Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Svar við grcin Ólafs B. Ólafssonar 22. FEBRÚAR sl. hélt Umhyggja, félag til stuðnings sjúkum böm- um, málþing um þarfir langveikra barna. Ef þú hefðir gert svo lítið að sitja málþingið, eins og óskað hafði verið eftir, hefðir þú að öllum lík- indum sannfærst um nauðsyn þess að tekið sé af alvöru á málefnum umrædds hóps ekki ein- vörðungu hvað fjár- hagslegan stuðning áhrærir heldur almennt. Það gerðu alla vega þeir sem málþingið sátu, þ.m.t. fulltrúar frá laun- þegasamtökum og alþingismenn, ef marka má þær umræður sem fram fóru. Þú skrifaðir grein sem birt var á síðu 35 í Morgunblaðinu þennan sama dag. Þar rekur þú ýmsar stað- reyndir er varða félagslegan kostn- að fyrirtækja og tilkynnir að VSÍ sé ekki reiðubúið að fjölga þeim ein- staklingum sem atvinnurekandinn þarf að bera ábyrgð á. Fyrir okkur sem vinnum að bættum hag lang- veikra bama og ijölskyldna þeirra er mikilvægt að fá fram yfirlýsingu sem þessa frá formanni VSÍ. Reynd- ar var ég að vona að hún yrði á annan veg en á hinn bóginn verð ég að viðurkenna að mér finnst hún raunhæf miðað við aðstæður. Enn fremur fínnst mér leitt að það skyldi þurfa opið bréf í fjölmiðli til að fá hana fram. Hitt er svo annað mál að með fyrirspurn minni til forystu VSÍ var ég ekki síst að vonast eftir stuðningi við málstaðinn. Það er nefnilega hægt að ljá málefnum lið án þess að greiða peninga. Þannig sá ég fyrir mér að ef fulltrúar sam- taka launþega, vinnuveitenda og stjórnvalda sameinuðust með góðum vilja um að leysa þann vanda sem um ræðir yrði það gert fljótt og vel með einum eða öðrum hætti. Eftirfarandi athugasemdir vil ég gera við grein þína ekki síst tilraun- ir þínar til að réttlæta hunsun þína á bréfum frá Umhyggju. 1) Sú fullyrðing þín _ að ég hafi spurt hvort ASÍ og VSÍ væru ekki reiðubúin að semja um auknar skyldur vinnuveitenda til að greiða laun í fjarvistum foreldra vegna langvinnra veikinda barna er röng. Ég varpaði fram þeirri spurningu hvort full- trúar VSÍ og ASÍ teldu ekki að samtök laun- þega og vinnuveitenda gætu gert eitthvað til að bæta kjör fj'öl- skyldna langveikra barna. Eins og að ofan er greint frá tel ég brýnast að þeir sem koma að kjarasamn- ingum taki á vanda langveikra barna án þess að ég hafi full- mótaða skoðun á hvernig vandinn verði best leystur. Og það sem meira er: Tækifærið er núna! 2) Þú greinir réttilega frá því að ég hafi sent VSI tvö ábyrgðarbréf. í sömu andrá fullyrðir þú að ég hafi í engu tilfelli leitað eftir samtölum eða svörum. Þú fyrirgefur vonandi en ég vissi ekki að það þyrfti að fylgja bréfum til VSÍ eftir með sam- Stuðningur fyrirtækja við hagsmunasamtök langveikra barna, segir + Þorsteinn Olafsson, er ómetanlegur. tölum svo ég tali nú ekki um bréf sem ítrekað hafði verið beðið um svar við. Og má ég spyija til hvers þú heldur að ég hafi sent bréf með fyrirspurn ef ég hef ekki með því verið að leita svars? Ég vil fullvissa þig um að ég tel mig hafa ýmislegt mikilvægara við tíma minn að gera en að senda bréf, ítrekunarbréf og opin bréf í fjölmiðil til að biðja um svar sem ég þegar hef. Ég vil enn fremur benda þér á að fleiri aðilar en VSÍ sem fengu samhljóða beiðni um að senda full- trúa á málþing Umhyggju sáu sér ekki fært að verða við henni. Þeir sendu engu að síður svar við bréfinu. 