Morgunblaðið - 28.02.1997, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SANDRA
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Sandra Kristj-
ánsdóttir sjúkr-
aliði var fædd í
Reykjavík 2. sept-
ember 1966. Hún
lést á Landspítalan-
um 17. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Ingibjörg Halldóra
Eliasdóttir frá
Bíldudal, f. 4. des.
1944, d. 22. nóv.
1969, og Kristján
Mikkaelsson _ frá
Breiðadal í Önund-
arfirði, f. 7. júlí
1942. Albróðir Söndru er Elías,
f. 18. júlí 1964. Hálfsystkini
hennar, börn Kristjáns, eru
Magnús, Ásrún,
Gunnar Sigmar,
Þorsteinn og Þor-
steinn Mikael.
Sandra iauk
sjúkraliðanámi frá
Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti
1987 og starfaði
eftir það á Landa-
kotsspítala.
Hinn 25. júní
1994 giftist Sandra
Magnúsi H. Stein-
grímssyni frá Akur-
eyri, f. 26. júlí 1964.
Sandra verður
jarðsungin frá Áskirlg'u í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Gott er sjúkum að sofha,
meðan sólin er aftanijóð,
og mjallhvítir svanir synga
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stef.)
Þetta ljóð rifjaðist upp fyrir mér
þegar ég frétti að Sandra Kristjáns-
dóttir, bróðurdóttir mín, væri dáin.
Ég held að dauðinn hafi verið henni
líkn því að í allmörg ár barðist hún
við sjúkdóm sem ekki hefur tekist
að vinna bug á þrátt fyrir miklar
framfarir læknavísindanna.
Móðir hennar dó úr þessum sama
sjúkdómi þegar Sandra var aðeins
3 ára gömul. í uppvexti sínum
dvaldi Sandra oft hjá ömmunum
sínum Kristrúnu Kristofersdóttur
og Ingibjörgu Jónsdóttur móður
minni. Það var nefnilega með
Söndru eins og farfuglana, að hún
kom í sveitina til ömmu sinnar í
Fremri-Breiðadal, á vorin og fór
þaðan að hausti þegar skólinn kall-
aði. Hjá mömmu kynntist ég henni
og dáðist að dugnaði hennar og
vandvirkni. Þegar dætur mínar
Auður og Ásdís fóru til ömmu sinn-
ar í sveitina var Sandra þeirra læri-
meistari við að gefa heimalningun-
um og kálfunum, því þau störf
kunni hún. Þeirra samvinna var
mjög góð og metnaður þeirra allra
að leysa sérhvert verkefni vel af
hendi. Sandra bar mikla virðingu
fyrir ömmunum sínum. Það sáu
þeir sem urðu vitni að samfundum
þeirra. Hún missti líka mikið þegar
þær kvöddu þennan heim. Það er
því öruggt að vel verður á móti
henni Söndru tekið að lokinni jarð-
vistinni.
Sandra lærði til sjúkraliða og
vann við það starf á meðan hún
hafði heilsu til. Kunningi minn sem
naut aðhlynningar hennar á Landa-
kotsspítala, hefur oftsinnis spurt
eftir henni og rómað mannkosti
hennar og umhyggjusemi.
Við sem þekktum Söndru höfum
misst góðan vin. En mestur er miss-
ir eiginmanns hennar, Magnúsar
H. Steingrímssonar. Eftir að heilsu
Söndru hrakaði var aðdáunarvert
að sjá hve mikla umhyggju hann
bar fyrir konu sinni.
Um leið og ég og ijölskylda mín
þökkum þær allt of fáu stundir sem
við áttum með Söndru og einnig
hve elskuleg hún var við móður
mína alla tíð, vottum við eftirlifandi
eiginmanni hennar, föður og systk-
inum, einlæga samúð.
Guð blessi minningu Söndru.
Ólafur Ishólm Jónsson.
