Morgunblaðið - 28.02.1997, Qupperneq 42
»42 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
4
t
Eiginmaður minn,
ÁGÚST VALMUNDSSON,
Egilsbraut 9,
Þorlákshöfn,
sem lést á Kumbaravogi 21. febrúar,
verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju,
Þorlákshöfn, laugardaginn 1. mars
kl. 13.30.
Fyrir mína hönd og annarra
vandamanna,
Sigríður Guðjónsdóttir.
t
Bróðir minn,
SIGURÐUR GÍSLASON,
sem andaðist föstudaginn 21. febrúar,
verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 1. mars kl. 14.00.
Guðrún Gfsladóttir.
.imiðuto-
- kjami málsins!
V
FUNDiR - MANNFA GNAÐUR
Ráðstefna
Kjördæmisráðs alþýðubandalagsfélaganna
í Reykjavík um borgarmál 1. mars 1997
kl. 10.00 á Grand Hótel Reykjavík.
Reykjavík
- réttur og skylda höfuðborgar
Dagskrá:
Ávörp: Sigurjón Pétursson, fyrrv. borgar-
futitrúi, og Bryndís Hiöðversdóttir, alþingis-
maður.
1. Hvað hefur áunnist? Sutt yfirlit.
Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi.
2. Hver eiga að vera aðaláherslumál
næstu kosninga?
Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórn-
ar, og dr. Gísli Gunnarsson, dósent.
Umræður.
Kl. 12.00 Hádegisverður.
3. Kl. 13.00 Tvö 30 mín erindi:
a) Umhverfismál.
Álfheiður Ingadóttir, ritstjóri, Björn Guð-
brandur Jónsson, líffræðingur, og Sig-
þrúður Gunnarsdóttir, fulltrúi í umhverf-
ismálaráði.
b) Atvinnumál.
Stefanía Traustadóttir, fulltrúi í atvinnu-
og ferðamálanefnd og varaformaður
Sóknar og Ögmundur Jónasson, alþingis-
maður og formaður BSRB.
4. Samantekt: Svavar Gestsson aiþingis-
maður.
5. Kl. 16.00 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjóri: Haukur Már Haraldsson,
formaður kjördæmisráðs.
Ráðstefnugjald kr. 500.
Hefjum undirbúning kosninganna - núna!
Fjölmennum á laugardaginn!
Stjórn Kjördæmisráðs
alþýðubandalagsfélaganna
í Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið
Styrkir úr íþróttasjóði
Samkvæmt lögum um breytingu á verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga nr. 78/1989
veitir Alþingi árlega fé í íþróttasjóð.
Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sér-
stakra verkefna á vegum íþróttafélaga eða
íþróttasamtaka í því skyni, að bæta aðstöðu
til íþróttaiðkana, sbr. reglugerð um íþrótta-
sjóð nr. 609/1989.
Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjár-
veitingar til sjóðsins 1998, en þær eru
ákveðnar í fjárlögum hverju sinni til eins árs
í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki í
sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar.
Umsóknir um stuðning úr íþróttasjóði
vegna styrkveitinga á árinu 1998 þurfa að
berast fyrir 1. maí nk. íþróttanefnd ríkisins,
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum
ásamt greinargerð um fyrirhuguð verkefni.
Menntamálaráðuneytið,
24. febrúar 1997.
Allsherjar-
í#Latkvædagreíðsla
.
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við
kjör fulltrúa á 12. þing Landssambands iðn-
verkafólks, sem haldið verður á Hellu dagana
21.-22. mars 1997.
Tillögur skulu vera um 25 aðalmenn
og 25 til vara.
Tillögum, ásamt meðmælum hundrað full-
gildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu
félagsins, Skipholti 50c, eigi síðar en ki. 11.00
fyrir hádegi föstudaginn 7. mars 1997.
Kjörstjórn Iðju.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hlöðuvöllum 1,
Selfossi, þriðjudaginn 4. mars 1997 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum:
Bakkatjörn 10, Selfossi, þingl. eig. Þorbjörg Árnadóttir, gerðarbeið-
endur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og Selfosskaupstaður.
Hjallabraut 1, Þorlákshöfn, þingl. eig. Thorvald Smári Jóhannsson,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Sameinaði lífeyrissjóð-
urinn.
Jörðin Þjórsárholt, Gnúpvhr. (ehl. H. Óskd. og Á. Isl.), þingl. eig.
Helga Óskarsdóttir og Árni (sleifsson, gerðarbeiðendur Bílfoss ehf.,
Búnaðarbanki Islands, Selfossi, Kaupfélag Árnesinga og Landsbanki
Islands, Selfossi.
Lóð nr. XII úr Heiöi, Biskthr., þingl. eig. Stefán Atli Þorseinsson og
Kristín Ása Davíðsdóttir, gerðarbeiöandi Sýslumaðurinn á Selfossi.
Lóð úr Ferjunesi, þingl. eig. IngjaldurÁsmundsson, gerðarbeiðendur
Bílfoss ehf., Byggingarsjóður ríkisins, Olíufélagið hf. og sýslumaður-
inn á Selfossi.