3) Þú nefnir að margir sjúkrasjóð- ir verkalýðsfélaga séu nú orðnir afar öflugir og því eðlilegur farveg- ur til að draga úr tekjutapi lang- veikra barna. Þetta er út af fyrir sig þörf ábending og reyndar eru til örfá dæmi um ofangreint eins og t.d. má lesa í grein minni í Morg- unblaðinu 21.11. 1996. Þessi leið yrði þó einungis lausn fyrir suma launþega því allmörg samtök, sum stór eins og t.d. BSRB, eiga engan sjúkrasjóð. Þar fyrir utan leysir greiðsla úr sjúkrasjóði ekki þann vanda að launþegi á einungis rétt á sjö daga fríi á ári til að annast sjúkt barn. Enn og aftur komum við að því að kjarasamningar með aðkomu samtaka launþega, vinnuveitenda og stjórnvalda eru vafalítið besta og e.t.v. eina tryggingin fyrir lausn umrædds vanda. 4) Ég hef líklega orðið vitni að því oftar en flestir aðrir hversu vel ýmis fyrirtæki hafa stutt við hags- munasamtök langveikra barna og einstaka fjölskyldur. Sú staðreynd réttlætir ekki að þú hunsir að svara bréfum frá þeim sem vinna að bætt- um hag sjúkra barna. Ég vil taka skýrt fram að nefndur stuðningur er ómetanlegur og það að fulltrúar viðkomandi fyrirtækja skuli sýna málefnum langveikra barna þann skilning sem raun ber vitni verður seint fullþakkað. Rausnarlegur og síendurtekinn stuðningur fyrirtækja og annarra undirstrikar á hinn bóg- inn þá brýnu þörf sem er eina til- efni þessara skrifa. Það er rétt hjá þér að ég tók fyrir hönd Umhyggju við höfðing- legri gjöf frá fyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi 17. nóv- ember sl. Hitt er rangt sem þú full- yrðir að við höfum þá hist. Ég man reyndar eftir að hafa séð þér bregða fyrir í því fjölmenni sem þar var til að fagna 90 ára afmæli fyrirtæk- isins. Enda þótt við hefðum staðið hlið við hlið hefði ekki hvarflað að mér að_ minnast á erindi umræddra bréfa. í fyrsta lagi hefði mér fund- ist það afar óviðeigandi miðað við aðstæður og þá staðreynd að við höfum aldrei átt bein orðaskipti. í öðru lagi hélt ég þá að bréf ein og sér nægðu til að fá fyrirspurnum svarað. Maður svarar ekki erindum aður en þeim er komið á framfæri, Ólaf- ur. Þú hefur nú gert grein fyrir þeirri afstöðu VSÍ að ekki verði um auknar skyldur fyrirtækja að ræða til að leysa ijárhagsvanda fjöl- skyldna langveikra barna. Eftir stendur spurningin hvort VSÍ er til- búið að leggja máistaðnum lið með öðrum hætti. Þar má t.d. hugsa sér að til að byija með taki samtök laun- þega, vinnuveitenda og stjórnvöld vanda fjölskyldna langveikra barna til umljöllunar. Þar er um erfiðleika að ræða sem gera hnútuköst okkar hér á siðum Morgunblaðsins að hjómi einu. Höfundur er fyrrverandi formaður. Opið bréf til Jám- blendifélagsins á Gmndartanga EINHVERS staðar í umræðu síð- ustu missera um fyrirhugað álver á Grundartanga og meinta mengun frá starfsemi járnblendiverksmiðjunnar var þeirri spurningu varpað fram hvort ekki væri hægt að fá úr því skorið hvaða mengun hafi átt sér stað á svæðinu síðustu sextán árin sem verksmiðjan hefur verið starf- rækt. Svarið við spurningunni var: Nei, því miður, við höf- um ekkert til að byggja á. Þeir sem eru ábyrgir fyrir þessu svari eru hin- ir títtnefndu en nafn- lausu sérfræðingar stjórnvalda. Ég veit þó vel að forsvarsmenn jámblendifélagsins vita að grunnurinn að þessu svari var lagður fyrir nærfellt tuttugu árum. Samkvæmt samningi ís- lenska járnblendifélags- ins við Líffræðistofnun háskólans voru unnar viðamiklar rannsóknir á náttúrufari í nágrenni Grundartanga áður en starfsemi