Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 89 ’
GUÐFINNA
BJARNADÓTTIR
+ Guðfinna
Bjarnadóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 23.
desember 1922.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík 21.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Halldórsdóttir,
húsfreyja, frá Hliði
á Eyrarbakka og
Bjarni Vilhelms-
son, sjómaður, frá
Nesi í Norðfirði.
Guðfinna var
fjórða í rðð fimmtán alsystkina
en einnig átti hún sex hálf-
systkini. Guðfinna fluttist á
fyrsta ári til Norðfjarðar
ásamt foreldrum og systkin-
um. Hún kom til Hafnar í
Hornafirði vorið 1942.
Hinn 31. október 1943 giftist
Guðfinna eftirlifandi eigin-
manni sínum Garðari Sigjóns-
syni skipstjóra og útgerðar-
manni og síðar hafnarverði á
Höfn, f. 18.10. 1916, frá Vest-
mannaeyjum, sem ólst upp í
Flatey á Mýrum í Austur-
Skaftafellssýslu. Foreldrar
hans voru Sigrún Runólfsdótt-
ir og Sigjón Halldórsson. Synir
Guðfinnu og Garðars eru: 1)
Bjarni Friðrik, f. 22.11. 1944,
sjómaður, maki Þorgerður
Steinþórsdóttir og eiga þau
þrjá syni: I. Jón Garðar, f.
30.12. 1970, maki Hulda Valdís
Gunnarsdóttir og eiga þau tvö
börn: Bjarna Friðrik, f. 22.9.
1993, Elísu Ösp, f. 28.2. 1995.
II. Steinþór Viggó, f. 23.12.
1972, unnusta hans er Berg-
þóra B. Karlsdóttir.
III. Rúnar Þór, f.
12.9. 1979. 2) Páll
Örvar, f. 18.12.
1947, bifreiða-
stjóri, maki Anna
Agnarsdóttir og
eiga þau einn son,
Helga Hrafn, f.
5.11. 1974. Fyrir
hjónaband þeirra
átti Páll tvö börn,
þau I. Guðfinnu, f.
24.9. 1970, sonur
hennar er Páll
Andreas, f. 11.6.
1993, unnusti Guðf-
innu er Anders Volan og eru
þau búsett í Noregi. II. Svan
Þór, f. 25.5.1971, unnusta hans
er Edda Björk Arnardóttir og
eiga þau óskírðan son, f. 2.1.
1997. Börn Önnu Agnarsdóttur
og fósturbörn Páls eru Anna
Margrét Jóhannsdóttir og Ein-
ar Örn Jóhannsson. 3) Stefán
Rúnar, f. 20.6.1954, starfsmað-
ur ÍS, maki Adda S. Arnþórs-
dóttir og eiga þau þijú börn,
Hilmar Þór, f. 18.6.1981, Guðf-
innu, f. 16.11. 1983 og Kjartan
Má, f. 10.2. 1989. 4) Steinar,
f. 8.1. 1966, rekstrarfræðing-
ur, unnusta hans er Ólafía Ingi-
börg Þorvaldsdóttir.
Guðfinna bjó á Höfn til árs-
ins 1987 er hún fluttist til
Reykjavíkur ásamt eiginmanni
sínum. Lengst af starfaði hún
þjá Kaupfélagi Austur-Skaft-
fellinga.
Guðfinna verður jarðsungin
frá Háteigskirkju í dag, og
hefst athöfnin klukkan 15.
Jarðsett verður í Gufunes-
kirkjugarði.
Margar hugsanir og minningar
leita í gegnum hugann á svo erfiðri
stundu. Elsku mamma okkar, þú
varst alltaf svo sterk og hraust og
því er svo erfítt að trúa að þú yrð-
ir svona mikið veik. í janúarbyijun
fórst þú á spítala og fékkst að vita
að þú værir haldin þessum erfíða
sjúkdómi. Þú varst svo dugleg og
hugsaðir svo mikið um það hvemig
við hin hefðum það og stappaðir i
okkur stálinu. Þú vildir ekki láta
neinn bilbug á þér finna enda var
það dugnaður í öllu sem einkenndi
þig. Þið pabbi stóðuð alltaf saman
sem eitt.
