Morgunblaðið - 28.02.1997, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Í DAGBLAÐINU-
Vísi föstudaginn 21.
febr. var á fjórum
blaðsíðum sagt frá af-
hendingu „íslensku
tónlistarverðlaunanna
1997“ og í Morgun-
blaðinu á sunnudag
var einnig greint frá
þessum atburði undir
fyrirsögninni „Botn-
leðja var best“. Verð-
launaþegar munu hafa
verið milli 15 og 20 og
allir nema tveir eða
þrír úr hópi þess fólks
sem hefur orðið - eða
er að verða - frægt
fyrir afrek sín á ýms-
um sviðum dægurtónlistar, þess
háttar sem á ensku nefnist einu
nafni „pop (eða popular) rnusie" en
á sér eiginlega ekkert réttnefni á
íslensku.
„íslensku
tónlistarverðlaunin“
Nafn þessarar árlegu viðurkenn-
ingar og það hvemig verðlaununum
er ráðstafað gæti bent til þess að
íslensk tónlist sé ekki til önnur en
poppmúsíkin. Leiðarahöfundur DV
mánud. 24. febr. virðist líka vera
þeirrar skoðunar. Grein hans ber
yfirskriftina „Gróska í tónlistarlífi"
og þar er það haft eftir formanni
framkvæmdanefndar íslensku tón-
listarverðlaunanna að „þau séu
merk söguleg heimild um það sem
efst er á baugi í tónlistarlífinu á
hveijum tíma“. í greininni kemur
einnig fram að iðnaðarráðuneytið
hefur styrkt verðlaunaveitinguna,
og að starfshópur á vegum ráðu-
neytisins og „íslenska tónlistariðn-
aðarins“ hefur skilað tillögum um
„hvernig best verði hlúð að vexti
tónlistarlífs hér á landi, einkum með
tilliti til sóknar á erlenda markaði.“
Allt er þetta gott og
blessað, og einskis
óska ég þessari starf-
semi og öllum sem að
henni standa nema
góðs eins. Það eina
sem ég hef við þetta
að athuga er notkun
orðanna (íslensk)
„tónlist" og „tónlistar-
líf“, sem ekki kemur
til álita þegar „ís-
lensku tónlistarverð-
laununum" er úthlut-
að, enda heyrir það á
engan hátt undir iðn-
aðarráðuneytið, en er
þó að margra dómi
ekki síður mikilsvert
en músíkiðnaðurinn.
Menningarverðlaun
DV
í sama blaði og sagt var frá af-
hendingu margnefndra tónlistar-
verðlauna er einnig skýrt frá því (DV
21. febr.) hveijir hafa verið tilnefnd-
ir til menningarverðlauna DV 1997
Orðið tónlist er ekki
gamalt í málinu, segir
Jón Þórarinsson, og
algengt varð það ekki
fyrr en nokkuð langt
var komið fram á þá öld
sem nú er senn liðin.
á sviði tónlistar. Þar kemur til sög-
unnar annað tónlistarfólk og önnur
tónlistarstörf en áður voru nefnd.
Þeir sem tónlistarnefnd DV hefur
tilnefnt eru Jón Ásgeirsson fýrir
óperuna Galdra-Loft, Jónas Ingi-
mundarson og Kristinn Sigmunds-
son fýrir geisladisk með Vetrarferð-
inni eftir Schubert, Kammermúsík-
klúbburinn fyrir Ijörutíu ára farsælt
starf, Sinfóniuhljómsveit íslands fyr-
ir framúrskarandi hljóðfæraleik, og
Þórunn Bjömsdóttir fyrir tónlistar-
flutning með börnum.
Er furða þó spurt sé: Hvað er
tónlist? Er það dægurtónlistin og
hljómdiskaiðnaðurinn sem fyrst og
fremst keppir að markaðssetningu
og fjöldasölu heima og erlendis með
því auglýsinga- og fjölmiðlafári sem
því fylgir? Eða er það hið skrum-
lausa og oftast lítt fréttnæma starf
sem mikill fjöldi hámenntaðra lista-
manna er að vinna og hefur unnið,
heima og erlendis, tónskáld, hljóð-
færaleikarar, söngvarar og söng-
stjórar, með það að höfuðmarkmiði
að ná sem mestri fullkomnun í list
sinni?
Eða er það kannske hvort tveggja?
