Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 23
LISTIR
íslensk náttúra
í niyndum o g tónum
SUNGIÐ af innlifun á samæfingu á Selfossi.
Unglingakórar
halda tónleika
Selfossi. Morgunblaðið.
HUGHRIF íslenskrar náttúru er
yfirskrift sýningar Jóhanns G. Jó-
hannssonar myndlistar- og tónlist-
armanns sem stendur yfir í Gall-
eríi Borg þessa dagana. Tilefni
sýningarinnar er fimmtugsafmæli
listamannsins um síðustu helgi en
þar er að finna 53 verk, unnin með
vatnslitum og blandaðri tækni, þar
sem Jóhann kveðst leitast við að
túlka andstæður og mikilfengleika
íslenskrar náttúru.
Þótt Jóhann hafi gengið í gegn-
um fjölmörg skeið á ferli sínum sem
myndlistarmaður segir hann áhrifa
landslags alltaf hafa gætt í verkum
sínum — mótífið hafi ávallt höfðað
til hans. „Þessi landslagsáhrif hafa
komið sérstaklega sterkt fram á
sýningunum sem ég hef haldið frá
árinu 1993, þegar ég sneri aftur,
ef svo má að orði komast, eftir sjö
ára hlé,“ segir listamaðurinn og
vísar þar í sýningar í Listhúsinu í
Laugardal, á Argentínu — steik-
húsi og Sparisjóði Hafnarfjarðar í
Garðabæ. Eru fáeinar myndir frá
tveimur síðarnefndu stöðunum á
sýningunni, þar sem þeir eru „utan
leiðar þeirra sem fjalla um mynd-
list á opinberum vettvangi".
Jóhann hefur víða komið við um
dagana en nú segir hann komið
að kaflaskilum. Hyggst hann sinna
listinni sem best í „seinni hálfleik".
Þetta ætlar Jóhann meðal annars
að gera með þeim hætti að sameina
ástríður sínar tvær — myndlist og
tónlist — í ríkari mæli. Um langt
árabil hefur hann unnið jöfnum
höndum að þessum listgreinum án
þess þó að tengja þær með beinum
hætti — fyrr en nú. Það gerir hann
með tónverkinu Píramídi I sem
frumflutt var við opnun sýningar-
innar í Galleríi Borg, sem Jóhann
segir hafa verið fjölsótta og vel-
heppnaða, en það er samið við eitt
myndverkanna, þar sem píramídinn
er jafnframt miðlægur.
Síðastliðið hálft annað ár hefur
Jóhann stundað nám í tónveri Tón-
listarskóla Kópavogs og er tónverk-
ið afrakstur þess. Þar sem grafík
er snar þáttur í tölvutónsmíðum
gat listamaðurinn séð tónlistina á
skjánum og segir hann uppbygg-
ingu hennar hina sömu og upp-
byggingu myndanna. „Þetta er eins
konar ferðalag upp og niður einn
og hálfan píramída. Ég bætti þess-
um hálfa við til að njóta mætti
verunnar á toppnum betur.“
Jóhann lítur á þessa tímamóta
sýningu sem „upptakt" og hyggst
nýta afmælisárið til að vinna að
stórri sýningu, þar sem myndlist
og tónlist verði fléttað saman með
áþekkum hætti. Sýningin er opin í
dag frá kl. 12 til 18 og um helgina
frá 14 til 18 en henni lýkur á sunnu-
dag. Mun Jóhann verða á staðnum
þessa daga og taka á móti gestum.
GOTT samstarf Unglingakórs Sel-
fosskirkju og Gradualekórs Lang-
holtskirkju mun blómstra á sameig-
inlegum tónleikum kóranna 1. og
2. mars, í Langholtskirkju á laugar-
dag og í Selfosskirkju á sunnudag.
Aðalefni tónleikanna er messa eftir
Haydn, flutt við undirleik kammer-
sveitar og sungin á latínu. Á tónleik-
unum í Langholtskirkju 1. mars
syngur einsöng Valgerður Guðrún
Guðnadóttir, sópran og í Selfoss-
kirkju 2. mars syngur Magnea
Gunnarsdóttir einsöng. Halla Dröfn
Jónsdóttir syngur einsöng á báðum
tónleikunum.
Á tónleikum munu kórarnir
syngja fjögur lög sameiginlega og
þijú hvor í sínu lagi. Sams konar
tónleikar voru fyrir þremur árum
og tókust þá mjög vel. Jón Stefáns-
son stjórnar Gradualekór Langholts-
kirkju og Glúmur Gylfason stjórnar
Unglingakór Selfosskirkju.