Þegar við minnumst þín þá koma
margar góðar minningar upp í hug-
ann. Þig var alltaf gott heim að
sækja og þú hafðir gaman af því
að fá fólk í heimsókn enda varstu
glaðvær. Það var alltaf svo gaman
að hlæja og gleðjast með þér enda
áttir þú svo gott með að sjá
skemmtilegu og jákvæðu hliðina á
málunum og kalla fram bros og
hlátur hjá okkur.
Þú bjóst okkur fallegt heimili á
Hornafirði og síðan í Reykjavík. Þú
hafðir svo gaman af því að hafa
fallegt, snyrtilegt og heimilislegt í
kringum þig og okkur. Áhugi þinn
á blómum og tijám var mikill enda
voru þær ófáar stundimar sem þú
eyddir í að hlúa að þeim, bæði í
sumarbústaðnum á Hornafirði, þeg-
ar við bjuggum þar og siðan í
Grímsnesinu eftir að þið pabbi flutt-
uð til Reykjavíkur.
Fyrir okkur voru lífsviðhorf þín
skýr. Sýnið dugnað og verið trúuð,
enda var það ósjaldan er við heim-
sóttum ykkur að þú réttir okkur
biblíuöskjuna þína og við drógum
ritningargrein úr henni. „Jesú
sagði: Sá getur allt sem trúir.“
(Mark. 9:23.)
Þegar við kveðjum þig með sökn-
uði, elsku mamma okkar, þá lifa
eftir í hjörtum okkar ljúfar minning-
ar um allar þær góðu stundir sem
við áttum öll saman og þann dugn-
að sem pabbi sýndi á erfíðum stund-
um í veikindum þínum. Eins og þú
kenndir okkur þá biðjum við góðan
Guð að gefa föður okkar og okkur
öllum styrk til að takast á við sorg-
ina.
Þínir synir,
Stefán Rúnar og Steinar.
í dag fer fram frá Háteigskirkju
útför elskulegrar frænku minnar
og móðursystur Guðfinnu Bjarna-
dóttur eða Finnu eins og hún var
ávallt kölluð í fjölskyldunni.
Finna flytur með foreldrum sín-
um og systkinum austur á Norð-
fjörð 1923, elst þar upp í foreldra-
húsum við leik og almenn störf.
Kemur suður á Hornafjörð haustið
1942, þá vinnukona í Nýjabæ, síðar
á vertíð, þá á hún hér tvær systur,
Huldu og Sigríði. Hér kynnist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum Garð-
ari Sigjónssyni ættuðum frá Flatey
á Mýrum, þau hófu búskap hér á
Höfn í húsi sem heitir Stuðlafoss.
Fljótlega byggja þau húsið í
Dagsbrún og síðar hús í Hlíðartúni
12, sem þau bjuggu í allt til ársins
1987 er þau flytja í Hraunbæ í
Reykjavík. Þar undu þau hjón sér
vel nálægt sonum sínum og fjöl-
skyldum þeirra en þrír synir þeirra
búa syðra, en Bjarni og fjölskylda
búa hér á Höfn. Eins byggðu þau
sér fallegan sumarbústað í Grims-
nesi. Þar undi Finna sér vel á sumr-
in enda voru systkini hennar og
synir með bústað á þessum slóðum.
Eg kom til hennar í bústaðinn og
var gaman að sjá hvað þau hjón
voru búin að gera þennan reit sinn
fallegan, sama hvort var úti eða
inni.
Finna var ein af þessum konum
sem bera heimili, mann og börn
fýrir bijósti, alltaf var hægt að
ganga að henni vísri heima. Heim-
ili hennar bar vott um smekkvísi
og snyrtimennsku, sjaldan hef ég
séð fallegri blóm en hjá Finnu
frænku, sama hvort var úti í garði
eða inni. Ekki má gleyma tertunum
og smákökunum hennar, allt var
gert eins og af meistarahöndum.