Að nefna hlutina réttum
nöfnum
Orðið tónlist er ekki gamalt í
málinu, og algengt varð það ekki
fyrr en nokkuð var komið fram á
þá öld sem nú er senn liðin. Það
er augljóslega þýðing á danska orð-
inu tonekunst og hinu þýska Ton-
kunst (á ensku art music). Merking
þess er því í eðli sínu þrengri en
alþjóðaorðsins músík, sem tekur
yfír hvers konar tóniðkun þótt ekki
hafi hún tilburði til listar. Þannig
eru t.d. þjóðlög í sinni upprunalegu
mynd músík en ekki tónlist.
En síðarnefnda orðið hefur lík-
lega frá upphafí verið notað jöfnum
höndum í víðari merkingunni og
hinni þrengri. Það kom ekki að sök
meðan umsvif voru lítil á þessu
sviði og beindust fremur að viðleitni
til listsköpunar en markaðsleit.
Tóniðnaður (eða tónlistariðnaður ef
menn vilja það heldur) kom fyrst
til sögunnar hér á landi með tækni-
byltingunni á síðustu áratugum.
Nú þegar þar er orðið um að ræða
umsvifamikla atvinnugrein, sem
segja má að vaxið hafi upp til hlið-
ar við hið eiginlega tónlistarlíf í
landinu, er kominn tími til að
endurskoða þessa orðanotkun og
helst að nefna hlutina réttum nöfn-
um.
Höfundur er tónskáld.
FRÚ Ástríður
Helgadóttir Andersen,
sem giftist Hans Georg
Andersen, þann 6. okt.
1945, en hann lést 23.
sept. 1994, eftir ævi-
þjónustu á snærum
utanríkisráðuneytis-
ins, brigslar mér um
að vega að honum látn-
um og ásaka hann um
skammsýni og afglöp.
Þessar getsakir eru í
grein hér í blaði með
yfirskriftinni: „Stað-
reyndir tala sínu
máli!“.
Það er víðs fjarri
öllum sannleika, að
mér hafi nokkum tíma orðið á að
fara með persónuleg hnjóðsyrði í
garð hins látna ambassadors, slíkt
hefur aldrei komið mér í hug.
Hans G. Andersen,
segir Gunnlaugur
Þórðarson, var mjög
hæfur diplomat.
Þvert á móti er mér ljúft að rifja
upp, að kynni okkar hófust í MR.
Á þeim skólaárum kom hann oft í
prófessorsbústaðinn á Kleppi,
ásamt öðrum bekkjarbræðrum
Agnars, bróður míns. Hans G. naut
þess og mætti hlýhug og gestrisni.
Hans G. Andersen reyndist mjög
hæfur diplomat. Hann varð þjóð-
réttarráðunautur ríkisstjórnar ís-
lands á árinu 1946 og mér telst
til að hann hafi óbeinlínis verið
slíkur ráðgjafi, jafnframt sendi-
mannsembættum til starfsloka.
Ekkjufrú hans þykir það ekki nógu
fínt, að starfsheitið ráðgjafi skuli
hafa verið viðhaft af mér, þar sem
átt er við hann í umræddum blaða-
greinum. Það er hins vegar viðeig-
andi í sambandi við
landhelgismálið, því
hann réð engu um þau
mál endanlega, þótt
hann gæti gefið ráð
varð hann að hlíta fyr-
irmælum ráðherra síns
og ber að líta á verk
hans þannig.
Ekkjufrúin segir, að
Hans G. hafi aldrei
svarað gagnrýni minni
um aðgerðir ríkis-
stjórnar Islands í land-
helgismálum. Þess
vegna þurfi hún að
gera það. En þá þarf
hún að fara rétt með.
Ekki er óalgengt, að
eiginkonur embættismanna telji
sig færari til að gegna embættum
en þeir og við slíkri meinloku er
ekkert að segja.
Það er alveg rétt, að Hans G.
Andersen lagði aldrei í að svara
málefnalegri gagnrýni minni, enda
skrifaði hann aldrei opinberlega
að talist gæti neitt frá eigin brjósti,
hvorki um landhelgismál né annað.
Til eru 5-6 ritsmíðar um landhelg-
ismálið gefnar út af utanríkisráðu-
neytinu, sem Hans G. Andersen
mun hafa samið, þótt nafns hans
sé ekki getið sem höfundar nema
í einu tilviki. í uppsláttarbókum
um höfunda fræðirita hefur mér
ekki tekist að finna nafn hans.
