Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDARGREINAR FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 35 Ábyrgð blaðamanna ÞAÐ hefur margoft verið rann- sakað og jafnoft komið í Ijós að upplognar kærur um nauðgun eru u.þ.b. 1% slíkra kæra, þ.e. jafnhátt hlutfall og í öðrum afbrotamálum. Menn hafa sett á svið innbrot og bílslys án þess að blaðamenn efíst um sannleiksgildi orða þeirra. Kona sem kærir nauðgun virðist vera álit- in segja ósatt. Með orðalagi eins og „ber stúlkan að“, „konan sagði“, „meint nauðgun", er gefíð í skyn að hugsanlega hafí nauðgun ekki verið framin. Til að sýna fram á hvað frétta- flutningi um nauðganir er ábótavant ætla ég að bera hann saman við fréttir um innbrot. Það skal tekið fram að ég legg ekki þessa glæpi að jöfnu, annar er árás á einstakl- ing, þ.e. ofbeldi, en hinn er þjófnað- ur. Hins vegar eru skrif blaðamanna um þessa glæpi gjörólík. Mismunandi fréttamat? í fréttum um innbrot er sagt hverju var stolið og hvað skemmt, oft er minnst á verðmæti stolnu munanna. Þá er tekið fram hvort þjófurinn hafi komist undan. í frétt- um um nauðgun er allt annar tónn gefinn. Sagt er að nauðgun hafí verið kærð, hvar glæpurinn á að hafa verið framinn og af hverju við- komandi aðilar voru á staðnum. Með fylgir lýsing á ástandi þeirra (voru þau ölvuð?) og aldri. Tekið er fram hvort sá sem kærður var sé sam- mála um hvort glæpurinn var fram- inn. í því skyni að skýra betur muninn á þessum sjónarhornum set ég hér fram ímyndaða frétt um innbrot. Meintur þjófnaður frá karlmanni á sextugsaldri 53ja ára gamall karlmaður, eig- andi íbúðar við Hverfisgötu, kærði innbrot til lögreglu snemma á sunnudagsmorgun. Hann ber að hann hafí komið að íbúð sinni í slæmu ásigkomulagi, en hann hafí skilið hana eftir mannlausa en þó uppljómaða um hánótt. íbúðareig- andinn segir að í íbúðinni eigi að hafa verið talsvert af verðmætum, t.d. sjónvarp og tölva. Samkvæmt framburði hans var þessum hlutum stolið. 32ja ára gamall karlmaður hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið en hann segir, að hafí hann á annað borð farið inn í hús- ið, hafí hann fengið tækin með leyfí eiganda. Þó ber hann við minnis- Ieysi vegna ölvunar. Honum var sleppt eftir yfírheyrslur. Hann hefur aldrei komið við sögu skattyfirvalda. Hvert er aðalatriði fréttar? Það er undarleg árátta að halda að aldur aðila harmleiksins komi málinu við. Telja blaðamenn nauð- synlegt að greina frá aldrinum svo að lesendur geri sér grein fýrir því að konur á vissum aldri séu eftir- sóknarverðari bráð en aðrar og viss- ir karlmenn líklegri en aðrir til að nauðga? Sennilega eru þeir að róa taugar lesenda á öðrum aldri. Vera má að blaðamenn haldi að með þessu séu þeir að vinna forvamar- starf, hvað fínnst þér? í Morgunblaðinu 12. júlí ’94 er ekki dregið í efa að um nauðgun sé að ræða en nauðgarinn er hins vegar „grunaður um nauðgun". í því tilviki var konan stórslösuð. Tekið er fram að nauðgarinn sé „síbrotamaður". Þetta tvennt, ferill mannsins og áverkarnir á konunni, virðist ráða því að orð hennar eru ekki dregin í efa. í Degi í maí ’93 er sagt frá nauðg- un og að áverkar sæjust ekki á stúlkunni. Löggan tók fram að „ekk- ert benti til ofbeldisverknaðar". Benda má á að margar konur sem er nauðgað þora ekki að berjast á móti af ótta við að slasast enn meir. Það er undarlegt að lögregla og dómskerfí skuli krefjast þess að konur séu nær dauða en lífí til að í stað þess að þolandi . nauðgara sé í brenni- depli fréttar, segir Bára Magnúsdóttir, á að líta á nauðgarann og verknaðinn. orð þeirra séu marktæk. Enn undar- legra er að blaðamenn virðast