Eins og áður sagði var Finna
systir hennar mömmu, þær voru
mjög samrýndar, enda bjuggu þær
báðar hér á Höfn langt frá sinni
fjölskyldu sem þá var austur á
Norðfirði. Þá voru samgöngur öðru-
vísi en þær eru í dag, það leið aldr-
ei sá dagur að þær hefðu ekki sam-
band. Ég man er ég var krakki að
þær systur reyndu að gera sér og
okkur krökkunum glaðan dag, en
þá voru pabbi og Garðar farnir á
síld og var ekki mikið um að vera
héma. Þær fóru með nesti og nýja
skó út í Ósland eða inn í land og
léku við okkur og höfðu þær ekki
minnst gaman af sjálfar, þá var oft
mikið hlegið. Þegar leiðir skilja
fínnur maður best hvað það er gott
að hafa alist upp í svona nánum
t
Etskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN KRISTINSSOM
frá Hrfsey,
lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í
Ólafsfirði, mánudaginn 24. febrúar.
Útförin fer fram frá Hríseyjarkirkju
laugardaginn 1. mars kl. 14.00.
Friðbjörn Björnsson,
Jóna Björnsdóttir,
Nanna Björnsdóttir,
Vilhelm Björnsson,
Sigurður Björnsson,
Almar Björnsson,
Birna Birgisdóttir,
Alvilda Möller,
Sigurhanna Björgvinsdóttir,
Baldur Friðleifsson,
Shona Björnsson,
Þórunn Björg Arnórsdóttir,
Ólafur Helgi Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
MAGNEUA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Markholti 7,
Mosfellsbæ,
andaðist á elliheimilinu Grund þann
17. febrúar, verður jarðsungin frá Lága-
fellskirkju laugardaginn 1. mars kl. 14.00.
Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu,
vinsamlega létið elliheimilið Grund njóta
þess.
Þórður A. Jónsson,
Sæberg Þórðarson, Magný Kristinsdóttir,
Guðbjörg Þórðardóttir, Stefán M. Jónsson,
Guðmundur V. Þórðarson, Marfa Kristjánsdóttir,
Bergþóra Þórðardóttir, Viggó Jensson,
Brynjar Viggósson, Svanlaug Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
tengslum við Finnu frænku. Síðar
þegar ég var komin með heimili og
börn bjó ég í næstu götu og var
þá gott að skjótast niður hólinn til
hennar og fá sér sopa, þá var margt
spjallað. Finna var ekki sú kona að
þera tilfínningar sínar á torg, hún
var ekki að vorkenna sér, því held
ég að hún hafi leynt veikindum sín-
um i lengstu lög. Ég var ekki heima
er ég frétti hvað Finna væri orðin
mikið veik, ég ætlaði að koma við
hjá henni er ég færi heim, en það
gat ekki orðið. Ég og fjölskylda
mín biðjum góðan Guð að gefa
Garðari, sonum og öðrum ástvinum
styrk og stuðning á þessari sorgar-
stund.
Elsku frænka,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín frænka,
Guðrún Þórarinsdóttir.
Þú ert hvít sem mjöll
og rauð sem rós.
Þú ert mér sem engill
sem fuglamir bám með sér.
Þú ert amma mín
ég er nafna þín
og saman emm við eitt.
(G.R.)
Elsku amma, ég mun sakna þess
að hitta þig ekki þegar ég kem til
afa í matarhléinu eins og ég gerði
svo oft og fékk matarbita og nammi
úr skálinni þinni. Eins mun ég
sakna afmælis þíns á Þorláksmessu
þegar við komum til ykkar afa í
mat. Einnig minnist ég góðu stund-
anna á aðfangadagskvöld þegar þið
afí komuð til okkar og við opnuðum
jólapakkana. Eins öll gamlárskvöld-
in sem við áttum saman. Okkar
bestu samverustundir voru í sumar-
bústaðnum, þar sem þú amma mín
og afi nutuð ykkar best. Elsku
amma, takk fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman.
Guð blessi þig og styrki, elsku afi.
Guðfinna Rúnarsdóttir.
Elsku amma mín er látin. Ég sat
með símtólið við eyrað og tók við
fréttinni, fann hvernig ég dofnaði
og söknuður færðist yfír mig. Að-
eins kvöldið áður hafði ég setið hjá
ömmu, haldið í hönd hennar og lát-
ið hugann reika um liðna tíð. Ég
kyssti hana er ég fór, vitandi að
það gæti verið í síðasta skiptið og
þau voru þung sporin þegar ég
gekk í burtu.