Til þess kom aldrei, að Hans
G. Andersen benti íslensku þjóðinni
á víðtækari rétt í landhelgismálum
en til 12 sjómílna landhelgi. Þótt
hann hafi 30. nóvember 1970 lagt
að íslensku þjóðinni í ríkisútvarp-
inu, að sætta sig við 12 sjómílna
landhelgi til frambúðar, er það trú
mín, að hann hafi gert það sam-
kvæmt fyrirmælum að ofan í því
þjónustuhlutverki, sem starf hans
var.
Höfundur er lögmaður.
Hvað er
tónlist?
Jón
Þórarinsson
Trygglynd
ambassadorsfrú
Gunnlaugnr
Þórðarson
JAFNAÐARLEGA
snerta stefnumál
breska Verkamanna-
flokksins mig ekki, en
fyrir eigi alllöngu tjáði
leiðtogi flokksins, Tony
Blair, sig um mál, sem
mér er nokkuð hugleik-
ið þegar hann á fundi
sagði að tóbaksreyk-
ingar væri helsta heil-
brigðisvandamál Breta
og það yrði eitt fyrsta
verk ríkisstjórnar
Verkamannaflokksins
að banna tóbaksreyk-
ingar í öllum opinber-
um byggingum.
Einhver hundruð
þúsund Breta hljóta örkuml og
dauða ár hvert af völdum reykinga.
Nú er það ekkert sérbreskt fyrir-
bæri að stjórnmálamenn lýsi yfir
fyrir kosningar, hveiju þeir ætli að
breyta eftir kosningar komist flokk-
ur þeirra til valda. En
í Bretlandi sem og í
flestum löndum hins
vestræna heims ríkir
fulltrúalýðræði, svo
ekki er gefið að yfirlýs-
ingar, jafnvel leiðtoga
flokka, um góð áform
nái fram að ganga að
kosningasigri loknum,
sem er þó vert íhugun-
ar hvort ekki eigi að
víkja frá og láta hafa
algjöran forgang þegar
líf og heilsa mikils
fjölda fólks er í húfi.
Hinn fyrsta júlí sl.
gengu í gildi hér á landi
ný lög um tóbaksvarn-
ir. Góðra gjalda vert er að óheimilt
er nú að selja fólki tóbak, sem er
innan 18 ára aldurs, jafnvel þótt
það hafi ekki áhrif á neyslu þeirra,
sem yngri eru, en nú þegar hafa
ánetjast tóbakinu. Allmikið er nú
Reykingafólk hefur
verið, að mati Guðfinns
S. Finnbogasonar,
yfirgangshópur í
samfélaginu.
þrengt að athafnarými tóbaksneyt-
enda. Er það vel, á það helst við
um vinnustaði og þar sem fólk,
ekki síst æskufólk kemur saman
s.s. i félags-, íþrótta- og tómstunda-
stöðum þeirra og svo þar sem veitt
er heilbrigðisþjónusta af ýmsu tagi.
En skyldi ég vera einn um þá skoð-
un að í þessum lögum sé vanrækt
að nefna staðinn þar sem viðvera
fólks er lengst, minnstu möguleik-
amir eru til þess að veijast eitur-
áhrifunum og mótstöðuaflið er hvað
veikast fyrir þeim. Hér er átt við
heimilin í landinu.
Nýlegar kannanir sýna nú að um
'h hluti þjóðarinnar reykir og einn-
ig að reykingar ungra kvenna séu
nokkuð að aukast. Með þá stað-
reynd í huga liggur það ljóst fyrir
að í návist þeirra eru viðkvæmustu
þolendurnir, þar sem eru börnin.
Nýr formaður tóbaksvarnarráðs
segist vona að vaxandi reykingar
kvenna séu ekki nýr þáttur í jafn-
réttisbaráttu þeirra. Þyngra vegur
þó, sem hann segir um afleiðingar
óbeinna reykinga fyrir börn „óbein-
ar reykingar valda asma og eyrnar-
bólgum,“ Ríkisútvarpið 15.12.
1996. Telur einhver uppalandi sig
þann bóg vera, að hann mótmæli
þessari staðhæfingu Þorsteins
Njálssonar, sem er sérfræðingur í
einni grein læknisfræðinnar?