Elsku Sandra mín. Nú á þessari
kveðjustund kemur margt upp í
hugann. Ég man í fyrsta sinn þegar
þú komst inn á heimili mitt og inn
í líf mitt. Þú varst yndisleg lítil
stúlka, rétt orðin sex ára. Þú komst
daginn áður en þú áttir að mæta í
skóla í fyrsta sinn, sem hlýtur að
hafa verið erfítt fyrir litla stúlku,
en þú varst þegar orðin sterk per-
sóna. Þú varst alltaf blíð og góð
þótt þú vissir alltaf hvað þú vildir,
og allir sem kynntust þér gátu ekki
annað en látið sér þykja vænt um
þig. Þú hafðir svo góða kosti til að
bera. Okkur sem eftir sitjum finnst
ranglátt að geta ekki fengið að njóta
lengri samvista við þig. Eins og sagt
er þá deyja þeir ungir sem guðimir
elska, og þín hefur eflaust verið
meiri þörf hinum megin. Þú varst
strax sem barn mjög bamelsk. Ég
man þegar þú eignaðist lítinn bróð-
ur, hvað þú varst mikil mamma í
þér, þú máttir aldrei heyra í honum
öðruvísi en að hlaupa til og hugga
hann. Þegar hann stækkaði þá var
hann mjög hændur að þér eins og
öll börn sem kynntust þér. Hann var
ekki gamall þegar hann fór með
Diddu sinni í sveitina til afa og
ömmu sem þú varst mjög hænd að,
enda reyndust þau þér og Elíasi
bróður þínum mjög vel þegar þið
misstuð móður ykkar mjög ung úr
þessum voðalega sjúkdómi.
Frá því að ég spurði þig í fyrsta
skipti hvað þú ætlaðir að verða þeg-
ar þú yrðir stór þá varst þú ákveðin
í að læra hjúkran, þó að þú styttir
nám þitt í sjúkraliða þegar þú fékkst
þennan þunga dóm sem sjúkdómur
þinn var en hélst þó ótrauð áfram.
Þín mesta hamingja í þessu lífi
var þegar þú kynntist eftirlifandi
manni þínum Magnúsi Steingríms-
sjmi sem var þér svo góður og traust-
ur og stóð eins og klettur við hlið
þér alla tíð í þínum löngu veikindum
uns yfir lauk. Það er svo margs að
minnast þegar hugsað er til baka
og svo margt sem ég vildi segja en
það verður að bíða þar til við hitt-
umst aftur.
Það er gott til þess að vita að það
var tekið vel á móti þér af mömmu
þinni og ömmunum báðum sem þú
varst augasteinninn hjá og frænd-
systkinum þínum. Við sem eftir
eram vitum af þér í góðum höndum.
Vertu sæl, elsku Sandra mín,
megi Guð og góðir englar vaka yfír
þér alla tíð.
Vertu nú-yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman i hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendi ég þér, elsku Maggi minn,
föður, systkinum og móðursystur
Sigríði sem reyndist henni alltaf svo
vel, svo og öllum öðrum ættingjum
og vinum.
Ásta Gústafsdóttir.
Sandra frænka hefur nú kvatt
eftir hetjulega baráttu við erfiðan
sjúkdóm. Sandra vissi hvert stefndi,
en lét aldrei hugfallast, heldur hélt
baráttunni áfram ásamt Magga
manninum sínum sem hefur staðið
eins og klettur við bakið á henni
og stutt hana í baráttunni. Okkur
langar til að minnast Söndra.
Aðeins tveggja ára gömul missti
Sandra móður sína úr sama sjúk-
dómi og nú hefur lagt hana að velli.
Eftir móðurmissinn kom Sandra
ásamt Ella bróður sínum á hveiju
vori til sextán ára aldurs í sveitina
til afa síns og ömmu í Fremri-
Breiðadal. Það má því segja að
Sandra hafi alist upp með okkur
og hún leit alltaf á sveitina sem
sitt annað heimili og í hugum okkar
er Sandra meira sem systir okkar
en frænka.
Hún var eins og vorboðinn, kom
fyrst á vorin og fór helst síðust á
haustin. Við munum eftir henni sem
barni skottast um túnin heima og
fara með ömmu sinni í fjósið og
hvernig hún smám saman tók virk-
arrþátt í öllum störfum eftir því sem
hún þroskaðist og eltist. Sandra var
dugleg og vinnusöm og gekk í öll
störf í sveitinni rétt eins og við hin.
