Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 45

Morgunblaðið - 28.02.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 45 FRÉTTIR i i i i i > ) ) I I J i I Dagrir tónlistar- skólanna í Keflavík TÓNLISTARSKÓLINN í Keflavík heldur upp á „Dag tónlistarskól- anna“ á morgun, laugardaginn 1. mars, með tvennum tónleikum. Hinir fyrri fara fram í Ytri-Njarð- víkurkirkju og hefjast kl. 15 og eru haldnir í samvinnu við Tónlistar- skóla Njarðvíkur og Tónlistarskóla Islenska Suzuki-sambandsins. Þar munu Suzuki-nemendur leika á píanó, fiðlur og celló og gefst tón- leikagestum kostur á að fá sér kaffi að tónleikum loknum. Seinni tónleikarnir fara fram á sal skólans að Austurgötu 13 í Keflavík og hefjast kl. 16. Ýmsir samspilshópar munu koma þar fram og eru tónleikarnir nokkurs konar Æskulýðs- dagurinn á Akranesi ÆSKULÝÐSDAGUR þjóðkirkjunn- ar sem er nk. sunnudag hefur verið hátíðisdagur í söfnuðinum á Akra- nesi og verður svo að þessu sinni, segir í fréttatilkynningu. Fjölskyldu- guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14. Þar prédikar Fjölnir Ásbjörnsson, guðfræðinemi. Um kvöldið verður kvöldvaka í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 20.30. Þar syngur kór F.V.A. gosp- elsöngva, sönghópur úr tónlistarskól- anum flytur nokkur lög, Anna Hall- dórsdóttir syngur og „Trúbrot úr Hljómum" frá Keflavík flytja popp- þátt. Fermingarbörn flytja frásögu- þátt. Sigurður Grétar Sigurðsson, guðfræðinemi, flytur hugvekju og stjórnar íjöldasöng. JC með ræðukeppni HALDNAR verða tvær ræðukeppnir laugardaginn 1. mars á vegum Juni- or Chamber á íslandi í Skátahúsinu við Snorrabraut. Umræðuefnið verð- ur kynjaskiptir grunnskólar og „Er intemetið menningarlegt stórslys". Fyrri umræðan hefst kl. 15 og sú seinni um kl. 17. Þarna gefst fólki tækifæri að koma og kynnast starfí Junior Chamber. Enginn aðgangs- eyrir, kaffisala verður á staðnum. Ferðakynning Utivistar í Ráðhúsinu í TILEFNI af útkomu Ferðaáætlunar Útivistar verður haldin kynning á ferðum félagsins fyrir árið 1997. Kynningin fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 1. mars og mun standa yfir frá kl. 13-16. Kynningarbásinn verður staðsett- ur í Tjarnarsalnum við stóra íslands- líkanið. í ferðaáætluninni er að fínna fjölbreytt úrval dagsferða, helgar- ferða og sumarleyfisferða, segir í fréttatilkynningu. Fararstjórar kynna ferðir og svara spurningum. Námskeið í notkun áttavita og landakorta BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavamafélags íslands stendur fyrir námskeiði um notkun áttavita og landakorta fyrir almenning. Nám- skeiðið fer fram dagana 3. og 6. mars og hefst kl. 20 báða dagana. Námið verður haldið í húsnæði Landsbjargar, Stangarhyl 1, og er öllum opið. Þátttökugjald er 1.800 kr. og er fræðslurit um notkun áttavita og landakorta innifalið í þátttökugjald- inu. Þar sem þessi námskeið hafa verið mjög vel sótt er æskilegt að menn skrái sig hjá Björgunarskól- anum í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 3. mars. Rýmingarsala á aukahlutum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Toyota-aukahlutum: „Um helgina verður hjá Toyota- aukahlutum haldin rýmingarsala á aukahlutum í ýmsar