verksmiðjunn- ar hófst þannig að fyrir liggur allgóð mynd af ástandi svæðisins áður en nokkur stóriðja tók þar til starfa. í starfsleyfi járnbiendiverksmiðjunnar er kveðið á um að rannsóknir á líf- ríki svæðisins skuli gerðar á fimm Allur almenningur, seg- ir Björn Hjaltason, á rétt á að fá að vita stöðu umhverfismála á Grundartanga. ára fresti, en eins og flestir vita nú hafa þær rannsóknir aldrei verið gerðar. Eitthvað vefst það fyrir mönnum hver sé ábyrgur fyrir þeirri vanrækslu, en látum það liggja á milli hluta úr því sem komið er. Það er kannski ofsagt að engar rannsókn- ir hafi farið fram á starfstíð járn- blendisins því frést hefur af a.m.k. einum vísindamanni sem haldið hefur rannsóknum sínum áfram með gagnasöfnun, þá væntanlega í sínum frítíma, en úr þeim gögnum hefur ekki verið unnið, enda úrvinnsla oft tímafrek og kostnaðarsöm. Flestar þær rannsóknir sem gerðar voru á svæðinu í árdaga stóriðjunnar á Grundartanga voru gefnar út sem fjölrit Líffræðistofnunar háskólans og voru eftirfarandi: Athuganir á lífríki fjöru í grennd við Grundartanga, Hvalfirði. Fjölrit nr. 9. Könnun á dýralífi í Eiðisvatni, Borgarfjarðarsýslu. Fjölrit nr. 18. Grasafræðirannsóknir við Hval- ijörð. Fjölr. nr. 17. Þungmálmar í mosa, jarðvegi og regnvatni í nágrenni Grundartanga 1978 og 1979. Fjölr. nr. 19. Botndýralíf í Hval- firði. Fjölr. nr. 14. Fuglalíf við Grundartanga Könnun á landlindýr- um í nágrenni Málm- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga í Hval- firði. Auk þess voru teknar innrauðar loft- myndir af svæðinu. Rannsóknirnar voru framkvæmdar af okkar færustu vísindamönn- um og voru gerðar með það fyrir augum að hægt yrði að nota þær til að meta ástand svæðisins seinna meir. Skýrslumar eru því miður illfáanleg- ar í dag en eru þó sumstaðar til á bókasöfnum ef fólk vill kynna sér innihald þeirra. Nú skyldi maður ætla að tími sé kominn á að endurtaka rannsóknir, (þó fyrr hefði verið) og endurmeta stöðu svæðisins. Þá vaknar sú spurn- ing; hver á að borga? Ég held að flest- ir geti verið sammála um það að sá sem „mengar" borgi. En þá vaknar önnur spurning; ef svo slysalega vill til að álver rísi á svæðinu myndu svo viðamiklar rannsóknir nýtast því sem stöðumat á svæðinu og er því ekki rétt að Columbia Ventures Corporati- on beri helming kostnaðarins? Tillögur að rannsóknaráætlun fyrir svæðið hafa þegar verið gerðar og birtar sem fylgiskjal nr. 23 með umhverfismati fyrir álver á Grundar- tanga. Ég hvet til þess að nú þegar verði gerður samningur við viðeig- andi aðila um að hrinda rannsóknum í framkvæmd, allur almenningur á rétt á að fá að vita stöðu umhverfis- mála á Grundartanga svo ekki þurfi að karpa lengur um málið engum til gagns. Fyrir hönd íbúa við Hvalfjörð og Hins íslenska járnblendifélags vona ég að rannsóknir leiði í ljós að þar sé allt í himnalagi. Höfundur er bókbindari og stofnfélagi samtakanna SOL í Hvalfirði. Björn Hjaltason í KASTLJÓSI Ríkissjónvarpsins 14. febrúar var kynnt málþing sem halda átti næsta morgun í Háskóla- bíói um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og voru allir hvattir til að mæta. Bréfritari svaf því miður yfir sig og missti af fyrsta erind- inu. Allt hitt fór ekki framhjá hon- um. Af erindinu um siftjaspell, sem Guðrún Jónsdóttir flutti, hefði mátt ráða að venju að drengir væru ekki til. Þó er vitaskuld algengt að þeir verði fyrir siljaspellum