrti
að aðilar sjávarútvegsins og Sigl-
ingastofnunar væru að vinna sam-
an að úrbótum í þessum málum.
Hann sagðist einnig ætla beita sér
fýrir því Siglingastofnun kynnti
samgöngunefnd Alþingis þau störf
sem þar er verið að vinna.
Ekki hægt að breyta
gömlum tréskipum
Einar K. Guðfínnsson, þingmað-
ur Sjálfsæðisflokks, benti á alvar-
leika málsins og varaði við yfir-
borðslegri umfjöllun í upphrópana-
stíl. Sjómenn, útgerðarmenn og
stjórnvöld yrðu sameiginlega að
takast á við að leysa þetta verk-
klukkan 9 til 18. Fyrirlestrar og
umræður verða á ensku en túlkað
verður jafnóðum á íslenzku. Ráð-
stefnan er öllum opin.
í frétt frá ráðstefnuhöldurum seg-
ir að þar verði tekið á ýmsum pólit-
ískum og hagrænum þáttum, sem
máli skipta þegar menn geri upp hug
sinn um það, hvort íslendingar eigi
að hefja hvalveiðar á ný og þá með
hvaða hætti.
Meðal atriða sem verða rædd, eru
spurningarnar:
Hvernig samrýmast alþjóðalög og
samþykktir sem lúta að vernd dýra
alþjóðalögum og samþykktum um
frelsi í viðskiptum?
Hvaða áhrif hafa viðskiptahindr-
anir og aðgerðir náttúruverndar-
sinna á útflutning hvalveiðiþjóða?
Hvaða markaðir eru fyrirsjáanleg-
ir fyrir hvalaafurðir?
Hver eru möguleg áhrif hvalveiða
á útflutning íslendinga?
Einnig verður meðal annars gerð
grein fyrir afstöðu áhrifamikilla fjöl-
þjóðlegra samtaka eins og Alþjóða
hvalveiðiráðsins, NAMMCO og CIT-
ES (nefndar um alþjóðaviðskipti með
afurðir af dýrum í útrýmingar-
hættu). Ráðstefnunni lýkur með
hringborðsumræðum um framtíð
hvalveiða í Norður-Atlantshafi.
efni. Þó yrði að taka tillit til þess
að þeir bátar sem nú sé sagt að
standist ekki stöðugleikakröfur
hafi almennt verið smíðaðir sam-
kvæmt reglum sem settar hafí
verið á sínum tíma og hafi verið
í notkun svo áratugum skipti.
„Stór hluti trébátaflotans sem á
annað borð uppfyllir stöðugleik-
akröfur er þannig smíðaður að
ekki er hægt að breyta honum til
að uppfýlla ýtrustu kröfur um
stöðugleika. Það þýðir að eigendur
þessara báta gætu staðið frammi
fyrir því að eignir þeirra yrðu verð-
lausar á einni nóttu. Skylda stjórn-
valda er því ótvíræð í þessum
málum. Við viljum ekki að þessum
skipum verði útrýmt nema að önn-
ur sambærileg en örugg skip komi
í staðinn. Ymsir þessara báta
gegna lykilhlutverki í atvinnulífi
margra sjávarplássa,“ sagði Einar.
Niðurstöður
ekki óyggjandi
Guðmundur Hallvarðsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, sagði í
ræðu sinni að í skýrslu Siglinga-
stofnunar kæmi fram að varhuga-
vert væri að fullyrða að niðurstöð-
ur könnunarinnar væru óyggjandi.
Það væri hins vegar mat stofn-
unarinnar að niðurstöðurnar væru
marktækar og gæti því verið
grundvöllur málefnalegrar um-
íjöllunar um stöðugleika fískiskipa
og stefnumótunar í þeim efnum.
Hann skoraði á samgönguráð-
herra að veita Siglingastofnun
fjárhagslegan stuðning til að tak-
ast á við þessa alvarlegu brotalöm
í öryggismálum sjómanna.
Ásta R. Jóhannesdóttir, Jafnað-
armannaflokki íslands, sagðist
vonast til að strax yrði tekið á
þessum málum og reglur þar að
lútandi yrðu látnar gilda aftur-
virkt. Undir það tók þingflokks-
bróðir hennar, Lúðvík Bergvins-
son.
Sjávarútvegsstofn-
un og Alþjóða-
málastofnun
Málþing
um hafrétt
og vernd
auðlinda
SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN
Háskóla íslands og Alþjóða-
málastofnun HÍ gangast í dag
fyrir málþingi um hafrétt,
viðskipti og vemd auðlinda.
Málþingið verður haldið í
stofu 203 í Lögbergi og eru
allir velkomnir þangað.
Málþingið er haldið í
tenglsum við alþjóðlega ráð-
stefnu um framtíð hvalveiða,
sem haldin verður á morgun.