krefj- ast sömu fóma. Aðgát skal höfð ... í stað þess að þolandi nauðgara sé í brennidepli fréttar, á að líta á nauðgarann og verknaðinn. Með þessu er ég ekki að biðja um ná- kvæma lýsingu á því sem kom fyrir konuna heldur að áhersla verði lögð á þetta glæpsamlega athæfí. Skársta fréttin í DV í 13. janúar ’93. Hún var um að karlmaður hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald meðan rannsókn færi fram á nauðg- unarmáli. Sagt var hvenær hafí verið kært og að maðurinn hafí verið handtekinn. Ekki orð um kon- una, enda er það verknaðurinn sem er aðalatriðið og karlmaðurinn sem framdi hann, en ekki sú sem var beitt ofbeldi. Umfjöllun um nauðgun er mjög vandasöm. Nauðgun er samfélags- legt vandamál og kemur því öllum við. Nauðgun er líka innrás í likama einstaklings. Örin sem hljótast af eru þó að mestu andleg. Þetta verða blaðamenn að skilja. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Nauðgun er skelfíleg reynsla og alls ekki allar konur sem treysta sér til að kæra. Kæruferlið er alræmt. Kærandi þarf á skilningi að halda; hann leggur allt sitt traust á þann sem yfírheyr- ir hann. Það eitt að frásögnin birt- ist í blöðum er trúnaðarbrestur. Það er mikilvægt að gera ekki illt verra með því að gera í skyn að framburð- uripn sé ótrúverðugur eða marklaus. í fréttum um nauðganir er lítillar nærgætni gætt. Blaðamenn eiga að gera ráð fyrir að þolendur nauðgara lesi blöðin. Þolandi nauðgara upplif- ir sárar tilfinningar við lestur frétta af þeim sem orðið hafa fyrir svip- aðri reynslu. Óvarkár skrif hafa ekki bara áhrif á þá konu sem frétt- in snýst um, heldur líka á aðrar sem áður hafa gengið í gegnum svipaða reynslu. Blaðamenn geta t.d. hnýtt aftan við frétt um nauðgun að vera megi að fleiri nauðganir séu framdar en eru kærðar, þvi að í sumum tilvikum sé um að ræða fólk sem þekkist ágætlega. Leiðir til úrbóta Marianne Larmén, sænskur blaðamaður, segir það galla á um- fjöllun [sænskra] fjölmiðla um kyn- ferðisofbeldi að þeir falla oft i þá gryfju að fjalla ítarlega um einstök tilvik en líta ekki á ofbeldið sem samfélagslegt vandamál eða valda- ójafnvægi kynjanna. Larmén bendir á úrræði til bóta: 1) að taka til endurskoðunar hefð- bundið hlutverk frétta og þá sam- hengislausu mynd sem fréttir sýna. Hún vonast til að fréttir um kynferð- isofbeldi líti öðruvísi út með fjölgun blaðakvenna; 2) fréttastjórar og aðrir yfírmenn þurfa að hvetja blaðamenn til að afla sér upplýsinga um kynferðisofbeldi; og 3) stöðugt þarf að vera í gangi siðferðileg umræða meðal blaðamanna um ábyrgð þeirra og afleiðingar skrifa þeirra. Höfundur er nemi og í undirbúningnefnd málþings gegn kynferðisofbeldi, sem haldið erí Háskólabíói. - kjami málsins! Til að rannsaka orðalag í fréttum um nauðganir skoðaði ég 34 fréttir um nauðganir og um tilraunir til nauðgunar á fimm ára tímabili. Þar var aldur þolanda og geranda oftast nefndur. FERMINGARMYNDIR Allir tímar aö ver&a upp pantaðir B A R N A ^FJÖLSKYLDU LJOSMYNDIR Sípi 588-7644 Armúla 38 Veldu alvöru hraðverslun Ö Select ALLTAF FERSKT SHBLLSTOÐIN VBSTURLANDSVBGI LANCOMEI kynning á vorlitunum I dag og á morgun. Glœsilegur kaupauki Sama verð og í Evrópu H Y G E A dnyrtt vöru vcrvlun Austuntrgti 16 simi 511 4511 I snyrtivöruverslun I Strandgötu 32, Hafnarfiröi, sími 555 2615 Mánaðartilboð 1.03.97 - 01.04.97 Öll BOHEMIA rauðvínsglös á kr. 1.500. Allt að 35% afsláttur Vorum að tafea upp glös, vasa, kertastjaka o.fl. í waterford kristalnum SOou«Lan 1 við Faxaíen - Suðurlandsbraut 52 Sími 553 6622 -41' Hjartt °S8R/t ur MC OONALDS :ur Nielsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.