gerðir fólksbíla og jeppa. Á rýmingarsölunni verður fjöldi glæsilegra tilboða t.a.m. ál- felgur undir fólksbíla frá 6.800 kr., AKTA-barnabílastólar með 30% afslætti, Ijóskastarar og margt fleira. Einnig verður 100 krónu horn þar sem viðskiptavinir geta valið úr ýmsum vörum sem seldar verða á 100 krónur. Þeir sem geta hugsað sér að kaupa lítið notaðar vörur á verulegu góðu verði geta einnig gert góð kaup, því boðið verður upp á palla-útsölu á notuðum aukahlutum svo sem dekkjum og fleiru. Útsala á aukahlutum er ekki það eina sem verður í boði því að í tengslum við útsöluna hefur verið slegið upp meiri háttar jeppasýn- ingu þar sem nýja gerðin af Land Cruiser verður í aðalhlutverki. Á sýningunni verður til fróðleiks og skemmtunar kenndar tappavið- gerðir á jeppadekkjum, sýnd verður rafsuða með bílgeymslum og hvern- ig á að nota spil til að hífa bíl úr vök svo eitthvað sé nefnt.“ SKIÐASKALINN í Hveradölum. Afmæliskaffihlaðborð í Hveradölum SKÍÐASKÁLINN í Hveradölum var upphaflega tekinn í notkun árið 1935 en á þessu ári eru liðin 5 ár frá því að SÍdðaskálinn var endurbyggður eftir brunann árið 1991. Af þessu til- efni mun verða boðið upp á sérstakt afmæliskaffihlaðborð alla sunnudaga frá 2. mars. Ólafur B. Ólafsson leikur á harm- onikuna og píanóið eins og mörg undanfarin ár, einnig leikur hann sér- staklega fyrir þá sem notfæra sér að halda afmælisveislur með kaffihlað borðinu á sunnudögum. Hlaðborðið kostar 980 kr. fyrir fullorðna en böm yngri en 12 ára borga hálft gjald. uppskeruhátíð „Opnu vikunnar“ sem staðið hefur yfir í skólanum þessa vikuna. Bjöllukórar, slag- verks- og popphljómsveitir, málm- og tréblásturshópar og fleiri slíkir hafa verið að störfum innan skólans alla vikuna og munu þeir koma fram á tónleikunum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Við Tónlistarskólann í Keflavík starfa 29 kennarar og 250 nemend- ur. Skólinn á 40 ára afmæli í haust og verður afmælisins minnst með ýmsum hætti. Skólastjóri Tónlistar- skólans í Keflavík er Kjartan Már Kjartansson. Lýst eftir vitni LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Sæbraut við Kleppsmýrar- veg. Málavextir voru þeir að hvítur sendibíll með skráningarnúmerið TE-122 var ekið suður Sæbraut og honum beygt til vinstri austur Kleppsmýrarveg en LE-949, sem er Daihatsu-fólksbifreið, var ekið norður Sæbraut. Á gatnamótunum eru umferðarljós og greinir öku- menn á um stöðu þeirra er árekstur- inn varð. Skrúfudagur Vélskóla Islands á laugardag ÁRLEGUR kynningar- og nem- endamótsdagur skólans, Skrúfu- dagurinn, verður haldinn laugar- daginn 1. mars kl. 13-16 í Sjó- mannaskólanum. Þennan dag gefst væntanleg- um nemendum og vandamönnum þeirra kostur á að kynnast nokkrum þáttum skólastarfsins. Nemendur verða við störf í verk- legum deildum skólans og veita þeir upplýsingar um kennslu- _ tækni og skýra ganga þeirra. Á bókasafni Sjómannaskólans verður sýning á bókum sem tengjast störfum vélstjóra. A Skrúfudaginn kynna ýmis fyrirtæki vörur sínar og þjónustu í skólanum. Björgunarþyrla Landhelgisgæslunna kemur í heimsókn og lendir við Sjó- mannaskólann og verða þar til sýnis. Nemendur Vélskólans eru að búa sig undir hagnýt störf í þágu