Fundarstjóri verður Helgi
Ágústsson, ráðuneytisstjóri,
en fyrirlesarar verða Robert
Friedheim, prófessor í al-
þjóðaviðskiptum, Ted McDor-
man, prófessor í alþjóðalög-
um, Peter Örebech, lögfræð-
ingur og Gunnar G. Schram.
Málþingið stendur frá
klukkan 15 til 17.
FRANSKUR ofurhugi, Alain
Robert, sem gengur undir nafn-
inu kóngulóarmaðurinn, vann
enn eitt glæfraverkið í gær er
hann reyndi að klífa hæstu
byggingu Sydney í Ástralíu,
YFIRVÖLD í Massachusetts-ríki í
Bandaríkjunum íhuga að taka fyrir
viðskipti við fyrirtæki sem eiga við-
skiptahagsmuna að gæta í Indónesíu.
í ríkinu eru í gildi lög sem taka fyr-
ir að Massachusetts-ríki kaupi vörur
eða þjónustu af fyrirtækjum sem eru
með rekstur í Búrma.
í ríkisþinginu í Boston, höfuðstað
Massachusetts, er nú til meðferðar
frumvarp um viðskiptabann á fyrir-
tæki sem stunda viðskipti í Indónes-
íu. Aukinheldur gerir það ráð fyrir
því, að opinberir lífeyrissjóðir losi sig
við verðbréf og aðrar fjárfestingar
sem tengjast Indónesiu. Tilgangur-
inn með þessu er að mótmæla mann-
réttindabrotum indónesískra stjóm-
valda.
Ríkislífeyrissjóður Massachusetts
á 5,4 milljarða dollara, jafnvirði rúm-
lega 380 milljarða króna, í indónes-
ískum verðbréfum og 6,3 milljarða
dollara óbeint, þ.e. i blönduðum fjár-
festingasjóðum sem að einhveiju
leyti hafa fjárfest í indónesískum
bréfum.
í júní í fyrra gengu í gildi svo-
nefnd Búrma-lög sem banna opinber-
um stofnunum í Massachusetts að
eiga viðskipti við fyrirtæki sem
stunda rekstur eða fjárfestingar í
Búrma. í því sambandi var dreginn
upp svartur listi og á honum eru 545
fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að hann
stækki þegar lögin um Indónesíu
hafa verið samþykkt.
Massachusetts er eina ríki Banda-
ríkjanna sem mótað hefur sína eigin
utanríkisstefnu með þessum hætti
og í engu ríkjanna 50 eru í gildi við-
skiptalög á borð við Búrma-lögin.
Þegar þau gengu í gildi hættu fyrir-
Miðturn. Fikraði hann sig upp
eftir kaplavirki sem umlykur
bygginguna og var myndin tekin
þá. Rétt áður en hann náði
toppnum lét lögregla til skarar
skríða og stöðvaði hann.
tæki á borð við Apple-tölvurisann,
Kodak, Philips og Hewlett Packard
starfsemi í Búrma og báru lögunum
fyrir sig.
Evrópsk fyrirtæki útilokuð
Mörg evrópsk og japönsk fyrirtæki
hafa verið útilokuð frá viðskiptum
við opinberar stofnanir í Massachu-
setts vegna starfsemi þeirra í Búrma.
Hefur það leitt til þess að japönsk
stjómvöld hafa kvartað formlega við
bandaríska utanríkisráðuneytið og
viðskiptafulltrúa B and aríkj astj ómar.
Og í síðasta mánuði mótmælti Evr-
ópusambandið (ESB) sömuleiðis við
utanríkisráðuneytið í Washington og
krafíst þess að alríkisstjórnin hefði
taumhald á stjómum ríkjanna. Að
öðrum kosti áskildi ESB sér rétt til
að vísa málinu til Heimsviðskipta-
stofnunarinnar (WTO) og vísar til
þess að ríkisstjórn Massachusetts
hafi brotið gegn ákvæðum stofnun-
arinnar er lúta að útboðum á vegum
hins opinbera.
Bandarískur embættismaður seg-
ir, að raunveruleg ástæða mótmæla
Japana og ESB séu áform yfirvalda
í Massachusetts um að bæta Indónes-
íu við Búrma-lögin. Heimildir herma,
að hugsanlega stigju yfirvöld í Bost-
on enn stærra skref síðar og útilok-
uðu viðskipti við fyrirtæki með hags-
muni í Kína og Norður-írlandi.
Frumkvöðull að Búrma-lögunum
er William Weld ríkisstjóri, sem er
repúblikani, og segist hann hvergi
ætla gefa eftir. Hefur hann skorað
á önnur ríki Bandaríkjanna að fylgja
eftir fordæmi Massachusetts og sýna
þannig andúð við einræðisstjómir í
verki.
Ráðstefna haldin
um hvalveiðar
Massachusetts með eigin utanríkisstefnu
Ihuga nýtt
viðskiptabann
Boston. Reuter.