Núverandi heilbrigðisráðherra
hefur sýnt að hún hefur kjark til
að tala um hlutina skýrum og skilj-
anlegum orðum. í umfjöllun sinni
um fíkniefnavandann, sem orðinn
er geigvænlegur og er farinn að
teygja anga sína um nær allt þjóðlíf-
ið, minnist hún oft á forvarnir, því
fyrr sem þeim er sinnt, því betra,
oft nefnir hún þá skólana í því sam-
bandi. Ekki er amast við því að
áhersla sé lögð á að forvarnir séu
viðhafðar í skólum en gæti ekki
verið árangursríkast að hefja þær
í kennarastofunum? Eg lýsi eftir
meiri kjarki frá hennar hendi um
hvar rót margs vanda í þjóðfélagi
okkar liggur.
í æsku minni var gjarnan haft á
orði þegar einstakling bar af réttri
leið, oftast ungan mann, og ógæfan
og hamingjuleysið virtist blasa við.
Hvar læra börnin málið? Vitaskuld
var orsakanna fyrst Ieitað á heimili
viðkomandi, sem var eðlilegt. Þetta
fólk, kynslóð þess tíma, var ekki í
vafa um að ástæðuna mætti og
ætti að rekja til heimilanna og auð-
vitað er það svo enn. Eða er nokk-
ur svo bláeygður að telja að foreldr-
ar og aðrar fyrirmyndir á heimilum
bama hafi ekki mótandi áhrif á líf
þeirra og hegðan og allir svo rúnir
einurð að ekki megi á það minnast?
Mikið írafár greip um sig í þjóðfé-
laginu í fyrravetur þegar tannlækn-
ar sögðu tanneyðingu ungmenna
vera algenga og augljósa afleiðingu
mikillar gosdrykkjaneyslu, af því
tilfelli var í Sjónvarpinu, Dagsljósi,
rætt við nokkur ungmenni í Reykja-
vík, öll ræddu þau af hispursleysi
um gosdrykkjaneyslu sína. Ein rödd
skar sig úr. Ung stúlka sagðist aldr-
ei neyta gosdrykkja, og ástæðan -
á mínu heimili er aðeins drukkið
vatn.
Reykingafólk hefur verið yfir-
gangshópur í þjóðfélagi okkar og
mikill minnihluti þess virðir rétt
þeirra, sem þola illa tóbaksreyk.
„Meðan ég reykti leiddi ég aldrei
hugann að því hvernig öðrum líkaði
það,“ segir fyrrverandi reykinga-
maður. Síðustu árin hafa verið
gefnar út aðvaranir til þeirra sem
haldnir eru fijóofnæmi og enginn
vogar sér að fara með dýr inn á
heimili þar sem fólk þolir ekki ná-
vist þeirra. í allt of ríkum mæli
virðist eins og sé að þeir sem ekki
þola tóbaksreyk séu þeir einu sem
hvergi em óhultir. Vaxandi reyk-
ingar kvenna sanna þetta með
óyggjandi hætti, ung börn þeirra
hafa þurft og þurfa enn mikið að
þola. Ótal dæmi eru um foreldra
sem reykja, sem jafnan eru með
skýringar á reiðum höndum um
vanheilsu barna sinna, en nefna þá
aldrei tóbakið, sem neinn orsaka-
vald. Eigi sjaldan hef ég leitt að
því hugann hvernig umboðsmaður
barna brygðist við bærist henni
bréf frá börnum t.d. innan 10 ára
aldurs, þar sem þau kvörtuðu yfir
því að á heimilum þeirra sé þeim
meinað að anda að sér hreinu lofti,
sem þeim sé þó lífsnauðsynlegt.
Það er til of mikils vansa fyrir
íslenska heilbrigðisþjónustu að inn-
an hennar vébanda skuli starfa
fólk, sem þrátt fyrir langa skóla-
göngu, margt hvert, virði einskis
niðurstöður fjölmargra rannsókna
um skaðsemi tóbaksreykinga, sem
þó mætti ætla að það sé allvel
uppfrætt um. Það má ekki dragast
að annað tveggja gerist að fólk
þetta bæti ráð sitt og hætti reyk-
ingum eða því sé sagt upp störfum,
hið sama ætti að gilda um alla
kennara.
Reykingar spilla lífi mikils fjölda
fólks, þær eru orsök slysa og dauða,
margra langt um aldur fram. Þær
eru ein óskiljanlegasta athöfn
hverrar fullorðinnar manneskju.
Höfundur er bóndi að
Miðhúsum í Strandasýslu.
qifl0 BLUriDUQLUGGATJOLD
Breidd 120 cm til 150 cm
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJOLD,
FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
Að biðja sér
banameins
Guðfinnur S.
Finnbogason