sem öðru kynferðislegu ofbeldi. Eingöngu konur fluttu erindi á þinginu. Tvær athugasemdir komu um það frá fundargestum. Ein um þessa afneit- un á drengjunum. Starfskona Stíga- móta, sem sat í undirbúningsnefnd fyrir málþingið, svaraði öllum at- hugasemdunum. Þá kom í ljós að Stígamót áttu frumkvæði að mál- þinginu. Samtökin hafa því mótað vinnubrögðin. Konan sagði að reynt Þess vegna er full ástæða til að efast um að þær (eða þeir) sem undirbjuggu ráðstefnuna hafi lagt mikið á sig til að finna vitiborna karla til að tala. Og ekki tókst þeim Athugasemdmni um það að á málþinginu væri framhjá drengjum gengið sem þolendum svaraði starfskona Stígamóta þannig að það skipti ekki máli af því að afleið- ingarnar væru þær sömu fyrir þol- endur af báðum kynjum. Þetta er beinlínis rangt! Það er ýmiss konar og mikilvægur munur á þessu. Framan af voru bókstaflega allar rannsóknir á þolendum gerðar á stúlkum enda var talið að drengir yrðu varla fyrir kynferðislegri mis- notkun eða ofbeldi. En nú er þetta gjörbreytt. Ég hef til dæmis undir höndum tveggja binda ritverk þar Full ástæða er til að efast um að þeir sem undirbjuggn ráðstefn- una, segir Sigurður Þór Guðjónsson, hafi lagt mikið á sig til að finna vitiborna karla til að tala. sem gert er grein fyrir rannsóknum á drengjum sem þolendum: „The sexually aabused male; prevalence, impact and treatment; Lexington books 1990“. Þar er fjallað um tíðni, afleiðingar fyrir þolendur og með- ferð á þeim. Einnig eru fróðlegir kaflar um mjög fjandsamleg viðhorf þjóðfélagsins tli drengja sem þol- enda, m.a. eins og þau koma fram í alþjóðlegum kvikmyndum. Einn kafli er skrifaður af ágætum femín- ista. Annar er um konur sem mis- nota drengi kynferðislega. Eftir að ritið kom út hefur mikið bæst við þessi fræði. Staðhæfing starfskonu Stígamóta er ósönn og það er alvar- legt að á opinberu málþingi sé far- ið með rangt mál um jafn mikil- vægt atriði. Það verður að gera þá kröfu til skipuleggjenda málþinga um jafn viðkvæmt efni og kynferðislegt of- beldi að þeir vandi til fyrirlesara og forsvarsmenn málþingsins fari ekki með fleipur. Boðað er til fleiri málþinga af sömu aðilum um kyn- ferðislegt ofbeldi ýmiss konar, t.d. nauðganir á fullorðnum konum, vændi og klám. En fólk ætti bara að sitja heima. Fyrsta þingið var fyrir neðan allar þær kröfur um vandvirkni sem gera verður til opin- berrar alþýðufræðslu. Höfundur er rithöfundur. Varað við málþingnm um kynferðisofbeldi hefði verið að fá nokkra karla til að flytja erindi en þeir hafi neitað því að þeir töldu sig ekki hafa vit á málinu. Svo virtist sem konur hefðu meiri áhuga og þekk- ingu á því en karlar, bætti hún við af hóg- værð og kvenlegu lítil- læti. Staðreyndin er þó sú að nokkrir karlar hafa vegna starfa sinna við þessi mál öðlast traust þjóðarinnar sem kennivöld um þau. Þeir eru oft í fjölmiðlum. Augljóslega var ekki tii neinna þeirra leitað. Sigurður Þór Guðjónsson að finna vitibornar konur heldur. Það verður að segjast eins og er að erindin voru ekki samboðin ráð- stefnu um jafn alvar- legt málefni, með undantekningum þó. Áður hef ég minnst á villandi umíjöllun um siíjaspellin. Hitt var þó enn verra að sumar konurnar rugluðu gfcmdvallarhugtökum til og frá í algeru meiningarleysi. Gekk það svo langt að fundargestur einn gat ekki á sér setið að leið- rétta ruglið!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.