Kórarnir voru á sameiginlegri
æfingu á Selfossi fyrir skömmu og
þá kom vel fram að þeir hafa báðir
á að skipa mjög góðum og tærum
söngröddum sem stjórnendurnir
hafa náð að þjálfa mjög vel. í Lang-
holtskirkju hefur Gradualekórinn
starfað síðan 1981 en í honum eru
45 unglingar og Unglingakórinn í
Selfosskirkju telur 23 einstaklinga
og hefur starfað síðan 1988. Kórarn-
ir hafa náð festu í starfi sínu í kirkj-
unum og gefa unglingunum ný tæki-
færi til agaðs söngnáms. Þeir Jón
og Glúmur sögðu að með þessum
tónleikum gæfist unglingunum tæki-
færi til að æfa sérstaka tónleikaskrá
og stórverk sem ekki væri unnt að
taka fyrir nema með samstarfi kór-
anna. Ljóst er að unglingarnir í kór-
unum munu gera sitt ítrasta til að
tónleikarnir takist vel sem reyndar
þarf ekki að efast um eftir að hafa
heyrt nokkur söngdæmi frá þeim.
Tónleikarnir hefjast i báðum
kirkjunum kl. 16 báða dagana.
Morgunblaðið/Þorkell
JÓHANN G. Jóhannsson segir landslagið ávallt hafa höfðað til sín.
Skáld-Rosa a
Hvammstanga
Hvammstanga. Morgunblaðið.
A HVAMMSTANGA er gróska í
leiklistarstarfi, nú sem fyrr. Verk-
efni vetrarins er Skáld-Rósa eftir
Birgi Sigurðsson, undir leikstjórn
Harðar Torfasonar. Segja má að
viðfangsefnið standi Vestur-Hún-
vetningum nærri, því aðalpersóna
leikritsins, Rósa Guðmundsdóttir,
bjó um tíma á Vatnsenda í Vestur-
hópi, og gjarnan kennd við þann
bæ. Eftir Rósu eru fjölmargar vísur
og einnig ljóðabréf, og hefur hún
orðið eitt ástsælasta vísnakáld
þjóðarinnar. Legstaður hennar er í
kirkjugarðinum á Efra-Núpi í Mið-
fírði.
Sögusvið Skáld-Rósu eru Vellir
í Norður-Múlasýslu og Vatnsnesið
í Húnaþingi og gerist á fyrri hluta
nítjándu aldar. Rósa er fædd á
Ásgerðarstöðum í Hörgárdal árið
1795. Hún kynnist ung Páli Mel-
steð, síðar sýslumanni, þegar hún
er í vist á Möðruvöllum og fella
þau hugi saman, þótt eigi nái að
eigast. Hún ræðst síðar til hans sem
ráðskona að Ketilsstððum á Völl-
um, en þá er Páll kvæntur Önnu
Sigríði, amtmannsdóttur frá Akur-
eyri. Þar kynnist hún Natani Ketils-
syni frá Illugastöðum á Vatnsnesi,
sem varð örlagavaldur í lífi henn-
ar, þótt hún sé þá gift kona.
í leikgerð Skáld-Rósu fer höf-
undurinn, Birgir Sigurðsson, listi-
lega með líf og örlög persónanna.
Glögglega kemur fram hinn skarpi
tíðarandi þessa tíma, stéttarmunur
og skil milli valds og umkomuleys-
is. Hörður Torfason setur sýning-
una upp á listrænan hátt og stýrir
hinum 23 leikendum á tímum fort-
íðarinnar af næmi listamannsins
fyrir viðfangsefni sínu. í hlutverki
Rósu er Jónína Arnardóttir, Páll
sýslumaður er leikinn af Arnari
Karli Bragasyni og Júlíus Guðni
Antonsson leikur Natan Ketilsson.
Frumsýning Skáld-Rósu verður
á Hvammstanga 28. febrúar kl. 21,
en síðan verða nokkrar sýningar á
næstu dögum. Þann 8. mars verður
samstarf Leikflokksins og veitinga-
hússins Selsins á Hvammstanga
um Leikhúsveislu, þar sem leikhús-
gestum verður boðið upp á kvöld-
verð fyrir sýningu og dansleik að
sýningu lokinni.
Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson
ÚR baðstofu á Ketilsstöðum á Völlum.
Solv blómapottar
(frostþolnir)
24sm 850,-
30sm 1.250,-
40sm 1.650,-
Thai blómapottar
(frostþolnir)
24sm 950,-
32sm 1.250,-
43sm 1.950,-
Drekatre,
Drekatre, sampotta
170sm
TILB
Aspargus
Afgreiðslutími
Mán ,-föstud.
Laugardag:
Sunnudag:
10:00-18:30
10:00-17:00
13:00-17:00
fyrir alla snjalla