Sandra var glaðvær og hjartahlý,
það geislaði af henni hvar sem hún
var. Alltaf var stutt í brosið hjá
henni og hún virtist sjá björtu hlið-
amar á öllu.
Þegar í æsku ákvað Sandra að
helga sig sjúkum er hún yrði stór.
Eftir grannskólanám fór hún í
sjúkraliðanám og var í fullu starfi
sem sjúkraliði meðan hún hafði
heilsu til en í hlutastarfi þegar
kraftarnir tóku að þverra. Aðstoð
við sjúka og vonin um að geta orð-
ið þeim að liði sem minna máttu
sín var drifkraftur hennar þrátt
fyrir hrakandi heilsu.
Þrátt fyrir að við höfum um
nokkurt skeið vitað hvert stefndi
er maður aldrei viðbúinn þegar
kallið kemur. Það er alltaf erfítt
að horfa á eftir jafn lífsglaðri og
kraftmikilli manneskju og Sandra
var því innst inni heldur maður allt-
af í vonina um kraftaverk fram á
síðustu stundu.
Elsku Maggi, Stjáni og Elli, þó
okkur finnst skarð í okkar hópi vit-
um við að ykkar sár eru enn stærri.
Minningin um hjartahlýja, lífsglaða
og kraftmikla stúlku mun lifa með
okkur í vissu um að hún hafi nú
öðlast hvíld í móðurfaðmi.
Halldór, Ásta, Hildur, Björn
og Ásgeir Mikkaelsbörn.
Erfiðri baráttu er lokið. Sandra
er dáin. Hún barðist hetjulega við
illvígan sjúkdóm. Hún vissi hvert
stefndi, við vissum það einnig. Það
er sárt að sjá á eftir svo ungri konu
sem Sandra var. Það sem einkenndi
hana var hversu brosmild og jákvæð
hún var. Nú á síðustu mánuðum
þegar við sáumst spurði ég hana
hvernig heilsan væri. Hún brosti
blítt: „Hún er bara góð.“ Aldrei
heyrðist Sandra kvarta. Gefur ekki
jákvæðnin og bjartsýnin endalausa
orku? Að þekkja manneskju eins
og Sandra var, fær okkur til þess
að staldra við, hugsa þvílík guðs-
gjöf það er að hafa góða heilsu,
hún er allt. Allt veraldlegt fellur í
skuggann, skiptir ekki máli. En
Sandra hafði ekkert val. Hún var
með erfðasjúkdóm. Dauðadómurinn
var kveðinn upp fyrir nokkram
árum. Hingað og ekki lengra. Það
hefðu fáir getað sett sig í Söndra
spor. Hún missti móður sína aðeins
tveggja ára gömul úr sama sjúk-
dómi. En Sandra átti góða að. Hug-
ulsaman og ástríkan eiginmann,
sem studdi konu sína til dauða-
dags, föður og systkini ásamt
venslafólki og vinum sem unnu
henni heitt.
Minningin um Söndru býr nú í
hjörtum okkar. Megi Guð gefa ykk-
ur öllum sem eigið nú um sárt að
binda, von um bjartari daga. „Og
ef þið getið ekki annað en grátið,
þegar sálin knýr ykkur til að biðja,
þá verður hún að knýja ykkur spor-
um, uns sorg ykkar breytist í gleði.“
Hvíl, elsku Sandra, i friði.
Björn og Hildur,
Guðrún og Magnús og börn.
Elsku Sandra frænka er látin.
Ég ætla með örfáum orðum að
þakka þér, Sandra mín, fyrir allt
sem þið Maggi gerðuð fyrir mig.
Oft komst þú heim til að ná í mig,
eða eins og þú sagðir alltaf, að fá
mig „lánaðan" til að leyfa mér að
gista hjá ykkur Magga og skemmt-
um við okkur þá vel saman. Þú
varst alltaf svo góð við mig, Sandra
mín, og hafðir alltaf nægan tíma
fyrir mig og varst alltaf hjá mér
þegar ég þurfti á þér að halda. Vil
ég þakka þér fyrir allar þær stund-
ir sem þú gafst mér.