framleiðsluatvinnuvega þjóðarinnar og er því að vænta að marga, bæði yngri og eldri, fýsi að kynnast því með hvaða hætti þessi undirbúningur fer fram og hvernig búið er að nem- endum. Skólinn telur mikilvægt að halda tengslum við fyrrver- andi nemendur og álítur það vera til gagns og ánægju fyrir báða aðila, segir í fréttatilkynningu. Kvenfélagið Keðjan verður með kaffiveitingar í matsal Sjó- mannaskólans. ÁRNI Samúelsson og Guðný Ásberg Björnsdóttir fyrir framan Bíóhöllina árið 1982. Bíóhöllin 15 ára í TILEFNI af 15 ára afmæli Bíó- hallarinnar verður miðaverð á allar myndir bíósins 250 kr. laugardag- inn 1. mars. Samfilm, sem er alþjóðaheiti Sambíóanna, var formlega stofnsett í Keflavík 14. mars 1975. Fýrirtæk- ið rekur Nýja bíó í Keflavík. 2. mars 1982 opnaði fyrirtækið fimm sala kvikmyndahús í Mjóddinni sem fékk nafnið Bióhöllin. Árið 1991 fjölgaði sýningarsölum enn þegar Sagabíó var opnað við hlið Bíóhall- arinnar í Álfabakkanum. Báðir salir bíósins eru hannaðir eftir ströngustu stöðlum og hafa THX-hljóðkerfi. Astkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN SIGMARSDÓTTIR, Hátúni 8, Reykjavík, lést í Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 26. febrúar. Edvard Júlíusson, Elín Alexandersdóttir, Brynjar Júlfusson, Fríður Björnsdóttir, Hildur Júlíusdóttir, Eiríkur Alexandersson og barnabörn. Höfuðlausn í Múlanum HÖFUÐLAUSN, djasshljómsveit píanóleikarans Egils B. Hreinsson- ar, leikur íslensk þjóðlög, djassperl- ur og frumsamið efni í djassklúbbn- um Múlanum í Lækjargötu í kvöld. Hljómsveitina skipa auk Egils, Steingrímur Óli Sigurðsson á trommur, Bjarni Sveinbjörnsson á kontrabassa og Óskar Guðjónsson á saxófón. Þess má geta að Óskar var valinn besti saxófónleikarinn við afhendingu íslensku tónlistar- verðlaunanna 1996. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Þorrablót í Mílanó ÞORRABLÓT á vegum áhuga- manna um menningarvarðveislu verður haldið í Mílanó þann 8. mars nk. Þetta er í annað sinn sem þorrablót er haldið í borginni. Áhugasamir hafi samband við Sindra Gunnarsson, formann ís- lendingafélagsins í Mílanó eða Óla Björn Stephensen gjaldkera. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn RANGT var farið með nafn í mynd- artexta í blaðinu í gær. Helgi Haf- liðason var rangfeðraður og sagður Hálfdánarson. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir á verðlauna- palli I Kaupmannahöfn. Silfur og brons í Kaupmannahöfn DAVÍÐ Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir hlutu silfur- og bronsverðlaun í Opnu Kaupmanna- hafnarkeppninni 14.-15. febrúar sl. Davíð og Halldóra hlutu silfur- verðlaun í flokki 10-11 ára í suður- amerískum dönsum og lentu í 3. sæti í samkvæmisdönsunum og hlutu brons. í Morgunblaðinu í gær var sagt frá keppninni og þar rang- lega sagt að Davíð og Halldóra hefðu lent í 4. sæti í samkvæmis- dönsunum. Velvirðingar er beðist á þeim mistökum. STEFNUM Mæltu þér mót við vin eða kunningja í líkamsræktinni. Það hvetur þig áfram og minnkar líkur á því að þu hættir við. Safnaðu 5 hollráðum og þú færó 1000 kr. afslátt af þriggja mánaða kortum í Mætti og Gatorade brusa og duft frá Sól hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.