Ég hafði komið nokkrum dögum
áður tii Reykjavíkur, með fjölskyldu
mína, til að heimsækja ömmu, að
sjúkrabeði hennar, og elsku afa, sem
stóð eins og klettur við hlið ömmu
í stuttum en erfiðum veikindum.
Ég á eftir að sakna ömmu
minnar, hún var sterk og ákveðin
kona, myndarleg húsmóðir og góð
amma. Hún var mikilvæg, ásamt
afa, í bemsku minni og bræðra
minna þegar við vorum að alast upp
á Hornafirði. Þau voru ófá skiptin
sem ég og Viggó, bróðir minn, kom-
um við hjá ömmu og afa á leið
okkar í eða úr skólanum og fengum
mjólk og nýbakaðar kleinur, því við
vissum að amma átti alltaf til nóg
af kleinum handa okkur, og að
henni þótti gaman að gefa okkur.
Og enginn, fyrr né síðar, gerði betri
kleinur en amma.
Þær voru ekki síðri gleðistundirn-
ar sem við áttum með ömmu og afa
í sumarbústað þeirra í Stafafells-
fjöllum í Lóni. Þar var ævintýra-
heimur fyrir börn og þau voru óspör
á að leyfa okkur að njóta hans.
Ferðirnar þangað voru margar.
Þetta var sannkallaður sælureitur
sem þau höfðu komið sér upp, mik-
ill og grænn gróður í kringum bú-
staðinn, sem ávallt var vel hugsað
um. Skammt frá var lækur og smá-
vatn þar sem við lékum okkur á
vörubílaslöngum og veiddum seiði,
sem við síðan hlutpum með upp að
sumarbústaðnum og sýndum afa
og ömmu. Og þar eins og alltaf
fengum við kalda mjólk og kleinur.
Síðar, á unglingsárum mínum,
fluttu afi og amma frá Homafírði
til Reykjavíkur. Ég hélt góðu sam-, -
bandi við þau, hringdi reglulega og
fór alltaf í heimsókn þegar ég kom
til borgarinnar.
Það var alltaf gaman að fara
með börnin mín til afa og ömmu.
Þau náðu góðu sambandi við bömin
og skipti ekki máli þó langt liði á
milli heimsókna. Börnin vom þeirra
og við eigum eftir að sakna ömmu.
Elsku afi, hugur okkar er hjá þér
og guð gefí þér styrk í sorg þinni.
Jón Garðar Bjarnason
og fjölskylda.
t
Elskuleg eiginkona, tengdadóttir, systir,
mágkona og frænka,
SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR
AUSTFORD, (SIFA),
frá Kaldbak,
andaðist í sjúkrahúsi í Denver,
Colorado, 24. febrúar.
Útför hefur farið fram.
Verner Lee Austford, Sigriður E. Austford,
Snjólaug Guðrún Jónsdóttir, Birna Þóra Guðbjörnsdóttir,
Jón Frímann Jónsson, Þorbjörg Þorsteinsdóttir,
Þórhalla Jónsdóttir, Sigurjón R. Kjartansson,
Dagur Óskarsson
og frændfólk.
mmmm——mmmmmmmmm—mmmmmmmmmmmm—mm^—mmmil ±
t
Ástkær eiginkona mín, dóttir, tengda-
dóttir, móðir okkar, systir og amma,
VALGERÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
Baðsvöllum 8,
Grindavfk,
sem lést þann 24. febrúar síðastliðinn,
verður jarðsungin fró Grindavíkurkirkju
laugardaginn 1. mars kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á Krabbameinsfélag íslands.
%
Ólafur Sigurpálsson,
Vigdfs Magnúsdóttir,
Sigurpáll Aðalgeirsson,
Ingólfur Guðjónsson, Guðbjörg Þórisdóttir,
Erla Hjördfs Ólafsdóttir,
Vigdís Guðrún Ólafsdóttir, Jón Þór Helgason,
Magnús Ingólfsson,
Guðrún Bára Ingólfsdóttir,
Ágúst Þór Ingólfsson
og barnabörn.