Ég er þakklátur fyrir að hafa átt
þig að, Sandra mín, en reyndar
varst þú mér sem önnur mamma
sem alltaf var tilbúin til að hugga
mig þegar á þurfti að halda. Það
er skrýtið til þess að hugsa að þú
getir ekki verið í fermingunni minni
sem nú verður í vor og að ég geti
ekki komið til þín og spjallað við
þig eins og við vorum vön að gera
en ég veit að þér líður betur þar
sem þú ert núna.
Um leið og ég kveð þig í hinsta
sinn, elsku frænka mín, vil ég þakka
þér og Magga fyrir allar okkar sam-
verustundir sem ég mun alltaf
geyma í huga mér.
Ég lýk þessum orðum með að
biðja góðan Guð að blessa minningu
þína og gefa Magga styrk til að
takast á við lífið áfram.
Ég kveð þig með söknuði, Sandra
mín. Þinn frændi,
Bragi Guðnason.
Sandra mín. Hafðu þökk fyrir
mín að gæta. Stundin er komin
englunum að mæta. Ég lítil var,
þú raggaðir mér í blund, og sagðir
mér sögur stund og stund. Ég þér
þakka fyrir allt, Guð þig geymi,
minningunni um þig ég aldrei
gleymi.
Kveðja,
Iris Aníta.
Það kom í raun ekki á óvart að
frétta andlát Söndra, en eigi að síð-
ur er erfitt að sætta sig við það.
Sandra sem alltaf var svo full bjart-
sýni og lífsgleði, lét ekki áföllin
buga sig þó hvert kæmi á fætur
öðru. í mínum huga er hún hetja,
sem ekki gafst upp fyrr en í fulla
hnefana. I hugann hafa leitað
margar myndir upp á síðkastið, en
þær sem eru sterkastar eru myndin
af níu ára brosmildri stelpu með
glettnisblik í auga, sitjandi í sóleyj-
arbreiðu á yndislegum sumardegi
og myndin af brúðinni sem gekk
upp að altarinu til móts við sinn
elskaða vin, ljómandi af hamingju.
Minningarnar eru margar og mun-
um við geyma þær í hjörtum okkar
eins og dýrmætar perlur.
Kæra vina, ég veit að það var
tekið vel á móti þér af þeim sem á
undan eru farnir, en við sem eftir
erum, kveðjum þig með sorg í
hjarta. Elsku Maggi minn, þú sem
stóðst eins og klettur við hlið
Söndra í veikindum hennar, þér og
öllum öðrum ástvinum hennar sendi
ég mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Margrét Friðriksdóttir.
Elsku Sandra mín.
Nú veit ég ekki hvort þú getur
lesið þessar línur, en mig langar til
að þakka þér góða vináttu og allar
ljúfu og notalegu samverastundirnar
sem við höfum átt í gegnum árin.
Því miður vora þær alltof fáar núna
síðustu tvö árin, en minning þín
verður mér alltaf ofarlega í huga.
Það var svo sérstakt hversu sterk
tengsl og vinátta myndaðist, strax
við fyrstu kynni þegar við báðar
hófum störf á barnadeildinni. Ég
man þegar þú bauðst mér fyrst í
heimsókn eftir eina kvöldvaktina.
Ég var feimin að hitta manninn þinn,
en þessi heimsókn teygðist á langinn
því það var svo notalegt að sitja og
spjalla. Mér leið eins og ég hefði
alltaf þekkt ykkur Magga. Það var
alltaf gott að koma til ykkar.
Þær voru ófáar vaktimar sem við
unnum saman og það var ætíð gott
að vinna með þér. Ég hlakkaði til
vaktanna sem við unnum saman,
því þú varst alltaf kát og skemmti-
leg. Það brást aldrei að ef ég var
leið, þá varst þú fyrst til að hressa
mig við. Þú gafst öllum í kringum
þig svo mikið. Ég gat alltaf talað
um allt við þig og þú varst trygg
vinkona.