Lóð úr landi Skálmholts, „Mörk", þingl. eig. Jónína Guðrún Færseth,
gerðarbeiðandi Sparisjóðurinn í Keflavík.
Lundur, Eyrarbakka, þingl. eig. Skúli Æ. Steinsson, Jóakim Tryggvi
Andrésson og Sigríður A. Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingar-
sjóður ríkisins, Lífeyrissjóður sjómanna, Lífeyrissjóðurinn Framsýn,
Selfossveitur bs. og Vátryggingafélag íslands hf.
Merkigarður, Stokkseyri, þingl. eig. Helgi Valur Einarsson, gerðar-
beiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og S.G. Einingahús hf.
Suðurengi 32, Selfossi, þingl. eig. Þétur Pétursson og Ólafur Sigurðs-
son, geröarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar.
Traðir, garðyrkjubýli, Laugarási, Biskupsthr., þingl. eig. Eiríkur Már
Georgsson og Elín Vilborg Friðvinsdóttir, gerðarbeiðendur Stofnlána-
deild landbúnaöarins og sýslumaðurinn á Selfossi.
Víðivellir 11, Selfossi, þingl. eig. Gíslína Sumarliðadóttir, gerðarbeið-
andi Borgarnúpur ehf.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
27. febrúar 1997.
FÉLAGSSTARF
Garðabær - opið hús
íþróttir - tómstundir
Opið hús verður hjá Sjálfstæöisfélagi
Garðabæjar laugardaginn 1. mars kl. 10.00
í Lyngási 12, Garðabæ. Umræðuefni:
(þrótta- og tómstundamál í Garðabæ.
Frummælandi Andrés B. Sigurðsson, for-
maður íþrótta- og tómsturidaráðs. Fundar-
stjóri Halldór Ingólfsson, formaður sjélf-
stæðisfélagsins. Heitt á könnunni.
Sjálfstæðisfélag Garðabæjar.
Hvöt,
félag sjálfstæðiskvenna íReykjavík
Hvatarkonur og aðrir velunnarar félagsins fjölmennið og gleðj-
umst saman vegna 60 ára afmælis Hvatar í afmælishófi í boði stjórn-
ar sem haldið verður ÍValhöll laugardaginn 1. mars kl. 17.00-19.00.
Formaður Sjálfstæðisflokksins,
Davíð Oddsson, flytur hátíðarræðu. Einsöngur og dúett: íris Erlings-
dóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Veislustjóri: Þuríður Pálsdóttir.
Stjórnin.
auglysmgor
I.O.O.F. 12 = 178228772 = 9.0.0.
Nýbýlavegi 30, Kópavogi,
gengið inn Dalbrekkumegin.
Tekurðu mikið inn
á þig?
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Mánudagur3. mars
kl. 20.30.
Myndakvöld í Mörkinni 6
Snæfell - Lónsöræfi.
Ath. að þetta myndakvöld er
ekki á hefðbundnum degi.
Inga Rósa Þórðardóttir kemur
frá Feröafélagi Fljótsdalshéraðs
og kynnir gönguleiðina frá Snæ-
felli til Lónsöræfa, myndir úr vit-
anum og vetrarmyndir.
Munið sunnudagsferðirnar kl.
10.30 Reykjavegur, skíðaganga,
2. ferð, kl. 13.00 Óvissufjall-
ganga og stutt skíðaganga.
Ferðafélag íslands.
★ Sveiflastu í skapi eftir áhrif-
um umhverfis þíns?
★ Hefurðu upplifað það að
framkoma, hegðan og tal
annars fólks hefur breytt líð-
an þinni í einni svipan?
★ Langar þig til að læra að
losna undan slíku og ráða
sjálf(ur) líðan þinni alla daga?
Ef svo er, komdu þá á námskeið
um næstu helgi þar sem farið
verður í ofangreint efni og
kenndar hagnýtar leiðir sem
skila mjög góðum árangri.
Námskeiðiö er laugardag og
sunnudag frá kl. 10.00-15.30.
Kennari:
Kristín Þorsteinsdóttir.
Verð kr. 8.000 - innifaldar í verði
eru veitingar í hádegi báða dag-
ana.
Allar frekari upplýsingar eru
gefnar í síma 554 1107 milli kl.
9.0012.00 f.h. virka daga.
Þeir, sem ekki ná í gegn á síma-
tíma, er velkomið að mæta á
námskeiðið án skráningar.
Frá Guðspeki-
félaginu
l.ngólfsstræti 22
Áskriftarsími
Ganglera er
896-2070
Föstudagur28. febr. 1997
i kvöld kl. 21 fjallar Þórir Barð-
dal um bókina „A Course in
Miracles" í húsi félagsins, Ing-
ólfsstræti 22. Á laugardag er
opið hús frá kl. 15-17 með
fræðslu kl. 15.30 í umsjón Her-
dísar Þorvaldsdóttur. Á fimmtu-
dögum kl. 16-18 er bókaþjón-
usta félagsins opin með mikið
úrval andlegra bókmennta. Hug-
leiðslustund með leiöbeiningum
er á sunnudögum kl. 17-18.
Allir eru velkomnir. Starf félags-
ins er opið öllum, sem áhuga
hafa á andlegum fræðum.