En lífíð er ekki alltaf sanngjarnt
og þú þurftir að ganga í gegnum
mikla erfíðleika og þjáningar. Ég
dáist að því hversu sterk, hugrökk
og jákvæð þú varst ávallt þegar þú
barðist við sjúkdóminn. Það er ein-
stakt hvað þú gast séð bjartar hliðar
á lífínu.
Það er svo margt sem mig langar
að þakka þér fyrir, en það er mér
sérstaklega dýrmætt að hafa fengið
að taka þátt í brúðkaupsdegi ykkar
Magga. Þú varst svo hamingusöm
og það geislaði af þér. Eins þykir
mér óskaplega vænt um síðustu
heimsóknina þína. Það var svo langt
síðan ég hafði séð þig. Þú varst svo
glöð og við áttum hér þijú ákaflega
skemmtilega stund yfír öllu kaffinu.
En það var líka óskaplega sárt að
sjá hversu veikindin höfðu gengið
nærri þér.
Þótt að ég skrifaði ekki oft á
meðan ég var erlendis hugsaði ég
mikið til þín. Það er erfitt að sætta
sig við það að við hittumst ekki oft-
ar, a.m.k. ekki í þessu lífí. Ég vildi
að ég hefði getað kvatt þig, en ég
vona að þér líði vel núna og að allir
erfíðleikamir séu að baki. Þú átt það
svo sannarlega skilið.
Kæra vinkona, með þessum fá-
tæklegu orðum kveð ég þig.
Ég vil votta Magga og öðram
aðstandendum Söndru mína dýpstu
samúð og bið þess að Guð styrki
ykkur í sorginni.
Anna Rudolfsdóttir.
Sandra Kristjánsdóttir er dáin.
Ég hitti þig fyrst í Vestmanna-
eyjum sumarið 1985. Þú gerðist
vinkona mín. Ég var mikið til baka
en þú gafst ekki upp á því að nálg-
ast mig.
Yfir þér var dómur um að deyja
ung. Við, eða í það minnsta ég,
trúði ekki að þú, þessi kraftmikla
og glaðværa stúlka, gæti yfir höfuð
horfið úr þessum heimi.
Þetta er það eina sem ég get
sagt nú.
Ég lifi sannleikann,
ég elska sannleikann,
ég græt sannleikann,
ég glata sannleikanum,
mér blæðir sannleikanum,
ég öskra sannleikann.
Ég harma sannleikann,
ég kúgast yfir sannleikanum,
ég trúi á sannleikann,
ég spyr sannleikann,
ég lifi sannleikann af.
(Sjó) .
Elsku Maggi, sorg þín er mikii.
Megir þú halda trú þinni á Guð,
og muna ætíð að þú átt vini sem
eru þér til taks allan sólarhringinn.
Ykkar vinkona
Sigurborg Jóhannsdóttir.
Elsku Sandra.
Kallið er komið og ljósið bjarta
vefur þig kærleiksríku faðmlagi.
Þið mæðgur sameinist nú eftir lang-
an aðskilnað.
Við kynntumst á barnadeild
Landakotsspítala, þar sem þú starf-
aðir sem sjúkraliði. Það var gott
að vinna með þér, alltaf stutt í grall-
arabrosið og vinnugleðin skein úr
þínum sérstæðu tvílitu augum.
Þrátt fyrir erfið veikindi, svona
ung, varstu svo dugleg. Það var
ekki að heyra neinn uppgjafartón.
Þótt veikindin tækju þig frá okkur
um tima, dreifst þú þig alltaf i vinn-
una enda skipti hún þig miklu máli.
Þú átt þinn stað í hjörtum okkar
þar sem góðar minningar eru
geymdar. Þökkum samfylgdina.
Við vottum aðstandendum samúð
okkar og biðjum guð að styrkja þá
í sorginni.
Guð blessi þig og beri að friðarlaugum,
þín bjarta stjama prýði himinhvel.
Brosið sem að lifnar innst í augum
ævinlega flytur kærleiksþel.
(Brynja Bjarnadóttir)
Samstarfsfólk á barnadeild
Landakotsspítala.